Dagblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1979. 7 Kavíarinn f rá Arctic Framleiðsludagur gefinn, en vantar síðasta söludag ,,Ég reikna með að merkingunum á kaviarnum sé ekki áfátt í öðru en því að það vantar upplýsingar um síðasta söludag,” sagði Þorsteinn Jónsson hjá Fiskiðjunni Arctic hf. á Akranesi í samtali við DB. En Neytendasamtökin könnuðu nýlega framleiðslu Artic hf. og tveggja annarra fyrirtækja. Hin tvö fyrirtækin voru K. Jónsson og Co. Akureyri og Eldeyjarrækjan sf. Kefla- vík. Sagði Þorsteinn að á hverri kavíar- dós væri framleiðsludagurinn tiltekinn en vissulega þyrfti einnig síðasti söludagur að vera uppgefinn. Kavíar geymist i u.þ.b. 6—8 mánuði ógeril- sneyddur en í 12 mánuði ef hann er gerilsneyddur. Bæði gerilsneyddur og ógerilsneyddur kavíar er framleiddur hér á landi. Strax eftir að framleiðsla hefur átt sér stað er sýni hvers dags sent Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins til rannsóknar. Biður fyrir- tækið síðan eftir niðurstöðum þeirrar rannsóknar í 21 dag og ef allt reynist í lagi er kavíarinn settur á markað. Þorsteinn Jónsson sagði sér ætíð hafa komið það spánskt fyrir sjónir þegar kvartað væri yfir að ekki wcri íslenzk áletrun á vörunum sem þeii framleiddu, ekki hefði hann orði.' ,.u við að neinn gerði kröfu uni að innfluttar niðursuðuvörur væru með islenzkri áletrun. -BH Mataríyst Eins og oftsinnis hefur komið fram í þessum dálki er undur þægilegt að koma í matstofuna Á næstu grösum, burtséð frá þeirri myndlist sem þar kann að hanga hverju sinni. Útsýni er gott og maturinn hollur. En nú stendur þar yfir sýning á myndverkum, sem grandalaus gestur má gæta sin á að læsa ekki tönnum í. Þar er m.a.; súkkulaðiterta, apertíf, kjúklingar, lauksúpa og fleira matarkyns, í takt við umhverfið. En viti menn góð- gætið er allt úr ull, silki, plasti og málmþræði, sem eflaust færi ilia í munni. Þar fylgir einnig risastór gólf- tuska. Höfundurinn kallar sig því óheppilega nafni „Gerla”, heitir reyndar Guðrún Erla Geirsdóttir og er að sögn á móti karlmönnum sem gagnrýnendum. Ég ætla samt að hætta á það að segja að hún hefur fengist við alls kyns textilgerð í Hollandi, svo og gerð leikmynda og leikbúninga. Prjónað álegg Þetta er önnur einkasýning hennar, en nokkrar samsýningar á hún einnig að baki, nú síðast í Ásmundarsal með ungum list- freyjum. En í matarverkum hennar eru eng- ar bumbur barðar fyrir einu eða neinu, hvorki málstað manna eða málleysingja, heldur er öll áhersla lögð á hrein og klár skemmtilegheit. Það er einatt einkennileg tilfinning sem fylgir því að sjá hvunndagshluti breyta um náttúru, — að sjá prjónuð brauð og álegg, o.þ.u.l. og fyrir vikið sér maður hinn upprunalega hlut í nýju ljósi. Á þessari öld hefur Gerla — Gólftuska. skapast nokkurs konar hefð í umbreytingum af þessu tagi. Súr- realistar lögðu þetta sérstaklega fyrir sig og má þar nefna hin mjúku úr Salvadors Dali, kafloðinn kaffibolla Meret Oppenheim og margt fleira, en þeir spiluðu upp á hroll og undrun áhorfenda. Síðar komu aðrir til sögunnar, t.d. popplistamaðurinn Claes Oldenburg, sem gerði bíla, viftur, klósett og fleira, í fullri stærð og yfirstærð, úr segldúki. En þar var annað hugarfar og „analýtiskara” á ferðinni. En það má sem sagt hafa gaman af þessu uppátæki Gerlu og verkin geta jafnvel verið lystaukandi. r Myndlist L. A Gerla — Verk í matstofunni. Frá inngarði Fjalakattarins sem fæstir sjá, enda inni í miðju húsi. DB-mynd Árni Páll. Borginni stefnt —vegna lítillar arðsemi Fjalakattarins Þorkell Valdimarsson hefur nú stefnt Reykjavíkurborg fyrir að meina sér að byggja á lóðinni Aðalstræti 8, lóðinni sem Fjala- kötturinn stendur á. Upphæð sú er Þorkell fer fram á að borgin greiði sér er litlar 721 milljón króna með 30% ársvöxtum frá stefnudegi sem var22.júní. Krafa Þorkels byggist á því að lóðar- og fasteignamat lóðarinnar að Aðalstræti 8 er um 300 milljónir og álagður fasteignaskattur og lóðagjöld í samræmi við það. Hins vegar sé eign sú er á lóðinni stendur ekki nægjanlega arðbær svo að eig- endurnir hafi frekar tap en tekjur af eign sinni á þessum stað. Lýðveldisárið, nánar tiltekið þann 23. febrúar 1944, ritaði Valdimar Þórðarson, faðir Þorkels, borgaryfir- völdum bréf og fór fram á að gengið yrði frá skipulagi lóðarinnar svo af- ráða mætti framtíð mannvirkja á lóðinni. Var þessi ósk endurtekin 1967 og nokkuð reglulega síðan, en allt kom fyrir ekki, enn er ekki ljóst hvaða framtíð borgaryur. ,|<j hafa hugsað sér með hús Þorkels Valdi- marssonar, Fjalaköttinn við Aðalstræti 8. Fyrir tekjutap það er Þorkell hefur orðið fyrir af þessum sökum er borginni stefnt. -BH. OPNUM JÚLlMARKAÐ Á MÁNUDAGINN Verð við allra hœfi t.d: Barnapeysur frá kr. 1000.- Telpnapils frá kr. 3900.- Telpnakjólar frá kr. 4500.- Barnagallasett kr. 4900.- Barnasumarúlpur kr. 3900.- Kvenkjólar frá kr. 8000.- Kvenpils kr. 6500.- Kvenpeysur frá kr. 1200.- Morgunsloppar kr. 8000.- Karlmannaskyrtur kr. 2500.- Karlmannaföt (jakki, vesti, buxur) kr. 29.500. Karlmannabindi kr. 1000.- og margt margtfleira. JÚLÍMARKAÐURINN LAUGAVEGI 66 - 2. HÆÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.