Dagblaðið - 31.10.1979, Page 2

Dagblaðið - 31.10.1979, Page 2
Taugaveiklun Framsóknar og lögf rædinga: DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979. VEÐURFRÆÐINGUR HEPPILEGASTUR í EMBÆTTIDÖMSMÁLARÁÐHERRA? Háskólaborgari skrifar: Mikla athygli mína og fleiri hefur vakið sú taugaveiklun sem hefur gripið um sig meðal framsóknar- manna og lögfræðistéttarinnar i iandinu yfir því að Vilmundur Gylfa- son skuli vera orðinn dómsmála- ráðherra. Engum getum skal að því leitt hér hverjar ástæður kunni að vera fyrir þessu þótt mönnum detti að sjálf- sögðu ýmislegt í hug í því sambandi. Taugaveiklun Tímans Gott dæmi um þessa tauga- veiklun er að finna á forsíðu Tímans sl. miðvikudag. Þar er Gunnar G. Schram, prófessor við lagadeild Há- skóla íslands, fenginn til að svara þeirri spurningu hvort dómsmála- ráðherra hafi heimild til að kalla' fyrir sig dómara landsins til þess að ræða við þá um framkvæmd dóms- mála. í svari sinu höfðar prófessorinn óbeint til þrískiptingar rikisvaldsins og svar hans verður því á þá leið, að dómsmálaráðherra sé óheimilt að gefa dómurum nokkrar leiðbeining- ar, fyrirsagnir eða fyrirmæli á nokkurn hátt. Um þessa þriskiptingu ríkis- valdsins er að sjálfsögðu öllum lands- mönnum kunnugt og þar á meðal Vilmundi Gylfasyni enda hefur hann margoft lýst því yfir í fjölmiðlum að hann sé fylgjandi þessari aðgreiningu. Slík niðurstaða Vilmundur Gylfason dómsmála- ráðherra. prófessorsins er því eins langt frá þvi að geta talizt frétt og hugsazt getur. Engu að síður sér Timinn i tauga- veiklun sinni ástæðu til að gera úr henni forsíðufrétt. Yfirmaður dómsmála Hitt ætti öllum landsmönnum líka að vera ljóst að dómsmála- ráðherra er yfirmaður dómsmála á landinu og því i hæsta máta eðlilegt að hann fylgist með dómsmálum og hafi af þeim sökum ástæðu til að for- vitnast um gang dómsmála hjá dómurum. Hins vegar segir dr. Gunnar G. Schram að enginn banni Dr. Gunnar G. Schram prófessor. dómsmálaráðherra að ræða við dómara um veðrið eða þess háttar. Þetta svar verður að skiljast i sam- hengi við spurningu Tímans og þannig er ekki hægt að túlka það á annan hátt en dómsmálaráðherra sé óheimilt að ræða við dómara um dómsmál yfirhöfuð. Veðrið og dómsmálin Ef sá er virkilega skilningur laga- prófessorsins þá væri að sjálfsögðu ekkert eðlilegra en að skipa veður- fræðing í embætti dómsmála- ráðherra. Svo vel vill til að Markús Einarsson veðurfræðingur á nokkra Markús Einarsson vedurfneðingur. möguleika á að hljóta þingsæti fyrir Framsóknarflokkinn og væri þvi ekkert heppilegra en að gera hann að dómsmálaráðherra í næstu ríkis- stjórn eða hver ætti að geta talað af meiri þekkingu um veðrið við dómara landsins en einmitt hann? Nei. Greinilegt er að bæði fram- sóknarmenn og lagaprófessorar eru á villigötum í taugaveiklun sinni. Dómsmálaráðherra á sem yfir- maður dómsmála í landinu að sjálf- sögðu að fylgjast með gangi dóms- mála Gafnframt því að hafa í heiðri „klásúluna” um þriskiptingu ríkis- valdsins eins og Vilmundur gerir). Ef ekki þá mætti eins kalla hann veður- málaráðherra. Réttlæti? Það vjll svo til að ýmislegt í okkar réttarfari er á þann veg farið að allur almenningur sér að þar er ekki rétt- læti á ferðinni þó staðnaðir lög- fræðingar og hræddir framsóknar- menn sjái það ekki. Eitt slíkt dæmi, tekið nánast af handahófi, skal nefnt hér að lokum. Nýlega fór fram rannsókn á meintu harðræði rannsóknarlögreglumanna gagnvart sakborningum í einu stærsta sakamáli sem upp hefur kom- ið hér á landi. Sá er rannsókninni stjórnaði var nánasti samstarfsmaður þeirra er rannsóknin beindist að. Ýmsir lögfræðingar hafa lýst því yfir að slíkt geti ekki talizt óeðlilegt og engin kvörtun kom fram þar að lút- andi frá þeim. Þörf á nýjum viðhorfum Allur almenningur gerir sér grein fyrir að slíkur framgangur mála er ekki liklegur til að leiða til réttlátrar niðurstöðu. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem þörf er á nýjum viðhorfum og hvei ættifremur að stuðla að breytingum á því sviði en æðsti maður dómsmála í landinu sem jafnframt er fulltrúi löggjafar- valdsins. Til þess að geta beitt sér fyrir slikum breytingum þarf dómsmála- ráðherra að kynnast gangi mála og að vera heimilt að ræða við dómara tandsins og aðra aðila réttarkerfisins um annað og meira en veðurfarið í landinu. Hótel Loftleiðir — ekki Hótel Esja Leigubílstjóri skrifar og vekur athygli á því að í bréfi eftir hann er, birtist í DB 19. okt. sl. hafi verið ruglað saman hótelum, þ.e. Hótel Esju og Hótel Loftleiðum. í greininni var gagnrýnt hversu erfitt sé fyrir fólk að komast inn á Hótel Loftleiðir með farangur. Um þetta segir bréf- ritari m.a. „Það hefur verið ömurlegt að_ horfa á fólk berjast við að komast með töskur inn á Hótel Loftleiðir í gegnum vinduhurðirnar. Að visu eru litlar dyr beggja vegna við vindu- hurðirnar þar sem farið hefur verið inn til flugafgreiðslu en aðeins aðrar þeirra eru ólæstar og þær opnast út á móti þeim sem ætla að fara inn. Hins vegar eru stórar dyr við hlið vindu-' hurðar hótelmegin og veit ég ekki hvernig þær opnuðust ef lásinn væri tekinn af þeim.” í bréfi sínu gagnrýnir bréfritari einnig hvað leigubifreiðum er illa séð fyrir bílastæðum við Hótel Esju. Bréfritari segir gesti eiga erfitt með að koma farangri inn á Hótel Loftleiðir. Bréfritari telur að Islenzka sjónvarpið sinni þörfum barnanna ekki nægilega vel. DB-mynd Bjarnleifur. Meira sjónvarps- ef ni fyrir börn Móðir hringdi: Mér finnst sjónvarpið ekki gera nógu vel við börnin. Barnadagskráin er allt of litil og stutt. Myndir eins og Barbapapa njóta geysilegra vinsælda hjá börnunum og þvi þykir þeim sárt hversu stuttar þær eru. Það hefur einhver vakið athygli á þessu áður á lesendasíðu DB en það virðist ekki hafa haft áhrif. Ég held að þetta sé mjög almenn skoðun hjá loreldrum að íslenzka sjónvarpið síafhái sig ekki nægilega vel í þessum efnum. Hþá nágrannaþjóðum okkar, t.d. Dönum, er mikið.um fræðsluefni fyrir börn og það er ge'rt þannig úr garði að börn hafi gaman af því. SHkt efni vantar í islenzka sjónvarpið og hlýtur það að vera umhugsunarefni á sjálfu barnaárinu. STEYPTAN VEG KRINGUM LANDK) Dreifbýlismaður skrifar: Þvi er ekki að leyna að við dreif- býlismenn erum orðnir langþreyttir á hversu hægt miðar í uppbyggingú varanlegs vegakerfis á íslandi. Það kostar okkur ekki svo lítið það auka slit sem verður á bilunum af þessum sökum. Við hefðum betur þegið aðstoð Bandaríkjamanna á sínum tíma við að malbika vegi hringinn í kringum landið. Það hefur sem sé komið á v__—__ daginn að við virðumst ekki menn til að koma þessu sjálfsagða máli í höfn á eigin spýtur. Nú vil ég skora á stjórnmála- flokka að gefa stefnu sina í þessu máli hreint og skýrt til kynna fyrir kosningar þannig að ekkert fari á milli mála. Ég er sannfærður um að margur dreifbýlismaðurinn mun ekki sízt kjósa flokk eftir því hvað hann boðar í vegamálum. — Takmarkið hlýtur að vera malbikaðan eða steyptan veg hringinn i kringum landið. I Unnið að malbikunarframkvæmdum austan Þjórsár í sumar. „Takmarkið hlýtur að vera malbikaðan eða steyptan veg kringum landið,” segir bréfritari. DB-mynd Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.