Dagblaðið - 29.06.1979, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1979.
r
u
VÍÖ7
landsins. Hins vegar eru þjóðvarð-
liðar Somoza flestir sagðir vera úr
sveitunum.
Skoðanir þessa unga fólks eru
flestar á þá lund að sögn kunnugra,
að það óskar einlæglega eftir að bæta
mannlífið í Nicaragua og brjóta af
sér þau heljartök sem Somoza ættin
hefur haft i landinu siðan Banda-
ríkjamenn settu ættföðurinn í valda-
stólinn. Margt af þessu fólki vill
styðja að frjálsum kosningum og vill
leggja margt í sölurnar til að svo
megi verða.
Það hafa þeir nú efnt eins og
komið hefur fram í fréttum að
undanförnu. En hverjir eru þeir sem
skipa raðir Sandinista? Hverjir eru
það sem gerzt hafa skæruliðar undir
hinum gömlu merkjum Sandino hers-
höfðingja.
Eru þetta kommúnistar sem vilja
koma á sama stjórnarfari i Nicaragua
og á Kúbu? Eða eru þetta aðeins
Nicaraguafólk, er vill koma harð-
stjóranum Somoza frá völdum?
Síðari setningin er í samræmi við það
sem skæruliðar segjast vera sjálfir.
Hin fyrri er túlkun Somoza á and-
stæðingum sínum.
Samkvæmt alláreiðanlegum
heimildum eru skæruliðar Sandinista
flestir úr hópi ungs fólks hvers for-
eldrar eru i fremur fámennri en mikil-
vægri miðstétt Nicaragua. Flestir
þeirra eru sagðir vera úr bæjum
Um leiðtoga Sandinistahreyfingar-
innar er líklega annað að segja. Vitað
er að margir þeirra eru yfirlýstir og
sanntrúaðir Marxistar, þjálfaðir á
Kúbu og hafa allan hug á að koma á
sósiölsku þjóðskipulagi í ríkjum Mið-
Ameriu.
Sandinistahreyfingin er þrískipt að
því er talið er. Einn armurinn er
skipaður Marxistum, hinir tveir eru
meira hægfara og hallast nokkuð að
sósíaliskum eða sósíaldemókratísk-
um hugmyndum um þjóðskipulag.
Mjög erfitt virðist vera að gera sér
grein fyrir því hver hinna þriggja
arma sé sterkastur og muni ráða ferð-
inni ef Sandinistar ná unairtökunum
í baráttunni gegn Somoza. Til þess
bendir nú margt um þessar mundir og
Ijóst er einnig að úrslit mála í
Nicaragua geta haft mjög afdrifa-
rikar afleiðingar fyrir þróun mála í
Mið- og Suður-Ameriku.
Byggt á The Christian Science Monitor, Dag-
bladet norska og Information.
þvi l'ram, að settar hafi verið fram
tillögur af hálfu landbúnaðarins,
sent stjórnað geti honum til hófs í
framleiðslumálum hinna hefðbundnu
greina. Engar áætlanir eru um það,
hversu gagnlegur fóðurbætisskattur
eða kvótakerfið svokallaða eru til
framleiðslustjórnunar. Það er lág-
mark að hafa áætlun um gagnsemi
stjórnunaraðgerða áður en fullyrt er
um þær. (Eða miiljarðar greiddir út á
þær). Það er ósanngirni að ráðast á
gagnrýnendur offramleiðslu-
stefnunnar sem óvini bænda. — Það
má segja, að fortalsmenn hinnar
vægðarlausu framleiðslustefnu hafi
keyrt málin út í svipað forað, og far-
menn voru nú keyrðir út í fyrir
skemmstu af sinum forystumönnum!
Á hinn bóginn er það lika
ósanngirni, að krefjast þess, að
óbreyttir bændur beri einir þann
vanda, sem nú er kominn. Það er
einnig ósanngirni að krefjast þess, að
nauðsynlegar breytingar gerist í einni
svipan. Það er ósanngirni að ætlast
til þess, að bændur hafi almennt
lakari kjör en viðmiðunarstéttir. En
þetta eru engin vandamál, ef menn
vilja horfast í augu við staðreyndir og
hvert stefna beri.
Um tillögur
til úrbóta
Það er engin leið að finna neina
lausn á vandamálunum, ef menn
viðurkenna ekki eftirfrandi:
,,Það er ekki unnt að fullnægja
tekjuþörf núverandi landhúnaðar-
fólks með hefðbundinni landbúnaðar
framleiðslu”. Það er alveg sama,
hvernig menn reikna. Gallinn við
allar tillögur, sem séð hafa dagsins
Ijós upp á síðkasti er sá að áður-
nefnt sjónarmið er ekki viðurkennt i
raun.Það má ætla, að fæstir séu
beinlínis að sjá eftir einhverjum
milljörðum til þess að greiða launa-
lið tekjulágra bænda. Vandinn er
bara sá, að þeir eru mjög margir að
fjárfesta I framleiðsluaukandi
ráðstöfunum og það bæði skipulags-
laust og úr takt við markaðs-
lögmálin! önnur hvor leiðin verður
að gilda. Meðan núverandi
stefnuleysi ríkir færir því vænn hluti
af umræddum milljörðum í fram-
leiðsluaukandi fjárfestingar á óhag-
kvæmum jörðum! í ljósi þessa má
segja, að digurbarkalegar ásakanir
ýmissa landbúnaðarforkólfa eftir
þingslit hafi verið vægast sagt ómak-
legar. — Ef mikið tekjuvandamál er
nú meðal bænda, væri hreinlegast að
veita þeim tekjutryggingu eftir
rannsókn á raunverulegum kjörum
þeirra. Hvaða vit er í því t.d. að
skattborgarar þessa lands séu píndir
til að borga með sauðfjár- og
mjólkurframleiðslu laxaaðalsins?
Gera þarf nákvæma og hlutlausa
könnun á tekjum bænda nú, áður en
gripið er til nýrra lagasetninga um
þeirra mál. Gifurlegar breytingar
hafa orðið á vinnuframlagi á undan-
fömum árum. íslenzkir land-
búnaðarpostular eru vanir þvi að
vitna í Noreg til samanburðar. Mál-
flutningur norskra landbúnaðar-
manna hefur verið mjög svo áþekkur
þeim íslenzka. Nýlega kom í Ijós að
norskir bændur hafa að meðaltali
mun hærri tekjur en iðnaðarverka-
menn þar í landi, þegar nákvæmlega
er skoðað, þrátt fyrir málflutning
bænda um hið gagnstæða. Þetta má
lesa í ritinu Kapital nr. 5/1979.
(Bondenes inntegter).
Getur ekki verið, að svipað sé á-
statt hér á landi?
Ef menn vilja horfast i augu við
staðreyndir, hlýtur lausn offram-
leiðsluvandans að liggja í þvi, að
landbúnaðarfólk í sauðfjárrækt og
mjólkurframleiðslu:
a. Taki upp aðra vinnu með land-
búnaðarstörfum. Er þá átt við störf í
öðru en landbúnaði.
b. Hefji störf í öðrum búgreinum
að hluta til eða að öllu leyti.
c. Leggi niður búskap og byrji að
starfa í öðrum atvinnugreinum.
d. Eldra fólk á erfiðum jörðum fái
einfaldlega tekjutryggingu og þurfi
ekki að vera að rembast við
kapphlaup I offramleiðslugreinun
um. Þetta yrði að sjálfsögðu með
þeim skilyrðum, að ekki verði hafinn
búskapur á staðnum á nýjan leik að
aðstæðum óbreyttum.
Um þessar leiðir er unnt að rita
langt mál. Sennilega væri
skynsamlegast að beita þeim öllum.
Ef menn vilja horfast í augu við
staðreyndir,’ er enginn vandi að
tryggja bæði eðlilegar tekjur og sann-
gjarnan umþóttunartíma fyrir það
fólk, sem breyta þarf um hætti.
Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur.
Kjallarinn
Jónas Bjarnason
HVAÐVILL
ÞESSI
ÞJÓD OKKAR?
Er engin leið að stjórna þessu landi
okkar af nokkru viti? Látum við
landsbúar ekki að stjórn, eða
kunnum við ekki að velja okkur
forystu? Höfum við að engu
merkingu orða einsog: samstaða,
sanngirni, réttsýni og óeigingirni?
Erum við hvert um sig eyland, sem
lítt eða ekkert varðar um hólmana
umhverfis?
Nú er sagt að við íslendingar séum
afar hjálpsamir við fólk, sem lendir i
vandræðum. Það er vafalaust rétt.
Við höfum oft sýnt merki þess með
almennri þátttöku í góðgerðarsarf-
semi til handa bágstöddu fólki, innan
lands og utan. En náungakærleikur-
inn virðist ekki ná nema uppað vissu
marki. Þar sem augljósum
vandræðum sleppir í lífsbaráttunni er
hann úr sögunni. Og þar sem jafn-
rétti og réttlæti ætti að ríkja í hinni
almennu lífsbaráttu, er blaðinu snúið
við. í stað þess gefur að líta hið æðis-
legasta samkeppnis- og metnaðar-
stríð, þar sem höfðað er til hinna
lægstu hvata. Þá er það ágirndin,
tillitsleysið og ég-mennskan, sem
tekur við stjórninni. í þeirri orrahrið
yrði álitið bæði úrelt og barnalegt að
ætlast til að einhver færi að spyrja
sjálfan sig hvort honum nægði þetta
eða hitt. Fremur yrði talið í takt við
tímann og tiskuna að ég velti því fyrir
mér hvernig ég gæti hrifsað sífellt
meira í minn hlut með góðu eða illu.
Þarna er baráttan komin út í
ómennsk viðhorf og andkristinn
veruleika.
Svo reika pólitikusar um í þessu
gjörningaveðri og vita vart sitt rjúk-
andi ráð. Þeir leitast við að þóknast
sem flestum, en reynast engum trúir í
raun. Þeirra viðleitni verður því
einkum sú, að halda utanað sínum at-
kvæðatalentum og að ávaxta þær
eftip föngum. Þess vegna minnir mál-
flutningur þeirra svo oft á hina forn-
grísku sófistaspeki, er taldi allt rétt-
mætt, sem sannfærandi orðmælgi
gat leitt rök að. í skjóli of almennrar
stjórnarfarslegrar fáfræði geta þeir
með þessum hætti sannað næstum
hvaðeina, sem þeim hentar, með
talnaleikjum og teygjanlegu mál-
skrúði.
Þar sem stjórnmálaleg starfsemi
tekur að einkennast af illvigu stétta-
stríði, er ógæfan á næsta leiti. Þá er
aldrei hægt að búast við sanngjarnri
lausn í neinu mikilsverðu máli.
Augum skilnings og skynsemi er
lokað til hálfs og annarleg sérhyggja
látin ráða ferðinni.
Réttlætir ekki
svimandi mismun
í efnahagsumræðum er stundum
talað um þjóðarkökuna, og deilingu
hennar milli þegnanna. Það er vissu-
lega góð og gild samlíking, þótt
auðvelt sé að snúa umfjöllun um þá
viðmiðun í ýmsar áttir. Sá geiri kök-
unnar, sem stendur undir launa-
greiðslum, er jafnan umdeildastur.
Þar þykjast fæstir njóta verðskuld-
unar í uppgjöri. Augljóst er að þvi
meira sem fámennir sérstöðuhópar fá
i sinn hlut, því minna fá hinir, —
allur fjöldinn. Þannig er það lág-
launafólkið sem i raun stendur undir
hinum ríflegu greiðslum til þeirra
hálaunuðu.
Þetta þýðir engan veginn að allir
eigi að bera jafnt úr bítum. Launa-
jöfnun verður aldrei alger, enda
tæpast æskilegt. Jafn fráleitt er að
ójöfnuðurinn sé æpandi mikill, og þá
oft byggður á vafasömum
forsendum.
Ef félagi minn sýnir mun meiri
afköst en ég í sömu starfsgrein, á
hann að njóta þess að fullu i
afrakstri. Og ef ég vinn miklu
þýðingarmeira starf en flestir aðrir,
má gjarnan meta það eitthvað í
launakjörum. En jafnvel þótt svo sé,
þá réttlætir það ekki svimandi
mismun. En ef mér er á þeim
forsendum úthlutað þreföldum al-
mennum launum eða meiru, þá hlýt
ég að teljast óhlutgengur til að fjalla
um hvað láglaunafólk geti minnst
sætt sig við í launakjörum. Annað
væri fordæmanlegt, siðlaust og
ókristilegt (sbr. að „binda öðrum
þungar byrðar,. . . . en vilja sjálfur
ekki snerta þær”).
Það er oft ruglað mikið með orðin
menntun og ábyrgð, þegar rætt er um
launaréttlæti. Spyrja má hvort
Mammon sé ekki farinn að gera sér
nokkuð dælt við skólamenntunina.
Einnig hvort raungildi ábyrgðar sé
ekki tekið að birtast okkur í öfugu
hlutfalli við mat hennar til fjár. í eina
tíð var ábyrg vglferðarbarátta meðal
útvalinna þegna þessarar þjóðar
mjög samstíga ómældu fórnarstarfi.
Þesskonar þankar heyra víst til
spjöldum sögunnar við lok tuttug-
ustu aldar. Nú virðist tákn tímans
vera að olnboga sig áfram, og ýta
ómjúklega við þeim, sem fyrir eru.
Ein stéttin rakkar aðra niður, og er
þar einkum sótt að þeim sem við
framleiðslu fást.
Uppgjöf?
Á Alþingi virðist sú samstaða vera
helst í hávegum höfð að sýna sundur-
lyndi. Stundum lítur út sem þar sé
engum að treysta, — líkast því að
einn leiði annan í yfirborðsháttum og
sýndarmennsku.
Hvað vill þessi vesalings þjóð? Er
henni lokuð sýn til allra átta? Eða
treystir sérhver sinum flokki sem
endurlausnara í aðsteðjandi vanda?
Margt bendir til þess að svo sé ekki.
Viða gætir gremju og vonbrigða, —
jafnvel stjórnmálalegrar uppgjafar.
Áberandi er um þessar mundir, að
þegar menn ræða um landsmálin sín
á milli, tjái hver öðrum að hans
flokkur sé ekki til.
En stendur þetta óánægða fólk
saman um nokkurn skapaðan hlut?
Eða biður það í örvæntingu sinni
Kjallarinn
Jakob G. Pétursson
eftir kotrosknum, hávaðasömum
kalli með dökkt yfirvaraskegg, sem
öskrar inni eyru þess einhvcrn stóra-
sannleika sem lausn alls stjórnarfars-
legs vanda, og hefur hnefaréttinn að
baksviði?
Er til einhver mannleg, réttlát
skynsemistefna varðandi skiptin á
þjóðarkökunni, sem flestir lands-
menn geti við unað? Ef svo er, þá er
trúlegt að til þurfi að koma nýtt
stjórnmálaafl með þjóðinni, ■ til að
tryggja framkvæmdir i þá átt. Það
þarf að leysa af hólmi þetta útslitna
hægri-vinstri-reiptog, enda sýnist það
komið út i ólýsanlegt vixlgengi. Það
þarf að kollvarpa sjálfkjörnum
erfðarétti til forystu á stjórnmála-
sviðinu. Þann ósið þarf að uppræta,
að litið séá toppstöður i stjórnmálum
nánast sem ævistörf, og að aukafríð-
indi og hverskonar forréttindi séu
þeim mun sjálfgefnari og átöluminni
sem sérgóðum framagosum tekst að
príla lengra uppeftir metorðastig-
anum.
Ég held að um mörg þessu lik
atriði gæti orðið nokkur samstaða
hjá verulegum hluta þjóðarinnar. Og
liklega mundu flestar gagnlegar
leiðir, til úrbóta í þjóðmálum, liggja
nokkuð til sömu áttar hjá miklum
meirihluta þessarar þjóðar, ef fólk
vaknaði á verðinum og sýndi ein-
lægan vilja og viðleitni til að íhuga
þau mál i Ijósi réttlætiskenndar, án
hleypidóma og þröngrar fiokks-
hyggju.
Jakob G. Pétursson,
kennari,
Stykkishólmi.
„Eöa bíður þad í örvæntíngu sinni
eftír kotrosknum, hávadasömum
kalli meö dökkt yfírvararskegg, sem
öskrar inn í eyru þess einhvern
stórasannleika sem lausn alls
stjórnarfarslegs vanda og hefur
hnefaréttínn ad baksviði?”