Dagblaðið - 27.07.1979, Síða 3

Dagblaðið - 27.07.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1979. 3 VERDA ÓDRYKKJARHÆF HVÍT- VÍN ÁFRAM TIL SÖLU í RÍKINU Stærðir36—41 Litir: Brúnt ogdökkblátt Verðkr. 16.900.- Stærðir 36-40 Utír.Ljós, rvstrauður ogdökkbrúnn Verðkr. 5.600.- Póstsendum Björn hringdi: DB skýrði frá því á þriðjudaginn að tólf af sextíu og tveimur hvítvín- um frá ÁTVR hefðu fengið falleink- um í gæðaprófun Vikunnar. Þau telj- ast sem sé ódrykkjarhæf. Nú spyr ég: Verða þessi vín áfram á boðstólum? Ætla ráðamenn Áfengisverzlunarinnar virkilega að bjóða fólki upp á þennan varning? Eru þeir þá ekki ábyrgir ef fólk veik- istafþessusulli? Má búast við breyttri stef nu DB í landbúnað- armálum? Bóndasonur hringdi: í leiðara Dagblaðsins á mánudag tegir, að styrjöld úti í heimi gæti hæglega einangrað ísland frá um- heiminum að miklu eða öllu leyti um skamman eða langan tima. Það gleður mig að heyra að DB- mönnum er þetta ljóst. En athygli vekur, að ekki eru dregnar af þessu rökréttar ályktanir nema að hluta. Réttilega er bent á, að þessi vitneskja eigi að vera okkur hvatning til að hefja framleiðslu á 'tslenzku elds- neyti. Það vantar hins vegar alveg að draga af þessu þá rökréttu ályktun, að íslendingar eigi að keppa að því að vera sjálfum sér nógir með matvæli, þar með taldar landbúnaðarvörur. Dagblaðið hefur lengi prédikað, að við ættum að flytja inn landbúnaðar- vörur. Þess vegna hef ég alltaf talið, að leiðarahöfundar blaðsins væru þess fullvissir, að landið gæti undir engum kringumstæðum einangrazt, en annað kemur í Ijós í leiðaranum: „Farmannaverkfallið í vor minnti okkur óþægilega á, hve háðir við erum samgöngum við útlönd.” Það er þvi Ijóst, að DB-mönnum er orðin þessi staðreynd Ijós. Þá vaknar sú spurning, hvort í ljósi þessarar nýju vitneskju megi búast við nýrri stefnu í landbúnaðarmálum í leiðurum blaðs- Raddir lesenda Þetta er mál sem Neytendasamtök- in ættu að skipta sér af. Og mér finnst að sá ráðherra sem stjórnar ÁTVR, Tómas Árnason, ætti að láta málið til sín taka ef Jón Kjartansson og félagar i Ríkinu sjáekki að sér. Verða ódrykkjarhæf hvítvín áfram til sölu? Rétt spor í rétta átt-y ... sponn i torgið Stærðir 36—41 Lrtur: Ryðbrúnn Verðkr. 16.900,- Stœrðir 30-41 Utur: Ljós Verð frá 9.900,- tí'l 11.800. Stærðir 36-41 Litur: Reuðbrúnn Verðkr. 16.900.- LEITIÐ FYRST TIL DÝRA- LÆKNIS Björg Pálmadóttir, Álfaskeiði 94, hafði samband við DB og vildi leggja áherzlu á það atriði í fyrri skrifum sinum um málefni dýraspitalans, að þar starfaði nú hjúkrunarkona sem ekki hefði réttindi til að nota deyfilyf á dýr eða sinna öðrum dýralæknis- störfum. Kvaðst Björg aftur á móti vita til þess að brögð hefðu verið að hinu gagnstæða og vildi vara fólk við að leita til dýraspitalans meðan þar væri ekki dýralæknir. Spurning dagsins Ertu óánægður með skattana? Eygló Einarsdóttir, húsmóðir í Vest- mannaeyjum: Ég er nú ekki úr bænum og seðillinn var ekki kominn áður en ég fór, svo ég veit ekki ennþá hvað ég fæ. Guðmundur Jónsson smiður: Ég er ekki ennþá búinn að fá minn seðil, svo ég veit þaðekki. Sjöfn Ingólfsdóttir húsmóðir: Ég er ekki búin að sjá hann, en ég býst við 25% hærri sköttum en i fyrra. María Pétursdóttir húsmóðír: Ég hef ekkert hugsað út í það, enda veit ég ekki hverjir þeir verða. Ólafur Nikulásson: Ég er ekki búinn að sjá seðilinn, ætli hann bíði ekki eftir mér í póstkassanum heima. Birgir Helgason sjómaður: Já, mjög svo. Ég er reyndar ekki búinn að sjá seðilinn en ég veit að ég verð óánægð- ur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.