Dagblaðið - 27.07.1979, Page 4
4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1979.
I
DB á ne ytendamarkaði
Islenzku
sveppimir
loks komnir
ámarkaðinn
Ein af faum landbúnaðaraf urðum sem
eru ódýrari framleiddar hér á landi
„Það hefur komið glögglega í Ijós
að ekki er möguleiki á að hafa
svepparækt í gangi hér á landi nema
hafa yfirbyggt svæði,” sagði Helgi
Geirsson sveppaframleiðandi í sam-
tali við Neytendasíðuna.
Við höfðum veitt þvi athygli að
íslenzku sveppirnir voru horfnir af
markaðinum — hafa ekki veriö til
síðan í desember. Þess í stað voru á
boðstólum erlendir sveppir sem
hingaðeru fluttir flugleiðis. Þeirhafa
raunar heldur ekki verið á
boðstólum nú um nokkurt skeið, en
þegar þeir voru síðast til í vor
kostaði kg af þeim út úr búð 5.450
kr. — Nú eru íslenzku sveppirnir
loksins komnir aftur á markaðinn og
kostar kg af þeim 4.400 kr. út úr
búð. Ástæðan fyrir sveppaskortinum
allan þennan tíma er uppskeru-
brestur.
Fékk „inni" í
höfuðborginni
Þegar Helgi Geirsson kom hingað
til lands fyrir um það bil fjórum
árum, frá Kanada þar sem hann
hafði verið búsettur frá unglings-
árum, hafði hann kynnt sér sveppa-
rækt þar ytra.
„Svepparækt er 40% vinna og
60% vísindi,” sagði hann er DB
spjallaði við hann um svepparæktina
á dögunum.
„Ég var svo heppinn að fá tilvalið
húsnæði og það eiginlega í hjarta
höfuðborgarinnar. Jóhann Jónas-
son, forstjóri Grænmetisverzlunar-
innar, leigði mér hluta af jarðhúsun-
um á Ártúnshöfða undir ræktunina.
Hefur Jóhann sýnt mér sérstaka
velvild og kann ég honum miklar
þakkir fyrir.
Svepparækt er mikil nákvæmnis-
vinna ef vel á að takast og gæta
verður þess mjög vel að engar
bakteríur eða gerlar komist í sveppa-
húsin. Við sem vinnum við fram-
leiðsluna hér verðum að sótthreinsa á
okkur lappirnar áður en við förum í
húsin, þegar uppskeran er í gangi.
Sveppirnir eru ákaflega næmir.
Undirbúningur jarðvegsins er stór
hluti af svepparæktinni og verður að
láta jarðveginn „gerja” eða hitna vel
á meðan á undirbúningi stendur.
Sveppirnir vaxa mjög fljott þegar þeir byrja að stinga hausnum upp ur jarðveg-
inum. Pínulitlu hvítu punktarnir á myndinni eru enn örsmáir en á einum sólar-
hring vaxa þeir og verða álíka stórir og minni sveppirnir, en þeir komast upp i
„fulla” stærð á einum sólarhring.
Vé
DB-myndir Bjarnleifur.
Nýtt fyrirkomulag hefur verið tekið upp i sveppahúsinu. Nú eru sveppirnir ræktaðir i stórum plastpokum i stað tré-
kassanna, sem áður voru notaðir. Atli Helgason er þarna að byrja sveppatínslu dagsins.
Það, sem gerðist hjá okkur í
frostinu í vetur var að jarðvegurinn
fraus í stað þess að hitna og þá var
úti um framleiðsluna. Hins vegar má
heldur ekki hitna of mikið í jarðveg-
inum. Víða erlendis þar sem sveppa-
rækt er stunduð, verður að gæta þess
að framleiðslan skemmist ekki vegna
hita. Víða verður því að kæla jarð-
veginn.
Nú hefur hins vegar komið ber-
lega i Ijós að ekki má verða of kalt á
meðan á jarðvegsundirbúningnum
stendur og því verðum við að byggja
yfir ræktunina.
Ég hef nú fengið lóð á hentugum
stað og hillir undir framkvæmdir. ’
Við munum reisa þarna framtíðar-
húsnæði. Þetta er feiknamikið
fyrirtæki ef tekst vel til. Við erum
ekki aðeins að hugsa um nútíðina
heldur erum við einnig að byggja
fyrir framtíðina.
Eins og er þolir innlendi
markaðurinn meirir framleiðslu og
einnig hugsum við til útflutnings ein-
hverntíma i framtíðinni. Við teljum
okkur vera að skapa þarna verð-
mreti fyrir alla þjóðina.”
Þegar Helgi Geirsson segir „við”,
á hann viðsig og syni sína, Atla
Guðmund og Helga. Atli hefur verið
hans hægri hönd í svepparæktinni.
Þá hefur Helgi yngri einnig lagt hönd
i á plóginn.
Helgi hefur sjálfur séð um að aka
framleiðslunni til verzlana. Hann
sagðist á sínum tíma hafa haft
samband við öll kaupfélögin úti á
landsbyggðinni og stórverzlanir og
boðið þeim framleiðslu sína. Einnig
hafði hann samband við hótelin og
lýstu margir áhuga á að hafa ferska
íslenzka sveppi á boðstólnum.
Helgi stefnir að því að koma
svepparæktinni í það horf að hann
fái tólf uppskerur áári. Aðjafn-
aði vinna fjórir menn við ræktunina
en á tínslutímanum sem er 5—6
vikur bætast að minnsta kosti tveir
við þann fjölda.
Helgi sagði okkur ýmislegt um
sveppi og hvernig hentugt er að mat-
reiða þá. Munum við birta þær
upplýsingar smám saman hér á Neyt-
endasíðunni.
Segja má um íslenzku sveppina,
eins og annað grænmeti sem framleitt
er hér á landi, að þeir eru bragðmeiri
heldur en erlend framleiðsla.
Innlenda sveppaframleiðslan hefur
einnig þá sérstöðu að hún er mun
ódýrari helduren innflutt.
Þegar við spurðum Helga hvort
hann fengi það verð fyrir sveppina,
sem hann þyrfti, brosti hann og
sagði:
„Það gerir maður sennilega aldrei.
Mér nnnst hins vegar að verðið á
þeim sé alveg nógu hátt og tel ekki
heppilegt að hafa það hærra. Hips
vegar er nauðsynlegt að hafa þetta
verð á þeim i dag, vegna þeirra
skakkafalla sem framleiðslan hefur
orðið fyrir í vetur.”
-A.Bj.
Þessir sveppir eru tiibúnir til þess að fara beint til neytenda. ísienzkir sveppir
eru ódýrari en erlendir — eiginlega eina islenzka framleiðslan sem cr það.