Dagblaðið - 09.10.1979, Page 11

Dagblaðið - 09.10.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979. _ .... II ■\ FLUORINN ER OÞARFUR Flúorskolun hefur farið fram í skólum og einnig eru flúortöflur boðnar af miklu kappi, að minnsta kosti i Reykjavík. Af þessu tilefni langar mig að leggja orð í belg. Nú til dags er flúor i meira mæli en áður í jarðvegi og þar af leiðandi i af- urðum til matar og áfram í dýrum og mönnum. Á sama tíma og við eigum í erfiðleikum með að verjast þessum ófögnuði er talað um þörf okkar fyrir meiri flúor. Norskur læknir varð nýlega fyrir óþægilegri reynslu. Hann var einn hinna mörgu sem trúði á flúor til styrktar beinunum. i samræmi við þá skoðun gaf hann dóttur sinni ráð- lagðan flúorskammt og hafði gert það í mörg ár. Fyrir skömmu þurfti hún til læknis og leiddi sú skoðun í Ijós alvarlegar beinskemmdir. Svo veik var beinabygging stúlkunnar að minnsta hnjask olli beinbroti. Þetta var afleiðing af flúorinngjöf i töflu- formi sem þó var samviskusamlega framkvæmd af tannlækni sem vitað hefur um eituráhrif flúorsins og þvi gætt allrar varkárni. Það eru margar slíkar sögur til af dýrkeyptri reynslu manna af eitur- verkunum flúors. í framhaldi af reynslu hins norska tannlæknis vil ég geta niðurstöðu sem birtist i blaði Bandaríska læknafélagsins fyrir einu ári. Þar var gagnrýnd tilhneiging beinasérfræðinga til að nota flúor til að styrkja beinvefinn og sagt að þeir tækju ekki raunhæft tillit til langtima verkunar. Blaðið tekur fram að flúorinngjöf leiði til aukningar á beinvaxtarsjúkdómum. Áfram segir að rannsóknir með flúorinngjöf sýni að beinin verði ekki sterkari af slíkri meðferð. Þar við bætist að eituráhrif flúorsins auka liðagigt og maga- bólgur. Þessi sjúkdómseinkenni eru einnig vel kunn frá flúorblöndun drykkjarvatns. Rannsóknir hafa staðfest andsvar frá líkamanum við inngjöf á I/KXIO mg af flúor. Flúorjónir hafa enn meirj truflandi áhrif á eggjahvítuefni barnið fékk veikan glerung og öll fengu börnin tannskemmdir á fjög- urra til fimm ára aldri. Ofnæmi þjáði þau öll. Fjórða barn efnaverkfræð- ingsins fékk hins vegar aldrei flúor, en þess í stað uppleyst kalk-bætiefni frá þvi fyrir fæðingu. Engar tann- skemmdir hafði það við 5 ára aldur, né ofnæmi eins og hin systkinin. Þessi reynsla dr. Dannegger var hon- um æði dýrkeypt og margir hafa ^ „Þar viö bætist aö eituráhrif flúorsins auka liðagigt og magabólgur. Þessi sjúk- dómseinkenni eru einnig vel kunn frá flúor- blöndun drykkjarvatns.” likamans heldur en nokkurt annað þekkt eitur. Sérstaklega er sá eigin- leiki flúors hættulegur að geta þrengt sér inn í frumukjarnann meðsín eyði- leggjandi áhrif. Flúor brýtur niður viðnámsþrótt frumuveggjanna en sá viðnámsþróttur er undirstaða heils- unnar — ekkert minna. Efnaverkfræðingurinn dr. Dannegger var einn þeirra sem trúði á flúor sem heilsugjafa. Hann gaf þrem bömum sinum hálfan skammt í þrjú ár. Þau fengu flúorinn frá fæðingu. Þegar eitt barnið var tveggja og hálfs árs, það annað í röðinni, komu fram dökkir blettir á tönnunum. Var flúor- inngjöf þá samstundis hætt. Eitt þurft einhver slik áföll til að skilja hvaða alvarlega efni verið er að leika sér með. Bandaríska landbúnaðarráðuneyt- ið varar bændur við að gefa svínum flúorblandað vatn þegar þau ganga með afkvæmi. Eftir að hafa fjallað um hættur af flúor gagnvart dýrum segir ráðuneytið að menn séu enn við- kvæmari fyrir eituráhrifunum. Þannig ber allt að sania brunni. Ekki hefur tekist að sanna nauðsyn flúors í lífkeðjunni og nú á timum er meira um þetta viðsjárverða efni í náttúrunni, í jarðveginum og annars staðar en nokkru sinni fyrr. Samt koma fram raddir á íslandi er segja Sigurður Heríufsen að okkur vanti svo tilfinnanlega flúor í fæðið. Þaðcr þversögn i þessu. Sérfræðingar eru sammála um að miklu meiri rannsókna sé þörf og hafi verið þörf á öllum hliðurn þessa máls. Það má þvi furðu gegna að nienn skuli nokkurn tíma hafa kornið sér saman um að þvinga slikt skað- ræði inn á hvern einasta mann, rneð valdboði. Eg er á móti hvers konar fjölda- meðferð á skólabörnum og mun koma í veg fyrir að mín börn verði notuð sem tilraunakaninur. Heilsu þeirra og velferð ber ég fyrir brjósti og vil undirstrika að menn eru komnir út á hálan ís þegar talað er um að misnota embættisvald i slíka átt. En það hefur þegar verið gert hér á landi með flúorskolun barna. Að lokum vil ég gera grein fyrir hvernig mál stóðu í upphafi seinasta árs í sambandi við flúorblandað drykkjarvatn en þessi flúormania, sem ég vil leyfa ntér að kalla svo, er öll af sama stofni. Engin flúorblöndun er nú né fram- vegis í þessum löndum: Austurríki, Belgiu og Danmörku. í Danmörku er llúor bannaður með lögum, bæði i _mat og vatni. Frakkland hefur aldrei talið flúor til heilsugjafa. Þýskaland: Í borginni Kessel hafði l'arið fram tilraun í 18 ár sem leiddi til að llúor var bannaður af hcilsufars- og siðferðilegum ástæðum. Grikkland: Enginn núor. Holland hafnaði flúorblöndun eftir 23ja ára tilraunir. ítalia Húorblandar hvergi vatn sitt en reynri að minnka Húor á nokkrum stöðum með efnafræðilegum aðferð- um. Noregur bannar flúorblöndun en þeir búa við jafn frábært drvkkjar- vatn eins og við íslendingar. Svíþjóð hafði i 10 ár gert tilraunir i Norrköping og leitaði siðan til Al- þjóða heilbrigðisslofnunarinnar og bað um staðfestmgu á að flúor væri hættulaus, cn slik staðfesting l'ékkst ekki. Svíar höfnuðu svo alfarið flúor- blöndun í nóvember Wl. Spánn hafnaði flúor með lögum. Sviss: Þar fór fram tilraun sem hófst árið 1959. í desember 197-7 ráð- lagði svissneska heilbrigðisstjórnin að tilrauninni yrði hælt sem gagns- lausri. Þessa upptalningu læt ég nægja, lescndum til umhugsunar. Sigurður Herlufscn, Hafnarfirði. ÞAÐ ER DYRT AD SPARA Nú á einsog ævinlega að spara og spara í ríkisrekstrinum. Þessi sparnaðarárátta kemur vitaskuld niður á ýmsum opinberum stofnun- um, og er sinn tittlingaskíturinn klipinn af hverri. Taka margir stjórnarráðsmenn þátt i þeim skít- verkum, enda þarf sífellt að fjölga þeim til að skipuleggja spamaðinn eins og nánar verður að vikið. Þjóðminjasafn sem dæmi Eg vinn á einni hinna svokölluðu ntenningarstofnana, Þjóðminja- safninu, og tek það þvi sem dæmi um þolendur sparnaðarins. Enda mun ekki ósvipaða sögu að segja af skyldum stofnunum svo sem Lands- bókasafni, Listasafni, Þjóðskjala- safni, Þjóðleikhúsi, Sinfóníuhljóm- sveit, Útvarpi og raunar Háskólan- um, af því þar er ekki skólaskylda. Þjóðminjasafnið hefur ekki fengið að bæta við neinum fösturn safnverði síðan árið 1968. Það mun hinsvegar varla ofmælt, að á þessum árum hafi þjónustuhlutverk þess við innlenda og erlenda aðila tvöfaldast. Það er margfalt meira leitað þangað upplýsinga um allskyns atriði en áður var að sögn þeirra, sem þar hafa starfað lengst. Þetta þýðir, að langt- um meira af vinnutíma sérfræðings þess fer í ýmiskonar afgreiðslustörf, svo að enn minna verður úr fræðileg- um rannsóknum þeirra en ella. Enda virðist sá skilningur mjög ríkjandi, að þeir eigi ekki að gera annað en passa, að safngripunum sé ekki stolið eða þeir skemmdir. En það er reynd- ar hlutverk sérstakra gæslumanna á opnunartima sýningarsalanna. Það er e.t.v. hégómaskapur, en okkur þykir heldur leiðinlegt, að geta ekki sýnt erlendum starfsbræðrum okkar meiri afrek á sviði rannsókna á hinum fjölmörgu munum og öðrum heimildum, sem safn okkar geymir. En erlendis þykir það sjálfsagt, að sérmenntaðir safnverðir sinni að mestum hluta þvilikum rannsóknum. Afleiðingin er sú, að -upplýsingar okkar eru einatt reistar á lauslegum athugunum, sem gerðar eru jafn- óðum og heimildirnar berast. Sem betur fer reynast þær niðurstöður oftast nálægt hinu rétta, en við neyðumst þó yfirleitt til að hafa fyrirvara á, meðan nákvæm prófun hefur ekki átt sér stað. Annað mikilvægt hlutverk Þjóðminjasafnsins virðist að dómi stjórnvalda: að vera lil sýnis fyrir erlenda þjóðhöfðingja og aðra pótin- táta. Af þeim sökum er safnið auðvitað nauðsynlegur geymslu- staður, en vissulega þurfa þvílikir gestir yfirleitt ekki á öðru en yfir- borðslegum skýringum að halda. Sparnaðarfyrirmæli En í sparnaðartillögum menntamála- ráðuneytisins er jafnvel vegið að þessu tviþætta hlutverki, sem grunnfærinn skilningur hefur ætlað safninu; að vera geymsluskemma og sýningarskápur. Fjárbeiðni um viðhald safn- byggingarinnar er í tillögum ráðuneytisins lækkuð um 10 milljónir. En sakir reynsluleysis og lélegs efniviðar á byggingartíma hússins, árunum 1945—50, þarf sífellt að gera við það með ærnum kostnaði, svo að munum þess sé nokkurnveginn óhætt. Þá er lagt svo fyrir, að fjárbeiðni til gæslu og ræstingar skuli lækkuð um 1.2 milljónir. Það er lítið, sem hundstungan finnur ekki. Ætla mætti það þó lágmarkskröfu, að þessi sýningarstaður sé sómasamlega þrifinn og gripanna þokkalega gætt fyrir hugsanlegum þjófum eða þó e! ki væri nema handóðum börnum. Þriðja hjákátlega spamaðarat- riðið er a.N skcra fjárbeiðni til lyftu i húsið niður úr 18 niillj. í 15. Safn- byggingin er á margan hátt óhentug til -íns hrúks, enda voru arkitektarnir skki safnmenn. Nægir að minna á > htnar voðalegt. \ irkíströppur, skélfingu allra lamaðra og fatlaðra. Ekki var heldur gert ráð fyrir ncinum vinnu- herbergjum safnvarða þrátt fyrir til- mæli þáv. fióðminjavarðar, Matthí- asar Þórðatsonar, enda fvrrnefndur skilningur ujórnvalda á hlutverki safnsins greinilega hinn sami hjá arkitektunum. Hinsvegar var settur svolítill turn á bygginguna, líklega til samræmis við Gamla Garð. Arkitektarnir höfðu þó það brjóstvit að teikna lyftustokk í turninn, væntanlega svo að ekki þyrfti að rogast með sérhvern hlut i fanginu upp alla stiga, allt að 100 tröppur, i geymslurýmið i þessum annarlega turni. En i 30 ár hefur enn Kjallarinn Árni Björnsson engin lyfta komið í þennan stokk, og það var ekki fyrr en Magnús Kjartansson tók málið upp á Alþingi, að nokkur skriður komst á. En með því að nota bakdyr hússins gætu hreyfilamaðir m.a. komist með lyftunni upp á allar hæðir. Samkvæmt kostnaðaráætlun vantaði 18 milljónir í lyftuna, en hið háa ráðuneyti sker niður um 3 og hugsar sér líklega, að safnið kaupi lyftuna með afborgunum eða greiði inná hana hjá Bræðrunum Ormsson, þar til úr rætist í „efnahagsmálum þjóðarinnar” ellegar fái lyftuna sjálfa til sýnis, en fjármagn til að koma henni fyrir í stokknum biði greiðsluafgangs hjá rikissjóði. Fjórði niöurskurðurinn varðar svonefnd rannsóknarleyfi. Skv. samningum Félags íslenskra fræða við fjármálaráðherra frá 1976 og kjaradómi frá árslokum Wl geta sérfræðingar safnanna átt rélt á slíku leyfi á 6 ára fresti, en lengd þess getur numið 8 mánuðum á launum, sé ekki farið utan. Aðspurður lýsti fulltrúi fjármálaráðuneytisins því fyrir kjaradómi, að svo bæri að skilja, að ríkissjóður greiddi laun starfsmannsins sérstaklega þennan tíma, þannig að stofnuninni væri kleift að ráða staðgengil á meðan. Nú er þetta klipið af, svo að hinu fá- menna starfsliði verður að fækka, meðan starfsmaður er i leyfi. Þess skal og getið, að enn á fjár- laga- og hagsýslustofnun eftir að krukka í þessar tölur, og er það sjald- an til hækkunar, siðan fjárveitinga- nefnd og loks Alþingi sjálft. Dælt er heima hvat Það væri ósanngjarnt að atyrða einungis núverandi ríkisstjórn fyrir skilningssljóa afstöðu i þessum málum, þótt hún hafi gert sig óvenju bera að fjandskap við menningar- stofnanir. Maður hafði þó heldur vonað, að þessi stjórn réðist ekki á þá samneyslu, sem rekstur menningar- stofnana rikisins óneitanlega er, né leldi menningarstefnu einungis varða kennslumál. En einsog áður sagði hefur ekki fengist fram bráðnauðsynleg fjölgun á starfsliði Þjóðminjasafnsins í .12 ár. Á þessu tímabili hafa setið fjórar ríkisstjórnir og jafnan hefur neitunin vcrið rökstudd með nauðsyn sparnaðar, aðhalds og hagkvæmni í ríkisbúskapnum. Það er þvi fróðlegt að kynna sér, hvernig sá sparnaður hefur verið framkvæmdur á þeim stöðum, sem sparnaðarráðherrunum liggja næstir, sjálfu stjórnarráðinu. Af þvi er skemmst að segja, að frá árunum 1967—hefur starfs- mönnum stjórnarráðsins fjölgað úr 150 í 300 eða um 100%. Til sam- ræmis við það ættu nú að vera 16 starfsmenn á Þjóðminjasafninu. Þó eru ótaldar þær stofnanir, sem hafa vaxið út úr stjórnarráðinu svosem Þjóðhagsstofnun og Framkvæmda- stofnun (sem hefur nú hálfan milljarð „eigin fjár”!!! til hús- byggingar) fyrir utan alla fjölgun i ríkisbönkunum. Og aðalhlutverk alls þessa aukna starfsliðs er auðvitað að auka sparnað og hagkvæmni í ríkis- rekstrinum. Það er greinilega mjög dýrt að spara. Kurteisi, kvabb eða frekja Maður hefur átt það til að gagn- rýna forstöðumenn nefndra menningarstofnana fyrir linkind og hógværð i kröfum á hendur fjár- málayfirvöldum. En þessi gagnrýni er naumast rétt- lát. Þettá eru kurteisir menn, sem ætlast til kurteisi og skilnings á móti. En góðmennskan gildir vist ekki.' Viðbrögð hagsýslunnar gagnvart kurteislega rökstuddri beiðni virðast helst vera á þessa leið: „Þctta er góður maður, hann fær ekki neitt." Helsta ráðið mun vera að ofsækja og ergja ráðamenn svo með sífelldu jagi, nuddi og umsátri, að þeir að lokuni andvarpi gnístandi tönnurn: „Látið mannfjandann fá þetta, sem hann er að biðja um, svo að við losn- um einhverntímann við hann." En háttvísum mönnum er ekki láandi, þótt þeir kynoki sér við að taka þátt i þesskonar hanaslag. Hinsvegar fer hugsanleg dómgreind og réttsýni ráðamanna eðlilega halloka fyrir ágangi hinna frekustu. Eilrfðarmálin Annars er hæpið að kenna rikis- stjórnum einum eða blindum og heyrnarlausum „bremsunefndum” um þetta ástand. I hinni máttugu fjárveitingarnefnd Alþingis silja nefnilega nokkrir hlunkar, sein eru jafnvel valdameiri og viðskotas rr en nokkurntimann ráðhetrar. Þessir búrar vilja láta „óarðbær- ar” framkvæmdir sitja á hakanum fyrir hinu eilífa bulli um „efnahags- vanda þjóðarinnar” og verðbólguna, sem er öðru bulli vcrra. Með því er nefnilega reynt að koma því inn hjá fólki, að hægt sé að „!eysa” efna- hagsvandann til frambúðar, og á meðan verði flest annað að bíða (nema auðvitað brýnustu naðsynjar einsog smíði húss fyrir Fram- kvæmdastofnun). Það er t.d. oft vitnað til þess, að V-Þýskalandi hafi sloppið vel við margræddan efna- hagsvanda. Hvað sem hæft er i þvi, er engu minna fjasað um „efnahags- vanda” í þarlendum fjölmiðlum en hér. En auðvitað er og verður efna- hagsvandinn ævarandi einsog jafnan fyrr, meðan fólk á annað borð lifir og starfar. Og niðurskurður um nokkur hundruð milljónir til menningarstofnana breytir þar engu. Rikisstjórnum væri sæmra að gera myndarlega áætlun í þessum cfnuni og afla til hcnnar fjár með sérstökum skatti, sem ekki yrði notaður i annað. Það þyrfti ckki að \cra meira en and- virði einnar ta.ikfyllingar af bensini á hvern skattgrcið.inda á ári. Okkur er vorkunnarlaus: að greiða skatta, séu þcir notaðir i Iramkvæmdir, scm sómi er að. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.