Dagblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 28
Harðræði lögreglumaniis í rannsókn hjá RLR: „HENGDUR” 5 SINNUM AF LÖGREGLUÞJÓNI „Það er alveg Ijóst, að ef talað er um eitthvert hengingartak þá er það áreiðanlega ekki eitt af þeim tökum sem mönnum er kennt í lögreglu-' þjálfun og gefið fyrirma;li um að beita,” sagði William Th. Möller, aðalfulltrúi lögreglustjóra, er DB spurði hann í hvaða tilfellum lögreglumönnum væri heimilt að beita svokölluðu „hengingartaki” gagnvart þeim er gerzt hafa brotlegir við lögin. Tilefni spurningarinnar var rann- sókn er nú fer fram hjá Rannsóknar- lögreglu ,rikisins vegna kæru sem borizt hafði á hendur ákveðnum lögreglumanni um óvenjulegt harð- ræði í starfi. Sá er kærði kveðst hafa verið „hengdur” fimm sinnum áður en hann var settur í fangageymslur lögreglunnar. „Ég er ekki alveg klár á því hvað átt er við með þessu taki,” sagði William. „Það er þó alveg á hreinu, að þetta tak er ekki kennt i lögreglu- þjálfun.” Heimildir DB segja þó þetta tak alþekkt innan lögreglunnar og einnig eigi dyraverðir öldurhúsanna til að beita því. Takið byggist á því að þrýsta á hálsæðarnar þannig að fórnarlambið missi meðvitund um stund. „Það eru ákvæði um það í lögum að lögreglumenn mega ekki beita meira harðræði i starfi en nauðsyn er til að vinna bug á mótþróa,” sagði William. Hann staðfesti að borizl hefði kæra á hendur ákveðnum lögreglu- manni fyrir harðræði í starfi og væri málið í rannsókn hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Hins vegar sagði William það ekki rétt að viðkomandi lögreglumaður hefði verið færður til i starfi meðan á rannsókninni stæði, eins og heimildir DB greindu. Njörður Snæhólm rannsóknar- lögreglumaður staðfesti í samtali við DB að þessi rannsókn hefði staðið yfir að undanförnu en visaði að öðru leyti á Þóri Oddsson vararannsóknar- lögreglustjóra. DB tókst ekki að ná tali af honum í morgun. -GÁJ. „Menn sætti sig við þessar niðurstöður” — segirGunniaugur Stefánsson „Mér er efst í huga, að menn sætti sig við þessar niðurstöður og styðji við bakið á þessum framboðslista,” sagði Gunnlaug- ur Stefánsson í viðtali við DB í morgun. Gunnlaugur fellur nú greinilega út af þingi, þar sem hann tapaði fyrir Ólafi Björns- syni í kosningum um þriðja sæti á A-lista á Reykjanesi á kjördæmis- þingi í gærkvöldi. „Þetta hefur verið lærdóms- rikur tími,” sagði Gunnlaugur um hina stuttu veru sina á Alþingi. „Ég hef kynnzt nýjum mönnum og nýjum málefnum. Þetta hcfur verið mjög viðburðarríkt.” Miklar deilur höfðu staðið í Alþýðufiokknum á Reykjanesi um gildi atkvæða sem höfðu ráðið því að Ólafur Björnsson var talinn hafa hreppt 3. sætið. Til viðbótar var tilkynnt i Alþýðublaðinu og Alþýðublaði Kópavogs að kjörstaðir yrðu opnir lengur á sunnudag en þeir voru, og lokuðust nokkrir úti. Sú aðferð var viðhöfð á kjördæmis- þinginu í gærkvöldi að kjósa þar milli Ólafs og Gunnlaugs og láta það ráða. Ölafur fékk 71 at- kvæði og Gunnlaugur 63. Listinn verður þannig: 1. Kjartan Jóhannsson. 2. Karl Steinar Guðnason. 3. Ólafur Björnsson. 4. Guðrún Helga Jónsdóttir. 5. Ásthildur Ólafsdóttir. 6. Örn Eiðsson. 7. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. 8. Jórunn Guðmundsdóttir. 9. Gunnlaugur Stefánsson. 10. Emil Jónsson. -HH. llnnið að skiptum á undirlagi undir hinn nýja íshokkivöll. DB-mynd S. p 'tm 1 sM jitmmmi •jmrnn ím* #ii* \ "m &*#&> .#?# —tilbumn ef tir hálfan mánuð „Við reiknum með að geta tekið hann i notkun cftir svona hálfan mánuð eða jafnvel skemmri tíma," sagði Hreiðar Ársælsson umsjónar- maður Melavallar, er hann var spurður um ishokkivöil sem verið er aðbúa til á Melunum. „Völlurinn verður 60 sinnunt 30 á stærð sem er lögleg stærð á ishokki- velli. Battning verður í kring um völl- inn og liann verður malbikaður. Þá cr hægt að lcika á honum tennis og handbollaásumrin. Tekin var sú ákvörðun að gcra þennan vðll þar eð ekki var talið ráð- legt að láta ishokkimenn leika á stóra svellinu vegna slysahættu. Við lögðunt undir völlinn svæði sem er sunnan við fótboltavöllinn, til móts við Hótel Sögu. Þar voru áður æfðar kastgreinar en nú er æfíngaaðstaða fyrir þær í Laugardal. Borgin vcr á milli 10 og 12 milljón- um i þennan nýja völl. Dýrast varað skipta um undirlag undir malbikið,” sagði Hreiðar. -DS. Ámi felldi Braga í prófkjöri Alþýðuflokks á Norðurlandi eystra: Ráðherrann ekki með á framboðslistanum —staða f lokksins mjög erfið án fuHtrúa launþega íþremur efstu sætunum, segir Ámi Gunnarsson „Ég þakka þessi úrslit mikilli vinnu margra góðra manna,” sagði Árni Gunnarsson fv. alþingismaður í morgun, en Árni sigraði Braga Sigurjónsson ráðherra i prófkjöri alþýðuflokksins i Norðurlandskjör- dæmi eystra. Árni hlaut 709 atkvæði i fyrsta sæti en Bragi 452. Báðir buðu sigaðeins fram í fyrstasæti. „Ég vona og treysti því að hugur sé í mönnum fyrir aðalátökin og hef ekki áhyggjur af særindum vegna prófkjörsins. Það grær fljótt um. Staða Alþýðuflokksins er afskaplega erfið þar sem við höfum ekki fulltrúa launþega í þremur efstu sætunum, en Jón Helgason formaður verkalýðs- félagsins Einingar féll í baráttunni um annað sæti í prófkjörinu. „Ég neita því ekki að ég er von- svikinn, en þó aðeins að vissu marki, því að á hinn bóginn er ég feginn að þurfa ekki að standa i slagnum,” sagði Bragi Sigurjónsson, land- búnaðar- og iðnaðarráðherra í viðtali við DB i morgun. „Þegar i Ijós kom hversu litið var kosið í Akureyri í prófkjörinu taldi ég líkur á að svona færi,” sagði Bragi. Hann kvaðst þó feginn því að úrslitin voru afdráttarlaus. Það auðveldaði kosningabaráttuna. „Það er einlæg von min að þetta hafi engin áhrif á okkar fólk. Þeir, sem hafa kosið mig eru traustir flokksmenn. Ég vona að það fólk skipi sér allt um listann i alþingis- kosningunum,” sagði Bragi Sigurjónsson. Alls greiddu 1508 itkvæði i próf- kjörinu. Jón Ármann Héðinsson hlaut kosningu i annað sæti rneð samtals 816 atkvæði i fyrsta og annað sæti en Jón Helgason fékk 719 at- kvæði í annað sæti. -BS/JH. frjálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 31-OKTÓBER 1979 Vestmannaeyjar: Sjómaðunnn talinn af Leit að Birni Sigurbjörnssyni sem týndist í Vestmannaeyjum aðfaranótt miðvikudags i siðustu viku hefur nú verið hætt og er Björn talinn af. Björn var skipverji á Sigurbjörgu GK 212 sem gerð var út frá Suðureyri. Björn var þritugur. -DS. Eskifjörður: Sfldarsöltun í fullumgangi I Votaberg SU 14 kom með 40 lestir af jsíld tíl Eskifjarðar á mánudaginn. Sildin verður söltuð hjá Söltunarstöð- inni Sæbergi. Það er fyrsta söltunin hjá Sæbergi á haustinu. Votabergið er 150 tonna skip, eign Austfirðings hf. Skipið er nýkeypt frá Hornafirði, en fýrirtækið stofnuðu nokkrir ungir menn fyrir nokkrum árum. Skipstjóri er Friðrik Rósmunds- |son, mikill aflamaður. Votabergið fór á sildvciðar fyrir hálfum mánuði og gekk heldur illa framan af eins og oft vill verða með nýkeypt skip. Sigurbergur GK kom á ntánudaginn með 1100 tunnur af sild, sem skiptist á milli Auðbjargar og Friðþjófs hf. Hjá Friðþjófi hf. er búið að salta tæplega 3000tunnur. -Regtna, Eskifirði/ARH. Vestfirðir: Taliðídag Talning atkvæða i prófkjöri Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum — þar sem baráttan stendur milli Sighvats Björgvinssonar fjármálaráðherra og Karvels Pálmasonar fyrrv. alþingis- manns — fer fram á ísafirði í dag. Vegna ófærðar í lofti og á landi var ekki hægt að telja i gær og hafa þvi atkvæðakassar verið fluttir sjóleiðina til ísafjarðar. -ÓV. Framsókn í Reykjavík: ÖlafurogGuð- mundur G. í toppsætum Framsóknarflokkurinn i Reykjavík gekk endanlega frá framboðslista sinum á fundi í gærkvöldi. 1. Ólafur Jóhannesson fv. forsætisráð- herra. 2. Guðmundur G. Þórarinsson verk- fræðingur. 3. Haraldur Ólafsson dósent. 4. Sigrún Magnúsdóttir kaupkona. 5. Kristján Friðriksson iðnrekandi. 6. Kristinn Ágúst Friðfinnsson guð- fræðinemi. 7. Bjarni Einarsson framkvæmda- stjóri. 8. Árni Benediktsson framkvæmda- stjóri. 9. Sigrún Sturludóttir skrifstofumaður. 10. Gcir Viðar Vilhjálmsson sálfræð- ingur. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.