Dagblaðið - 29.06.1979, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ1979.
3
Það virðist aldrei vera skortur á
mönnum sem telja sér skylt að ala á
tortryggni í garð lista og listamanna.
Nýjasta dæmið mátti finna í Sand-
korni Sæmundar Guðvinssonar í
Vísi, en þar eru einhverjar tröllasögur
um skammarlega frammistöðu
íslenzkra listamanna hafðar eftir
„íslendingi á ferð” um Holland. Til
marks um það hve marktækt þetta
slúður er má geta þess að umrædd
sýning stendur yfir í Belgíu. Og hvers
vegna reynir Vísir ekki að segja al-
mennilega frá þessum viðburði og
leggja verkin undir dóm lesenda, í
stað þess að dreifa einhverjum
kjaftasögum?
Plebbi
Vísir dreifir kjaftasögum, segir bréf-
ritari.
SÝNING A
„LIST”
tslendingur sem vj
olla
Moldarsvað í Austur-
stræti er til skammar
Jenný Jakobsdóttir skrifar:
Hversu lengi áað bjóða fólki upp á
það að horfa á moldardrulluna sem
„prýðir” Austurstræti milli Reykja-
víkurapóteks og aðalpósthúss
Reykjavíkur?
Þarna eiga þúsundir manna erindi
daglega, íslendingar og útlendingar.
Ég er í hópi þeirra sem fer þarna um
daglega og finnst skömm að þvi að
bærinn skuli láta þetta viðgangast. Er
ekki tími til kominn að bæta úr?
Göngugatan hefur þegar kostað
bæjarbúa stórfé og þeir eiga heimt-
ingu á að henni sé haldið sómsamlega
við.
Ófögur sjón I hjarta borgarinnar.
Moldarsvaö I göngugötunni.
DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson.
Athuga þarf
hvalveið-
arnar betur
Reykvíkingur skrifar:
Mér virðast öll rök hníga að því að
ástæða sé til þess að taka stefnu
íslendinga varðandi hvalveiðar til
gagngerrar endurskoðunar. í mál-
flutningi um þessi efni á opinberum
vettvangi hef ég orðið var við þver-
sagnir. Hvernig stendur á þeim? Er
ekki eitthvað gruggugt við þetta allt
saman? Hvers vegna er opinber
embættismaður í sjávarútvegsráðu-
neytinu svo áfjáður í að vera mál-
svari fyrir einkafyrirtæki? Og hvers
vegna sitja fulltrúar Hvals hf. fundi
Alþjóða hvalveiðiráðsins?
Sjálfur veit ég ekki hvort nauðsyn-
legt sé að stöðva hvalveiðar. En mér
finnst a.m.k. brýn ástæða til að
athuga þessi mál öll betur og stöðva
hvalveiðar eða minnka þær á meðan
sú athugun fer fram.
Leiðrétting
Lítilsháttar brenglun varð í einni
málsgrein í grein Björns Loftssonar á
lesendasíðu DB s.I. þriðjudag. Rétt er
málsgreinin svona: „Ég býst nú við,
að það vefjist fyrir fleirum en mér að
sjá eitthvað nýtt við þessa stefnu, en
í hverju er hún frábrugðin þeirri
stefnu sem fylgt hefur verið?”
DB biðst velvirðingar á þessum
mistökum.
Ef hvalir deyja út þá er það
glæpur sem ekki er
hægt að réttlæta
Pétur hringdi:
Hvalurinn er ein gáfaðasta og
merkilegasta skepnan á jörðinni.
Vísindamenn segja að hvalir gangi
Mér finnst full ástæða til að við
hugsum okkur um tvisvar áður en við
eyðum þessari skepnu með öllu, segir
bréfritari. Frá hvalstöðinni f Hvalfirði.
mönnum næst að viti og háþróuðu
tilfinningalífi. Mér finnst þess vegna
full ástæða til að við hugsum okkur
um tvisvar áður en við eyðum þessari
skepnu með öllu.
íslendingar hafa áður staðið að
útrýmingu dýra. Það hefur ekki verið
þeim til sæmdar. Og ef við verðum
þess valdandi að hvalastofnar hér við
land deyja út þá er það glæpur sem
ekki er hægt að réttlæta með nokkru
móti.
Ég legg til að sjávarútvegsráð-
herra, Kjartan Jóhannsson, hafi
forystu um það að breyta afstöðu
íslands til hvalveiða. Fjárhagslegir
hagsmunir mega ekki ráða ferðinni.
Við eigum að slást í hóp þeirra þjóða
sem friða vilja hvali með öllu í a.m.k.
;nokkraáratugi.
Reykjavík — Grundartangi — Akrar á
Mýrum — Deildartunga — Geldinga-
dragi — Reykjavík
Sumarferð Varðar er á sunnudaginn
Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1 kl. 8. Verð
farmiða er kr. 7000.- fyrir fullorðna og kr. 5000.- fyrir börn. Innifalið í
verði er hádegis- og kvöldverður.
* Varðarferðir bjóða upp á traustar ferðir í góðum félagsskap.
* IMotið tækrfærið og ferðizt um fagurt iandslag undir góðri
leiðsögn Einars Guðjohnsen.
* Allir eru velkomnir í sumarferð Varðar.
* Tryggið ykkur miða.
* Innifalið ■ fargjaldi er hádegis- og kvöldverður.
* Miðasala alla daga frá kl. 9—21 ■ Sjálfstæðishúsinu, II. hæð.
* Pantanir teknar í síma 82900.
Athugið að rúta fer frá Breiðholti, húsi Kjöts og Fisks. Seljabraut 54 kl.
7.30.
Frá Sjálfstæðishúsinu Hafnarfirði kl. 7.30.
Frá Sjálfstæðishúsinu Garðabæ kl. 7.40.
Frá Hamraborg 1 Kópavogi kl. 7.55.
Landsmálafélagið Vörður,
farðanefnd.
Spurning
dagsins
Hjólar þú?
Valborg Snævarr: Nei, aldrei. Eg á
ekkert hjól.
Reynir Gunnarsson: Já, stundum,
svona eftir þörfum. Ég á nú hjól.
Áslaug Aðalsteinsdóttir: Ég myndi
hjóla ef ég ætti hjól, en ég býst ekki við
að fá þaðánæstunni.
Gestur Sigurðsson: Nei, ég hjóla drei.
Þó væri hentugt að eiga hjól, þu yrði ég
fljótari í mat.
Katrín Sveinsdóttir: Nei, ekki núna, ég ,
gerði það þegar ég var yngri. Ég á hjól
enþaðerbarabilað.
Þórir Þórsson: Nei, ég á ekki hjól sem
stendur en ég er góður á hjóli..