Dagblaðið - 31.10.1979, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979._
Einhæfir
kennsluhættir
—opið bréf til f ramhaldsskóla—fyrra bréf
í bréfi þessu ætla ég að gera
örlitla grein fyrir kennsluháttum á
framhaldsskólastiginu og ýmsum
leiðum til úrbóta á þessum máía-
flokki. Mörgum stæði eflaust nær að
semja þetta bréf en mér. Hér verður
þó einhver að ríða á vaðið því að það
er einlæg skoðun mín að breytinga sé
þörf og þær þoli ekki bið.
Ég hef aldrei skilið til fulls hvers
vegna svo er háttað, að því ofar sem
komið er í menntastigann því meiri
er tilhneigingin til einhæfra
kennsluhátta. Þetta gildir bæði um
tækjanotkun og kennslufyrir-
komulag. Vafalaust á kennara-
menntunin sinn þátt í þessu. Á
framhaldsskólastiginu er mikið um
„sérfræðinga” við kennslu. Stund-\
um hættir þeim til að einangrast í
fagi sínu hverjir gagnvart öðrum en
einnig gagnvart nemendum sínum.
Þannig eiga kennarar oft erfitt með
að átta sig á þekkingarstigi nemenda
sinna og koma til móts við þá. Einnig
hættir „sérfræðingi” stundum til að
einblína á þekkinguna sjálfa fremur
en framsetningu hennar. Við skulum
þó vona að á þessu verði einhver
breyting til batnaðar með hinum nýju
lögum um uppeldisfræðimenntun
framhaldsskólakennara, en þau lög
ná ekki til háskólakennara, því miður
vil ég segja.
Til viðbótar þéssu má nefna þá
skoðun, sem virðist býsna útbreidd,
að þegar komið er á framhaldsskóla-
stig sé ekki lengur höfuðatriði
hvernig námsefni er sett fram,
vegna þess að þroskastig nemandans
geri hann „ónæman” fyrir mis-'
munandi framsetningu náms, hann sé
fuilfær um að greina aðalatriði frá
aukaatriðum og hafi auk þess þær
skyldur við sjálfan sig að bæta sér
upp það sem hann fer á mis við í
kennslunni með sjálfstæðri vinnu.
Hvernig skyldi framhaldsskólinn
mæta þessum furðulegu kröfum? Því
svari hver fyrir sig.
Kennslufyrirkomu-
lag — fyrirlestur
Víkjum nú að kennslufyrir-
komulaginu sjálfu. Það fyrirkomulag
sem langvinsælast er meðal íslenskra
framhaldsskólakennara er fyrir-
lesturinn. Ef til vill er skýringin
meðal annars sú að þannig telja
,kennarar sig geta haldið uppi
„ákveðnum kröfum”, stundum án
t Kostir
1) Hægt að fara yfir
mikiðefni á skömmum
tíma.
2) Tiltölulega auðvelt
að semja kennslu,
.áætlun og fylgja henni.
3) Tiltölulega auðvelt
að koma við
kennslugögnum.
Gallar
1) Einhæft fyrir-
komulag (nemandinn
finnur ekki hvöt hjá
sér til almennrar
umræðu umefnið).
2) Athygli nemandans
fremurlítilenmikil.
3) Nemandinn „kemst
upp með” slælegan
undirbúning heima
fyrir.
' Athugum nú nánar kosti fyrir-
lestrar samkvæmt töflu 1. Fyrsti
kosturinn er ótvíræður. í fyrirlestri
ríkir jafnan einstefnumiðlun (kennari
— nemandi) og slíkt gerir að sjálf-
sögðu alla yfirferð greiðari en ella
væri.
Sama er að segja um annan
kostinn. í fyrirlestri getur efnisyfir-
ferð næstum verið eftir höfði kennar-
ans og er því öll skipulagning náms-
^ „Því ofar sem komið er í menntastigann
því meiri er tilhneigingin til einhæfra
kennsluhátta.”
þess að hafa mikið fyrir þeirri
kröfugerð sjálfir. Sjálfsagt eru þeir
kennarar einnig til sem sjá það sem
kost við fyrirlesturinn að geta leikið
,aðalhlutverkið á leiksviðinu. Þeir
kennarar eru vonandi fáir. Fyrir-
lestrarnir hafa ýmsa kosti og galla.
Lítum á töflu 1 til skýringar:
yfirferðar fremur auðveld. Mjög er
hins vegar misjafnt hvernig kennarar
uppfylla þessar skyldur. Mörg dæmi
eru til um það að yfirferð námsefnis
verði slík, er styttast fer i próf, að
nemendum reynist örðugt að fylgjast
með því sem fram fer og sjá sér ekki
fært að varpa fram spurningum. Að
Kjallarinn
RúnarVilhjálmsson
sjálfsögðu eru slíkar kennslustundir
gagnslitlar.
Hvað varðar þriðja kostinn,
þ.e.a.s. notkun kennslugagna, verður
það því miður að segjast að víða er
þar pottur brotinn í islenska fram-
haldsskólanum. En það er ekki sist
að því er varðar notkun
kennslugagna sem fyrirlesturinn á
rétt á sér. „Kennslugagnaleysið” er
að stórum hluta sök kennara sjálfra.
Mönnum hættir ótrúlega fljótt til að
steinrenna i fagi sínu og lokast fyrir
fjölbreytni og nýjungum. Hins vegar
er fjárveitingavaldinu einnig hér um
að kenna.
í stuttu máli má þvi segja að þó
fyrirlesturinn sé alls ekki eina fyrir-
ikomulagið, sem völ er á, eru kostir
hans hvergi nærri nýttir sem skyldi,
ekki síst vegna skorts á notkun
kennslugagna.
Kennslugögn
1. Skólataflan nýtur (mikilla) for-
réttinda í framhaldsskólanum. Má
það heita nokkuð merkilegt því oft er
að notkun hennar timatöf í saman-
burði við önnur kennslugögn, bæði
fyrir nemendur og kennara. Oft
mætti auka á fjölbreytni og skilning
námsefnis með notkun kríta (penna)
í fleiri en einum lit, sérstaklega ef um
skýringarmyndir er að ræða á töflu.
2. Myndvarpi er kennslugagn sem
Skyndiþjónusta lækna-
kandídata og önnur
dreifbýlisvandamál
Vegna umræðu í Dagblaðinu hinn
19. október sl. um skylduþjónustu
læknakandídata á heilsugæslustöðv-
um skal eftirfarandi tekið fram:
1. Hlutverk landlæknis í sambandi
við ráðningu lækna út á land er
samkvæmt 4. gr. reglugerðar um
landlækni „að leitast við að fá
lækna til að gegna störfum á þeim
stöðum, sem erfitt hefur reynst að
halda uppi læknisþjónustu”.
2. Heilbrigðisráðuneytið er vinnu-
veitandi lækna á heilsugæslu-
stöðvum og eiga læknakandí-
datar því undir ráðuneytið að
sækja um öll atriði er varða kjör
þeirra.
3. Um 30 læknakandídatar bíða nú
setningar í störf við heilsugæslu-
stöðvar á tímabilinu 1/11 1979 —
1/9 1980. Allir óska þeir eftir
stöðum á heilsugæslustöð þar
sem starfa fleiri en einn læknir.
4. Lækna vantar til starfa á Þing-
eyri, Flateyri, Ólafsfirði, Raufar-
höfn og Djúpavogi nú þegar og
fram á vor.
Eins og stendur verður Ólafsfirði
gegnt af læknum frá Akureyri,
Raufarhöfn er gegnt frá Þórshöfn,
Djúpavogi frá Höfn og Þingeyri og
Flateyri frá ísafirði.
Á ísafirði eru fjórir heilsugæslu-
læknar og gegna þeir um 4.500
manna svæði.
Á framangreindum stöðum hafa
ekki setið fastráðnir læknar sl. 10—
12 ár, nema um styttri tíma á Ólafs-
firði og Djúpavogi. Ég hefi sjálfur
starfað á fjórum framangreindra
staða og get fullyrt, að aðbúnaður er
víðast hvar góður og jafnvel mjög
góður, svo sem á Ólafsfirði, Þingeyri
og Raufarhöfn.
5. Landlæknisembættið er nú í
þann veginn að komast að sam-
komulagi við Félag ungra lækna
um tilhögun ráðninga lækna-
kandídata út á land, með það
fyrir augum að manna fyrr-
greindastaðiívetur.
Um dreifbýlisþjónustu
Staðreynd er að erfitt hefur reynst
að fá lækna og annað langskóla-
gengið fólk, svo sem tannlækna,
hjúkrunarfræðinga, kennara, verk-
fræðinga og annað tæknimenntað
fólk til þess að gegna þjónustu i dreif-
býli. Orsök vandamálsins er marg-
þætt og snertir félagslegan aðbúnað,
menntunaraðstöðiu, samgöngur,
fjármál og fleiri þætti þjóðlifsins.
Dreifbýlið býður ekki sömu aðstöðu í
þessu tilliti og þéttbýlið. Lækna-
skort í dreifbýli ber að skoða aðeins
sem hluta þessa vandamáls, og
verður það ekki leyst með einhliða
aðgerðum.
Lagaákvæði um
skylduþjónustu kandí-
data á heilsugæslustöð
Heimildarákvæði í Læknalögum frá
1942 veitir ráðherra rétt til að gera
það að skilyrði fyrir almennu
lækningaleyfi að umsækjendur hafi
starfað á heilsugæslustöð allt að 6
mánuði að loknu námi. Hann getur
stytt eða numið úr gildi þessa skyldu-
þjónustu, allt eftir því sem aðstæður
bjóða á hverjum tíma. Ráðherrar
hafa beitt þessu ákvæði til að ráða
fram úr læknaskorti í dreifbýli og
sinnt þannig skyldum sinum við
fólkið í landinu.
Til þess að tryggja fólki í dreifbýli
læknisþjónustu eru til ýmsar aðrar
leiðir. Benda má á eftirfarandi:
1. Aukin hlunnindi einsetulækna,
svo sem lengt orlof og leyfi til að
ráða sér aðstoðarmann.
2. Bættur aðbúnaður heilsugæslu-
lækna.
3. Breyting á menntun lækna í það
horf, að þeir séu betur í stakk
búnir til að takast á hendur störf
heilsugæslulæknis en nú er.
Bættur aðbúnaður
Með tilkomu Laga um heilbrigðis-
þjónustu, nr. 56/1973, var hafist
handa um að stórbæta starfsaðstöðu
lækna úti á landi. Uppbygging heilsu-
gæslustöðva hefur viða verið hröð.
Starfandi læknum í dreifbýli hefur á
síðustu 10 árum fjölgað verulega, þó
ekki eins og í þéttbýlinu. Hjúkrunar-
fræðingum og aðstoðarfólki hefur
einnig fjölgað. Betur má þó ef duga
skal. Um 60% heilsugæslulækna í
héruðum landsins eru lausráðnir.
Menntun lækna
Einn þáttur þessa vandamáls er, að
menntun lækna hér á landi er ekki
að öllu leyti í samræmi við þróun í
heilbrigðismálum. í lögum Háskól-
ans er þó gert ráð fyrir að skólinn
mennti embættismenn fyrir þjóðina.
Læknar eru nær einhliða menntaðir
til þess að sinna fólki; er vistast á
sjúkrahúsum. Enda eru langflestir
kennarar deildarinnar eingöngu
menntaðir á sjúkrastofnunum. Þó er
vitað að 80—90% af heilsufars-
vandamálum fólks er unnt að leysa
með utanspítalaþjónustu. Kennsla í
heilsugæslugreinum er að vísu hafin
við Læknadeild Háskóla Íslands, en
henni er hespað af á einum og hálfum
mánuði i 7 ára kennsluáætlun.
Kandidatar eru þvi ekki vel i stakk
búnir til þess að taka að sér héraðs-
þjónustu að námi loknu. Hér þarf að
verða breyting á.
Viðbrögð lækna
við héraðsskyldu
Skiljanlega eru flestir læknakandi-
datar á móti héraðsskyldu, enda
heftir hún frelsi þeirra.
Ungir læknar og læknar í Reykja-
vík eru yfirleitt mótfallnir skyldunni,
en margir héraðs- og heilsugæslu-
læknar í dreifbýlinu eru henni með-
mæltir.
Hvernig bregðast ná-
grannaþjóðir við þeim
vanda sem læknis-
skortur í dreifbýli skap-
ar?
Norðmenn hafa sett lög um
skylduþjónustu i héraði í allt að eitt
ár.
Svíar krefjast þjónustu á heilsu-
gæslustöð meðan læknisefni eru við
nám. Auk þess kalla þeir á lækna frá
sumir nemendur fara nær alveg á mis
við í framhaldsskólanum. Mynd-
varpinn getur að sjálfsögðu oft
komið í staðinn fyrir skólatöfluna,
en hann krefst forvinnu af
kennaranum. Hins vegar sparar slík
forsjálni kennaranum sömu töflu-
skrifin milli anna og eins milli náms-
hópa með sama námsefni
(fjölbrautaskólinn).
Einnig má brenna ýmislegt efni á
glærur úr bókum og blöðum og sýna
í myndvarpa.
3. Fjölritað efni. Ef um óvenju-
hraða yfirferð er að ræða í fyrirlestri
af einhverjum ástæðum er oft mun
lieppilegra að fjölrita efnið, sem fara
á i, en að láta alla nemendurna starfa
sem „hraðritara” við að glósa
eilthvað, af töflu og frá kennara, sem
enginn hefur tíma til að skilja til
fulls. Mikið verk er oft unnið fyrir
gýg með þessum hætti. Þá væri nær
að skýra út fjölritað efni en eyða
tímanum með því að skrifa efnið
niður.
4. Skuggamyndavél/kvikmynda-
vél má nota með góðum árangri til
tilbreytingar í kennslunni, allt eftir
efnum og ástæðum. Kannski á
kcnnari meira að segja sjálfur
skuggamyndir sem tengjast náms-
efninu. Benda má á að sérstök stofn-
un í Reykjavík, Fræðslumyndasafn
ríkisins, hefur m.a. það verkefni að
útvega skólum kvikmyndir til
kennslu. Stórauka þyrfti fjárframlög
til þeirrar stofnunar ef hún ætti að
sinna hlutverki sínu sem skyldi.
5. Líkön ýmiss konar geta verið
mjög gagnleg við kennslu. í líffræði
mætti hafa til hliðsjónar líffæralíkan
(plastlíffæri), í sálfræði heilalíkan, í
efnafræði sameindalíkön (kúlulíkön)
og svo mætti lengi telja.
6. Kort af ýmsum gerðum eru
einnig gagnleg. Á það ekki síst við
um greinar eins og landafræði,
jarðfræði og sögu. Má oft með
kortum sýna ýmiss konar breytingar
sem verða frá einum tíma til annars
(t.d. ríkjaskipan í sögu).
í síðara bréfi mínu mun ég víkja
að ókostum fyrirlestra og benda á
leiðir til lausnar þeim vanda.
Rúnar Vilhjálmsson
félagsfræðinemi.
J
Kjallarinn
ÓlafurÓlafsson
Suður-Evrópu til norðlægari héraða
Svíþjóðar.
Bretar bjóða læknum aukin frið-
indi ef þeir sinna dreifbýlishéruðum.
Aðgerðir
til úrbóta
Ef héraðskylda verður afflumin
kallar slíkt á:
1. Breyting á námi lækna. *
2. Stórbætta starfsaðstöðu í mörg-
um héruðum.
3. Úrbætur á kjörum einsetulækna.
Landlæknisembættið hefur ítrekað
gert tillögur um úrbætur á högum og
aðbúnaði einsetulækna:
1. Meiri aðstoð við lækna i starfi.
2. Aukin leyfi til námsferða og
lengt orlof.
3. Aukinn þjónusturétt.
Yfirleitt hafa þessar óskir strandað
á handhöfum löggjafarvaldsins og
skortir þó ekki dreifbýlisþingmenn i
þær raðir.
Fyrir tilstilli landlæknisembættis-
ins eru þó í lögum heimildir til þess
að tengja stöður á sjúkrahúsum við
þjónustu á heilsugæslustöðvum, en
þessar heimildir hafa ekki verið
nýttar af sjúkrahússtjórnum.
Ólafur Ólafsson
landlæknir.