Dagblaðið - 31.10.1979, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAC.UR 31. OKTÓBER 1979.
9
Engin lög um merkingar hættulegra málningarefna:
Of lítill mannskapur til
að fylgjast með merkingu
,,Á undanförnum árum hafa
komið fjölmörg ný efni á markaðinn.
Mörg hafa ýmsa eiginleika umfram
þau sem áður fengusl, svo sem ýmis
þéttiefni, málning og lökk. Mörg
þessara efna innihalda stórhættuleg
kemísk efni sem engin leið er að vara
sig á nema þekkja og kunna rétta
meðferð þeirra og nauðsynlegar
öryggisráðstafanir. Oft er að finna
aðvaranir og leiðbeiningar á erlendu
máli utan á umbúðum. í vissum til-
vikum er bilalakki helít i ómerktar
dósir i verzlunum og skiptir þá ekki
máli hvort um er að ræða hættu-
minnstu eða hættumestu tegund bila-
lakks. Síðan eru menn að basla við að
sprauta bíla með þessu lakki við
ófullkomnar aðstæður heima í bíl-
skúrum. Þeir hafa jafnvel ekki hug
mynd um að vanlíðan og jafnvel
rúmlega í fleiri daga á eftir var lakk-
inu eða réttara sagt meðferð þeirra á
lakkinu að kenna, þeir verða ef til vill
aldrei heilir heilsu uppfrá því. Orsök
in vanþekking útar en kæruleysi,”
segir meðal annars í kjallaragrein sem
Leó M. Jónsson tæknifræðingur
skrifar í DB föstudaginn 19. október.
C.rein Leós vekur þá spurningu hvort
virkilega séu ekki til neinar reglur um
merkingu þessara efna og annarra
hættulegra efna. Hrafn A. Friðriks-
son, forstöðumaður Heilbrigðiseftir-
litsins, var spurður að því.
„Það eru fáar sem engar reglur
gildandi. Til er reglugerð frá árinu
1977 sem kveður á um ílát, með-
ferðarmerkingu og aðvörunarmerk-
Terpentína og önnur leysiefni ciga að
vera rækilega merkt á íslenzku eins
og er í þessu tilfelli en ekki nærri
alltaf.
ingu á nokkrum hættulegum efnum
sem síðan eru upp talin. Má þar
nefna efni eins og sýrur og basa, líf-
ræn leysiefni eins og t.d. bensín,
hreinsiefni og leysiefni sem oft eru
seld í málningarvöruverzlunum.
Þessar vörur ber að selja i sérstökum,
vel merktum umbúðum. Málning
sem slík er ekki undir þessar reglur
sett.
Bílalakk sem ómerkt er með öllu
á íslen/ka tungu. Hreint ekki
nalgeng sjón þvi engar reglur
kveða á um merkingu.
DB-myndir: Hörður.
Það verður að játast að Heilbrigð-
iseftirlit ríkisins, sem á að fylgjast
með að þessar reglur séu haldnar, er
of mannfátt og hefur ekki fengið
nægilega fjárveitingu til þess að fylgj-
ast með því að þessar reglur, sem þó
eru fyrir hendi, séu haldnar. Við
höfum einnig lengi haft áhuga á að
auka merkingar á málningarvörum
og værum löngu búnir að því ef við
hefðum mannafla og fé. Við erum nú
að byrja viðræður við samband bygg-
ingarmanna um aukna merkingu á
efnum sem þeir telja hættuleg og ég
hef ástæðu til að halda að sú sam-
vinna geti orðið til góðs. Málið er
sem sagt i fullum gangi,” sagði
Hrafn. - DS
Azcort
Force 5
Seglbátar
fyrir-
liggjandi
Uppl. í
síma
77612
eftir kl. 20.
FRAMBOÐ
f REYKJANESKJÖRDÆMI
Framboðslistum til alþingiskosninga í Reykja-
neskjördæmi ber að skila til formanns yfirkjör-
stjórnar, Guðjóns Steingrímssonar hæstaréttar-
lögmanns, Ölduslóð 44, Hafrarfirði fyrir kl. 24
miðvikudaginn 7. nóvember nk. — Yfirkjör-
stjórn kemur saman ásamt umboðsmönnum lista
í Skútunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 8. nóvem-
ber nk. kl. 17.
Yfirkjörstjórn Reykjanesskjördæmis
GUÐJÓN STEINGRÍMSSON
ÞORMÓÐUR PÁLSSON
VILHJÁLMUR ÞÓRHALLSSON
PÁLL ÓLAFSSON
BJÖRN INGVARSSON.
SKIPHOLT119 SÍMI29800.
EIKARAR SKILA AUÐU
Einingarsamtök kommúnista,
EIK(m-l), bjóða ekki fram til þirtgs að
þessu sinni og hvetja kjósendur til að
skila auðu. Segir i frétt frá samtök-
unum að höfuðástæðan sé of naumur
timi til undirbúnings framboðs svo vcl
færi. EIKarar telja „engan valkost vera
l'yrir verkafólk og vinnandi alþýðu i
komandi kosningum meðal framboðs-
aðila.”
Jafnframt segja samtökin að „aðal-
atriðið sé að mótmæla framferði þing-
flokkanna fjögurra og taka höndum
saman um að verja lýðréttindi og lífs-
kjör gegn harðnandi árásum peninga-
valdsins mcð aðstoð þessara flokka.”
Kjörorð EIK(m-I) í kosningaslagnum
„Hugðist
styðja Jón
Ármann”
— segirSigurður
Gizurarson
,,Ég vil, vegna frétta um að ég hafi
ætlað að kjósa i prófkjöri Alþýðu-
flokksins, taka fram eftirfarandi,”
sagði Sigurður Gizurarson sýslumaður
i viðtali við DB í gær.
„Jón Ármann Héðinsson, sem var
frambjóðandi í l. sætið á lista Alþýðu-
flokks í Norðurlandskiördæmi eystra
er ganiall vinur minn. Hann leitaði eftir
stuðningi mínum og hugðist ég verða
við þeirri bón,” sagði Sigurður.
Sigurður Gizurarson er flokks-
bundinn i Framsóknarflokknum og
fékk hann af þeirri ástæðu ekki að
greiða atkvæði í prófkjöri Alþýðu-
flokksins. Reglurnar i prófkjörum
flokksins voru þær að menn mættu
taka þátt væru þeir ekki flokksbundnir
i öðrum llokkum.
- HH
Skipti á kerru
og báti
Honum hel'ur líklega þótt það
enn kurteisi að skilja eitthvað eftir
manninum, sem stal kerru aftan úr
kswagen bíl aðfaranótt mánudags.
þegar eigandinh kom út sá hann að
að kerrunnar hafði honum áskotn-
bátur. Báturinn er súðbyrtur gafl-
jr, hvitur með grænum botni.
inn stóð við húsið Njálsgötu 40, er
itin fóru fram. _|ys.
eru: „Kjósum engan kaupránsflokk-
anna fjögurra, berjumst fjöldabaráttu
fyrir alþýðuhag, mótmælum þing-
flokkunum — skilum auðu, stofnum
nýjan verkalýðsflokk.”
- ARH
10.000 tækiþegar
Tækimeðöl/u
eru vinsæ/ust —
enda beztu kaupin
Verð: 498.980.-
Greiðsluskilmálar: Ca. 250 út og rest á 6 mán.
Staðgreiðsluverð: 3% afsláttur.