Dagblaðið - 29.06.1979, Side 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1979.
Stórglæsilegur Torinado árg. 75, sjálfskiptur,
aflstýri og -bremsur, framhjóladrif, Brougham djúp-
bólstruð innrétting, veltistýri, rafknúnar rúður,
læsing og skott, Cruise control, loftkæling, útvarp
og segulband. Skipti. Einstakur dekurbíll.
BÍ laka.MP
SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030
! !!|i;!|!i
HARGREIÐSLUSTOFAN
MHUI 4JICAC RAGNHILDUR BJARNADÖTTIR
OllVll Z439D hjördIs sturlaugsdóttir
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða í lögsagnar-
umdæmi Reykjavíkur í júlímánuði 1979.
Mánudagur 2. júlí R-43201 til R—43400
Þriðjudagur 3. júlí R—43401 til R—43600
Miðvikudagur 4. júlí R—43601 til R—43800
Fimmtudagur 5. júlí R—43801 til R—44900
Föstudagur 6. júlí R—44001 til R—44200
Mánudagur 9. júlí R—44201 til R—44400
Þriðjudagur lO.júlí R—44401 til R—44600
Miðvikudagur ll.júlí R—44601 til R—44800
Fimmtudagur 12. júlí R—44801 til R—45000
Föstudagur 13. júlí R—45001 til R—45200
Bifreiðacigendum ber að koma með bifreiðir
sínar til Bifreiðaeftirlits ríkisins, Bíldshöfða 8
og verður skoðun framkvæmd þar alla virka
daga kl. 08:00—16:00.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi
skulu fylgja bifreiðum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja
fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki
fyrir því að bifreiðaskattur sé greiddur og
vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi.
Athygli skal vakin á því, að skráningarnúmer
skulu vera vel læsileg.
Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjald-
mælir í leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald
á hverjum tíma. Á leigubifreiðum til mann-
flutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sér-
stakt merki með bókstafnum L.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn
sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og
bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar
næst.
Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
27. júní 1979
Sigurjón Sigurðsson.
HVAÐ SEGIR
AFSTRAKTIÐ
Um sýningu Karls Kvaran
Það er ekki alltaf auðhlaupið að
skýra það hvers vegna still eða stíl-
brigði koma fram í myndlist og hví
þau þykja svo úrelt nokkrum árum
seinna. Óhætt er að segja að myndlist
breytist ekki að ástæðuiausu, heldur
er hún jafnan í viðbragðsstöðu gagn-
vart því þjóðfélagi sem hún þrífst í og
samsvarar á sinn hátt tíðaranda
hverju sinni. Það er misjafnlega auð-
velt að sjá hvernig sú samsvörun
kemur fram. í hlutlægri list máeinatt
greina nokkuð skýra endurspeglun
viðhorfa i þjóðfélaginu — hvað telst
myndrænt, smekklegt, mikilvægt
myndefni o.s.frv. og hvernig ber að
meðhöndla þessi atriði. En málið
versnar þegar komið er út í óhlut-
bundna list. Hvað er það sem frjáls-
legt samspil lina og ókennilegir lit-
fletir eru að reyna að segja okkur um
samtímann?
Flótti eða
traustsyfirlýsing
Til marks um breytilega túlkun á
þjóðfélagslegu gildi afstraktlistar, má
nefna þau tvö viðhorf sem ríkt hafa
varðandi geómetrísku listina sem
kom aftur fram að seinni heimsstyrj-
öld lokinni. Sumir fræðimenn vilja
kalla hana flótta inn í nýja veröld í
kjölfar stríðshörmunganna, en aðrir
telja að hún hafi verið jákvæð við-
leitni og traustsyfirlýsing á ný-
sköpun, í anda De Stijl hreyfingar-
innar.
Allt um það hlutu margir af eldri
listamönnum okkar eldskirn sína í
þesskonar list, þ.á m. Karl Kvaran
sem nú heldur einkasýningu að Kjar-
valsstöðum. Aðspurðir vilja þeir ekki
segja meira um það tímabil I listinni
en það hafi verið bæði krefjandi og
spennandi og hafa farið undan í
flæmingi þegar reynt hefur verið að
herma upp á þá þjóðfélagsleg við-
horf. En einhver slík viðhorf í ís-
lenzkum samtima hljóta þeir að
endurspegla og nú verða aðrir spor-
hundar en ég að fara á stúfana.
Að halda sínu striki
Þessi afstraktlist íslendinga breytt-
ist smátt og smátt, varð tilfinninga-
legri og frjálslegri, en þegar komið
var fram yfir 1960 fór að heyrast baul
yngri manna sem sögðu þessa list
hafa gengið sér til húðar — hún
kynni ekki að bregðast við nýjum
tima. Það átti Poppið, konseptið,
Fluxus o.fl o.fl. aftur á móti að gera.
Sumir afstraktmanna urðu bitrir,
aðrir tóku upp nýja starfsháttu og
enn fleiri héldu sinu striki. Einn af
þeim siðastnefndu er Karl Kvaran.
Hann hefur til þessa dags unnið ein-
arðlega að rökréttu framhaldi þeirra
hugmynda sem hann lagði grundvöll
að fyrir aldarfjórðungi. Að visu átti
Þorvaldur Skúlason (og á enn) tals-
vert í því myndmáli sem Karl tamdi
sér og síðar kom t.d. Richard
Mortensen til sögunnar, en á siðustu
fimm til sjö árum hefur Karl gefið
þessari list sinni nýja og persónulega
vídd sem hlýtur að vera með þvi
merkilegra sem gert hefur verið á
þessu sviði, hér sem annars staðar.Er
þettasvo úrelt list?
Klassísk á köflum
Sjálfur skal ég fúslega viðurkenna
að myndlist af þessu tagi höfðar ekki
til mín á sama hátt og fyrir nokkrum
árum, en það er jú mitt mál. Sömu-
leiðis finnst mér að i samtimanum
riki margs konar viðhorf sem nýrri
hræringar taki meira tillit til en þessi
fágaða myndlist Karls. En þar sem
hún tekst best er hún boðberi sam-
ræmis, lifsgleði og munúðar og þá
erum við sennilega komin út í skil-
greiningu á fyrirbærinu „klassík”
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
— i
Garðssjó,
olía
Kvaran
En slíka klassík skapar Karl ekki
átakalaust. Ég hef t.d. aldrei verið
sannfærður um ágæti litaskyns hans
og mér hefur satt að segja fundist
margar litasamsetningar hans afar
grófar og tilviljunarkenndar. Hæfi-
leikar Karls liggja kannski fyrst og
fremst á sviði teikningar (í víðum
skilningi) og það er í sviðsetningu
sveigðra, hvelfdra og spenntra lína
sem hann er í essinu sínu. Liturinn
kemur svo eftir á, til uppfyllingar
milli línanna.-
En þessi teikning á það einnig til að
fara úr böndunum. Myndir eins og
nr. 22, 33, 35, 37 og 38 eru einum of
æsilegar í dráttum og mikill hávaði
myndast þegar línurnar skella saman.
En nóta bene, þar sem teikning er
stillileg og yfirveguð og litirnir styðja
hvern annan — þar gerast undursam-
legir atburðir í málverki Karls
Kvaran. Þetta gerist t.d. í nýjum
myndum eins og Guðný, í Garðssjó
og Veikir tónar. Áhrifin minna um
margt á siðustu og stærstu klippi-
myndir Henri Matisse (t.d.
„L’Escargot”), sem boða stillingu og
unað. En þá eru frekari gullhamrar
líka óþarfir.