Dagblaðið - 08.08.1979, Page 2

Dagblaðið - 08.08.1979, Page 2
PÓSTMENN MUNU AÐ SJÁLFSÖGÐU LEITA RÉTTAR SÍNS —athugasemd frá formanni Póstmamaf élagsins Björn Björnsson, formaöur Póst- mannafélags íslands skrifar: í viðtali sem Dagblaðið átti við mig vegna greinar sem ég skrifaði í Fréttabréf PFÍ kemur fram það mikill misskilningur að ég óska að Dagblaðið birti eftirfarandi. Ég sagði ekki að simamenn' kæmust ekki nema i 7. launafl., heldur að talsímaverðir í Félagi ísl. símamanna væru í 7. launafl., en að fráfarandi fjármálaráðherra hefði í samningi við FÍS heimilað að raða mætti talsímavörðum sem ynnu jafn- framt vandasamari póststörf í 8. launafl. Póstafgreiðslumenn fá hins vegar laun eftir 4., 5. og 6. launafl. nema þeir fari í póstnám sem gefur 8. launafl. eftir tveggja ára nám á skertum launum í þeim flokki en ekki vangreidd eins og kemur fram i grein- inni um starfsmanninn á Varmá. Á nokkrum stórum póst- og símstöðv- um er enginn starfsmaður með starfsheiti sem póstafgreiðslumaður og því hefur stjórn PFÍ skrifað póst- og símamálastjóra bréf þar sem. óskað er eftir að hann hlutist til um að athugun fari fram á þessum málum. Það er því ekki rétt að PFÍ ætli að fá sér lögfræðing nú þegar eins og kom fram, heldur var svar mitt að. Póstmannafélagið mundi að sjálf- sögðu leita réttar síns ef ekki yrði samkomulag um að félagsmönnum PFÍ verði greidd laun eftir þeim kjarasamningum sem eru í gildi. Póstmenn telja sig misrétti beitta hvað varðar kaup og kjör. Myndin er tekin á bögglapóststofunni I Reykjavík á annatima. Léleg kynning á Brunaliöinu — sjálfsgagnrýni poppskríbentsins Lesandi hringdi: Á poppsíðu DB 3. ágúst er nýtt Brunalið og ný plata með hljómsveit- inni. Poppskrifarinn birtir mynd af Brunaliðinu, en í meðfylgjandi texta eru aðeins nefnd nöfn Pálma Gunnarssonar og Magnúsar Kjartanssonar, einu karlmannanna í hópnum og auk þess andlit sem flestir þekkja. í Brunaliðinu eru 4 söng- konur, þar af 3 óþekktar. Þær eru ekki nafngreindar cg yfirleitt ekki kynntar! Þetta er fáránleg kynning hvernig sem á henni stendur. Ásgeir Tómasson, poppskríbent DB, gerði auðmjúklega sjálfsgagn- rýni á vinnubrögð sín. Hann ætlar að taka gagnrýni fjöldans alvarlega i framtíðinni. Brunaliðskonurnar heita Ragnhildur Gísladóttir, margsjóuð og þekkt söngkona og þrjár stöllur sem áður sungu með hljómsveitinni Hver á Akureyri: Eva Albertsdóttir, Erna Gunnarsdóttir og Erna Þórarinsdóttir. Eva Albertsdóttir, nýtt andlit f Bruna- liðinu. Hún söng áður með hljómsveit- inni Hver. Ragnhildur Gfsladóttir úr Brunaliðinu: „Margsjóuð og þekkt söngkona.” DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1979. Þota i eigu Flugleiða á flugi yfir höfuðborginni. DB-mynd: Ragnar Th. Flugstjórinn ávarpaði farþegana á ensku: Lágmarks- krafaað notamóð- urmálið G. J. hríngdi: Ég kom með Flugleiðaþotu frá Bandaríkjunum fyrir skömmu og tók þá m.a. eftir því að þegar flug- stjórinn ávarpaði farþegana á leiðinni talaði hann eingöngu ensku. Hins vegar töluðu flugfreyjurnar íslenzku, auk erlendra tungumála. Einnig minnist ég þess að hafa setið í biðsal Flugleiða í New York og þá voru farþegar eingöngu ávarpaðir á ensku. Það er fyrir neðan allar hellur að ekki skuli notuð íslenzka til jafns við önnur mál um borð í íslenzkum flug- vélum með íslenzkri áhöfn. Lágmarkskrafa íslenzkra neytenda er að nota móðurmálið við slík tækifæri, enda er öruggt að oft er á ferð fólk sem alls ekki skilur erlend tungumál. Stutt og skýrbrél Enn einu sinni minna lesenda-, dúlkur DB ullu þá, er hyggjast senda þcettinum línu, að látafylgja fullt nafn, heimilisfang, símanúmer (ef um það er að rœða) og nafhnúm- er. Þetta er lítil fyrirhöfn fyrir bréf ritara okkar og til mikilla þœginda fyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn er fullur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efni betur til skila. Bréf œttu helzt ekkfað vera lengri en 200—300 orð. Simatími lesendadálka DB ér milli kl. 13 og 15 frá mánudögum tilföstudaga. t J

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.