Dagblaðið - 27.07.1979, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1979. 9
""
41. skoöanakönnun Dagblaösins:
Ertu fylgjandi eöa andvígurþví, aö ríkiö fái einkasölu á öl- og víngeröarefnum?
MEIRIHLUTINN AND-
VÍGUR EINKASÖLUNNI
Meirihluti landsmanna er því mót-
fallinn, að ríkið fái einkasölu á öl- og
víngerðarefnum. Þetta var cins og
menn muna tilgangurinn með frum-
varpi rikisstjórnarinnar í vor. Frum-
varpið var saltað á síðustu stundu
jirátt fyrir harða baráttu Tómasar
Árnasonar fjármálaráðherra til að
reyna að knýja jiað fram.
Margir töldu, að tilgangur stjórn-
valda með frumvarpinu hcfði verið
að draga úr hdmabruggun. Fjár-
málaráðherra óttaðist, samkvæmt
þeim kenningum, að salan yrði áfram
með dræmara móti í áfengis-
verzlunum ríkisins vegna ötullar
heimabruggunar landsntanna. Væri
þvi, töldu margir, helzti tilgangur
stjórnarherranna að yfirtaka söluna á
öl- og víngerðarcfnum og stöðva
hana síðan.
Þingmenn fengu fjölda simhring-
inga, þegar málið var til ntcðferðar
þingsins, í vor. Fjöldi fólks hvatti þá
til að stöðva framgang frumvarpsins.
Svo fór, þegar mörg mál voru
„söltuð” síðustu þingdagana og
stjórnarliðar tóku að spilla málum
hver fyrir öðrum.
Gengur frumvarpið
af tur í haust?
Þótt frumvarp Tómasar hafi verið
„jarðað” undir þinglokin, gera
margir ráð fyrir, að það birtist aftur,
þegar þing kemur saman í haust.
Dagblaðið leitaðist í skoðanakönn-
un við að finna út, hver afstaða
landsmanna er til frumvarpsins.
Meirihlutinn reynist andvígur stefnu
þess, en það er samt frckar lítill
meirihluti. Rúmlega 37 af hverjum
hundrað eru fylgjandi einkasölunni,
tæplega 53 af hundraði andvígir og
10 af hundraði óákveðnir. Þegar þeir
óákvcðnu eru tcknir út úr dæminu
verða hlutföllin 41,5:58,5, fruni-
varpinu i óhag.
Taka verður tillit til þess, að
nokkur skekkja getur verið í könnun
sem þcssari, skekkja sem nemur
nokkrunt prósentum á hvorn veginn.
Útkoman er þvi sú, að meirihlutinn
cr grcinilegur, en hann er ckki mikill.
Þeir, sem eru andvígir einkasöl-
unni, reyndust vera í töluverðum
meirihluta á höfuðborgarsvæðinu.
Úti á landsbyggðinni var mjótt á
mununurn, en þeir sem andvígir cru,
rétt mörðu vinninginn þar.
Athyglisvert er einnig, að and-
staðan \ið cinkasöluna er mun mciri
nteðal kvenna en karla, þegar á allt
landið er litið.
Meðal karla utan Reykjavikur-
svæðisins var meirihlutinn jafnvel
fylgjandi einkasölunni, en konurnar
voru flcstar andvígar og reið það
baggantuninn úti á landi.
-HH.
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar
urðu þessar:
Fylgjandi einkasölu 112 eða 371/3%
Andvígir einkasölu 158 eða 52 2/3%
Öákveönir 30 eða10%
Ef aðeins eru teknir þeir/ sem tóku afstöðu, verða
niðurstöðurnar þessar:
Fylgjandi einkasölu 41,5%
Andvígir einkasölu 58,5%
„Þeirætla að sprengja upp verðiö
,,Ég vil enga einkasölu á nokkrum
hlut. Brennivín á að fást í hverri
búð,” sagði karl i Reykjavík, þegar
spurningin í könnun DB var lögð
fyrir hann. „Nógur er nú einkaréttur
ríkisins fyrir, þótt þessi vöruflokkur
falli ekki undir þann væng líka,”
sagði kona i Reykjavík.
„Éger fylgjandi frjálsu framtaki,”
sagði kona i Keflavik.
,,Fólk verður sér alltaf úti unt þessi
cfni, svo að það er betra að þau séu
frjáls,” sagði karl i Rangárvallasýslu.
„Algerlega andvigur. Þeir ætla sér
bara að sprengja upp verðið ntcð þvi
að taka þetta at' Ámunni,” sagði karl
á Reykjavikursvæðinu.
„Á móti allri cinkasölu,” sagði
karl á ísafirði. „Af og frá að rikið fái
einkasölu,” sagði kona á Akranesi.
,,Ríkið er með hendurnar í nógu
fyrir,” sagði kona á Akureyri.
„Ards igui. en það á að vera meira
cftirli, n -ð solu bruggefna,” sagði
karl ún a landi.
15ára ölvaðir
af bruggi
,,Ef einhver á að græða á þcssu, þá
á rikið að gera það,” sagði kona á
Skagaströnd á hinn hóginn. „Ég er
fylgiandi cinka-í'!., ],;)r SCm erfiðara
vcrður að nálgasi elnin en ella.”
„Fólk fer að dreypa ócðlilega oft á,
þegar nóg er til,” sagði kona i
Rcskjavík.
,, l il að n.i:.. „iini .1-1111 1 alvngislög-
gjöfinni \ il ég rikiseinkasölu. Frálcitt
að banna 15 ára unglingi að kaupa i
„Rikinu” en leyt'a honum svo að
kaupa öl i næstu kjörbúð, brugga og
drekka sig ölvaðan,” sagði karl á
Reykjavíkursvæðinu.
„Ríkið þarf að fá þær tekjur, scm
það getur fengið,” sagði annar karl á
Reykjavikursvæðinu. „Ég er andvíg
allri sölu slíkFa efna,” sagði kona i
Hveragerði. „Það er langbezt, að
ríkið stjórni þeint,” sagði karl á
Hornafirði.
/I tli rikið verði ekki að lá aurana i
kassann,” sagði karl á Patreksfirði.
„Endilcga einokun, ef það verður
til þess, að allt brugg hætti," sagði
kona á Reykjanesi.
, -IIII
Hráefni I hcimilisiðnaðinn.
y
DB-myndir: Hörður.
Tómas Árnason fjármálaráðherra.
Bruggf rumvarpið geng-
ur aftur í haust
— að sögn Tómasar Árresonar fjármálaráðherra
„Ég nuin halda þessu áfram í
haust, þegar þing kemur santan, og
flytja aftur frumvarpið, kannski ekki
nákvæmlega eins og það \ar," sagði
Tómas Árnason fjármálaráðherra i
viðtali við DB um „bruggfrtimvarp”
sitt um einkasölu rikisins á öl- og vin-
gerðarefnum.
Tómas bcnti á, að friw'nvarpið rann
gegnum efri deild i vór. „Ég gerði
enga sérstaka könnun á afstöðu
manna í tieðri deild,” sagði fjármála-
ráðherra. í neðri deild var talsverð
andslaða við frumvarpið.
l.'nt skoðanakönnun DBsagði fjár-
málaráðherra, að hann héldi. að i
svona könmin \æri þeir „aklivari",
sem væru á ntóti sliku frunt\arpi, (\g
þeir skiluðu sér belur.
-1111
TILSÖLU
DÍSIL BENZ 307 D
ÁRGERÐ 1978
Ekinn 20 þús. km, orangelitur. Uppl. í
síma 72965 og hjá auglþj. DB í síma
27022.