Dagblaðið - 27.07.1979, Page 24
Milljarða útflutningur
vannýttra sjávarafurða
Kunnur fjármálamaður í Reykja-
vík, Hörður Gunnarsson heildsali,
hefur gert samning við aðila í Cork á
frlandi um útflutning á sjávaraf-
urðum sem hingað til hafa verið lítt
eða ekki nýttar, s.s. gellur, roð, ýmis
innyfli fiska o. fl. Um er að ræða
viðskipti sem kunna að skipta
milljörðum króna.
„Við stefnum að því að fara af
stað næsta vetur,” sagði Hörður
Gunnarsson í samtali við DB. Hann
sagði að írsku aðjJunum hefðu verið
send sýnishorn sem þeim hefði líkað
ágætlega. íslenzkt fiskiðnaðarfyrir-
tæki ynni að frekari rannsóknum og
tilraunum á því um hvaða sjávaraf-
urðir gæti helzt orðið að ræða. Ekki
er eingöngu um að ræða vannýttar
afurðir, einnig er rætt um frekari
vinnslu ýmissa sjávarafurða, þannig
að unnt sé að koma þeim beint til
neytenda erlendis.
Ekki vildi Hörður upplýsa hvernig
hann hefði komizt í samband við
írana en kvað ýmsar leiðir færar til
að kynnast mönnum í alþjóðlegu
viðskiptalífi, m.a. í gegnum
alþjóðlega klúbba, sem starfa hér á
landi.
Hörður Gunnarsson kvaðst ekki
treysta sér til að nefna neinar tölur í
sambandi við þennan samning. ,,En
ef af þessu verður er um þokkalegar
upphæðir að ræða,” sagði hann.
Heimildir DB segja að um sé að
ræða milljarða samning og nefna
töluna 15 milljarðar. „Það þarf þó
nokkrar gengisfellingar áður en upp-
hæðin verður svo há,” sagði Hörður
Gunnarsson.
-GM.
NMískák hófstí
gærkvöld:
íslendingar
tefldu
á móti sól!
Jón L með unna biðskák
Jón L,. Árnason er með unna
biðskák gegn finnskum andstæðingi
sínum í 1. umferð á Norðurlanda-
mótinu í skák sem hófst í gærkvöldi.
Hefur Jón mann yfir og ætti honum
ekki að verða skotaskuld úr þvi að
knýja fram sigur þegar biðskákin
verður tefid áfram í dag.
Ingvar Ásmundsson á jafnteflislega
biðskák en Ingvar og Jón eru stiga-
hæstu menn mótsins. Svíarnir
Schiissler og Renman hæltu við þátt-
töku á síðustu stundu en þeir voru
stigahæstir af þeim keppendum sem
skráðir voru til leiks.
Það var helzt til tiðinda i 1. um-
fcrðinni í gær að Ingvar Ásmundsson
bar fram kvörtun við mótstjórann yfir
því að íslendingarnir tefidu á móti sól.
Það var ekki fyrr en Ingvar var búinn
að færa borð sitt langleiðina fram á
gang að dregið var fyrir giuggana og
sólin þannig byrgð úti.
Eini íslenzki skákmaðurinn sem
vann sigur i gær var Bragi Halldórsson
sem vann landa sinn, Hauk Bergmann.
Björgvin Jónsson og Ásgeir Þ. Árna-
son löpuðu skákurn sínum en margar
skákir fóu í bið.
-GAJ/JI.Á, Sundswalí.
Bráðabirgðasamkomulag
á Keflavíkurflugvelli:
5% kaup-
hækkun og
flokka-
skipan end-
urskoðuð
,,Við erum ekki beint ánægðir en
það má segja, að þetta sé örlítil skíma í
svartnættinu og við sjáum bjartar
hliðar á þessu samkomulagi,” sagði
Magnús Gíslason, varaformaður
Verzlunarmannafélags Suðurnesja, í
samtali við DB í gær en þá var lagður
fram úrskurður kaupskrárnefndar i
launaflokkadeilunni á Keflavikurflug-
velli. Hér er um bráðabirgðasamkomu-
lag að ræða og er boðuðu verkfalli
frestað til 1. nóv. nk.
Aðalatriðin í bráðabirgðasam-
komulaginu eru þau að öll útborguð
laun hjá verzlunar- og skrifstofufólki á
Keflavíkurflugvelli hækka um 5%,
sem jafngildir hækkun um einn launa-
fiokk að meðaltali og óháðum aðila
verður falið að meta störfin hjá
hernum með hliðsjón af sambærilegum
störfum í Keflavik og Reykjavík og taka
jafnframt tillit til þeirrar sérstöðu sem
fylgir vinnu í herstöð. Að mati og
athugun lokinni mun kaupskrárnefnd
endurskoða flokkaskipanina með
afturvirkni til 10. april. Endanleg
niðurstaða skal liggja fyrir ekki siðar
en í lok október nk. -GAJ-
VINNUSLYSISUNDAHÖFN
Vinnuslys varð f Skaftafelli I Sundahöfn I gærdag. Hafnarverkamaður sem leið átti um stiga i lest missti tak sitt á stigahand-
riðinu og féll tiiður á lestargólf. Maðurinn kvartaði um verk I öxl og í baki en nánar er ekki vitað um meiðsli hans.
-ASt./DB-mynd Sveinn.
15 manns í hassveizlu
í húsi við Grensásveg
Reynt var að koma hassinu út um glugga áður en lögreglan
komstíspilið
Fimmtán manns, karlar og konur,
voru handtekin í húsi við Grensásveg
í nótt en þar fór fram hávaðasöm
veizla með hassi sem helztu
veitingum. Fólkið sat inni það sem
eftir lifði nætur og mál þess verður
tekið fyrir hjá fíkniefnadómstólnum í
dag. Margt af fólkinu hefur áður
komið viðsögu fíkniefnamála.
Það var kl. 3.16 i nótt að lög-
reglunni barst kvörtun um mikinn
hávaða frá húsi við Grensásveg. Er
komið var á staðinn var í fyrstu
neitað að hleypa lögreglumönnum
inn. Var iögregluvörður settur
umhverfis húsið og einn varðanna sá
er hassmola var kastað út um glugga.
Var þá ekki lengur beðið boðanna og
er inn var komið duldist engum hvað
þar hafði fram farið. Lykt og á-
stand fólks talaði þar skýru máli.
Fólkið var sem fyrr segir flutt i
fangageymslur og mál þess biðuraf-
greiðslu. -ASt.
frjálst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1979.
Bátursekkurundan
2 mönnum við
suðurströndina:
„Bezti róður-
innþartil
báturinn
fóraðsíga”
„Við vorum í miðri aðgerð í þessum
bezta túr sumarsins, líklega komnir
með 4 tonn, þegar við urðum lekans
varir og báturinn tók að siga mjög að
aftan. Mér varð strax ljóst að hverju
stefndi, sendi þegar út neyðarkall og
blés út gúmbátinn,” sagði Hafsteinn
Sigmundsson sjómaður úr Þorlákshöfn
í viðtali við DB í morgun. 6 tonna bátur
hans, Valur KÓ-3, sökk um 11 sjómílur
suður af Hafnarnesi kl. 21.40 í gær-
kvöldi.
Með Sigmundi var 13 ára sonur
hans, Kári. „Hann stóð sig eins og
hetja í þessum fyrsta róðri sínum í
sumar,” sagði Hafsteinn. Hafsteinn
veit ekki um orsök lekans.
Flugvél frá Vængjum fann gúmbát-
inn fyrst og sveimaði yfir honum unz
Gæzluvél tók við. Þá hélt báturinn
Arnar ÁR-55 á staðinn að tilhlutan
Slysavarnafélagsins, og bjargaði feðg-
unum um borð laust fyrir miðnætti.
„Báturinn var ekki meira tryggður
en svo að ég verð fyrir tilfinnanlegu
tjóni, en ég geri ráð fyrir að fara á sjó-
inn aftur, þetta er mitt starf,” sagði
Hafsteinn aðlokum. -GS
Ráðherrar
ífrí
Ráðherrar slappa nú af i þeirri bið-
stöðu, sem komin er upp í pólitíkinni,
og fara í frí. Tómas Árnason fjármála-
ráðherra lagði af stað austur á land í
morgun. Þar mun hann þó sitja ein-
hverja fundi en slappa svo af í nokkra
daga. Hann mætir til vinnu eftir verzl-
unarmannahelgina.
Svavar Gestsson viðskiptaráðherra
byrjaði nú í vikunni hálfs mánaðar frí
og fór til Danmerkur.
Benedikt Gröndal utanríkisráðherra
hefur dvalizt hjá tengdamóður sinni i
Bandaríkjunum. Sagan segir þó, að
hann sé þar símleiðis í sambandi við
Frydenlund utanríkisráðherra Noregs
um Jan Mayen-deiluna. - HH
Gasolíuverð
lækkar um
9,1% í
Rotterdam
- bensín lækkar um 8,4%
Gasolíuverð á Rotterdammarkaði
hefur lækkað um 9,1 % frá því sem var
í byrjun júlí og bensínverð hefur lækk-
að um 8,4% frá sama tíma. Óvíst er
hvort um frekari lækkanir verði að
ræða á næstunni.
Skráð verð á gasolíu var 20. júlí sl.
350 dollarar hvert tonn en 2. júlí sl. var
skráð verð 385 dollarar. Skráð verð á
bensíni var 355 dollarar hvert tonn 20.
júlí envar 387,50dollarar 2. júlí. -GM