Dagblaðið - 27.07.1979, Page 1

Dagblaðið - 27.07.1979, Page 1
5. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 27. JULl 1979 — 169. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGRKIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐAI.SÍMI 27022. /• Árvekni íslenzku f íknief nalögreglunnar: KOM UPP UM HASS- HRING í SVÍÞJÓÐH Árvekni íslenzku fíkniefnalög- reglunnar leiddi til handtöku átta íslendinga í Gautaborg. Við húsleit þar fundust hjá einum þeirra 4 kg af hassi og hjá öðrum 1 1/2 kg af hassi og eitthvað af kókaini. Ungur maður, sem kom hingað til lands frá Gautaborg í júnímánuði sl., var undir grun vegna dreifingar á fíkniefnum. Var hann handtekinn við komuna hingað á Keflavíkurflug- velli. Hafði hann á sér grunsamlega mikla fjármuni. Við yfirheyrslur yfir honum feng- ust upplýsingar um hassviðskipti nokkurra íslendinga í Gautaborg. Á miðvikudaginn í siðustu viku fór Bjarnþór Aðalsteinsson, rannsóknar- lögreglumaður við fikniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík, til Gautaborg- ar með þær upplýsingar sem þá lágu fyrir hér. Strax daginn eftir voru tveir íslendingar í Gautaborg handteknir og síðan hver af öðrum. Sem fyrr segir sitja nú í varðhaldi þar átta íslendingar. Eru þeir allir sakaðir um neyzlu og/eða dreifingu á hassi og kókaini. Eftir upplýsingum sem fengust við yfirheyrslur yfir þeim var íslendingur, sem afplánaði 9 mánaða dóm fyrir fikniefnasmygl í Helsing- borg, sóttur þangað og situr hann nú í fangelsi í Gautaborg. Rannsókn málsins hefur þegar leitt til Játningar einhverra hinna handteknu. Meðal annars hefur komið fram að frá Gautaborg hefur nokkurt magn af hassi verið flutt til Íslandsogdreift þar. Fíkniefnalögreglan í Gautaborg hefur krafizt að fá framseld- an nanninn sem handtekinn var á i cf avíkurflugvelli i júni og — átta íslendingar ívarðhaldií Gautaborg upplýsingarnar gaf, sem leiddu til handtöku íslendinganna þar. í Sakadómi Reykjavikur var í gær kveðinn upp sá úrskurður að skilyrði þættu til framsals mannsins sam- kvæmt islenzkum lögum. Hefur úr- sku.ðurinn verið kærður til Hæsta- réttar. Hver sem niðurstaða Hæsta- réttar verður, kemur til kasta dóms- /málaráðuneytisins að ákveða hvort manninn skuli framselja. -BS. Ljósabilun orsakaði hörkib árekstur Umferðaljósabilun á mótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar er tal- in aðalorsök hörkuáreksturs er varð á níunda tímanum í morgun. Oliubif- reið sem var á leið suður Kringlumýrar- brautina lenti á amerískri fólksbifreið sem var á leið austur Miklubraut. Oliubillinn ýtti fólksbifreiðinni á undan sér 10—12 metra vegalengd frá gatnamótunum. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur í slysadeild en ekki er kunnugt um meiðsli hans er þetta varritað. -ASt. Olíuhillinn gekk inn í vinstri hlið fólks- bifreiðarinnar og ýtti henni langa ieið á undan sér. I innfelldu myndinni sést á hjólförunum, hve langt olíubillinn ýtti fólksbilnum. DB-mynd Sv. Þorm., Dauðaslys við Tíðaskarð í gærkvöldi 54 ára Reykvíkingur lét lífið í bflveltu Gunnar H. Gunnarsson íbyggingamefnd: „Rétt að banna Saltvíkursandinn” Dauðaslys varð á þjóðveginum rétt norðan Tiðaskarðs i Kjós kl. rúmlega tíu i gærkvöldi. Tveir menn voru þar á ferð áleiðis til Akraness er bill þeirra fór út af veginum, enda- stakkst og valt einar fjórar veltur. Það var farþeginn, sem beið bana, en hann var 54 ára gamall maður úr Reykjavík. Á staðnum þar scm slysið varð er verið að gera við aðalveginn og um- ferð er beint á gamlan veg i framhjá- hlaupi við vegagerðarmenn. Var bif- reiðin er valt komin á „framhjá- hlaupsveginn” er slysið varð. Bifreiðin sem valt er blæjubill, en talið er að hinn látni hafi kastazt út úr bílnum og orðið undir honum og látizt samstundis. / -ASt. Samkvæmt skoðanakönnun DB: Meiríhlutinn andvígur bruggfrumvarpi Tómasar — sjá bls. 9 Harðræði og ofbeldi í Síðumúlafangelsinu ennírannsókn — sjá bls. 8 Ellertnærekki milljón -sjábls.9 „Því miður tók ég þátt i að sam- þykkja undanþágu fyrir notkun byggingarefnis úr Saltvikurnámunni á byggingarnefndarfundi 11. júli, en lét bóka að oftar skyldi taka prufur af efni af sjávarbotni. Enda lá fyrir bréf frá borgarverkfræðingi þar sem fram kom að tilraunir Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins sýndu litla alkalivirkni I Saltvíkurefninu. Nú liggur hins vegar Ijóst fyrir að sandur úr Saltvik er verulega alkalí- virkur. Hið eina rétta er því að banna þennan sand en möl úr Saltvikurnám- um læt ég liggja á milli hluta þar til nánarT rannsóknarniðurstöður liggja ’fyrir.” Þetta hafði Gunnar H. Gunnars- son verkfræðingur að segja i morg- un, en á fundi byggingarnefndar Reykjavíkur í gær lagði hann fram tillögu um að fella úr gildi undan- þágu fyrir sandi af sjávarbotni við Saltvik. Tveir aðrir nefndarmenn vildu samþykkja tillöguna og borgar- verkfræðingur hélt fast við þá af- stöðu sína að „Saltvíkurefnið virtist skásti valkosturinn I stööunnir" Fjórir nefndarmenn fóru fram á frestun ákvörðunar i málinu og varð úraðmálinuvarskotiðá frest. - ARH

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.