Dagblaðið - 06.07.1979, Síða 14

Dagblaðið - 06.07.1979, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1979. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGÚR 6. JÚLÍ 1979. 19 d íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Róbert Agnarsson, hinn sterki miðvörður Vikinganna, skallar frá marki i gærkvöld. DB-mynd Hörður. Valsmenn áfram á kostnað Víkinganna — Ingi Bjöm skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu , Mark Inga Bjarnar Albertssonar á 70. minútu reyndist nóg fyrir Valsmenn i viður- eign þcirra við Víkinga í bikarkeppni KSI í gærkvöld á Laugardalsvellinum. Fram að markinu hafði leikurinn verið vægast sagt hundleiðinlegur fyrir áhorfendur — mikil hlaup en lítil kaup. Ólafur Danivalsson gaf knöttinn inn í vítateiginn til Inga Bjarnar, sem ekki var gætt sem skyldi. Ingi náði að snúa sér og skjóta en á leið sinni í markið mun boltinn hafa rekizt í Magnús Þorvalds- son, sem reyndi að bjarga. Boltinn stefndi yfir en skrúfaðist síðan niður í markhornið efsl, fallegt mark. Fyrri hálfleikurinn í gær bauð nánast ekki upp á neitt. Einu tækifærin voru skot utan af „Úff! Ég er guðslifandi feginn að við lentum ekki á móti Vestmannaeyjum,” sagði Klaus Júrgen Hilpert í gærkvöld er dregið var í 8-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Drátturinn fór fram í leikhléi leiks Vals og Víkings og var talsverð spenna rikjandi á milli manna. Sigurður Bjarnason, formaður knatt- spyrnudeildar Víkings, dró fyrst nafn Eyja- manna úr bikarnum og næstur dró Kristján Sveinsson, úr knattspy rnuráði Akraness nafn Þróttar. Jón Ólafur Jónsson dró því næst nafn ÍA úr pottinum og varð siðan greinilega vonsvikinn er nafn Keflvíkinga var dregið upp úr næst. KR-ingar drógust síðan Núna um helgina fer hið árlega SR-mót fram hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Mótið er nú haldið i 10. sinn, en það er Sem- entsverksmiðja ríkisins sem gefur verðlaun til mótsins. Mótið er svokallað opið mót og gefur stig til landsliðs og búast má við öllum beztu kylfingum landsins á Garðavöll, en svo heitir völlur þeirra Skagamanna. Á laugardag hefst keppni í 2. og 3. flokki og verður ræst út kl. 9. Á sunnudaginn verða fyrstu menn ræstir út kl. 8 en þá leika meistara- og 1. flokkur. Á sunnudaginn eru velli og tvivegis með stuttu millibili átti Atli lEðvaldsson hörkuskot rétt framhjá markinu. Víkingarnir léku oft ágætlega saman úti á vellinum en þegar nær Valsmarkinu dró rann allt út í sandinn hjá þeim. Undir lok hálf- leiksins lifnaði aðeins yfir leiknum en ekki stóð það lengi yfir. Síðari hálfleikurinn var litlu betri. Liðin börðust grimmilega á miðjunni og hvorugur aðilinn gaf eftir. Valsmenn sóttu þó mun skipulegar og sóknarlotur, þó fáar væru, voru mun hættulegri. Atli var potturinn og pannan i spilinu og Guðmundur var á sí- felldri hreyfingu. Má eiginlega segja að Guð- jmundu hafi verið vélin og Atli heili liðsins. Þá átti Hörður margar snilldarsendingar. gegn Víking/Val þar sem ekki var útséð fyrr en að leik loknum hvort liðið KR-ingar fengju. Það verða þvi Valsmenn sem þeir fá. Loks drógust Framarar gegn eina 2. deildar- liðinu, sem eftir er í bikarnum.Breiðablikiog það er sýnd veiði en ekki gefin fyrir Framara því Blikarnir eru með mjög sterkt lið um þessar mundir og áberandi sterkastir í 2. deildinni. Það verða því hörkuleikir þann 18. júli nk. en þá á næsta umferö að fara fram. Reikna verður fyrirfram með að það verði Eyjamenn, Akurnesingar, Valsmenn og Framarar sem komast í undanúrslitin en þó er ómögulegt að spá um það með nokkurri Ivissu. leiknar 18 holur með forgjöf en síðan 36 holur án forgjafar og þeir sem hyggjast krækja sér í landsliðsstig verða þvi að leika 36 holur. DB-menn voru á ferð á Akranesi fyrir skömmu og geta tekið undir orð formanns klúbbsins, Þorsteins Þorvaldssonar, ,,að völlurinn sé í góðu ástandi núna”. Geysilega mikil vinna hefur verið lögð í völlinn á undanförnum árum og hann er að verða ein- hver sá skemmtilegasti á landinu. Báða dagana verða veitt aukaverðlaun og igefur fyrirtækiðTrico þau. Valsmenn náðu smám saman meiri tökum á miðjunni og það skilaði sér í hættulegri tækifærum uppi við Víkingsmarkið. Síðan kom mark Inga Bjarnar á 70. mínútu. Eftir það færðist talsvert fjör í leikinn og hinir fjölmörgu áhorfendur, sem lögðu leið sína á völlinn, fengu talsvert fyrir peningana sina. Rétt eftir að Ingi Björn skoraði gaf Ólafur Danivalsson mjög góða sendingu inn á Inga en skot hans var varið af Diðrik. Annars virðist lngi Björn vera gersamlega heillum horfinn þessa dagana og fæst tekst sem hann ætlar sér. Atli brauzt mjög skemmtilega i gegnum Víkingsvörnina á 85. mínútu og var svo gott sem kominn í dauðafæri þegar Magnús V. Pétursson stöðvaði leikinn og dæmdi óbeina aukaspyrnu á Víking. Á 88. mínútu átti Ingii Björn laglegt skot en rétt framhjá. Undir lokin færðist nokkur hiti í leikinn og þá fengu Vikingar sitt bezta tækifæri., Dæmd var óbein aukaspyrna á Sævar fyrir að hindra Lárus inn í vítateig. Upp úr auka- spyrnunni barst knötturinn fyrir markið til Róberts Agnarssonar. Róbert var enn að reyna að leggja knöttinn fyrir sig þegar Vals-: menn hreinsuðu frá marki. Engin furða þóttl hann gripi um höfuð sér á eftir. Frábært færi rann út i sandinn þar. Magnús dómari veitti siðan rausnarlega af gulraspjaldaforða, sinum undir lokin af mismiklu tilefni. Fengu a.m.k. þrír leikmenn að líta gula spjaldiði fyrir smávægileg brot, en gjarnan hefðij Magnús mátt bóka Ragnar Gíslason fyrir hrottalegt brot á Atla Eðvaldssyni í fyrrij hálfleik. Valsmenn voru ívið sterkari í þessum leik, sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var í rauninni. Valssigur var sanngjarn þegar upp var staðið þvi þeir áttu mun hættulegri færi í leiknum. Hjá þeim barðist miðvallar- trióið ósleitilega allan leikinn og vörnin gaf ekki höggstað á sér fyrr en undir lokin. Það er hins vegar framlínan sem er höfuðverkur Valsmanna þetta árið. Hún er gersamlega bitlaus langtimum saman og það vekur at- hygli að Hálfdán örlygsson skuli ekki vera með en hann var bezti sóknarmaður Vals gegn Þrótti i fyrri viku. Beztir hjá Val voru miðjumennirnir Guðmundur, Atli og Hörður, en Magnús átti einnig ágætan leik ásamt Grími. Albert er hins vegar ólikur sjálfum sér, svo og Ingi Björn. Víkingarnir eru mikið að koma til eftir slaka byrjun. Þá vantar enn bit í sóknina þrátt fyrir að þeir Lárus og Sigurlás séu hættulegir. Þá vantar einfaldlega meiri stuðning frá tengiliðunum, sem eru ekkij nógu sterkir. Hinrik er sterkur en ekki kemur! nóg út úr Ómari í þeirri stöðu, sem hann, leikur. Hann getur mun meira. Vörnin var sterk í leiknum og það er óhætt að reikna! með Víkingi í baráttunni um titilinn í sumar. j - SSv.! „Ánægður að fá ekki Eyjamenn” — sagði Klaus Jiirgen Hilpert eftir bikardráttinn SR-mótið um helgina „Þón ÉG ÞURFIAÐ LEGGJA NÓTT VK> DAG” —mun ég ekki tel ja það eftir mér geti það skilað sér í góðum árangri, segir þjálfari Akumesinga, Klaus Jiirgen Hilpert, í viðtali við DB Það var vægast sagt leiðinlegt ferða- veður á miðvikudagsmorgun, þegar við Sveinn Þormóðsson Ijósmyndari tókum okkur far með Akraborginni, vestan stinningskaldi og rigningar- suddi. Eftir klukkustundar volk með Akraborginni tókum við land á Akra- nesi og héldum á fund hins þýzkættaða þjálfara þeirra Skagamanna, Klaus Jiirgen Hilpert. „Halló, góðan daginn, gangið inn,” var það fyrsta sem við heyrðum er við bönkuðum á dyr hjá honum, þar sem hann býr að Sunnubraut 24. Eftir að hafa verið kynntir fyrir fjölskyldunni — konu hans og tveimur börnum — gengum við inn í stofuna. Hörður Helgason, liðsstjóri þeirra Akurnes- inga, var okkur til trausts og halds í viðtalinu sem hér fer á eftir og kunnum við honum beztu þakkir fyrir. „Kaffi, kók, bjór?” spurði Klaus. Við þáðum kaffi. Eftir að hafa setið yfir kaffibolla smástund fóru hlutirnir kom hingað, 4. marz, sá ég að í það lið, sem ég hafði séð, vantaði tvo af beztu mönnunum, þá Karl og Pétur.” Kunni strax vel við mig Hvernig leizt þér á Akranes í fyrstunni? „Ég veit ekki af hverju það stafar ná- kvæmlega, en ég kunni mjög vel við mig allt frá byrjun hér á Akranesi. Ég kynntist nokkrum af leikmönnunum strax og einhvern veginn fannst mér að ég og þetta lið mundum skapa góða heild. Akranes býður e.t.v. ekki upp á margt, en ég er ánægður með það sem staðurinn hefur upp á að bjóða.” Finnst þér leikmenn leggja nógu hart að sér? ,,Já, leikmenn hér á Akranesi, sem og aðrir íslenzkir knattspyrnumenn, leggja geysilega mikið á sig til að geta stundað sína íþrótt.. Ég er e.t.v. ekki alltaf sammála því sem leikmenn minir gera á vellinum, en þá má ekki gleyma þeirri bláköldu staðreynd að þetta eru áhugamenn. Á þeim tíma, sem æfingar eru að byrja hjá okkur eru þýzkir knattspyrnumenn um það bil að fara að sofa. Þegar ég kom hingað fyrst ætlaði ég varla að trúa þvi að leikmenn æfðu við þau skilyrði sem ég sá. Það var snjór yfir öllu og ekki hefði þýtt að bjóða stórstjörnum eins og Karl-Heinz Rummenigge og Dieter Höness hjá Bayern upp á slíkt. Þeir hefðu sagt: „Þú ert snarvitlaus, Klaus!” Á þeim skamma tíma sem ég hef dvalið hér sem þjálfari hef ég lært óhemju mikið og eftir að hafa dvalið hér finnst mér að það ætti að vera hluti í skyldunámi hvers og eins þjálfara í Þýzkalandi að dvelja hér um tíma til að kynnast því hvernig menn æfa hér og við hvaða skilyrði.” Allir leikmenn byrja jaf nt mati. Þetta sanna leikmenn íslands sem leika erlendis, s.s. Pétur Péturs- son, Ásgeir Sigurvinsson o. fl. Ef íslendingar væru reiðubúnir til þess að stíga fyrsta skrefið, í átt að at- vinnumennsku hér er enginn vafi á að knattspyrnan tæki stórstígum fram- förum. Framfarirnar geta aðeins orðið innan viss ramma á meðan leikmenn vinna 10 tíma á dag.” Leikmenn gerðu miklu meira en þeir gátu Ferðin til Indónesíu hefur verið mikið rædd manna á meðal. Hvort telur þú að hún hafi verið til góðs eða ills fyrir undirbúning liðsins fyrir íslandsmótið? „Ferðin var í heildina gífurlegt álag á leikmenn liðsins. Á 13 dögum lékum við 6 leiki og þar af einn sem var fram- Iengdur. Ekki aðeins ferðaðist liðið óravegu á undan og eftir þessa leiki heldur var leikið við algerlega framandi aðstæður. Hitinn þarna var oft upp undir 40 gráður og rakastigið ekki nema 80—90. Það er engum blöðum um það að fletta að Akranesliðið stóð sig frábærlega þarna úti. Leikmenn gerðu hluti þarna úti sem í rauninni voru langt fyrir utan getusvið hvers og eins. Úti í Indónesíu varð ég fyrst verulegur íslendingur i mér. Þarna sá ég svo vel hvað leikmenn voru reiðubúnir að leggja gífurlega mikið á sig fyrir lið sitt og fyrir ísland. Mis- tökin bggja hins vegar i því að liðið fékk enga hvíld eftir þessa þrekraun. Við hófum æfingar fljótlega á ný, en beztu atvinnumannaliðum hefði ekki veitt af 2—3 vikna frii frá knattspyrnu eftirslíka ferð. Ég er þess fullviss að árangur liðsins i sumar hefur ekki verið nógu góður einfaldlega vegna þess að þreyta situr enn í mönnum. Leikmenn hafa aldrei fengið almennilega hvíld eftir ferðina. Borg malaði Connors! —leikur til úrslita við Roscoe Tanner ,,Ég bjóst við miklu erfiðari leik” I sagði tennisstjarnan Björn Borg frá Svíþjóð eftir að hann hafði tryggt sér sæti í úrslitum Wimbledon keppninnar fjórða árið i röð. Borg vann keppnina I 1976, 1977 og 1978 og stefnir nú fyrstur manna i tennissögunni að þvi að vinna i fjórða sinn og allt bendir til þess að svo verði því andstæðingur hans er ekki álitinn mjög sterkur. „Jimmy lék mun verr en hann getur og það gerði sigur minn auðveldari,” sagði Borg enn- fremur. Borg vann Connors 6-2, 6-3, 6- 2 og leikurinn tók aðeins 106 mínútur en fyrirfram var búizt við a.m.k. tveggja og hálfrar klukkustundar baráttu á milli þeirra. Borg, sem vann Connors í úrslitum þessarar keppni í fyrra og árið þar á undan, hefur samt ekki unnið nema 9 af 19 viðureignum hans og Connors. Connors vann 8 af 9 fyrstu, en síðan hefur Borg haft tögl og hagldir í viður- eignum þeirra og er nú ókrýndur konungur tennisíþróttarinnar — aðeins 23 ára gamall Stórkostlegt heimsmet Coe lega ekki á móti þeim með hörku heldur gáfum eftir og vorum hræddir. Reyndar fengum við tækifæri til að komast yftr þegar Sigurður Lárusson skallaði í stöng. Annars var það ekki aðalatriðið í leiknum. Leikmenn einfaldlega börðust ekki — það var ekki til barátta í liðinu hjá okkur. Við höfum ekki nema einn eða tvo virkilega baráttujaxla í liðinu, en nái þeir að smita út frá sér, eins og t.d. í leikjunum gegn KA og Val, þurfum við engar áhyggjur að hafa. Annars væri gaman að minnast á það hér að ég tel að ef Akranessliðið hefði spilað jafnvel hér heima og úti í Indónesiu værum við þegar komnir' með yfirburðaforystu í íslandsmótinu. Gallinn hjá okkur er sá að liðiö vantar meiri stöðugleika og það er hlutur sem ekki er hægt að ná upp á |skömmum tíma. Það tók Hannes Weisweiler t.d. eitt og hálft ár að ná slíku upp hjá Köln” þeirri hlið er snertir mannleg samskipti. Ég vil eignazt marga vini og hef reynd- ar eignazt marga strax. Ég veit að með góðri samvinnu okkar allra getum við náð því sæti i íslandsmótinu sem allir geta verið ánægðir með. Ég persónu- lega skulda áhorfendum það að ég leggi mig allan fram og það mun ég gera. Þó ég þurfi að leggja nótt við dag mun ég gera það ef það getur orðið til þess að við náum árangri. Hvernig myndirðu bregðast við ef þér yrði boðin staða landsliðsþjálfara i haust? Klaus hugsaði sig lengi um en brosti síðan og sagði: ,,Ég myndi bara svara þeirri spumingu þegar og ef hún yrði borin upp.” Myndirðu koma aftur til Akraness ef til þín yrði leitað? „Þetta er erfið spurning, en ég kæmi ef kallað yrði á mig og leikmenn og for- ráðamenn Akraness teldu sig hafa not fyrir mig. Já, ég kæmi örugglega ef til ,min yrði leitað.” -SSv. „Akranesliðið vantar miklu meirir stöðugleika og það er ekki hægt að lagfæra á 2-3 mánuðum...”. DB-mynd Sv. Þorm. hljóp 800 m á 1:42,33 að ganga fyrir sig eins og þeir eiga að gera i viðtölum svo að fyrstu spurning- unni varskellt fram. Ef þú segðir lesendum i stuttu máli: — Hvað starfaðir þú áður en þú komst til Akraness? „Að sjálfsögðu spilaði ég fótbolta eins og allir strákar í bernsku, en síðar gekk ég til liðs við Bochum og lék með því liði til 21 árs aldurs. Þá var ég kvaddur í herinn. Með herþjónustunni lék ég með Holstein/Kiel liðinu en tveimur árum síðar meiddist ég illa á hné og varð að hætta allri keppni. Eftir það fór ég í íþróttaskóla og sér- hæfði mig í knattspyrnuþjálfun. Þaðan lá leiðin í íþróttaháskóla og þar lærði ég sjúkraþjálfun, sálfræði og sitthvað fleira, sem kemur að góðum notum við knattspyrnuþjálfun. Ég var ríkis- starfsmaður þegar leitað var til mín með þjálfun hjá Akranesi og ég fékk leyfi frástörfum i hálft ár.” Sá Akranes leika gegn Köln Hvað varð síðan til þess að þú tókst tilboði Akraness þegar þú vissir að mun minni peningar væru i boði hér en fyrir sams konar störf úti I Þýzkalandi? „Peningar eru stórt atriði fyrir hvern og einn en þeir skipta ekki öllu máli. Ég kom hingað til lands fyrst í febrúar og þá til að hitta forráðamenn Akurnesinga. Ég varð strax hrifinn af vinnubrögðum þessara manna — hvernig þeir tóku á hlutunum — og ég sagði hálft í hvoru já við tilboðinu þá og ég hef aldrei séð eftir því. Ég sá Akranes leika gegn Köln i sjónvarpi og mér fannst liðið leika mjög skemmtilega knattspyrnu, en þegar ég Hver er að þínu mati munurinn á íslenzkum og v-þýzkum knattspyrnu- mönnum? „Munurinn liggur i rauninni eingöngu í mun á aðstöðu. Allir leikmenn eru jafnvel gerðir frá náttúrunnar hendi en það eru æfinga- skilyrðin sem skapa og móta leikmenn 'og skilja á milli þeirra sem verða toppmenn og hinna sem eru í meðal- mennskunni. Þá máaldrei gleyma þeirri staðreynd að á íslandi búa 220.000 manns en í V-Þýzkalandi um 65 milljónir manna. Vandamálið liggur fyrst og fremst í aðstöðumun. Hefðu íslenzkir knattspyrnumenn sömu tækifæri og þýzkir meðbræður þeirra væri getumunurinn enginn að mínu Við áttum bezta sóknarleikmanninn í keppninni í Indónesíu. Árni Sveinsson sló öllum öðrum sóknarmönnum við. Reyndar lék liðið í heildina mun betur þarna úti heldur en það hefur gert hér heima. Það má heldur ekki gleyma þvi að í liðið, sem ég notaði mest í Indónesíu, vantar nú þrjá menn. Bjarni markvörður er meiddur, Kristinn og Matthías báðir meiddir. Hefði ég haft meiri breidd væri þetta ekkert vanda- mál, en breiddin hjá okkur er ekki nógu mikil. Hefðum við haft 16—18 leikmenn þarna úti, sem við gátum notað án þess að það kæmi niður á styrkleika Uðsins, hefðum við getað dreift álaginu á fleiri leikmenn. í stað þess notaði ég aðeins 13 menn i þessa 6 leiki.” Liðið vantar meiri stöðugleika Ertu ánægöur með árangur Akra- nessliðsins fram að þessu? „Nei, alls ekki. Ég tel að við hefðum átt aðhafaa.m.k. lOstigeftir þessa sjö leiki sem við erum búnir með, en við höfum aðeins 8 stig núna. Hver er skýringin á töpunum fyrir Haukum og Vestmannaeyjum? „Skýringin á tapinu gegn Haukun- um var einfaldlega sú að leikmenn gerðu alls ekki það sem fyrir þá var lagt. Ég var búinn að segja strákunum að þeir yrðu að berjast fyrst til að ná tökum á leiknum og láta síðan spilið fylgja á eftir. Þeir fóru öfugt að, og við náðum aldrei neinum tökum á þessum leik, sem Haukarnir unnu verðskuldað. Leikurinn í Eyjum var afar slakur af okkar hálfu. Leikmenn voru sífellt vælandi út af smáatriðum. Eyjamenn voru fastir fyrir og við tókum einfald- Það er mikill áhugi á Akranesi Finnst þér íslenzkir áhorfendur vera jafn áhugasamir og þeir v-þýzku? „Já, ég held aðíslenzkir áhorfendur hafi almennt meiri áhuga á knatt- spyrnunni. Hins vegar finnst mér alveg nauðsynlega vanta allar veifur hjá fólkinu. Fólk hrópar mikið og Akranes á mjög góðan stuðningsmannahóp — þann bezta á landinu — og það er ómetanlegt. Ég er lika i miklu nánari tengslum við fólkið hér heldur en í Þýzkalandi. Hér tala menn við mig úti á götu og þrátt fyrir tungumála- erfiðleika tekst mér furðu vel að ná sambandi við fólkið. Við notum bara fingramál ef annað bregzt. Ég kann mjög vel við hvað fólk er opið hérna og allir hafa verið ákaflega ljúfir i viðmóti.” Ég mun fórna mér heils hugar fyrir Akranes Settirðu þér eitthvert ákveðið tak- mark í upphafi keppnistímabilsins? „Já, takmarkið hjá mér er að geta sagt, þegar ég kem heim til Þýzkalands, í haust, að ég hafi gefið Akranesi allt sem ég átti, ekki aðeins séð frá þjálf- unarsjónarmiði, heldur einnig frá Bretinn Sebastian Coe setti í gær- kvöldi nýtt stórkostlegt heimsmet í 800 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti, sem fram fór í Osló. Ákaft hvattur af 14.000 æstum áhorfendum hljóp hann á 1:42,33 min„ sem er 1,07 sek. betra en eldra heimsmetið, sem Kúbumaður- inn Albertu Juantorena setti í Sofia í Búlgaríu í ágúst 1977. „Hlaupið gekk eins og í sögu,” sagði Coe himinlifandi eftir hlaupið. Eftir 400 metra var tími hans 50,5 sek. og eftir 600 metra 1 mín. og 15 sek. Coe Bretinn Nick Faldo er efstur á Scandinavian Open jjolfmólinu, sem fram fer í Helsingborg í Svíþjóð, þegar 18 holum af 72 er lokirt. Faldo lék á 69 höggum og það gerði einnig Michael Ferguson frá Ástralíu. Á 70 höggum eru þeir Bellestero frá Spáni, Dale Hayes frá S-Afríku, Eamonn Darcy frá írlandi, Canizares frá Spáni og Peter Townsend frá Englandi. Nokkrir eru á 71 höggi og Simon Owen ásamt fleirum er á 72 höggum. Faldo lék fyrri 9 holumar á 37 höggum en þær síð- átti áður bezt 1:44,0 sem hann hljóp i fyrri viku í Malmö í Evrópukeppninni. Árangur varð mjög góður í nokkrum greinum mótsins og þótt árangur allra félli i skuggann af hinu stórkostlega meti Coe náðist t.d. ntjög góður árangur í 300 metra hlaupi. Þar varð Eamonn Coghlan fyrstur á 7:39,08 en heimsmet Henry Rono er 7:32,1. Markus Ryffel frá Sviss varð annar á 7:41,57 og John Walker frá Nýja- Sjálandi varð þriðji á 7:41,73. Svíinn Dan Glans varð fjórði á 7:42,24. ari 9 lék hann á 32. Völlurinn er par 72. Faldo notaði t.d. aðeins 12 pútt á síðustu 9 holumar og hann notaði nú aftur gamla pútterinn sinn, sem hann notaði fyrst þegar hann var að hefja keppni i golfi. Þennan sama pútter notaði hann á PGA mótinu í Englandi fyrir skömmu, en gafst upp á honum eftir góða byrjun. Bellesteros setti niöur tvö 7 metra pútt og taldi sig heppinn að vera á meðal efstu manna eftir að hafa átt svefnlausa nótl fyrir fyrsta dag keppninnar. I hinum undanúrslitaleiknum vann Roscoe Tanner Belgann Pat Dupre 6-3, 7-6 og 6-3. „Það býst enginn við neinu af minni hálfu,” sagði Taner „og það gerir leikinn mun auðveldari fyrir mig. Pressan er öll á Borg. Ef ég héldi ekki að ég gæti unnið Borg myndi ég ekki mæta til leiks á laugardaginn — ég gæti alveg eins tekið næstu flugvél heim,” sagði Tanner ennfremur. Á undan úrslitaleik þeirra Borg og Tanner leika þær Martina Navratilova og Chris Evert Lloyd til úrslita i kvennakeppninni. Þær hafa mætzt fjórum sinnum til þessa i keppni oj unnið tvo leiki hvor. Leikur þeirra gefur góð fyrirheit og ætti að verða góð upphitun fyrir áhorfcndur. Billie Jean King, sem er nú 35 ára gömul, er nú aðeins hársbreidd frá sínum 20. titli á Wimbledon. Hún leikur til úrslita í tviliðaleik kvenna með Navratilovu og þær eru álitnar mjög sigurstranglegar. King hefur unnið 6 sinnum í einliðaleik kvenna, 9 sinnum í tvíliðaleik og fjórum sinnum i tvenndarleik Elizabeth Ryan, landi hennar, vann 19 titla á árunum 1912— 1934. KR-INGAR - STUÐNINGSMENN Hópferö til Akureyrar á leik KR — KA sunnudaginn 8. júlí nk. Allar nánari upplýsingar í KR heimilinu — Sími 18177 e.h. Nick Faldo íefsta sæti

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.