Dagblaðið - 30.06.1979, Page 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979.
Hraðf rystihúsið Skjöldur Patreksf irði:
LANGSTÆRSTIATVINNU-
VEITANDISTADARINS
um hundrað manns vinna ífrystihúsinu auk sjómanna á bátum og togara
Stærsta atvinnufyrirtækið á Patreks-
firði er hraðfrystihúsið Skjöldur.
Húsið veitir um eitt hundrað manns
vinnu í landi, auk sjómanna sem eru á
bátum er leggja upp hjá húsinu og tog-
ara þeirra Patreksfirðinga,
Guðmundar í Tungu.
Er Dagblaðið var á ferð á Patreks-
firði nýlega ræddi blaðamaður við
Ölver Jóhannesson verkstjóra hjá
Skildi. Húsið var þá nýlega farið i gang
aftur eftir rétt um þriggja vikna stopp
sem réðst að mestu af
greiðsluerfiðleikum vegna farmanna-
verkfallsins og að afurðir hlóðust upp
þannig að nánast allt geymslurými var
nýtt.
ölver sagði að afli hefði verið
þokkalegur, en auk togarans leggja upp
Ölver Jóhannesson verkstjóri i hrað-
frystihúsinu Skildi.
Byggingasamvinnufélagið
Vinnan
óskar eftir að ráða 3—4 smiði og 2 vana verkamenn í
vinnu við þakklæðningu o. fl.
Gott kaup og mikil vinna. — Uppl. gefur Pétur Einars-
son í síma 51450 eftir kl. 19 frá og með mánudegi.
Séð yfir vinnslusalinn í Skildi
DB-myndir: JH
afla sinn einn línubátur og þrír drag-
nótabátar.
Ölver sagðist vonast til þess að
sæmilega gengi eftir að húsið fór aftur i
gang. Daglega er unnið til 5 og
stundum til 7 ef hráef ni er mikið.
ölver sagði stöðvunina í maí til júní
í raun fyrstu stöðvun frystihússins frá
því að núverandi eigendur tóku við
húsinu fyrir átta árum. Hlutafélag á
húsið og sagði ölver að hreppurinn
hefði ekki haft afskipti af stöðvuninni
þrátt fyrir það að alvarlegt sé fyrir
byggðarlagið ef svo stórt atvinnufyrir-
tæki stöðvast.
-JH.
I
SANDSPYRNA
KVARTMÍLUKLÚBBSINS
^Í/BBUR'#*
Kvartmíluklúbburinn heldur sandspyrnukeppni sína sunnu-
daginn 1. júlí á söndunum við ósa Ölfusár í landi Hrauns.
Keppnin hefst kl. 2. og verður keppt í 6. jeppaflokkum
4. fólksbílaflokkum og mótorhjólaflokk.
Keppendur eiga að mæta kl. 11 f.h.
Komið og sjáið hressilega
bifreiðaríþróttakeppni.
stjórnin.
NATTURU-
VERNDAR-
MAÐUR
ÍSENDI-
NEFNDINA
— semferáfund Alþjóða
hvalveiðiráðsins
Fjölgað hefur verið um einn mann
í nefnd islands á fundi Alþjóða hval-
veiðiráðsins. Hefur sendinefndin
hingað til verið þriggja manna en
verður á næsta fundi ráðsins sem
hefst um miðjan júlí, fjórir menn. Sá
sem nú tekur sæti í nefndinni er
Eyþór Einarsson, formaður Náttúru-
verndarráðs.
„Eyþór tekur sæti í nefndinni að
einhverju leyti vegna aukins áhuga á
náttúru- og hvalaverndunarmálum,”
sagði Þórður Ásgeirsson formaður
Alþjóða hvalveiðiráðsins, þegar hann
var inntur eftir hverju það sætti að
fjölgað væri um einn í
sendinefndinni.
Aðrir sem sæti eiga í sendinefnd
íslands er halda mun til fundarins
eru, auk Þórðar og Eyþórs, þeir Jón
Jónsson forstjóri Hafrannsókna-
stofnunarinnar og Kristján Loftsson
forstjóri Hvals hf., sem greiðir allan
kostnað af ferð sinni sjálfur.
Rainbow Warrior, skip
Greenpeace-samtakanna, hélt frá
íslandi í fyrradag. Kváðust
skipverjar hafa náð talsverðum á-
rangri i því að opna augu íslendinga
fyrir hvalvernd með komu sinni
hingað til lands. Það hefði verið
tilgangur fararinnar jafnhliða því að
freista þess að draga úr hvalveiðum
íslendinga.
Er Rainbow Warrior lét úr höfn
sendi starfshópur Náttúruverndar-
félags Suðvesturlands um hvalavernd
skeyti til áhafnarinnar þar sem þeim
var þakkað framlag þeirra til þess að
opna augu íslendinga fyrir nauðsyn
hvalaverndar. -BH.
Niðurfelling þungaskatts:
Tugmilljóna
sparaaðurSVR
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
fella niður frá og með 1. janúar 1980
þungaskatt af bifreiðum, sem stunda
reglulegan áætlunarakstur í þéttbýli
mun spara Strætisvögnum Reykja-
vikur tugmilljóna króna útgjöld.
Haraldur Þórðarson, á skrifstofu
SVR, sagði DB að á sl. ári hefði
fyrirtækið greitt 28 milljónir króna i
þungaskatt eftir gjaldmæli. Á bessu
ári verður upphæðin væntanlega um
eða yfir 40 milljónir.
Tap á rekstri strætisvagnanna
nam rúmum 270 milljónum á síðasta
ári.______________-GM.
Dagblaðsbíó
ámorgun
í Dagblaðsbíói á morgun kl. 15 í
Hafnarbíói verður sýnd myndin
„AlaKazamhinn mikli,” ævintýraleg
teiknimynd.
30 ARA ÞJÓNUSTA
SENDIBILASTOÐIN H.F.
BORGARTUNI21