Dagblaðið - 27.07.1979, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1979.
ÚTBOÐ
Orkubú Vestfjarða leitar eftir tilboðum í að
fullgera undir málningu skrifstofuhúsnæði
fyrirtækisins á ísafirði. Húsið er nú í fokheldu
ástandi.
Útboðsgagna má vitja hjá Tæknideild Orku-
bús Vestfjarða, ísafirði, sími 3900, og Fjarhit-
un hf., Álftamýri 9 Reykjavík, sími 82322,
gegn 30 þús. kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað til Orkubús Vestfjarða,
Hafnarstræti 7 ísafirði, og verða þau opnuð
þar miðvikudaginn 15. ágúst kl. 14.
Tæknideild Orkubús
Vestfjarða
Rannsóknastyrkir EMBO
í sameindalíffræði
Sarneindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organi-
zation, EMBO), hafa í hyggju að styrkja vísindamenn sem starfa í Evrópu
og tsrael. Styrkirnir eru veittir bæði til skamms tíma (1 til 12 vikna) og
iengri dvalar, og er jx:im ætlað að efla rannsóknasamvinnu og verklega
framhaldsmenntun í sameindalíffræði.
Skammtímastyrkjum er ætlað að kosta dvöl manna á erlendum rann-
sóknastofum við tilraunasamvinnu, einkum þegar þörf verður fyrir slíkt
samstarf með litlum fyrirvara. Langdvalarstyrkir eru veittir til allt að eins
árs í senn, en umsóknir um endurnýjun styrks til eins árs í viðbót koma
einnig til álita. Umsækjendur um langdvalarstyrki verða að hafa lokið
doktorsprófi. Umsóknir um styrki til dvalar utan Evrópu og Israels koma
til álita, en þær njóta minni forgangs. 1 báðum tilvikum eru auk dvalar-
styrkja greidd fargjöld styrkþega milli landa.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Dr. J. Tooze, Exe-
cutive Secretary, European Molecular Biology Organization, 69 Heidel-
berg 1, Postfach 1022.40, Vestur-Þýskalandi.
Umsóknir um skammtímastyrki má senda hvenær sem er, og er ákvörðun
um úthlutun tekin fljótlega eftir móttöku umsókna. Langdvalarstyrkjum
er úthlutað tvisvar á ári. Fyrri úthlutun fer fram 30. apríl, og verða um-
sóknir að hafa borist fyrir 20. febrúar, en síðari úthlutun fer fram 31.
október, og verða umsóknir að hafa borist fyrir 31. ágúst.
Menntamálaráðunaytið 19. júli 1979.
'"“i
Eigum fyrirliggjandi á góöu verði amerískar tré-
smíðavélar sem eru:
Hefill Beltislípivél
Sög Borö
Rennibekkur Mótor
BALDURSSON HF.
ARMULA7 — SÍMI 81711
Bandaríkin:
Alexander Haig
andvígur Salt II
skorar á öldungadeild þingsins að f resta ákvörðun þar til
öll vamarstef na Bandaríkjanna hafi verið endurskoðuð
Alexander Haig, fyrrum æðsti
maður herliðs Atlantshafsbanda-
lagsins, hefur nú bætzt í hóp þeirra
Bandaríkjamanna, sem leggjast gegn
fullgildingu Salt II samkomulags
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.
Fjallar það um takmörkun á kjarn-
orkuvígbúnaði stórveldanna. Vill
Haig að öldungadeild þingsins í
Washington fresti í það minnsta
fullgildingu samningsins, sem þeir
forsetarnir Cartcr og Brésnef hafa
þegar undirritað þar til endurskoðun
hefur farið fram á allri varnarmála-
stefnu Bandaríkjanna í Ijósi nýrra
áætlana um ný hernaðartilþrif.
Áður hefur komið fram í ræðum
hernaðarsérfræðinga fyrir nefndum
öldungadeildarinnar að þeir telja
nauðsyn á því að auka mjög annan
vígbúnað jafnhliða fullgildingu Salt
II samkomulagsins. Segja sér-
fræðingamir þetta vera nauðsynlegt
vegna mikillar hernaðaruppbygging-
ar Sovétmanna. Hefur þessum
skoðunum verið vel tekið meðal
margra öldungardeildarþingmanna.
Þykja líkur nú aukast fyrir þvi að
Carter Bandarikjaforseti verði að
lofa verulega auknum hernaðarút-
gjöldum til endurgjalds fyrir að
nægilegur fjöldi þingmanna fáist til
að fullgilda Salt II samkomulagið.
Þrátt fyrir að skilja mætti á
Alexander Haig herforingja að hann
teldi að ekki ætti að fullgilda sam-
komulagið í núverandi formi og við
núverandi aðstæður, gætti hann þess
vandlega að taka sér aldrei slík orð
beint í munn. Áður hefur komið
fram að hugmyndir Haigs um aukinn
herbúnað liggja bæði á sviði
almennra vopna og kjarnorkuvopna.
Hann hefur einnig bent á að Banda-
ríkin ættu að leggja meiri áherzlu á
hernaðaruppbyggingu Atlantshafs-
bandalagsins. En þar telur hann
skorta á að ríkið uppfylli skuld-
bindingar sínar. Segir hann vanta 3%
upp áað svo sé.
Lffið f Las Vegas hefst með nóttinni og þar mun vera boðið upp á nánast allt sem fá má fyrir peninga. Þar var nýlega haldiö
heimsmeistaramót f spilinu póker. Við vitum satt að segja ekki hvað sigurvegarinn heitir en ekki er pókerinn ennþá orðinn
ólympiuiþrótt, en hver veit hvað framtfðin ber i skauti sér.
Portúgal:
Herinn mótmælir
sakaruppgjöf
Yfirstjórn hersins í Portúgal hefur
lýst yfir mikilli óánægju með nýsett
lög um sakaruppgjöf til þeirra sem
brotið hafa stjómmála- og hernaðar-
reglur þar í landi síðan i byltingunni
árið 1974. í yfirlýsingu frá herstjórn-
inni segir að lagasetningin muni hafa
neikvæð áhrif á þá þróun sem verið
hafi í þá átt að aðlaga her landsins
borgaralegum lögum.
Eanes forseti Portúgal og forseti
herráðs landsins beitti neitunarvaldi
sínu til að hindra framgang málsins
þegar þing landsins samþykkti það í
fyrra skiptið í maí síðastliðnum.
Þingmenn sósíalista og kommúnista,
sem samanlagt hafa meirihluta á hinu
263 sæta þingi Portúgals, tóku málið
aftur upp og samþykktu það fyrir
nokkrum dögum.
Þeir sem njóta munu góðs af
hinum nýju lögum um sakaruppgjöf
eru bæði af vinstri og hægri kanti
stjórnmálanna.
Hægri menn höfðu frammi til-
burði til rofs á stjórnarskrá landsins
hinn II. marz 1975 og síðan reyndu
vinstri menn hið sama 25. nóvember
sama ár. Væntanlega munu hin nýju
lög þá koma í veg fyrir að Spinola
fyrrum hershöfðingi og fyrsti forseti
Portúgals eftir byltinguna 1974 verði
dæmdur fyrir þátt sinn í fyrri bylt-
ingartilrauninni. Hann hefur um
skeið dvalizt í höfuðborginni Lissa-
bon og beðið réttarhalda i máli sínu.
Samtímis því sem æðsti herforingi
Portúgals lýsti lagasetningunni sem
hnífsstungu í bak hers landsins sagði
Soares, leiðtogi sósíalista og fyrrum
forsætisráðherra, að afskipti hersins
af málinu væru óviðurkvæmileg af-
skipti af málefnum þings landsins.