Dagblaðið - 06.07.1979, Page 8
8
DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1979.
SANDINISTAR
HAFA BETUR
ÍNICARAGUA
Fréttir frá Nicaragua benda til þess
að sandinistar hafi betur í baráttunni
við þjóðvarðliða Somoza forseta um
völdin í landinu.
Heimildir í Managua segja að forset-
inn sé að reyna að leita tryggingar fyrir
öryggi hinna 15 þúsund þjóðvarðliða
sinna áður en hann segir af sér.
Vitað er að bandarísk stjórnvöld
reyna að hafa áhrif í þá átt að nokkrir
hægfarasinnar taki sæti í þeirri stjórn
sem leysir Somoza af hólmi. Þegar hafa
fjórir sérlegir fulltrúar Bandaríkja-
stjórnar farið utan til viðræðna við
Somoza, forystu sandinista og nokkrar
ríkisstjórnir í grannlöndum Nicaragua.
Bandaríkjastjórn óttast að samhliða
falli stjórnar Somoza komist marxistar
hlynntir kommúnistastjórninni á Kúbu
til valda.
Ákvörðunin að láta sendinefndina
fara utan, en í henni á m.a. sæti Viron
Vaky aðstoðarráðherra sem flaug
skyndilega til Venezuela á miðvikudag-
inn, þykir sýna þetta greinilega.
Ríkisstjórnin í Panama hefur þegar
viðurkennt stjórn sandinista og talið er
að fleiri ríki fylgi í kjölfarið á næstunni
þegar æ berara verður að stjórn
Somoza er að falla.
Munið frímerkjasöfnun
Geðverndar
Innlond og erlend frímerki. Gjama umslögin heil,
einnig vólstimpluð umslög.
Pósthólf 1308 efla skrífstofa fól. Hafnarstræti 5,
simi 13468.
Bílasala Eggerts auglýsir
Höfum til sölu og sýnis eftirtalda bíla.
Clark Olofsson á skólabekk að nýju:
Bankaræninginn ger-
ist blaðamaður
Sænski bankaræninginn alræmdi,
Clark Olofsson er setztur á skólabekk
á nýjan leik — að þessu sinni í blaða-
mannaháskólanum í Stokkhólmi.
Námið þar tekur tvö ár, jafn langan
tíma og Olofsson á eftir að sitja inni
bak við lás og slá vegna fyrri mis-
gjörða.
Sænska dagblaðið Gautaborgar-
pósturinn tók fyrir stuttu viðtal við
Clark Olofsson. Hann var meðal
annars spurður að því, hvers vegna
hann hafl einmitt valið blaðamanns-
starfið öðru fremur. Bankaræning-
inn hafði svarið á reiðum höndum:
„Blaðamannsstarfið á margt
sameiginlegt með minni fyrri iðju.
Maður skipuleggur vinnuna sjálfur
og fylgir henni eftir til enda!”
Volvo 264 GLE árg. 1976, sóllúga, leðursæti, sjálfskiptur,
ekinn 50 þús. km.
BMW 318 árg. 1978, ekinn 9 þúsund km.
Mazda 929 árg. 1978, ekinn 12 þús. km.
Austin Mini árg. 1978, ekinn 17 þús. km.
Ford Fiesta árg. ’79, nýr, ekinn 400 km.
Ford Fiesta árg. 1978, ekinn 19 þúsund km.
BÍLASALA EGGERTS,
BORGARTÚNI24. - SÍMI28255.
v.;
PMJTGCHb Hlé.
Ms. Hekla
fer frá Reykjavik miðvikudaginn
11. þ.m. austur um land til Vopna-
Qarðar og tekur vörur á eftirtaldar
hafnir: Vestmannaeyjar, Horna-
fjörð, Djúpavog, Breiödalsvik,
Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð,
Reyðarfjörð, Eskifjörð, Ncskaup-
stað, Mjóafjörð, Seyðisfjörð,
Borgarfjörð eystri og Vopnafjörð.
Móttaka föstudag 6/7 og mánudag
9/7.
Skipaútgerð
ríkisins
Sumarið *79
Ekta hlööuball í hlöðunni
að Þórustöðum við Selfoss
l kvöld Baldur Brjánsson töfra-
maður sker upp. Leikar-
arnir Randver Þorláksson
og Jálíus Brjánsson flytja
skemmtiþœtti og hljóm-
sveit Stefáns P. sér um tón-
listina.
Sœtaferðir frá BSÍ, Þor-
lákshöfn, Stokkseyri og
Hveragerði.
Hestamannadansleikur
annað kvöld, laugardags-
kvöld, að Hvoli. Hefst með
skemmtun kl. 21.
Sumarið 79
Ræöa Carters um orkumál:
Sérfræðingamir
kváðu ekki nógu
skýrtaðorði
Líklegasta skýringin á því hvers
vegna Carter Bandaríkjaforseti hélt
ekki orkuræðu sína í sjónvarpi í fyrra-
kvöld er talin sú að honum þóttu sér-
fræðingar sínir ekki kveða nógu skýrt
að orði við gerð hennar. Það olli al-
mennri undrun víða um heim, er Carter
hætti við að flytja ræðuna. Hennar var
beðið með miklum spenningi blönduð-
um ugg um nánustu framtíð.
Ræðunni verður þó ekki pakkað
með öllu niður i skúffu, því að á næstu
dögum mun Carter skýra þjóðinni frá
ráðstöfunum stjórnarinnar til að draga
úr olíuinnflutningi. Reynt verður að
halda innflutningnum innan 8.5 millj-
óna olíufata á dag til ársins 1983. Það
er í samræmi við þá ákvörðun sem
tekin var á leiðtogafundinum í Tokyo
fyrir um viku síðan.
Hafnarfjörður
Nýr umboðsmaður Dagblaðsins í Hafnarfirði
er
Ásta Jónsdóttir,
Miðvangi 106, sími 51031.
IBIAÐIB
Bolungarvík
Nýr umboðsmaður Dagblaðsins á Bolungar-
vík er
Guðmunda Ásgeirsdóttir,
Hjallastræti 35, sími 94-7265.
BIAÐIB