Dagblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1979. 3 Skrýtinn spamaður f lugmálastjóra: Með skrúfuþotu bæjarieið Áhugamaður um orkusparnað skrifar: Það vakti athygli mína þegar nýi flugturninn á Keflavíkurflugvelli var vígður á dögunum, að ráðherrar og annað fólk kom á venjulegum bílum til athafnarinnar, en Agnar Kofoed- Hansen, flugmálastjóri, hafði annan hátt á; kom á tveggja hreyfla skrúfuþotu frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur. Er þetta ekki vitaverð sóun á opinberum fjármunum? Þótt flug- ieiðin sé ekki löng kostar svona flug offjár. Vélin er óhagkvæm á svona stuttri flugleið (flughæð) fyrir svo utan vélarslit og annað. Ég hef heyrt að vélin hafi ekki verið í öðrum erindum en að „fara þetta hvort sem er” eins og stundum er sagt, þegar sportflug flugmála- stjórnar er gagnrýnt. Mér virðist að þetta komi þvert á yfirlýsingar fjármálaráðherra um sparnað i opinberum rekstri og yfir- lýsingar orkuráðherra um olíusparnað. Finnst mönnum það virkilega ekki út i hött að skreppa bæjarleið á skrúfuþotum, ekki sízt þegar haft er i huga að afbragðsvegur er á milli Reykjavíkur og Keflavíkur? Hvað segja opinber yfirvöld um þetta mál? Kr réttlætanlegt að leika með þessa dýru vél? Kr það ekki stefna hins npinbera að spara? Gildir hið sama ekki um flugmálastjóra? Spurning dagsíns Iðkar þú leikfimi? Arna Sigurðardóttlr: Nei, það geri ég ekki. Ég fer nú annars stundum í sund. HERMENNINAINN Á VÖLilNN AFTUR! á þeim byggist ekki á því að þeir eru útlendingar, heldur á því að þeir eru hermenn, sem hafa oft sýnt að þeir eru til alls vísir. Höf um við ekki ef ni á að styðja öryrkja? —Þá ekki heldur Vfetnama María hringdi: Nú heitir það „mannréttindamál” þegar bandarískum hermönnum er heimilað að ráfa eftirlitslaust um allt land. Hafa þeir ekki valdið vand- ræðum hvar sem þeir koma? Er á- greiningur þjóðarinnar um utanríkis- mál og dvöl hersins ekki nógu mikill, djúpur og sár, þó ekki sé verið að ýfa málið á ný upp með þessum hætti? Ég leyfi mér að skora á utanríkis- ráðherra okkar að hverfa frá fyrri á- kvörðun sinni og setja aftur ferðatak- markanir á hermennina. Andúð min Útivist hermanna frá Keflavikurvelli vekur deilur. DB-mynd Árni Páll. Hildigunnur hringdi: Hún kvaðst hafa verið að lesa skrifin um flóttafólkið frá Vietnam á lesendasíðum Dagblaðsins. Hún væri ekki haldin kynþáttafordómum, en kvað það sitt sjónarmið að meðan islendingar hefðu ekki efni á að veita öryrkjum og öldruðum mann- sæmandi lifeyri og aðstoð þá hefðu þeir ekki efni á að taka á móti flótta- fólki frá Víetnam. Hún fór jafnframt nokkrum orðum um afstöðu fólks til öryrkja hér á landi og taldi hana mjög ámælisverða. Öryrkjar væru annars flokks fólks og ættu ekki sömu möguleika og aðrir, t.d. til menntunar. Hæfileikakeppni DB og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonan GRÉTAR ER ATVINNUMAÐUR — og getur því ekki tekið þátt í keppninni S.J. skrifar: Það kom mér ákafiega á óvart, er ég fór til að fylgjast með hæfileika- keppni þeirri, sem Dagblaðið stendur meðal annars að, að sjá þar Grétar Hjaltason eftirhermu meðal keppenda. Ég hafði lesið það í DB fyrir nokkru að einungis óþekktir áhugamenn fengju að taka þátt í keppninni, en Grétar hlýtur tvímæla- laust að teljast með atvinnumönnum. Hann kom reglulega fram á skemmtistað síðastliðinn vetur auk þess sem hann hefur troðið upp i út- varpi og að ég hygg sjónvarpi einnig. Það að hann skuli taka þátt í hæfi- leikakeppninni hlýtur því að vera brot á reglum hennar. Þar að auki sigraði Grétar og þar með er búið að brjóta á keppinautum hans. Þarf ekki að athuga þetta mál eitthvað nánar? SVARDB: Málið verður þegar athugað. -ÁT- Er Grétar ekki atvinnumaður? Má hann taka þátt í áhugamanna- keppni? spyr bréfritari. DB-mynd Árni Páll. Þorfríður Þoriáksdóttir: Nei, það geri ég nú aldrei. Sigrún Bjarnadóttir húsmóðir: Nei, nei, aldrei nokkurn tíma. Guðmundur Guðlaugsson: Nei, ég stunda ekki neina leikfimi. Ég er ekkert í iþróttum. Hólmsteinn Arason rafvirki: Nei aldrei, en ég stunda hestamennsku ef það telst til íþrótta. Sigtryggur Erlendsson, vinnur hjá bæjarsímanum: Nei, ég geri nú voða lítið af því að stunda íþróttir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.