Dagblaðið - 31.10.1979, Page 7

Dagblaðið - 31.10.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979. 7 íNewYork Skýjakljúfamir á Manhattan hafa löngum þött tilkomumiklir og nú hefur dýrð þeirra aukizt enn. í tilefni þess að nú eru hundrað ár slðan Edison fann upp Ijósa- peruna var listamaður fenginn til að hanna Ijósmunstur sem varpað er á skýja- kljúfana á sunnudagskvöldum og þykir flott. Angóla: Ásakanir um inn- rás frá S-Afríku Sendiráð Angóla í Brussel hefur til- kynnt að á sunnudaginn var hafi herlið frá Suður-Afríku ráðizt inn á angólskt yfirráðasvæði. Sendiherrann sagði að herliðið hefði komið í frönskum PUMA þyrlum og náð borgunum Lubango og Mocamedes í vestur- Angóla. Er þær báðar um það bil tvö hundruð kílómetra frá landamærum Angóla og Namibíu sem Suður-Afríka stjórnar. Sagt var að suður-afriska herliðið hafi tekið nokkra hernaðarlega mikil- væga staði og auk þess eyðilagt nokkrar brýr og járnbrautarteina. Ekki var kunnugt um særða eða manntjón. Fyrri ásökunum Angólastjórnar um innrásir Suður-Afríku inn í landið hefur ávallt verið svarað sem þvættingi af ráðamönnum i Pretóriu. í morgun vildi opinber talsmaður í Suður-Afriku ekkert um málið segja að svo stöddu. Namibía sem Suður-Afrika stjórnar í óþökk Sameinuðu þjóðanna liggur að Angóla. Swapo hreyfingin, sem bersl fyrir frelsun landsins og sjálfstæði, hefur höfuðstöðvar sinar i Angóla og í Zambiu. Er stjórn Suður-Afríku mjög óánægð með það. Angóla hefur á móti ásakað Suður-Afríku fyrir að leyfa skæruliðum undir forustu Jonasar Savimbi að hafa stöðvar sínar innan landamæra Namibiu. Frakkland: Ráðherrann þoldi ekki ásakanimar réð sér bana íkjölfar ásakana um óheiðarleg landaviðskipti Stjórnmálamenn í Frakklandi lýsa nú hvcr um annan þveran yfir rciði sinni og sorg vegna andláls Roberts Boulin verkalýðsráðherra, sem réð sér bana i fyrradag. Lík hans fannst i skógi cinum i gær. Stjórnmálamennirnir telja að Boulin hafi gripið til þessa voðaverks í kjölfar ásakana á hann i tveim frönskum blöðum nýlega. Þar var hann sakaður um að hafa eignazt landsvæði með óeðlilegum hætti á frönsku Rivierunni. Var ráðherrann sagður hafa greitt landið litlu verði. Mál þetta hófst með grein um málefni Boulins í frönsku tímariti, Le Canard Enchaine, sem mun vera ein- hvers konar ádeilurit. Málið var siðan tekið upp í dagblaðinu Le Monde — cinu virtasta blaði á vestur- löndum. Var þar farið nánar í saumana á landakaupamálum verka- lýðsráðherrans. Giscard D’Estaing Frakklandsfor- seli, Barre forsætisráðherra og Marchais leiðtogi franskra kommúnista hafa fordæmt það sem þeir kalla slúðurskrif um einkamál ráðherrans og saka blöðin um að eiga sök á dauða hans. SVART/ HVÍTI HEIMURINN ER IÐINN UNDIR LOK ^Ný þjónusta------------------ í Reykjavík Gerum við springdýnur og skiptum um áklæði samdægurs. Seljum einnig nýjar dýnur, allar stæröir. Dýnu- og bólsturgerðin Skaftahlíð 24. — Sími 31611. ElSalvador: Skothríð við bandaríska sendiráðið Bandarískir landgönguliðar, sem voru við gæzlu i sendiráði lands síns í San Salvador, höfuðborg Mið- Amerikuríkisins E1 Salvador, skutu i gær táragassprengjum að hópi fólks sem safriazt hafði saman við sendi- ráðsbygginguna. Gerðist þetta el'tir að kastað hafði verið sprengju — eða hlut sem líktist sprengju — að sendi- ráðinu, að sögn lögreglu í El Salva- dor. Mótmælafundur hafði staðið yfir nærri sendiráðsbyggingunni og svo virðist sem varðmennirnir við sendiráðið haft talið hlaupandi fólk sem i raun var að flýja táragasið ætla að ráðst inn i bygginguna. Fregnir frá Washington herma að þar sé sagt að um það bil eitt hundrað vinstri sinnar hafi reynt að taka sendiráð Bandaríkjanna i El Salvador. Fregnum ber ekki saman um hvort landgönguliðarnir hafi skotið af byssunt eða ekki. Frcgnir l'rá El Salvador herma að þeir hafi skotið upp í loftið og enginn hafi særzt. Ekki hafa borizt neinar fregnir af skæruliðum vinstri manna, sem ráðuneytisbyggingu og hafa þrjá ráðherra í ríkisstjórn E1 Salvador í gíslingu ásamt nokkrum embættis- mönnum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.