Dagblaðið - 29.06.1979, Page 15
14
i
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1979.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Paolo Rossi til
Napólíígær
Paolo Rossi, stjarna ítala úr HM-kcppninni i
Argentínu, var í gær seldur frá félagi sínu, Lanerossi
Vicenza, til stórliðsins Napólí. Ekkert var getið um
hversu dýr kappinn væri, en tveir leikmenn
Napólíliðsins munu ganga til liðs við Lanerossi í
staðinn. Þykir óliklegt annað en fjárfúlgur hafi
cinnig verið með í spilinu því strákurinn var í fyrra
metinn á um 2 milljónir sterlingspunda. Svo eru
menn undrandi yfir söiuverðinu á Trcvor Francis og
Laurie Cunningham.
Real Madrid
keypti Cunningham
Blökkumaðurinn Lurie Cunningham frá West
Bromwich Albion gerði i gær einhvern þann stærsta
samning við Real Madrid sem sögur fara af.
Kaupverðið á Cunningham var ein milljón sterlings-
punda og er það talsvert mcira en Barcelona
borgaði fyrir Johann Cru.vff á sínum tíma. Þessi
upphæð er að sjálfsögðu metupphæð á Spáni.
Cunningham gerði samning til S ára og hann mun
taka stöðu Danans Henning Jensen í liðinu.
Samningur Jensens rcnnur út á sunnudaginn en þá
leikur Real Madrid við Valencia í úrslitum spænsku
bikarkeppninnar.
Cunningham vakti fyrst verulega athygli 1975 er
hann lék með 2. deildarliðinu Orient en fyrir tveimur
árum keypti West Bromwich hann fyrir 100.000
pund, þannig að hagnaður félagsins á stráknum er
ekki lítill. Cunningham tókst ekki að halda sæti sínu
í aðaiiiði WBA undir lok keppnistímabilsins en þrátt
fyrir það efast enginn um snilli þessa unga blökku-
manns.
AsaHartford
seldurtilForest
Brian Clough snaraði í gær hálfri millj. sterlings-
punda á borðið fyrir miðvallarleikmanninn Asa
Hartford frá Manchester City. Clough var lengi
búinn að hafa augastað á Hartford en samningar
tókust ekki fyrr en i gær.
Hartford var keyptur til Manchester City 1972 en
lék áður með West Bromwich Albion. Leeds ætiaði
að kaupa hann á sínum tíma en hætti við á síðustu
stundu vegna hjartagalla sem kom í Ijós við læknis-
skoðun. City lét það hins vegar engin áhrif á sig hafa
og Hartford hefur veriðdriffjöðrin í liði City síðustu
árin. Manchester City hcfur á undanförnum
mánuðum verið að fella helztu skrautfjaðrirnar því
fyrir skemmstu seldi liðið Gary Owen til WBA fyrir
450.000 pund. Pcter Barnes cr einnig líklegur til að
fara og má þá segja að Malcolm Allison og Tony
Book hafi endanlega spilað rassinn úr buxunum —
búnir að splundra bezta liði City í áratug.
Afrekaskráin 1979 ffrjálsum íþróttum:
Nehemiah nafn ársins—Hreinn
Halldórsson f fimmta sætinu
Mjög góður árangur hefur náðst í
flestum greinum frjálsra íþrótta í
heiminum á þessu ári. Hæst ber heims-
met Bandarikjamannsins Renaldo
Nehemiah í 110 m grindahlaupi. Hann
hefur tvívegis sett heimsmet — fyrst
13.19 sek. og síðan 13.00 sek. Þá hefur
Nehemiah einnig hlaupið á 12.91 sek.
og 12.8 sek., en í of miklum meðvindi.
Hann er einnig frábær spretthlaupari.
Hefur hlaupið 100 m í ár á 10.1 sek., og
200 m á 20.38 sek. Hreinn okkar
Halldórsson er í fimmta sæti í kúlu-
varpi, þegar miðað er við vikugamla
heimsafrekaskrá. Hún var tekin saman
21. júní sl.
í einstökum greinum lítur afreka-
skráin þannig út.
Svo kann að fara, að Björn Borg,
sem stefnir að sínum fjórða sigri í röð á
Wimbledon tennismótinu, verði að
hætta keppni í mótinu vegna meiðsla í
hné. Borg lenti í mjög kröppum dansi á
miðvikudag er hann keppti við Indverj-
ann Vijay Amritraj. Meiðslin virtust
nokkuð há Borg, en hann vann leikinn
naumlega og komst i 3. umferðina.
Hann hvíldi fótinn í gær, en fórsíðan á
æfingu í gærkvöld og virtist þá vera I
lagi.
Mikið hefur verið um óvænt úrslit í
Wimbledonmótinu, sem er óopinbert
heimsmeistramót í tennis. Enginn hefur
þó komið eins á óvart og ungur strákur
frá Bandaríkjunum, Tim Wilkingson.
100 m hlaup
Sanford, USA, 10.07
Leonard, Kúbu, 10.11
Edwards, USA, 10.15
Glance, USA, 10.15
Lattany, USA 10.16
King, USA, 10.16
200 m hlaup.
Mallard, USA, 20.07
Sanford, USA, 20.19
Foster, USA, 20.20
Lattany, USA, 20.28
Evans, USA, 20.28
Edwards, USA, 20.33
400 m hlaup.
Smith, USA 45.10
Tim sló í gær Argentínumanninn
Guilermo Vilas út úr keppninni 5—7,
6—2 og 6—1. Manuel Oranted frá
Spáni, einn af sterkari keppendunum á
mótinu, a.m.k. fyrirfram álitið, varð
einnig að þola það að vera sleginn út af
lítt þekktum leikmanni, Gilles
Moretton, frá Frakklandi.
Jimmy Connors slapp þó nokkurn
veginn áfallalaust í gegnum aðra
umferðina er hann mætti landa sínum
Marty Riessen og vann 6—7, 6—3, 7—
6 og 6—1. Nú eru eftir 32 kepp-
endur, en úrslitin ráðast um helgina
og verður gaman að sjá hvort Borg
tekst, fyrstum manna, að vinna
Wimbledon mótið fjórða árið í röð.
Hassan, Súdan, 45.18
Rodgers, USA, 45.34
Coombs, Trinidad, 45.38
Kerr, USA, 45.51
Schmidt, V-Þýzkal. 45.54
800 m hlaup.
Robinson, USA, 1:45.6
Paige, USA, 1:45.6
Scott, USA, 1:45.9
Kirov, Sovét, 1:46.2
Mania, Kenýa, 1:46.3
Coe, Bretlandi, 1:46.3
1500 m hlaup.
Scott, USA, 3:36.4
Jakoviev, Sovét, 3:37.2
Paige, USA, 3:37.4
Plachy, Tékkósló. 3:37.5
Manontov, Sovét, 3:37.5
Tejirkov, Sovét, 3:37.8
5000 m hlaup.
Nyanbui, Tansaníu, 13:12.3
Tyffel, Sviss, 13:13.4
Abramov, Sovét, 13:15.6
Antipov, Sovét, 13:17.9
Chapa, USA, 13:19.3
Gonzales, Frakki. 13:20.3
10000 m hlaup.
Fleschen, V-Þýzkal. 27:36.8
Virgin, USA, 27:39.4
Zimmermann, V-Þýzk. 27.42.8
Motshavateu, S-Afríku, 27:48.2
Seko, Japan, 28:02.6
110 m grindahlaup.
Nehemiah, USA, 13.00
Casanas, Kúbu, 13.23
Foster, USA, 13.28
Cooper, USA, 13.43
Edwards, USA, 13.48
Munkelt, A-Þýzkal. 13.56
400 m grindahlaup.
Moses, USA, 47.69
Þarf Bjöm Borgað
hætta á Wimbledon?
—hann á við meiðsli að stríða
Svfinn farinn úr landi
—hreifst hér mjögaf nokkrum leikmönnum
Það er ekki nýtt, að sænsk knatt-
spyrnufélög leiti fyrir sér hér á landi um
lcikmenn. Hér er möguleiki að fá
„ódýra” leikmenn til að fylla í skörðin,
því Svíar — eins og við íslendingar —
missa marga sína beztu leikmenn til
frægra félaga í Evrópu. Fyrir íslenzka
leikmcnn er þó ekki cftir miklu að
slægjast í Svíþjóð — sænsku félögin
hafa litlum peningum úr að spila miðað
við félög á „meginlandi” Evrópu — og
Landslið Sovétmanna og Dana
reyndu með sér í knattspyrnu í vináttu-
landslcik er fram fór á Idrætsparken í
Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Sovét-
menn sigruðu 2—1 en allir beztu leik-
þar er aðeins eitt atvinnumannafélag,
Malmö FF.
Undanfarna viku hefur sænski
þjálfarinn Sven Agne Larsson verið hér
á landi og „njósnað” á nokkrum 1.
deildarleikjum. Eftir leik Víkings og
Vals á mánudag var það ljóst að Lars-
son hafði áhuga á að fá þá Sigurlás
Þorleifsson og Lárus Guðmundsson
yfir til sín, en ekki er vitað til þess að
hann hafi talað við leikmennina eða
menn beggja liða voru með.
Danir náðu forystu í leiknum rétt
fyrir hálfleik, en um miðjan síðari hálf-
leikinn tókst Rússum að jafna og sigur-
markið kom rétt fyrir leikslok.
félag þeirra, Viking.
Larsson mun einnig hafa hrifizt
mjög af Pétri Ormslev hjá Fram. Síðast
í morgun var ekki til þess vitað að
hann hefði sett sig í samband við
einstaka leikmenn, enda yrði hann um-
svifalaust kærður af íslenzku
félögunum ef svo færi.
Larsson fékk símanúmer formanns
Víkings, Jóns Aðalsteins' Jónssonar,
uppgefið og var búizt við því að hann
myndi jafnvel hafa samband við Jón
áður en hann færi út. Svo virðist hins
vegar ekki vera því Larsson hélt af
landi brott í morgun.
Ekkert er þó líklegra en að Larsson
geri sér aðra ferð hingað upp á Frón
síðar í sumar. „Ég hef fengið augastað
á ákveðnum leikmönnum,” sagði hann
við DB á miðvikudagskvöld, ,,en ég
nefni engin nöfn.” Eins og fyrr sagði
vöktu þeir Sigurlás, Lárus og Pétur at-
hygli hans og það ætti vart að koma á
óvart þótt kappinn gerði sér aðra ferð
hingað í sumar.
Dómarinn
fór fýluferð
Birgir Óskarsson, dómari, frá
Norðfirði, lenti í heldur óskemmtilegii
reynslu á sunnudaginn. Honurp var fal-
ið að dæma leik Hrafnkels Freysgoða
og Sindra, sem fram átti að fara á
Breiðdaisvík kl. 16.
Lagði hann af stað eins og lög gera
ráð fyrir tímanlega, en þegar hann
mætti á völlinn var leikurinn að verða
búinn. Varð Birgir að sjálfsögðu
undrandi yfir þessu, en þá kom í Ijós að
Hrafnkell hafði fært leikinn til kl. 14
með samþykki Sindra, án þess þó að
gera dómaranum viðvart.
Dómararmál á Austurlandi hafa ekki
verið í allt of góðu lagi undanfarin ár. í
ár hefur hins vegar mikið breytzt til
batnaðar, en slík framkoma við
dómara er einungis tii þess að fæla
menn frá dómarastörfum.
-VS.
Tveir ungir piltar úr Árbænum, þeir Þorvaldur Þorvaldsson og Guðmundur Magnúsl
son, settu snemma I vor nýtt Islandsmet I maraþonborðtennis. Léku þeir borðtennis I
22 klukkustundir og söfnuðu um leið fé til Árbæjarkirkju. DB-mynd. Þorri
Rússar unnu Dani
Walker, USA, 48.48
Wheeier, USA, 49.29
Otono, Nígeríu, 49.39
Byram, USA, 49.56
King, USA, 49.59
3000 m hindrunarhlaup.
Rono, Kenýa, 8:18.0
Malinkowski, Póllandi, 8:22.0
Scartezzini, Ítalíu, 8:22.8
Korir, Kenýa, .8:23.2
Tuwel, Kenýa, 8:23.2
Clary, USA 8:26.8
Velitsjko, Sovét, 8:26.8
Hástökk.
Bellschmidt, A-Þýzkal. 2.30
Mögenburg, V-Þýzkalandi, 2.30
Nagel, V-Þýzkalandi, 2.30
Tránhardt, V-Þýzkalandi, 2.30
Grigorjev, Sovét, 2.29
Wszola, Póllandi, 2.28
Langstökk
Dombrowksi, A-Þýzkalandi, 8.29'
King, USA, 8.22
Myricks, USA, 8.11
Paschek, A-Þýzkalandi, 8.10
Podlunsky, Sovét, 8.09
Corgos, Spáni, 8.09
Lewis, USA, 8.09
Þristökk.
DeOliveira, Brasilíu, 17.39
Cooper, USA, 17.10
Tsou, Kína, 17.02
Sanejev, Sovét, 17.00
Jakovijev, Sovét, 16.95
Stangarstökk.
Houvion.Frakklandi, 5.65
Abada, Frakklandi, 5.65
Jessee, USA, 5.53
Bellot, Frakklandi, 5.53
Tully, USA, 5.53
Ripley, USA, 5.52
Kúluvarp.
Stahlberg, Finnlandi, 21.69
Beyer, A-Þýzkalandi, 21.66
Laut, USA, 21.11
Nosenko, Sovét, 20.61
Hreinn Halldórsson, ísl. 20.56
Schmidt, A-Þýzkalandi, 20.55
Anderson, USA, 20.55
Kringlukast.
Wilkins, USA, 70.66
Hjeltnes, Noregi, 69.50
Stadel, USA, 69.26
Tuokko, Finnlandi, 68.12
Powell, USA, 67.34
Schmidt, A-Þýzkalandi, 67.18
Oerter, USA, 67.00
Sleggjukast.
Gerstenberg, A-Þýzkalandi, 77.82
Steuk, A-Þýzkalandi, 77.64
Sedyhk, Sovét, 77.58
Litvinov, Sovét, 77.42
Saitsjuk, Sovét 76.98
Riehm, V-Þýzkalandi, 76.94
Spjótkast.
Sinesaari, Finnlandi, 93.84
Hanisc, A-Þýzkalandi, 89.94
Lundmark, Svíþjóð, 89.92
Michel, A-Þýzkalandi, 89.74
Harkönen, Finnlandi, 89.16
Pihl, Sviss, 88.50
Tugþraut.
Kratschmer, V-Þýzkalandi; 8484
Hingsen, V-Þýzkalandi, 8240
Dubois, Frakklandi, 8161
Steiner, Argentínu, 8125
Kaukis, Sovét, 8068
Coffman, USA, 8056
Síðan þessi skrá var samin hefur
Litvinov náð bezta heimsárangrinum i
sleggjukasti, 79.82 m, sem er þriðji
bezti árangurinn í greininni frá
upphafi. Willi Wúlbeck, V-Þýzkalandi,
hefur hlaupið 800 m á 1:46.0 mín. —
Steve Ovett, Bretlandi, hlaupið 1500 m
á 3:37.9 mín. Að öðru ieyti hefur
skráin ekki breytzt að því DB er
kunnugt. -hsím.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1979.
19
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
D
Fyrsta mark FH staðreynd. Skot Benedikts Guðbjartssonar hefur lent I einum varnarmanna Þróttar og siglir yfir markvörðinn, sem er ekki fjarri því að verja.
Sveinn Þormóðsson náði þessari stórgóðu mynd.
FH 0G BRBÐABUK ERU
AD STINGA MN UDIN AF
—unnu bæði örugga sigra í gærkvöidi og eru langefst í 2. deildinni
Tveir leikir voru háðir í 2. deildinni í
gær og áttust þá toppliðin við aust-
fjarðaliðin, Þrótt og Austra. I báðum
tilvikum unnu toppliðin, FH og Breiða-
blik, örugga sigra þótt sigur Breiða-
bliks hafi ekki verið neitt allt of sann-
færandi. Það verður nú greinilegra
með hverjum deginum, að þessi tvö lið,
sem fylgdust að niður úr 1. deildinni i
fyrra, eru þau langsterkustu í 2. deild-
inni og fá lið virðast megna að veita
þeim nokkra keppni að ráði.
Austri—Breiðablik 0-2 (0-1). Þessi
leikur fór fram við erfiðar aðstæður —
hávaðarok — og mótaðist leikurinn
mjög af því. Austramenn léku gegn
vindinum í fyrri hálfleiknum og kom
liðið þá mjög á óvart fyrir stórgóða
baráttu og áttu Blikarnir i vök að verj-
ast. Sókn Austra var þó engan veginn
nógu beitt og tækifæri af þeirra hálfu
voru fá og lítt hættuleg Ekki er gott að
geta sér til um hvernig leikurinn hefði
þróazt ef Blikunum hefði ekki verið
færð vítaspyr-na á silfurfati um miðjan
hálfleikinn. Þótti þessi vítaspyrnudóm-
ur í meira lagi vafasamur, en úr spyrn-
unni skoraði Sigurður Grétarsson af
öryggi — hans þriðja mark úr víta-
spyrnum i sumar.
í seinni hálfleiknum var um nær lát-
lausa sókn af hálfu Austra að ræða, en
sem fyrr létu tækifærin bíða eftir sér.
Blikarnir áttu örfáar skyndisóknir og
um miðjan hálfleikinn skoraði Hákon
Gunnarsson úr einni slíkri. Þrátt fyrir
mótlætið létu leikmenn Austra ekki
bugast og börðust eins og ljón, en allt
kom fyrir ekki og Blikarnir hófu sig til
flugs með bæði stigin í pokahorninu í
gærkvöldi. -VS.
FH—Þróttur 3-0 (2-0). FH-ingar
þurftu lítið að hafa fyrir sigri sínum
gegp slöku liði Þróttara og er hreint
ótrúlegt að ímynda sér að það sé sama
liðið sem gerði jafntefli við Blikana
fyrir skemmstu og það sem tapaði fyrir
FH í gærkvöldi. Baráttan var í algeru
Teitur Þóróarson sækir hér að markverði Hammarby i leik öster og Hammarby um
helgina.
lágmarki og sannast sagna stóð enginn
hjá Þrótti upp úr meðalmennskunni.
FH lék undan vindinum í fyrri hálf-
leiknum og skoraði þá tvö mörk. Fyrra
markið var hálf slysalegt. Benedikt
Guðbjartsson átti þá skot að marki
Þróttar af löngu færi. Knötturinn
stefndi vel framhjá markinu þegar
hann þaut í einn varnarmann og breytti
stefnunni svo hrikalega að mark-
vörðurinn átti ekki möguleika á að
verja.
Tiu mínútum fyrir ieikhlé bætti
Pálmi Jónsson öðru markinu við er
hann fylgdi vel eftir skoti frá Ásgeiri
Arnbjörnssyni, sem fór i þverslá.
í síðari hálfleiknum var FH mun
hættulegra þótt við bæði Þróttarliðið
og vindinn væri að etja. Skyndisóknir
þeirra gáfu góða raun og upp úr einni
slikri var Atla Alexanderssyni brugðið
innan vítateigs eftir fallegan samleik
hjá FH. Leifur Helgason átti sending-
una á Atla. Úr vitinu skoraði Þórir
Jónsson örugglega. Undir lokin leystist
leikurinn upp í hnoð og vitleysu en
sigur FH var afar sanngjarn.
Staðan í 2. deildinni er nú þessi:
Breiðablik 8 6 2 0 19—4
FH 8 6 11 19—9
Þór 7 4 0 3 11 — 11
Selfoss 6 3 12 13—6
Fylkir 7 3 13 15—13
ísafjörður 5 2 2 1 12—7
Reynir 7 2 2 3 4—9
Þróttur 7 2 14 6—h
Austri 8 0 3 5 5—1'
Magni ' 7 0 1 6 4—1
Marka hæstu menn: n
Sumarliði Guðbjartsson, Selfossi
Pálmi Jónsson, FH
SigurðurGrétarsson, Breiðabliki
Andrés Kristjánsson, ísafirði
Guðmundur Skarphéðinsson, Þór
Lands-
hlaui
— stuttgreinargerð
fra Sigurði Helgasyni,
formaimifram-
kvæmdanefndar
hlaupsins
Vegna greinar í þessu blaði I
hinn 21. júni sl. eftir Hall
Simonarson, íþróttafréttaritara,
sem bar yfirskriftina „Hvi þcssi
óheilindi — FRÍ?” vil ég undir-1
ritaður taka fram eftirfarandi:
„Staðreyndin er sú að utn I
sama leyti voru tveir aðilar að
undirbúa svipað verkefni,
boðhlaup umhverfis landið. [
Hvorugum aðilanum voru kunn
áform hins og báðir aðilar eru
saklausir af að hafa stolið frá |
hinum.
Þeir urðu síðar samherjar í |
framkvæmd.
Ekki dettur mér i hug að ætla I
mér meiri hlut í þessum merka |
viðburði en öðrum.
„Landshlaup F.R.Í 1979” varl
framkvæmt af ungmenna- og[
íþróttafélögum um land allt með [
dyggum stuðningi landsmanna |
allra, sem fylgdust af áhuga með [
hlaupinu frá upphafi til enda.
Að leiðarlokum vil ég þakkaj
öllum þátttakendum sa
fylgdina. Ég harma þau skrif.l
sem orðið hafa í sambandi vlð I
hlaupin en ég held þau glcymist er |
fram líða stundir en að þetla
samátak æskufólks landsins muni|
lengi verða í minnum haft.
Sigurður Helgason. I
Jafnframt óskaði Sigurðurl
eftir þvi að meiri blaðaskrif yrðul
ekki um þetta mál, því að hans|
dómi mundi það aðeins skaða vel j
heppnað hlaup. Það er einnig mat [
undirritaðs og ástæða er til að|
óska honum til hamingju með|
framkvæmd hlaupsins.
-hsím. |
Island komst
í R-riðilinn
—áEM ígolfi í Esbjerg
Islenzka golflandsliðið, sem keppir
nú á Evrópumeistaramótinu, sem fram
fer í Esbjerg í Danmörku, vann það
afrek í gærkvöldi að komast í fyrsta
skipti í B riðil á EM í golfi. Eftir fyrri
daginn í höggleiknum voru Finnar,
Tékkar og Lúxemborgarar á eftir
okkur í röðinni og tókst að halda þeim
þar þannig að þær lentu í C riðli. ísland
lék fyrri daginn á 426 höggum, en i gær
léku strákarnir á 413 höggum — eða
samtals 839 höggum. Englendingar
sigruðu í þessari forkeppni léku samtals
MJOG J0FN KEPPNI
í ALLSVENSKAN
Tólf umferðum er nú lokið i sænsku
1. deildarkeppninni — Allsvenskan —
og er keppnin þar mjög jöfn og enn
sem komið er hefur ekkert eitt lið
skorið sig úr. Það sem einna mesta Halmstad 12 5 7 0 19—10 17
athygli hefur vakið það sem af er Elfsborg 12 7 2 3 16—10 16
keppnistímabilinu, er slakt gengi Norrköping 12 6 3 3 24—12 15
sænsku meistaranna, Öster, og svo Gautaborg 12 5 5 2 20—9 15
Malmö FF. Malmö hefur meira að Hammarby 12 6 2 4 20—17 14
segja ekki skorað mark i 425 mínútur í Malmö 12 5 4 3 11 — 11 14
Allsvenskan og liðið er i 6. sæti. Djurgarden 12 5 3 4 15—17 13
Úrslit í Allsvenskan urðu þannig um Öster 12 5 2 5 14—10 12
helgina: Kalmar 12 3 5 4 17—18 11
Elfsborg-Djurgarden 0-1 (0-1) Sundsvall 12 4 2 6 14—17 10
Halrnia-Gautaborg 0-1 (0-0) Atvidaberg 12 2 5 5 8—14 9
Hammarby-öster 1-0 (0-0) AIK 12 2 5 5 8—15 9
.Norrköping-Landskrona 4-1 (2-0) Landskrona 12 3 3 6 9—19 9
Sundsvall-Halmstad 1-1(1-0) Halmia 12 1 2 9 5—21 4
Kalmar-Atvidaberg
Malmö-AIK
3-1 (2-0)
0-0 (0-0)
3taðan í deildinni er nú þessl:
á 755 höggum.
Björgvin Þorsteinsson og Sveinn
Sigurbergsson iéku báðir á 79 höggum i
gær, en enginn islenzku keppendanna
komst niður fyrir 80 högg fyrri daginn,
Jón Haukur Guðlaugsson lék á 84
höggum, Hannes Eyvindsson á 84
jeinnig, Geir Svansson á 87 og Sigurður
Hafsteinsson lék á 92 höggum og hefur
ekki náð sér á strik enn sem komið er.
|Par vallarins er 71 en SSS 74 þannig að
Ihann er afar erfiður að leika.
í dag eiga íslendingar að leika við
Svisslendinga og væri gaman að sigra
þá og hefna ófaranna í knattspyrnunni
frá í vor. í dag leika 5 landsliðsmann-
anna í einliðaleik við Sviss en síðan
verðureinnig keppt í tviliðaleik — tveir
leikir eða alls sjö leikir. Verður ísland
að sigra í a.m.k. fjórum þeirraef sigur
áaðnást.
Næstir á eftir Englendingum í röð-
inni í gær komu nágrannar þeirra
Walesbúar á 779 höggum. Svíar voru
einnig á því skori, en írar komu næstir
:með 783 högg. Þá komu Skotar á 787
höggum, Frakkar á 788, Danir á 802 og
V-Þjóðverjar á 804 höggum.
í keppninni í gær náðu íslenzku
|strákarnir að skjóta aftur fyrir sig ekki
lakari golfþjóðum en Spánverjum,
ítölum, Austurríkismönnum, Dönum,
Finnum og Lúxemborgurum, en þær
tvær síðasttöldu hafa reyndar aidrei
verið neinar stórþjóðir í golfi.
Þessi árangur íslenzka landsliðsins
undirstrikar enn frekar þá framþróun,
,sem hefur orðið í golfinu hér á landi
undanfarin ár og verður fróðlegt að sjá,
endanlega útkomu landsliðsins á EM.