Dagblaðið - 29.06.1979, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1979.
J)LAÐIÐ
frfálst,úháð datfblað
Útgefandi: Dagblaðtð hf. "/ » íf*
Framkvœmdastjón: Sveinn R. Eyjóifsson. Ritstjórí: Jónas Krístjónsson.
Ritxljómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannos Roykdal. Fróttastjóri: Ómar
Valdánarsson.
4>róttir Hallur Simonarson. Monning: Aðolsteinn Ingólfsson. Aðstoöarfróttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrít: Ásgrímur Pálsson.
Blaðamonn: Anna Bjarnason, Ásgoir Tómasson, Atli Stoinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdótt-
ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Holgi Pótursson, Ólafur Goirsson, Sigurður Sverrisson.
Hönnun: Guðjón H. Pálsson.
Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös-
son, Sveinn Þormóðsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þráinn Þorloifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjórí: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiösla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11.
Aðaftsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Áskríft 3000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. ointakið.
Sc.-tning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prontun:
Arvakur hf. Skeifunni 10.
Hneykslismál á döfínni
Almenningur fær sífellt meiri fá
upplýsingar um hneyksli, sem upp er
komið í lagmetissölu. Samkvæmt
skýrslu Rannsóknarstofnunar físk-
iðnaðarins um rannsóknir á þremur
sýnum af lagmetisvörum má ætla, að
mörg heimilin hafi haft á borðum býsna
vafasaman mat að undanförnu, því að telja verður, að
hin gölluðu sýni gefi til kynna verulegt vandamál.
Hér er á ferðinni nokkurs konar framhald af fyrri
fréttum. Dr. Jónas Bjarnason, varaformaður Neyt-
endasamtakanna, sem gengust fyrir könnun á
sýnunum þrem, sagði í viðtali við Dagblaðið í gær, að
vissulega væri hneykslismál á döfinni. Það tæki til
þess, að framleiðendur hefðu notfært sér þau göt, sem
eftirlit hins opinbera skilur eftir, og einnig til þess, að
eftirlitið væri í molum.
Af fyrri fréttum er mönnum kunnugt, að Sovét-
menn endursendu mikið magn af gaffalbitum, vegna
þess að varan var stórlega gölluð. Þegar það mál kom
upp, varð töluverð umræða um, hvar ábyrgðin lægi,
og vísaði hver á annan. Stofnanir hins opinbera, sem
ætla mátti, að hefðu átt að fylgjast með tilurð þessarar
vöru, þvoðu hendur sínar. Enginn þóttist hafa
nægilega skýrt afmarkaða ábyrgð i málinu.
Dagblaðið gat þess á neytendasíðu sinni hinn 20.
þessa mánaðar, að skemmdir gaffalbitar væru enn í
búðum. Einn lesandi blaðsins kom á ritstjórn þess með
niðursuðudós frá K. Jónsson á Akureyri. Á loki var
miði, þar sem upplýst var á íslenzku, að í dósinni væru
gaffalbitar. Undir þessum íslenzka miða var svo
rússnesk áletrun á dós þessari. Bitarnir í dósinni voru
stórskemmdir.
Talsmaður K. Jónsson sagði, að nokkrir kassar af
síldinni, sem Rússar áttu að fá, hefðu farið á íslenzkan
markað með nýjum miðum. Þessar dósir hefðu verið
innkallaðar, þegar ljóst var, að innihaldið var skemmt.
Hann gaf í skyn, að kaupmönnum væri um að kenna
að hafa ekki skilað vörunni í tæka tið eða hafa ekki
geymt hana við réttar aðstæður.
Sýnin, sem rannsökuð voru á vegum Neytenda-
samtakanna voru gaffalbitar frá K. Jónsson, kaviar frá
Arctic á Akranesi og sjólax frá Eldeyjarrækjunni í
Keflavík. Ö l reyndust þau gölluð en í mismunandi
miklum mæli. í öllum tilvikum var merkingu stórlega
ábótavant. ,,Svo virðist sem framleiðendum sé ekki
kunnugt um þær reglur, sem gilda um þessi mál hér-
lendis,” segir Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins um
það atriði.
Þær reglur, sem hérlendis gilda um þetta, eru mjög
takmarkaðar og af skornum skammti. Það er býsna
alvarlegt, þegar framleiðendur fara ekki einu sinni
eftir þeim.
Að sjálfsögðu verður að herða stórlega allt eftirlit
með slíkum vörum hérlendis og sjá til þess, að einhver
opinber aðili hafi raunverulega ábyrgð. Við núverandi
aðstaéður flækjast slík mál milli aðila, og enginn gerir
neitt.
Neytendur verða að fylgjast sérstaklega með þeim
lagmetisvörum, sem þeir hyggjast kaupa. Þeir verða að
huga að því, að allar merkingar séu í samræmi við
reglur. Minna má ekki vera. Rangar eða of óljósar
merkingar vekja strax grunsemdir.
Neytendur verða að ýta við heilbrigðiseftirliti og sjá
til þess, að það geri að minnsta kosti hið takmarkaða,
sem því er falið að gera. Þeir verða að reka gallaðar
vörur aftur í kaupmanninn. Af slíku er alltof lítið gert
hérlendis.
Hið opinbera verður að læra af þessu hneykslismáli
og skapa raunverulegt eftirlit með matvöru fólksins.
t ‘
Nicaragua:
HVERJIR SKYLDU
ÞÐRVERAÞESS-
IR SANMNISTAR?
Vi
K
Hverjir eru þessir Sandinistar?
Hver eru þessi samtök, sem berjast
gegn Anastasio Somoza einræðis-
herra Nicaragua.
í fyrsta lagi eru þau nefnd eftir
þjóðhetjunni Augusto Cesar Sandino
en nafn hans bar hæst á árunum á
milli 1920 og 1930. Hann var hers-
höfðingi landsmanna, sem börðust
gegn bandarísku landgönguliði sem
réðst inn i landið árið 1926. Banda-
ríkjamönnum tókst aldrei að
handsama hann þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir. Aftur á móti féll hann fyrir
hermönnum Anastasio Somoza
Garcia hershöfðingja árið 1933. Sá
Somoza er faðir núverandi einræðis-
herra i Nicaragua og útnefndur af
Bandaríkjamönnum til að stjórna
þjóðvarðliðinu, sem þeir komu á fót
til að gæta hagsmuna sinna þar í
landi. Siðar varð hann forseti lands-
ins í skjóli áhrifa Bandaríkjamanna.
Augusto Cesar Sandino varð sem
sagt góði maðurinn í sögunni, Som-
oza sá hinn vondi — sá sem studdi
hið erlenda vald. Sandino hers-
höfðingi var svo sem enginn engill og
hann var svo sem ekkert yfir það
hafinn að beita sömu bellibrögðum
og Somoza. En hann barðist gegn
erlendu valdi og minning hans lifir í
hugum fólksins sem minning um
bjargvættinn.
Þetta er ástæðan fyrir þvi að and-
stæðingar Anastasio Somoza
Debayle núverandi forseti velja
samtökum sínum nafnið Sandinistar.
Formlega var hreyfingin stofnuð
árið 1964 og heitir á spænsku Frente
Sandinista de Liberacion Nacional,
eða nokkurn veginn Þjóðfrelsissam-
tök Sandinista.
Hreyfingin varð sérlega öflug fyrst
á þessum áratug en heimsathygli
vakti hún ekki fyrr en í september
síðastliðnum. Þá tóku skæruliðar
hreyfingarinnar sjálfa þinghöllina I
Managua höfuðborg Nicaragua, og
tók þar fleiri hundruð gísla ef ekki
þúsundir. Þar á meðal voru ráð-
herrar og ættingjar Somoza forseta.
Unnu skæruliðar þar frægan sigur,
slepptu gíslunum en fengu stórar
fjárfúlgur i lausnargjald. Þegar þeir
yfirgáfu Managua voru þeir kvaddir
eins og þjóðhetjur af almenningi en
sjálfir sögðust þeir mundu koma
aftur.
Eðlilegar tekjur
og sanngjarn
umþóttunartími
—stutt grein um langt mál
Tímamót í
landbúnaðarmálum
Nú hefur það gerzt, að yfirskatt-
heimtumenn þessa lands, hinir
hefðbundnu landbúnaðartalsmenn,
hafa verið stöðvaðir. Hingað og ekki
lengra, herrar mínir! Þaðgerðist með
útgöngunni frægu á Alþingi í lok
þingsins. Siðan hefur mikið verið
ritað og rætt um vandamál land-
búnaðarins. Það, sem birzt hefur á
prenti um tímamótaútgönguna, þeg-
ar Alþingi hafnaði að ábyrgjast 3 1 /2
milljarða erlent lán til land-
búnaðarins, hefur aðallega verið
reiöi, sárindi, vonbrigði, ásakanir,
vopnaskak, hótanir og tilfinninga-
semi. Það er allt saman skiljanlegt,
en það vantaði aðallega skilning,
sanngirni og tillögur um úrbætur.
Um skilning á
vandamálum
hefðbundins
landbúnaðar
Það hefur mikið verið skrifað um
þann vanda, sem talinn er hafa
skapazt vegna þess, að bændur fá nú
ekki fullt grundvallarverð fyrir sínar
sauðfjár- og nautgripaafurðir. Það
hefur i sannleika sagt nánast
eingöngu verið fjallað um þann
vanda af talsmönnunum. Því hefur
jafnvel verið haldið fram af þeim, að
alþingismenn hafi neitað að leysa
vandamál bænda. Lausn vandans er
að þcirra mati að senda reikninginn
fyrir ranga landbúnaðarstefnu
alfarið til skattborgara þessa lands.
— Það er að sjálfsögðu engin lausn.
Allt að 30 milljarðar eru nú teknir af
almannafé í niðurgreiðslur og út-
flutninsbætur. Ástandið er að sjáif-
sögðu komið út fyrir allt velsæmi, og
aðeins er unnt að grípa til tregðulög-
málsins og gífurlegs atkvæðamisréttis
í landinu sem skýringu á því, að ekki
er þegar búið að skera ósómann
niður.
Öllu skynsömu og óbrengluðu
fólki gat verið það Ijóst fyrir meira en
tiu árum, að landbúnaðurinn stefndi
í algjört óefni. Haraldur Ellingsen,
cand. oecon., nú hjá Framkvæmda-
stofnun rikisins, ritaði t.d. grein i
Búnaðarritið árið 1967, en hún hét
„Áætlun um þróun landbúnaðar-
framleiðslunnar 1967—1985”. Har-
aldur segir m.a.: „Að framansögðu
er Ijóst að ekki er þess að vænta að
vöxtur landbúnaðarframleiðslunnar
geti orðið hraðari á næstu árum en
nemur fólksfjölguninni í iandinu”.
Mikil offramleiðsla var í landinu,
þegar þetta var skrifað. Þar við
hefur bætzt, að fólksfjölgun i
landinu hefur orðið minni en þá var
talið, og neyzluvenjur hlutu að
breytast, því ekki myndu íslendingar
borða kindakjöt eins mikið og áður
tiðkaðist, ef kjötframboð og verðlag
þróaðist með eðlilegum hætti. —
Hvar heyrðust vamarorð
forystumanna sauðfjár- og mjólkur-
framleiðslu?
Þegar í óefni er komið, reyna
menn að grípa til hálmstráa. Rætt er
um útflutning. Allir vita, hvernig það
gengur. Um 20—50% af fram-
leiðslukostnaði fæst þá, og hefur
hlutfallið farið lækkandi. Menn hafa
sífellt verið að bollaleggja með út-
flutning, og á sama tíma verður
möguleikinn fjarlægari. Vitanlega er
það fráleitt að rökstyðja hina
gífurlegu offramleiðslu með því, að
einhvern timann muni útflutningur
verða hagkvæmur. Það er næsta
óskynsamlegt að ætla, að hagkvæmt
verði að framleiða landbúnaðar-
afurðir á harðbýlu íslandi og selja
þær í gróskumiklum landbúnaðar-
héruðum erlendis. ,,lt is like carrying
eoal til Newcastle” (eins og að flytja
kol til Newcastle). Landbúnaðar-
kontórar og blaðafulltrúar bænda-
samtakanna eru vísir til að reikna það
dæmi hagkvæmt. Þcir gætu reiknað
túlipanarækt i Thule hagkvæma,
hvað svo sem Hollendingar aðhafast!
— Nei, þetta dæmi gengur ekki upp.
Ef einhver Ijósglæta finnst fyrir út-
flutning íslenzkra matvæla af land-
búnaðartoga i framtiðinni, geta
menn aukið framleiðsluna, þegar að
þvi kemur. Allt rugl um sveltandi
heim í þessu sambandi er dæmi um
annað hvort fáfræði eða vitaverðan
áróður. Menn geta aðstoðað svelt-
andi þjóðir mun meira með því að
gefa þeim þó ekki væri nema olíuna,
sem notcð er við islenzka land-
búnaðarframleiðslu, í stað kjötsins.
Um sanngirni
og ósanngirni
Það er ósanngirni að ásaka al-
þingsimenn eina fyrir þann vanda,
sem nú ríkir í landbúnaðarmálura
Forystumenn bænda bera mun meiri
ábyrgð. Það er ósanngirni að krefjast
þess, að vandamálunum verði alfarið
vísað til skattborgaranna. Það er
ósanngirni að halda því fram, að
þessir 3 1/2 milljarðar hefðu leyst
nokkum aðalvanda. Viö óbreyttar
aðstæður hefðu þcir oröiö eins og ein
sprauta í viðbót fyrir citurlyfja-
sjúkling. Það er ósanngirni að halda
„Viö óbreyttar aöstæöur heföu 3,5 mill-
jarðarnir orðið eins og ein sprauta í við-
bót fyrir eiturlyfjasjúkling.”