Dagblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979. 3 Ljósmyndari DB rakst á þessa ungu konu I Hveragerði I sumar þar sem hún var að sprauta vatni á grunninn I væntanlegu húsi sfnu. Ekki var neinn uppgjafar- tónn 1 henni en bréfritari segir að margir húsbyggjendur séu nú komnir að þvf að gefast upp vegna hárra vaxtagreiðslna. DB-mynd Ragnar Th. ---------------------------------- ^ .............................— * Húsbygjginga- mál áoKom ast í óefni? Húsbyggjandi hringdi: Mér finnst full ástæða til að vekja ^athygli á hvernig ástandið er að verða í húsbyggingamálum. Hin nýja vaxtastefna gerir það að verkum að afborganir af lánum eru að verða með öllu óbærilegar og blasir ekkert annað við mörgum hús- byggjendum en að þeir verði að gefast upp með hálfbyggð hús. Ég held að hér á landi vanti algjör- lega nýja stefnu í húsnæðismálum. Þessar gífurlegu vaxtagreiðslur gera þörfina á því augljósa. Lánin þurfa að verða til langtum lengri tíma og afborgunum af þeim háttað þannig að hægt sé að ráða við þæránþess að svelta fjölskylduna. Frábær þjónusta Húsmóðir við Jörfabakka i Breið- holti skrifar: Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til eigenda og starfsfólks verzlunarinnar Valgarðs við Leiru- bakka í Breiðholti fyrir frábæra þjónustu og liðlegheit. Þannig er mál með vexti að ég þurfti nauðsyn- lega að fá sagaða sviðahausa sem ég fékk senda utan af landi. Ekki vissi ég nú hvert ég ætti að snúa mér en tók það ráð að hringja i umrædda verzlun og biðja um hjálp í þessu máli. Ekkert var sjálfsagðara en að fá þetta gert og það meira að segja endurgjaldslaust. Ekki er öll sagan sögð. Næst fékk ég sent hangikjöt sem’einnig þurfti að saga. Hringdi ég því aftur og bar upp vandræði mín. Svarið var að þetta væri alveg sjálf- sagt og einnig spurt hvort ég vildi ekki fá eitthvað úrbeinað af þessu. Ég tók því fegins hendi, sótti síðan mitt kjöt og mætti kurteisi og elsku- legheitum hjá öllu starfsfólkinu. Langar mig til að endurtaka þakklæti mitt til verzlunarinnar Valgarðs við Leirubakka og svona þjónusta er áreiðanlega til þess að auka viðskipti fólks við verzlunina. Tólfþús- und nafa borizt Tólf þúsund krónur höfðu borizt til gjaldkera DB í fyrradag vegna söfnunar til styrktar einstæðri tveggja barna móður í Kópavogi er missti mest allt innbú sitt í bruna aðfaranótt l.októbersl. Gjöf frá S.J. 7000 kr. GjöfráN.N. 5000 kr. Dagblaðið mun áfram taka á móti framlögum ef einhver vill liðsinna hinni einstæðu móður. Framlögum má koma til gjaldkera Dagblaðsins í Þverholti 11. Gripið simann geriðsóð kaup Horfðir þú á þáttinn hans Ladda í sjónvarpi á laugardagskvöldið? Sigrún Ingibergsdóttir húsmóðir: Já, mér fannst hann sæmilegur og átti ekki von á meiru. Árni Þór Árnason vélvirki: Nei, ég missti af honum. Ég hefði örugglega horft á hann ef timi hefði verið til þess. Sigurður Sigurðsson sjómaður: Eg sá seinna korterið af þættinum og þótti hann nokkuð góður. Maður getur alltaf brosað að Ladda. Sunna Guðjónsdóttir, vinnur hjá Sjálf- stæðisflokknum: Jú, ég horfði á hann og þótti ægilega gaman. Það má vera miklu meira af svona þáttum í sjón- varpinu. Raddir lesenda Smáauglýsingar BIAÐSINS ÞverholtiH sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Rannveig Garðarsdóttir húsmóðir: Þvi miður missti ég af honum. Ég býst við að ég hefði horft á hann ef ég hel'ði getað. Það er alltaf gaman að léttum þáttum í sjónvarpinu. Kaj Larsen múrarí: Ég missti af þættin- um. Ég var ekki heima á laugardags- kvöldið og sá ekki þáttinn. Yfirleitt reyni ég að missa ekki af skemmtiþátt- um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.