Dagblaðið - 29.06.1979, Qupperneq 24

Dagblaðið - 29.06.1979, Qupperneq 24
28 /* DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ1979. Allen leikstýrir. Þessar myndir voru sýndar utan keppninnar, þ.e. þær komu ekki til greina sem verðlauna- hafar gullpálmans. Aðrar banda- rískar myndir í sjálfri keppninni voru Days of Heaven, gullfalleg mynd sem "Terrence Malick leikstýrði. Þetta er önnur mynd hans en ef til vill muna einhverjir eftir fyrstu mynd hans, Badlands, sem sýnd var í Austur- bæjarbiói fyrir nokkru. Martin Ritt var með nýja mynd sem bar heitið Norma Rae og fjallar um verkalýðs- baráttu. Salli Field lék aðalhlutverkið og þótti fara á kostum. Loks má geta myndarinnar The China Syndromne sem hefur verið mikið umtöluð eftir kjarnorkuslysið í nágrenni Harris- borgar. Kvik myndir Skallinn, -það er staðurínn Ótal tegundir af ís. Gamaldags ís, shake og banana-split. Mjólkurís meö súkkulaöi og hnetum. . Ummm.... r>___ BaldurHialtason —segir sænskur bamalæknir „Gefið ekki barninu tvíhjól fyrr en það er að minnsta kosti orðið fimm ára — eða helzt fimm og hálfs eða sex ára,” segir sænskur barnalæknir, Solveig Larsson. „Smásár, tannskaði og beinbrot margs konar eru oft af völdum reið- hjóla. Einsömul eiga börn aldrei að fara út í umferðina á hjólum fyrr en í fyrsta lagi 11 —12 ára.” Áður en barnið er nægilega þroskað bæði andlega og líkamlega, getur það ekki haldið jafnvægi á hjólinu. Þó svo að hjálpardekk séu á hjólinu, því þá vill barnið detta þegar V .............. I II I .........■■■■ það beygir. En auðvitað er það erfitt fyrir for- eldra að neita barni sínu um hjól þegar öll önnur börn í götunni eiga reiðhjól. Og á hverju á barn sem vaxið er upp úr þríhjólinu, að hjóla, þegar það bíður eftir réttum aldrei á tvíhjólið? ,,Mér þætti réttast að allir foreldr- ar í hverfinu settu upp reglur, t.d. að börnin fái ekki tvíhjól fyrr en fimm og hálfs til sex ára,” segir Solveig. Á sumum barnaheimilum í Svíþjóð eru til þríhjól sem eru nokkuð stærri en þau venjulegu. Þannig hjól ættu að fást í verzlunum og þá ættu 4—5 ára börn að geta hjólað án þess að slasa sig. En barn sem er sex ára getur auð- vitað líka meitt sig ef hjólið fellur. Þess vegna væri réttast að bömin hefðu á sér hjálm, t.d. íshokkíhjálm. Þeir eru betri en ekkert. Og að síðustu: Auðvitað ættu að verasérstakar hjólreiðagötur um allt, þá væru flestir öruggir fyrir bílaum- ferðinni, hvort sem um væri að ræða börn eða fullorðna. þýtt: ELA Kvikmyndahátíöin í Cannes 1979 Ein þeirra mynda sem sýnd var á Cannes var Hair. Hér sést eitt atriði úr myndinni. Annað góðmeti Þjóðverjar voru með fleiri stór- menni en Volker Schloendorff í Cannes. Werner Herzog sýndi nýja mynd eftir sig sem ber nafnið Woy- zeck og Fassbinder var með Die Dritte Generation serp fjallar um skæruliðastarfsemina í Þýzkalandi. Af öðrum myndum má nefna norsku myndina Arven sem Anja Breien leik- stýrir og sænsku myndina Victoria. Svíar bundu miklar vonir við þessa mynd enda er leikstjórinn, Bo Wider- berg, vel þekktur í Cannes og hefur hlotið þar verðlaun fyrir myndir sínar Elvira Madigan og Ádalen 31. Hér heima þekkjum við Bo Widerberg líklega best fyrir mynd sína Maðurinn á þakinu. Pólverjar sendu ntynd eftir meistara sinn, Andrzej Wajda, og fulltrúi Ungverja var Miklos Jansco með mynd sína Hungarian Rhapsody. Þannig mætti telja upp næstum óteljandi fjölda merkilegra mynda i Cannes. En þær sem nefndar hafa verið eru þær sem eiga mestan möguleika á að koma til íslands í náinni framtíð. Margt glepur augað En það er fleira en kvikmyndasýn- ingar sem heillar gesti Canneshátíðar- innar. Stórfenglegar matarveislur og dansleikir eru haldnir til að kynna nýjar myndir og afla nýrra viðskipta- vina. Enda sagði einn virtur kvik- myndagagnrýnandi að það væri sorg- legt að minnisstæðustu atburðir há- tiðarinnar þegar heim væri komið væru ekki myndirnar heldur ýmis al- vik sem skeðu i öllum þessum látum og veisluhöldum sem fylgdu þessari hlið skemmtanaiðnaðarins. En aðal- markmið hátíðarinnar er að ná saman tengiliðum kvikmyndaiðn- aðarins hvaðanæva úr heiminum til að auka samskipti og samvinnu á sviði kvikmynda. Hvort þetta hafi tekizt skal látið ósagt. Við skulum bara vona að eitthvað af þessum kræsilegu myndum berist hingað til íslands. Lækjargötu 8, Hraunbæ102 Reykjavíkurvegi 60 Hf. Nýlega lauk kvikmyndahátíðinni i Cannes sem var sú 32. i röðinni. Að fróðra manna sögn hefur hátíðin sjaldan boðið upp á eins fjölbreytt úrval mynda eftir þekktustu kvik- myndagerðarmenn heims. Skömmu áður en hátíðin hófst tilkynnti Francis Ford Coppola. að hann mundi senda sína umdeildu Vietnam- mynd, Apocalypse Now, til Cannes. Orsakaði það töluverða spennu enda er Apocalypes Now búin að vera 4 ár í vinnslu. Þarna tók Coppola mikla á- hættu, þvi ef myndin yrði rökkuð niður í Cannes átti hún sér ekki við- reisnar von þegar hún yrði sett i al- menna dreifingu. En Coppola varð ekki fyrir vonbrigðum. Hann hirti helming gullpálntans, æðstu verð- launa hátíðarinnar. Ekki verður fjall- að hér nánar um mynd hans þar sem áður hefur verið ritað um hana í kvikmyndaþætti Dagblaðsins. Blikktromman Hinn helmingur gullpálmans rann til Þjóðverjans Volker Schloendorff sem er að verða einn þekktasti kvik- myndagerðarmaður Þjóðverja. Þess má geta til gamans að eiginkona hans er Margaretha von Trotta en mánu- dagsmynd Háskólabiós um þessar myndir er einmitt frumraun hennar sem leikstjóra. Volker Schloendorff hlaut verðlaunin fyrir mynd sína Die Blechtrommel (Blikktromman) sem er gerð eftir samnefndri sögu Gúnter Grass. Myndin fjallar um ungan dreng að nafni Tiny Tim sem neitar að stækka, eftir að hafa náð þriggja ára aldri. Gegnum augu þessa drengs fylgjast svo áhorfendur með ástand- inu i Þýzkalandi á tímum nasista. Myndin fylgir bókinni tiltölulega vel þótt sleppt sé síðustu köflum hennar. Enda vakti kvikmyndun hennar svo mikinn áhuga Gúnter Grass að hann sló til og hjálpaði við handritágerð- ina. Þessi mynd hefur hlotið góða. dóma og á án efa eftir að styrkja álit þýzkra kvikmyndagerðarmanna út um allan heim. Bandaríkjamenn sterkir Að þessu sinni tefldu Bandarikja- menn fram mörgum stórmyndum, gagnstætt stefnu þeirra sl. ár. Auk Coppolamyndarinnar má nefna myndir eins og Hair eftir Milos Forman og Manhattan sem Woody Börn ættu ekki að fá tvihjól fyrr en þau eru oróin nægiiega þroskuð til að haida jafnvægi á hjólinu. Kaupið ekki hjól fyrr en bamið er sex ára [ — Stutt rabb um það markverðasta á Cannes ]

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.