Dagblaðið - 06.07.1979, Side 11

Dagblaðið - 06.07.1979, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1979. ------------------- Sigur f rjálsrar samningsgerðar Þau stórmerku tíðindi hafa nú gerst, að í frjálsu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins hefur vinnufriður verið tryggður út þetta ár án þess að ríkisstjórnin hafi þurft þar nærri að koma með valdbeitingu af einu eða öðru tagi. Þessir frjálsu friðar- samningar tókust með svo snöggum og átakalausum hætti, að menn hefur nánast sett hljóða. í stað stormsins, sem margir höfðu átt von á og talað svo mikið utn, kom blankalogn. Þetta sýnir, að þrátt fyrir allar illspár og tal um skilnings- og ábyrgðarleysi aðila, er þeim voldugu hagsmunaöfl- um í þjóðfélaginu, sem launþegasam- tök og vinnuveitendur eru, treystandi til þess að fara með sitt mikla vald af ábyrgðartilfinningu sé þeim ljóst að stjórnvöld ætli ekki að svipta þá rétt- arstöðu sinni með valdboði — og þá auðvitað heldur ekki að taka á sig ábyrgð þá, sem réttinum óhjákvæmi- lega fylgir. Svo lengi sem voldugum þjóðfélagsstofnunum eins og aðilum vinnumarkaðarins er gert fyllilega ljóst að til þess sé ætlast að settum leikreglum sé fylgt jafnt í orði sem á borði þá má oftast treysta þvi að slíkir aðilar fari vel með völd sín því þeim er þá ljóst að ábyrgðinni verður ekki á aðra komið. Þá fyrst er hætta á ferðum þegar slíkir aðilar í vanda telja að þeir geti komið ábyrgðinni af sér yfir á aðra, t.d. ríkisstjórn og Al- þingi, vegna þess að umræddir aðilar láti i það skína að þeir hyggist nota stjórnskipunarleg völd sín til þess að taka á sig úrlausnarefni aðila vinnu- markaðarins og þá auðvitað ábyrgð- ina lika. Þess vegna er það jafnan farsælast að ganga út frá þvi að skráðum og óskráðum leikreglum um sambúð og samskipti valdastofnana þjóðfélagsins sé fylgt þannig að hver aðili um sig njóti þess réttar, sem honum er ætlaður og axli þá ábyrgð af athöfnum sínum, sem honum ber. Reynslan — sá dómari hvers úrskurði verður ekki áfrýjað — hefur sagt eftirminniiegt síðasta orð með hinum stórmerku tíðindum um frjálsa frið- arsamninga aðila vinnumarkaðarins, sem náðust á dögunum. Stórpólitískur sigur Þessi niðurstaða er eftirminnilegur sigur fyrir Alþýðuflokkinn því í þeirri taugaveiklun, sem greip um sig í vor þegar menn fóru að óttast stór- styrjöld á vinnumarkaðinum og töldu sig sjá það einasta úrræði út úr vand- anum að ríkisstjórnin fetaði í spor stjórnar Geirs Hallgrímssonar með því að skipa launamálum í landinu al- mennt með lögum og bannaði jafn- framt verkföllum óákveðinntíma.var það Alþýðuflokkurinn einn, sem hélt ró sinni og gætti þess að vera sam- kvæmur sjálfum sér. Hinir stjórnar- flokkarnir birtu tillögur um ails kyns lagasetningar um almenna skipan kaupgjaldsmála — um lögbindingu 3% grunnkaupshækkunar fyrir ein- hvern ótiltekinn hluta launþega, um visitöluþak og vísitölukjallara, um skert samningsfrelsi, um bann við verkföllum um tiltekinn tima o.s.frv., o.s.frv. Þessar tillögur voru ýmist lagðar fram í ríkisstjórninni, ræddar í ráðherranefndum eða kynntar á blaðamannafundum, sem hinir stjórnarflokkarnir boðuðu til — og síðan óspart rætt um nauðsyn þess að setja bráðabirgðalög um slíkar að- gerðir ef ekki í dag þá í allra síðasta lagi á morgun. Þessi tillögusmíð ásamt öUu því tilstandi, sem henni fylgdi — blaðamannafundum, stór- kostlegum yfirlýsingum, miklum fundahöldum, alvarlegum augnaráð- um, hástemmdum leiðaraskrifum o.s.frv. — eru eftirminnileg sökum þess lærdóms sem af því má draga um hvað gerist þegar menn tapa átt- um vegna taugaskjálfta. Alþýðuflokkurinn réð Það var Alþýðuflokkurinn, sem réð því að til þessara óyndisúrræða var ekki gripið. Á sama tíma og jafn- vel gærnustu og rólegustu menn í Framsóknarflokki og Alþýðubanda- lagi létu taugaæsing ná tökum á sér og ræddu opinskátt um bráðabirgða- lög um hvers kyns örþrifaráð, stóð Alþýðuflokkurinn fast á sinni grund- vallarafstöðu um leikreglur sam- félagsins. Á sama tíma og aðrir boð- uðu blaðamannafundi um bráða- birgðalög um skipan launamála i landinu samþykkti þingflokkur Al- þýðuflokksins á rólegan og yfirveg- aðan hátt stefnuna um frjálsa kjara- samninga og neitaði ávallt staðfast- lega öllum tillögum og hugmyndum um, að ríkisstjórnin gripi til bráða- birgðalagasetningar um þessa kaup- hækkun hér og hina þar, vísitöluþak á þennan og visitölukjallara á hinn, fullan samningsrétt fyrir einn, skertan fyrir annan og engan fyrir þann þriðja o.s.frv. eins og ýmsir ræddu um. Alþýðuflokkurinn svaraði öllum tillögum um slíkar að- gerðir með einu stuttu nei-i. Hann sagði: Launamálin í landinu eru við- ^fangsefni aðila vinnumarkaðarins; þeir hafa réttinn og ábyrgðina. Ríkis- valdið á ekki að skipa jseim málum með lögum og ekki að grípa inn í vinnudeilur fyrr en þá í þeim algeru undantekningartilvikum þegar ljóst er orðið, að samningar geta ekki náðst og aðgerðir fámennra hópa eru farnar að ógna almannaheill og stefna afkomu launþega í stórkost- lega hættu. Þá á ríkisvaldið að láta til sín taka með aðgerðum, sem eru til þess fallnar að breyta um lausnarvett- vang á deilunum. Þetta var sjónarmið Alþýðuflokks- ins og samþykkt af þingflokki hans þegar í maímánuði. í hita umræðn- anna á meðan úrslit mála voru öll óljós og menn voru viðkvæmir og taugaspenntir voru skoðanir auðvit- að nokkuð skiptar um þessa niður- stöðu og ýmsir til þess að gagnrýna hana. En Alþýðuflokkurinn stóð engu að síður fast á sínu og hvikaði ekki. Og það er athyglisvert að sá stjórnmálamaður úr öðrum flokki, sem kom til liðs við þessa skoðun og lét í ljós sömu afstöðu og þingflokkur Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson Alþýðuflokksins, var enginn annar en sjálfur forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson. Það gerði hann þrátt fyrir það að flokkur hans, Framsókn- arflokkurinn, hafði samþykkt aðra afstöðu og barist fyrir henni. Hnútarnir röknuðu Reynslan hefur nú staðfest hversu farsæl og rétt þessi afstaða Alþýðu- flokksins og forsætisráðherra var. Nú þurfa menn ekki lengur að deila um eða reyna að geta sér til um af- leiðingarnar. Atburðirnir tala og at- burðarásin hefur orðið eins og eftir forskrift þeirrar afstöðu, sem þing- flokkur Alþýðuflokksins tók í maí- mánuði og hann og forsætisráðherra stóðu saman um. Allir hnútarnir, sem menn voru að tala um að þyrfti að höggva á í vetur, vor og fram eftir öllu sumri, röknuðu eins og af sjálfu sér. Hver leikur á skákborðinu gekk upp í anda afstöðu Alþýðuflokksins og forsætisráðherra líkt og í snyrti- legri skákfléttu. * Mjólkurfræðingaverkfallið leyst- ist með samkomulagi án þess að til þyrfti lagasetningu frá ríkisstjórn- inni. * Farmannaverkfallið leystist eftir að séð varð, að frjálsar viðræður undir verkstjórn sáttasemjara og sáttanefndar myndu ekki ná árangri, með því einu að rikisstjórnin visaði málinu í gerð án þess að setja lög af einu eða neinu tagi um kauphækkan- ir, sem öðrum gæti verið fyrirmynd. * Og síðast en ekki síst — gerður var friðarsamningur til áramóta milli aðila vinnumarkaðarins í frjáisum kjarasamningum án valdbeitingar af hálfu löggjafans og sá friðarsamning- ur gerðist svo snöggt og átakalítið, að menn urðu hvumsa. Mikil tímamót Þessi niðurstaða er mikill 'gurfyrir Alþýðuflokkinn og fo'3ætisráðhcrra En hún er meira. Hún gefur mönnum vonir um, að hinum voldugu öflum í samfélaginu sem aðilar vinnumark- aðarins eru, sé fyllilega treystandi til þess að fást við sín viðfangsefni af ábyrgð og skilningi. Þetta gæti e.t.v. markað þau tímamót i íslenskri póli- tík að mönnum skildist að i stað þess að vera einatt að gera því skóna að stjórnmálamennirnir þurfi að svipta aðila vinnumarkaðarins réttindum sínum í erfiðu árferði vegna þess að þeim sé ekki treystandi fyrir ábyrgð- inni, væri þarfara aö stjórnmála- mennirnir kappkostuðt að vernda réttindi þessara aðila en sæktu þá jafnframt til ábyrgðar — eða öllu heldur til samábyrgðar. Slík sam- ábyrgðarkennd aðila vinnumark- aðarins með stjórnvöldum um örlög iandsmanna byggð á gagnkvæmri virðingu aðila fyrir settum leikreglum um sambúð og samskipti er nefnilega forsendan fyrir þeim kjarasáttmála, sem við Alþýðuflokksmenn höfum barist fyrir — og hafi verið þörf á slíku samstilltu átaki stjómvalda og voldugra þjóðfélagsafla fyrir ári þeim mun meiri þörf er á því nú. Sighvatur Björgvinsson alþingismaður lendinga. Því var hér brotið blað í íslandssögunni við þessa samninga- gerð, er viðsemjandinn hljóp í burtu frá sínum eigin tillögum, sem ís- lenzka nefndin var búin að koma í það horf, að hún áleit rétt að stað- festa með undirskrift. Hlupu Norð- menn burtu og varla kvöddu. Hér var greinilega unnin orrusta, en ekki styrjöld. Þvi verður að vera vel á verði. En eitt vildi ég gera athuga- semd við. Viðmiðunin um afla Norð- manna var afli þeirra á síðastliðnu ári, sem þeir telja 150.000 tonn. Þetta er sú hagstæðasta viðmiðun fyrir Norðmenn, sem tiltæk var. Ekki kemur til greina í samningum að ganga inn á hagstæðustu viðmiðun viðsemjandans. Því hljómar 90.000 tonna afli í ár sem mikill niður- skurður. En hver hefði afli Norð- manna átt að vera, ef miðað hefði verið við meðalafla síðastliðinna 5 ára, þar sem Norðmenn hafa ekkert veitt af loðnu við Jan Mayen fyrr en í fyrra? Þá hefði þessi afli farið niður í 30.000 tonn án nokkurs niðurskurðar af hálfu Norðmanna, og ef við hefðum teygt okkur í meðalafla síðastliðinna þriggja ára hefði aflinn eingöngu orðið 50.000 tonn. Þetta ber að hafa i huga, þegar talað verður við Norðmenn næst. Landgrunnið og f ramtíðin Nokkrar kenningar eru uppi um landgrunnið á yfirstandandi haf- réttarráðstefnu. Miða þær ekki hvað sízt að því að tryggja strandríkjum áframhaldandi nýtingarrétt utan 200 mílna efnahagslögsögu. Hér er jafn- vel um efnahagslega framtíð íslands að tefla, þar sem vitað er að setlög eru bæði norðaustur, suðaustur og suður af íslandi utan 200 mílnanna, en í þessum lögum er mjög oft að finna jarðgas og olíu. Þetta vita Norðmenn ósköp vel, og því er reynt að hafa af íslendingum þessi land- grunnsréttindi nú með einhverjum loðnutryggingarsamningum eða oliu- sölu. íslenzka samninganefndin hefur í undangenginni orrustu varnað þjóðarslysi. Þetta verða íslendingar að gera sér ljóst, því miðað við samn- inga undanfarandi áratuga er ekkert líklegra en að framtíðarréttindi hefðu farið forgörðum. Það er einnig rétt að minnast þess hér og nú, að Bretar eru með mjög óbilgjarnar kröfur og ráðabrugg viðvíkjandi landgrunninu suðaustur og suður af íslandi. Má segja, að Norðmenn séu hér í banda- lagi við Breta, því allt sem við mundum gera gagnvart Norðmönn- um verður óðara tekið upp af Bretum og samsvarandi kröfur settar fram af þeim. íslendingar verða að halda fram rétti sínum til alls íslenzka land- grunnsins, þótt óbyggð smáeyja fyrirfinnist á því, sem hefur talizt vera undir norskri lögsögu nú um nokkurt skeið. Kanadamenn og Ástralíumenn hafa haldið mjög ákveðið fram rétti strandríkisins til alls landgrunnsins og fiskistofna yfir því. Því kemur ekki til mála nú að viðurkenna hvorki norskar né aðrar kröfur til íslenzka landgrunnsins eða hafsvæðisinsyfir því. Gjafir íslendinga til Norðmanna Á undanförnum árum hafa íslendingar gefið Norðmönnum heimildir til að sækja nokkur þúsund tonn af fiski árlega inn í íslenzku fisk-. veiðilandhelgina. Ég segi gefið, því ekkert hefur komið á móti í einu eða öðru formi. Svo virðist sem meira að segja Alþingi íslendinga hafi ekki gert sér Ijósa þá staðreynd, að hér er efnahagslega illa stödd þjóð að gefa sér margfalt betur staddri þjóð og margfalt ríkari. Því vantar algjörlega eðlilegar forsendur fyrir því, að íslendingar séu að gefa þessar stór- gjafir úr sínum auðlindasjóði. Verður að segja þessum gjafaheim- Kjallarinn Pétur Gudjónsson ildum upp hið bráðasta. Enn ein meginrök fyrir uppsögn þessara gjafaheirnilda er, að ekki er um neinn gagnkvæman fiskveiðisamning að ræða. Norðmenn ríkisstyrkja mjög sínar fiskveiðar eins og minnzt var á hér að framan. En um ieið og slík styrkveiting á sér stað, er raunhæfur framleiðslukostnaður slitinn úr sambandi við eðlilegt markaðsverð og stofnað er til óheiðarlegrar sam- keppni á heimsmarkaðnum um fisk- afurðir. Þetta þýðir í raun niður- skurður á afkomu fólks á íslandi og öðrum löndum, sem framleiða fisk- afurðir, um upphæð, sem að lokum verður nokkuð í átt við styrkupp- hæðina. Því vita norsk stjórnvöld, að þau eru að gera aðför að efnahagsaf- komu íslendinga, um leið og þau eru að ákveða hina gífuriegu styrki til sinnaeigin fiskveiða. Meira og minna alls staðar þar sem íslendingar selja sinn fisk standa þeir andspænis þessari óheiðarlegu norsku samkeppni, allt niður til Nígeríu og Brasilíu, þar sem Norð- menn hafa svifizt einskis til að koma íslendingum út af mörkuðunum. Þetta atriði út af fyrir sig er nægjan- leg ástæða til að við getum ekki haft samvinnu við þá i fiskveiðimálum. Við eigum ekki eins og Norðmenn gífurlegan olíugróða til að ganga í til þess að borga með óarðbærum fisk- veiðum. Okkar eina leið er niður- skurður á lifsafkomu allra íslendinga. Norðmenn óábyrgir í fiskverndarmálum Ekki verður það talið Norðmönn- um til tekna, hvernig þeir hafa hagað sér í fiskverndarmálum. Ársafli á togara i Norður-Noregi var árið 1973 um 2000 tonn en var á siðasta ári kominn niður í 1200, og þar með má segja, að grundvellinum hafi verið kippt undan norskri togaraútgerð með þeirra eigin rányrkju. Við vitum líka, hvernig þeir hafa umgengizt það, sem eftir er af norsk-íslenzka síldarstofninum. Þrátt fyrir tillögur visindamanna um algjört veiðibann til uppbyggingar stofnsins hafa veiðar verið leyfðar í hann langt fram yfir skynsemi. Enda eru engin merki þess, að þessi stofn, sem álitinn var stærsti fiskistofn í öllu Norður- Atlantshafi sé að rétta við undir stjórn Norðmanna. Því verður að telja vafasamt, hvort Norðmenn geta talizt hæfir viðsemjendur í sambandi við fiskivernd, ef athuguð er sú reynsla sem fyrir liggur um fram- komu þeirra. Söguleg samantekt Þegar litið er yfir þessar tvær stuttu greinar um samskiptasögu íslands og Noregs og stiklað á því stærsta í þeirri sögu, dylst engum viti bornum manni, að Norðmenn eiga íslendingum marga skuld að gjalda, sem þeir ættu nú, þegar svona vel stendur á hjá þeim en svo illa hjá okkur, að taka sig cil að fyrra bragði og byrja að greiða okkur. Jan Mayen er á landgrunni íslands og því eðti- legur hluti þessa landgrunns, sem Norðmenn eiga að afhenda íslend- ingum sem eðlilcgan hluta þess, en ekki í dag aðnotfæra sérþað.aö fyrir nokkrum áratugum voru þeir i að- stöðu til að hclga sér eyna en ekki íslendingar, þar sem þeir sluppu nokkru á undan íslendingum undan dönskum kóngi. Þessi sögulega stað- reynd má ekki verða til þess, að Norðmenn beiti íslendinga í dag órétti á þeirra eigin landgrunni. Norðmenn taki á sínum stóra Þróun þessara mála mun skera úr um, hvort Norðmenn, sem hafa viljað láta heiminn líta á sig sem heiðarlega menn í alþjóðaviðskipt- um, reynast nógu stórir til að lagfæra án vandræða og deilna örfárra ára tímamismun í samskiptum okkar við dönsku krúnuna. Ef Jan Mayen væri mannlaus í dag og enginn hefði gert tilkall til hennar en úthluta ætti henni til landfræðilega eðlilegs eiganda mundi Jan Mayen skilyrðislausl vera úthlutað Islendingum, en Norðmcnn kæmu ekki til greina. Svona er dæmið einfalt. Það er því eðlilega aðeins ein lausn til á Jan Mayenmál- inu, en hún er sú, að Norðmenn sýni þann stórhug að afhenda Jan Mayen sínum landfræðilega eðlilegu eigend- um. Pétur Guðjónsson, form. Félags áhugamanna um sjávarútvegsmál ^ ,,íslendingar verða að halda fram rétti sínum til alls íslenzka landgrunnsins, þótt óbyggð smáeyja fyrirfinnist á því, sem hefur talizt vera undir norskri lögsögu nú um nokkurt skeið.”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.