Dagblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 8
8
Sgl Borgarskrifstofur,
' |/ Austurstræti 16,
óska eftir að ráða eftirtalda starfsmenn:
1. Skrifstofumann.
Góð vélritunarkunnátta nauðsynlcg. Verzlunarskólamenntun eða hlið-
stæð menntun æskileg.
2. Forstöðumann mötuneytis (matráðskonu) í mötuneyti Reykjavíkur-
borgar, Austurstræti 16.
Laun samkvæmt kjarasamningi borgarinnar
og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Um-
sóknir með upplýsingum um fyrri störf og
menntun sendist skrifstofustjóra borgarstjórn-
arfyrir 10. ágúst nk.
ÚTBOÐ
Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir tilboðum
í lagningu, 7. áfanga hitadreifikerfis. Útboðs-
gögn eru afhent á bæjarskrifstofunum í Vest-
mannaeyjum og Verkfræðiskrifstofunni Fjar-
hitun hf., Reykjavík, gegn 30 þús. kr. skila-
tryggingu.
Tilboð verða opnuð í Ráðhúsinu, Vestmanna-
eyjum, þriðjudaginn 7. ágúst kl. 16.
Stjóm veitustofnana
Vestmannaeyjabæjar
Vestmannaeyjar
1 Skallí
Lækjargötu 8, Hraunbæ102
Reykjavíkurvegi 60 Hf.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1979.
Harðræðið og ofbeld-
iö íSíðumúlafangels-
inu enn í rannsókn
Rannsóknin er „innanhússmál
JLVl
Enn er í gangi rannsókn sú sem
ríkissaksóknari krafðist vegna kvart-
ana um meint harðræði í Síðumúla-
fangelsinu og að rannsóknarlögreglu-
menn og fangavörður hafi lagt
hendur á gæzlufanga þar sem inni
sátu vegna Geirfinnsmálsins. Það er
Þórir Oddsson vararannsóknar-
lögreglustjóri sem skipaður var af
dómsmálaráðuneytinu til að annast
rannsóknina, eftir að rannsóknar-
lögreglustjórinn, Hallvarður
Einvarðsson, hafði vikizt undan að
taka að sér rannsóknina þar sem
hann hefði sem þáverandi vararíkis-
saksóknari verið viðstaddur yfir-
heyrslur gæzlufanganna.
Kvartanir og ásakanir um þetta
meinta harðræði og ofbeldi í Síðu-
múlafangelsinu komu fram þá er
Geirfinnsmálið og Guðmundarmálin
svonefndu voru í meðförum undir-
réttar. Fóru þá fram yfirheyrslur
rannsóknarmanna, fangavarða og
gæzlufanga, en niðurstaða fékkst
nánast engin vegna þess að fullyring
stóð gegn fullyrðingu.
Ríkissaksóknari gerði sig ekki
ánægðan með þessa rannsókn og
fyrirskipaði frekari og nákvæmari
rannsókn málsins og það er hún sem
Þórir Oddssson vinnur nú að.
„Þetta er mjög viðkvæmt mál,”
sagði Baldur Möller ráðuneytisstjóri
er DB ræddi við hann. „Geirfinns-
og Guðmundarmálin eru nú við dyr
Hæstaréttar og það er andstætt
okkur í ráðuneytinu að hræra í máli
sem fyrir dómi er, reka á eftir málum
eða vera með puttana í meðferð rann-
sóknar.”
Baldur sagði að ráðuneytið hefði
talið lögreglurannsókn á
umkvörtunaratriðunum eðlilegri en
að skipaður væri sérstakur setu-
dómari til þeirrar rannsóknar sem
ríkissaksóknari bað um. „Sterkar
likur til sannleiksgildis umkvörtunar-
atriða þyrfti til að sakadómsrann-
sókn væri fyrirskipuð á aðra saka-
dómsrannsókn.”
Baldur kvað Þóri Oddsson hafa
verið í Noregi þá er umrædd
umkvörtunaratriði hefðu gerzt í
Síðumúlafangelsinu og það hefði
kannski ráðið úrslitum um að valið
féll á hann til rannsóknarinnar.
En ekki verður annað séð en Þórir
sé i mjög erfiðri stöðu til rannsóknar-
innar. Yfirmaður hans hjá RLR var
viðstaddur þá er umkvörtunaratriðin
áttu sér stað og í hlut eiga rann-
sóknarlögreglumenn sem nú eru
undir Þóri settir.
Niðurstaða rannsóknar umkvört-
unaratriða gæti raskað sönnunargildi
undirréttardóms í Geirfinns- og Guð-
mundarmálunum.
Ríkissaksóknari óskaði nýrrar
rannsóknar á umkvörtunaratriðun-
um eftir að hafa fengið bréf frá Jóni
Oddssyni, réttargæzlumanni Sævars
Cicielskis. En áður en það bréf Jóns
var skrifað hafði Jón Bjarman fanga-
prestur tvívegis skrifað dómsmála-
ráðherra um sömu umkvörtunar-
atriði. Fyrra bréf Jóns var skrifað
24.9 1976, en efni þess áréttað í bréfi
dagsettu 30. maí 1978. Afrit af því
bréfi hefur legið hjá dómsmálaráð-
herra, ríkissaksóknari, rannsóknar-
lögreglustjóra og Réttarvernd og
e.t.v. víðar í meira en heilt ár, að
loks var hafizt handa um rannsókn.
Um efni bréfa Jóns Bjarmans
fangaprests vísast til annarrar fréttar
hérásíðunni. -ASt.
Séð eftir gangi Síðumúlafangelsisins.
DB-mynd: Bjarnleifur.
Gripið í hár gæzlu-
fangans og hann
hristur til og litlu
síðar löðrungaður
Fangaprestur sendi dómsmálaráðherra bænarbréf um að
réttur gæzlufanga sé virtur að lögum
Hinu háa ráðuneyti er að sjálf-
sögðu kunnugt, að óeðlilegt ástand
hefur ríkt í fangelsinu að Siðumúla
23 allt frá 23. desember 1975. Margir
þeirra fanga, sem hafa verið í gæzlu-
varðhaldi á þessu tímabili, hafa
kvartað undan harðræði og því, að
þeim hafi verið haldið í stöðugum
ótta, bæði í sambandi við fram-
kvæmd gæzlunnar svo og við yfir-
heyrslur og rannsóknaraðgerðir í
sambandi við mál sín. . . . Brýna
nauðsyn ber til að kannað verði
með prófunum af óvilhöllum aðila,
hvort í þessum tilvikum og öðrum
hafi verið beitt ótilhlýðilegri harð-
ýðgi við gæzlufanga.”
Þannig segir í fyrra bréti Jóns
Bjarman fangaprests til dómsmála-
ráðherra og vísað er til. V. og X.
kafla laga nr. 74/1974.
í síðara bréfinu segir Jón Bjarman
að tilefni beiðni sinnar um rannsókn
óvilhalls aðila á umkvörtunaratriðum
sé ekki það að sakbomingarqir,
Sævar Cicielski, Kristján Viðar
Viðarsson og Erla Bolladóttir, hafi
farið þess á leit við hann að hann
hlutaðist til um eitt eða annað, sem
að rannsókninni snýr, heldur hitt að
þau hafi öll í sálgæzluviðtölum við
hann greint frá, hvað gerðist 4. eða 5.
maí 1976 i Siðumúlafangelsinu, án
þess að hann fitjaði upp á málinu eða
legði fyrir þau spurningar. Frásögn
þeirra kveður Jón í meginatriðum
samhljóða. Fangapresturinn bendir á
að Erla hafi sagt honum frá atburðin-
um í maí 1976, Sævar Marinó i
janúar 1978 og Kristján Viðar í maí
1978. Segir Jón Bjarman að þessir
sakborningar hafi ekki verið sam-
vistum nema í samprófunum og í
réttarsal frá þvi í desember 1975 og
sæta Sævar Marinó og Kristján Viðar
enn gæzlu.
Aðalatriði frásögu gæzlufanganna
er síðan lýst þannig:
Að kvöldi umrædds dags (4. eða 5.
maí 1976) voru leidd til samprófunar
í viðtalsherberginu í Síðumúla 28
Sævar Marinó Cicielski, Kristján
Viðar Viðarsson og Erla Bolladóttir.
Viðstaddir voru rannsóknardómari,
maður frá ríkissaksóknaraembætt-
inu, þrír rannsóknarlögreglumenn og
fangavörður (Allir viðstaddir eru
nafngreindir þó nöfnum sé sleppt
hér)
í samprófuninni var lagt hart að
Sævari að játa lýsingu Erlu á atvik-
um, en hann virtist ringlaður og
miður sín og ekki vita hvaðan á sig
stóð veðrið. Meðan þessu fór fram
greip tilgreindur rannsóknarlögreglu-
maður í hár Sævars, kippti honum
og hristi til og frá svo hann var nærri
fallinn i gólfið og ógnaði honum.
Seinna, þegar Sævar mótmælti
einhverju, gekk tilgreindur fanga-
vörður að honum og löðrungaði
hann. Samprófunin endaði i upp-
lausn við það að Erla fór að æpa í
móðursýkiskasti. Var þá kallað á tvo
fangaverði, sem drógu Sævar til klefa
síns.
'Fangapresturinn segir og að tveir
aðrir tilteknir gæzlufangar í Síðu-
múlafangelsinu á þessum tíma hafa
spurt sig hvort drukkið fólk væri hýst
í Siðumúlafangelsinu, því þeir hefðu
umrætt kvöld heyrt háreysti, óp og
grát í húsinu.
Fangapresturinn segir í bréfi sínu
til ráðherra að nauðsynlegt sé að
þetta atriði rannsóknarinnar verði
kannað af óvilhöllum aðila, svo og
öll framkvæmd rannsóknarinnar.
Mikilsvert sé að lögum um rannsókn-
ir og meðferð sakamála sé fylgt út í
yztu æsar og þá gætt réttar þeirra,
sem bornir eru sökum, hverjar svo
sem þær sakir kunni að vera. -ASt.