Dagblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1979.
Á að láta Víetnama fa íslenzk fyrírtæki upp í hendumar? •
Nær að aðstoða Islendinga við
að stofna fyrirtæki i
)
Sigurður Sigurðsson (7899-4614)
skrifar:
Alveg blöskraði mér nú um
daginn, er mér varð litið í
Alþýðublaðið frá 27. þ.m. Þar, á
aftari siðunni, stóð ritað stórum
stöfum: Hvernig BER að taka á móti
flóttafólki frá SA-Asíu. í þessari
hræsnisfullu grein er öll móttaka á
víetnömsku flóttamönnunum 50 á-
kveðin og skipulögð alveg út i yztu
æsar. En ekki nóg með það. Greinar-
höfundur beinlínis ætlast til þess að
islenzka ríkið komi á fót svo og svo
mörgum fyrirtækjum, og fái þau
síðan í hendur flóttafólkinu, alveg
endurgjaldslaust. Þetta finnst mér
hrein fásinna, sem heilbrigt fólk ætti
ekki að láta út úr sér.
Nema greinarhöfundi finnist
þessir ,,nýju íslendingar” of hjálpar-
þurfi til þess að vinna ýmis þau störf
sem til falla, undir stjórn íslendinga.
eins og „gömlu íslendingarnir” hafa
hingað til þurft að gera. Svo hefði
manni nú fundizt vesalings fólkið
hafa þolað nógu margt, þó það þurfi
ekki að byrja á að reka fyrirtæki hér
á landi. Og þar fyrir utan, býst ég
varla við að flóttafólkið verði það
fljótt að læra íslenzka tungu, siði,
lög og innlent viðskiptalíf, að það
verði strax fært um að taka við og
reka fyrirtæki hérlendis. Það er nú
nógu erfitt innfæddum, eins og þessi
Alþýðublaðsmaður ætti nú að vita
vel.
Mér fyndist nær að aðstoða
áhugasama íslendinga við að koma
sér upp traustum fyrirtækjum, sem
þá aftur á móti gætu útvegað flótta-
fólkinu, og afkomendum þeirra,
vinnu seinna meir. Einnig mætti segja
mér, að þetta fólk væri örugglega
ekkert óvant því að þurfa að vinna
fyrir sér á venjulegan hátt, og það eru
mörg önnur störf en „óskastörf
kratans”, sem fólkið gæti gengið i.
En fyrst þessum (g)óða manni er
svona umhugað um að aumingja
fólkið starfi við eigin fyrirtæki, þá
held ég að þeim væri meiri greiði
gerður með því að leyfa þeim að
byggja upp sín eigin fyrirtæki, þegar
þeir verða komnir i sömu aðstöðu og
„aðrir” íslendingar.
Nú, það eru svo sem nógu mörg
störfin, sem fólkið gæti gegnt. Þar
mætti til dæmis athuga að kenna
sumu fólkinu fiskveiðar, skips-
stjórn, fiskvinnslu og annað í sam-
bandi við sjávarútveg. Siðan, þegar
friður er kominn á í þeirra heima-
landi, gætu þeir farið og aðstoðað
landa sína við að vinna upp sjávarút-
veg, og gætu þá einmitt kennt þeim
það scm þeir hefðu lært af okkur
Islendingum.
En það tel ég alveg fráleitt, að
islenzka ríkið fari að stofna ýmiss
konar fyrirtæki og gefa þau síðan
erlendu fólki, sem yrði alls ekki
tilbúið að taka við þeim og starf-
rækja þau.
Ekki linnir deilunum um víetnamska
flóttafólkið. Þessi mynd er komin frá
kínverskri fréttastofu og gefur okkur
hugmynd um erfiðleika og þjáningar
þessa fólks.
Færeyingar fa aðeins að veiða 3 þúsund tonn
við Jan Mayen:
ERUFRÆND-
UMVERSTIR
Reynir Guttormsson hringdi:
Það kemur á daginn að frændur
eru frændum verstir. í samningum
íslendinga og Norðmanna um
loðnuveiðar við Jan Mayen er
ákveðið að leyfa Færeyingum að
veiða svo sem 3 þúsund tonn, en við
og Norðmenn ætlum okkur sjálfir
600 þúsund tonn.
Aftur á móti virðast Rússar og
Kanadamenn hafa meiri skilning á
því að án fiskveiða geta Færeyingar
ekki lifað. Þeir hafa veitt þeim
veiðiheimildir á fiskimiðum sínum.
Já, finnst mönnum 3 þúsund
tonninekki „höfðingleggjöf”?
HAUST-
TÍZKAN
KOMIN
ALLT
LEÐUR
Póstsendum
Kr. 27.675.-
Opið
föstudag
til kl. 7
Kr. 27.675.-
FRÆNDUR
Ósmekkleg fyrirsögn í Vísi
utianda
Bridge-spilari hringdi:
Fjölmiðlar hafa skýrt frá því að
valin hafi verið landslið Íslands til
þátttöku i Evrópumeistaramótum í
bridge sem fram fara i sumar.
Einn fjölmiðill skar sig þó úr.
Fyrirsögn á frétt Vísis um þetta efni
var: „Til útlanda að svala spila-
fíkn.”
Með þessari fyrirsögn er látið að
því liggja að bridge-spilarar séu
haldnir einhverri óeðlilegri fíkn.
Svona er ekki tekið til orða þegar
aðrir íþrótta- eða keppnismenn fara
svala
„Til útlanda að svala spilafikn,” segir í Visi 2. júlí sl.
utan.
Ég lýsi megnustu óánægju með
þessa fréttamennsku í Visi. Hún er
ósmekkleg og blaðinu til vansæmdar.
„Forðumst hörmung-
ar kynþáttabölsins”
Finnum aðrar leiðir til að hjálpa bágstöddum
Helgi skrifar....
Góðhjartaðir, ég leyfi mér að
segja „grunnhyggnir" menn, hafa
skrifað í dagblöð undanfarið,
meðmæltir því að víetnamskir
Kínverjar fái aðsetur á íslandi. Þessir
menn geta hugsað sér íslenzka þjóð
sem Kínverja og kynblendinga, og
hugsað sér að farið yrði með flótta-
mennina eins og farið var meði
„ómagana” eða fátæka íslendinga i
gamla daga; dreifa þeim um landið
og láta þá læra íslenzku, tileinka sér
íslenzka menningu og koma í veg
fyrir að þeir myndi þjóðerniskjarna
innan íslenzku þjóðarinnar.
Með fyllstu virðingu staðhæfi ég
að menn sem skrifa svo, vita ekki
hvað þeir eru að segja, og gera þjóð
sinni og flóttamönnum mikið tjón....
Það flóttafólk sem um er að ræða eru
Kínverjar frá Víetnam. Þeir eru
flestir afkomendur Kínverja, sem
hafa búið í Víetnam í marga manns-
aldra og hafa varðveitt kynstofnsinn
ofar öllu. Þetta fólk er stolt, duglegt
og kænt, og lætur ekki bjóða sér mis-
virðingu, þó það sé nú báglega statt.
Það mun ekki láta meðhöndla sig
sem sauði. Það mun vernda kynstofn
sinn og menningararf, og stofna
menningar- og kynþáttakjarna á
íslandi. Það mun flytja inn i landið
vini, vandamenn og börn. Það mun
aðallega giftast sínu fólki, því það er
stolt. Kynblendingar frá þeim mundu
sameinast þeim. Þetta fólk mun
varðveita sig og einangra frá
íslendingum, nema hvað kaupsýslu
og afát snertir. Það er reynslan alls
staðar annars staðar. Það er
staðreynd.
En einfeldningar halda að þetta
geti gengið á íslandi og telja það
æskilegt, þá eru þeir að kalla yfir
íslenzku þjóðina átök og blóðs-
úthellingar sem gætu jafnast á við öld
Sturlunga. Forðumst hörmungar
kynþáttabölsins og finnum aðrar
skynsamlegar leiðir til að hjálpa bág-
stöddum.
íslendingar eiga skilyrðislaust
kröfu til að lifa óáreittir í sínu landi
íslandi!
íslenzk yfirvöld:
Fimm hundruð flóttastúlkur!
Leysir kvenmannsskort á
Leigukarl skrifar:
Margur hefur lagt orð í belg
varðandi flóttamenn frá Víetnam, og
ég hefi satt að segja hugleitt þetta
með sjálfum mér, þ.e. hugsanlega
komu nokkurra til íslands. Sem
betur fer sjá ekki allir hlutina ejns, og
svo er með þetta mál, en hér er mitt
sjónarmið.
Á íslandi er gífurlegur kven-
mannsskortur. 4—5 þúsund, fjögur
til fimm þúsund ungir íslendingar eru
dæmdir til að lifa einlifi allan sinn
aldur nema þeir flytji til útlanda eða
nái í erlenda konu.
Manntalsskrifstofan segir
karlmenn rúmlega tvö þúsund fleiri á
landinu, en svo gleyma sumir hærri
meðalaldri kvenna, þ.e. nokkur
þúsund gömlum konum, sem vart
íslandi
geta talizt á giftingaraldri lengur.
Nóg um það. Flestir skilja þetta býst
ég við. Það heyrðust væntanlega
sögur í „vissum islenzkum dag-
blöðum” ef fimm milljónir kvenna
vantaði í USA, en það er sama hlut-
fall. Undanfarna áratugi hefur þetta
misræmi orsakað geysilegan félags-
legan vanda hér á landi, drykkju-
skap, hjónaskilnaði og sjálfsmorð.
En íslendingurinn er of þrár til að
viðurkenna eða tala upphátt um
svona hluti. Ég er nú bölvaður
hasisti, þjóðernissinni og enginn sam-
runasinni kynþátta i mér, en mér
rennur til rifja niðurlæging og ömur-
leg tilvera mín og margra kynbræðra
minna, sem eftir að hafa sigrað öldur
Norður-íshafsins, íslenzkar heiðar
og straumvötn fá ekki að njóta hins
hluta okkar sjálfs, arms konunnar.
Sjaldan launar kálfur ofeldið, og það
er nú ginmitt það. Er það nokkuð
gott fyrir hugsunarhátt íslenzkra
kvenna að kellingar á fimmtugsaldri
skuli geta nær því valið úr ung-
sveinum (um þrítugt) haft þá sem
leigut. . ., auðvitað án þess að borga
þeim, ég meina í húsnæði eða þvi-
líku. Nei, öðru nær, þeir halda þeim
gjarnan uppi, ekki á hafragraut og
ýsu heldur með diskó- og sólarlanda-
ferðum.
Linið þið nú þjáningar okkar
góðir ráðherrahálsar, það er að vísu
ekki oft sem þið skynjið hjartslátt
þegnanna, flytjið inn svo sem fimm
hundruð flóttastúlkur frá Víctnam,
því miður, guð sé oss næstur, nær
þriðjungur karlmanna þar er dauður.