Dagblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979. Iðnkynning „Það er íslenzk iðnkynning í Ámunni, Grensás- vegi 13.” Næstu daga verða seld á kynningarverði bæði öl- gerðarefni og þrúgusafar, sérstaklega framleidd fyrir íslenzkar aðstæður. Komið og kynnizt hvers íslenzkur efnaiðnaður er megnugur. Við ábyrgj- umst gæðin. ÁMAN, GRENSÁSVEG113, SÍMI84425. TOYOTA-SALURINN NÝBÝLAVEGI 8 - KÓPAVOGI Auglýsir ÁRG. VERÐ. Toyota Starlet 78 3.9 ToyotaMarkll 73 2.4 ToyotaCorolla 73 1.7 Toyota Corolla Station 73 1.8’ Toy ota Cressida 4-d 77 4.9 T oyota Cressida 2-D 78 5.5 Toyota Cressida Station sjálfsk. 78 6.0 TOYOTA-SALURINN NÝBÝLAVEGI 8 - KÓPAVOGI - SÍMI 44144. Opið alla daga frá 9—12 og 1 —6 Laugardaga frá 1 —5. JUDO Byrjendanámskeið. Innritun Japanski þjálfarinn Yoshihiko lura kennir. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13-22. JÚDÓDEILD ÁRMANNS Ármúla 32. Rfldsendurskoðandi: Aðeins hluti um- beðinna gagna kom f rá Alhingi yf irskoðunarmanna að fá Alþingi til að af henda bókhaldið „Við höfum fengið símareikninga sem Alþingi hefur greitt Jóni G. Sól- nes en ekkert nánar um það hvort um er að ræða alla reikninga sem Alþingi hefur greitt honum né þau gögn sem við fórum fram á við Alþingi að ósk yfirskoðunarmanna ríkisreikninga sem var bókhald Alþingis fyrir árin ’76, '11 og ’78,” sagði Halldór V. Sigurðsson rikisendurskoðandi í við- tali við DB í gær. Þær siðareglur gilda við endur- skoðun reikninga að endurskoðendur fái þau gögn sem um er beðið en ekki einhverja skammta úr þeim. Sagði Halldór að embættið væri þegar búið að gefa yfirskoðunar- mönnum skýrslu um málið og tjá þeim að vilji þeir fara fram á frekari rannsókn þurfi rikisendurskoðun að fá þau gögn sem beðið var um. Áleit hann það hlutverk yfirskoðunar- manna í þessari stöðu að útvega þau. Er hann var spurður hvort þeir reikningar sem embættinu bárust frá Alþingi hafi verið þeir sömu og Kröflunefnd greiddi Jóni vísaði hann aðeins til ummæla Jóns um það mál. Jón hefur, sem kunnugt er, viður- kennt að hafa látið tvígreiða sér reikninga þar sem hann hafi ekki fengið greitt fyrir afnot af einkabíl sínuni fyrir Kröflunefnd. - GS Sólnes: Það var ósanngjarnt að hleypa málinu svona langt án þess að gefa mér tækifæri til að skýra min sjónarmið. Forseti Sameinaðs Alþingis um simareikninga Sólnes: BRAUT EKKIAF SER GAGNVART ALMNGI — reikningamir til reiðu ef einhverjir vilja rannsaka þá „Það er mitt mat og skrifstofu- stjóra Alþingis að Jón G. Sólnes hafi ekki brotið af sér gagnvart Alþingi. Hann fékk sína reikninga greidda eins og vera bar,” sagði Oddur Ólafs- son, fyrrv. fórseti Sameinaðs Al- þingis, i viðtali við DB í gær er blaðið kannaði þróun símareikningamáls Jóns G. Sólnes gagnvart Kröfluvirkj- un og Alþingi. Oddur tók fram að þetta væri túlk- un sin á viðskiptum Alþingis og Jóns. Hitt væri svo annað mál hvort ein- hver þriðji aðili, sem rannsóknarað- ili, sæi ástæðu til að kanna hvers vegna Jón fékk sömu reikninga greidda annars staðar líka. Er hann var spurður hvort Alþingi hafi farið að ósk yfirskoðunarmanna ríkisreikninga þess efnis að rikis- endurskoðanda yrðu send umbeðin gögn sagðist hann ekki hafa séð ástæðu til þess í Ijósi áðurnefnds en ef rannsóknaraðili óski sérstaklega gagnanna sé rétt að hann sæki þau, þau séu til reiðu. - GS Stjómmálaflokkurinn býður ekki fram: „KOSNINGARNAR KOMU OKKUR í OPNA SKJÖLDU” ,,Við bjóðum ekki fram. Kosning- arnar komu okkur í opna skjöldu og við töldum okkur ekki í stakk búin til að standa að framboði fyrirvaralítið,” sagði Ólafur E. Einarsson, formaður Stjórnmálaflokksins, við DB. Stjórnmálaflokkurinn bauð fram í Reykjavík og á Reykjanesi í síðustu kosningum. Hann fékk samtals 486 at- kvæði. „Við ætlum síður en svo að leggja upp laupana,” sagði Ölafur. „Nú tökum við okkur tíma til að kynna stefnuna og höfum opnað skrifstofu í Reykjavík. Flokkurinn lætur ekki koma sér á óvart aftur og stefnumálin eiga hljómgrunn hjá fólki. Það sýna daglegarhringingarí mig.” Stjórnmálaflokkurinn hefur sent út yfirlýsingu þar sem segir að hann vilji vinna að stjórnarskrárbreytingu. Hún sé fólgin í því að ákveðin prósentutala fylgismanna nýrra flokka og sjónar- miða gefi landskjörinn þingmann óháð því hvort um kjördæmakosinn þing- mann sé að ræða eða ekki. Með því ntóti fengju nýir flokkar og ný sjónar- mið flutningsmenn á þingi í réttu hlut- falli við fylgi. - ARH Skfða- vörur f úrvali flMI Glœsibœ—Sími 30350

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.