Dagblaðið - 31.10.1979, Page 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979.
Aldursmunurinn er sextíu ár
—en stemmningin fín hjá Leifi Kaldal og félögum
V
„Ég er fæddur á hinni öldinni, árið
1898,” segir Leifur Kaldal, elsti starf-
andi gullsmiður á landinu og af því
tilefni sérstakur heiðursgestur á sýn-
ingu Gullsmiðafélagsins sem hefst í
Bogasalnum um næstu helgi. Hann
byrjaði að læra árið 1915 hjá Baldvin
Björnssyni.
,,Í þá daga gekk maður með
gúmmíflibba, vann við gasljós og
byrjaði á því að sópa gólfið og
kveikja upp i kolaofninum þegar
maður kom i vinnuna á morgnana.”
Leifur hefur smíðað kjörgripi
handa kóngafólki víða um heim, þar
á meðal handa þremur Danadrottn-
ingum. En hann er tregur til að tala
um það enda er liann í fyrsta lagi
jafnhlédrægur og hann er listfengur
og í öðru Iagi segir hann að kóngar
eigi alltof mikið af stássi. ,,Ég mundi
heldur vilja smíða fyrir fátrékt fólk
en það hefur sjaldan ráð á að
kaupa.”
Verkstæði hans er að Þingholts-
stræti 6, en ekki er hann þar einn að
bauka heldur vinna ásamt honum
fjórir aðrir gullsmiðir. Yngst er
Helga Baldursdóttir sem enn er lær-
lingur en bráðsnjöll við víravirkið.
Hún er líka i söngskólanum enda var
Sigurður Skagfield móðurafi hennar.
Næstyngstur er Haukur Björnsson
leturgrafari. Hann er potturinn og
pannan í sýningunni sem framundan
er. Bæði Helga.og'Haukur hafa lært
hjá Paul en hann lærði aftur hjá Leifi
fyrir 25 árum. „Upp frá þvi hefur
hann setið uppi með mig,” segir Paul
sem er mikill söngmaður, eins og
læridóttir hans. Ot> einn af stnfnenH-
um Kirkjukórs Bústaðakirkju. Fjórði
gullsmiðurinn er Þorgrímur Á. Jóns-
son og hafa þeir Leifur unnið saman í
hvorki meira né minna en fimmtíu
ár! „Ég byrjaði að læra hjá Árna
Björnssyni I. mars 1929,” segir Þor-
grímur, ,,og þar var Leifur fyrir en
löngu orðinn prófessor i iðninni.”
Hvað með
kynslóðabilið?
Þau virðast öll verafjarska góð
hvert við annað þótt aldursmunurinn
spanni sextíu ár — en Haukur og
Helga segjast ekki geta vanið Leif á
poppmúsíkina svo vel sé.
,,Ég vil heldur hlusta á kvalinn
kött,” segir Leifur brosandi, „og ég
er alveg sammála honum Kristjáni
Albertssyni sem skrifaði í blöðin um
daginn að fábjánamúsik væri
pumpað inn í fólk með valdi . . .”
„Ég er alveg hissa á þér,” segir
Haukur, „varst þú ekki Travolta
bæjarins á árunum upp úr 1920?”
„í guðanna bænum . . .” segir
Leifur og vill enn síður tala um afrek
sín á dansgólfinu en smiðarnar fyrir
kóngafólkið.
En það leikur mjög sterkur grunur
á því að hann hafi tekið þátt i dans-
sýningum hjá Ástu Norðmann í
Gamla biái;'sem þá var helsta sam-
komuhús bæjarins, og vakið þar
aðdáun fyrir fagran limaburð.
,,Þú mundir vinna í hæfileika-
keppni DB eins og skot,” segir
Haukur.
Til að leiða talið burt frá sjálfum
Leifur Kaldal er læriafi Helgu Baldursdóttur. Aldursmunurinn er sextiu ár en
samkomulagið fint. „Þegar hún tekur læriing verð ég lærilangafi,” segir Leifur.
DB-myndir: Hörður.
Lærlingar hjá Baldvin Björnssyni gullsmið veturinn 1917—18: Leifur Kaldal t.v. og Guðmundur Jósepsson t.h. Takið eftir
gasluktinni.
inga Huld
Hákonardóttir
sér fer Leifur að segja okkur frá
menningarbragnum á gullsmíðaverk-
stæði Árna Björnssonar serh í fjölda-
mörg ár stóð á horninu á Lækjargötu
og Austurstræti. „Þar unnum við allt
upp i átta manns og þar var glatt á
hjalla. María Markan var vinkona
okkar allra og kom öðru hvoru að
syngja fyrir okkur. Stefán íslandi var
líka oft á ferð.”
„Já, ég gleymi aldrei upplitinu á
honum þegar ég kom syngjandi upp
stigann,” segir Þorgrímur, „honum
fundust það vist ekki falleg hljóð.”
„Á hverjum degi kom til okkar
gömul kona,” segir Leifur, „sem hét
Guðrún og var systir skáldsins Páls á
Hjálmsstöðum. Hún var hagmæll
lika og hitaði okkur kaffi og las fyrir
okkurúr íslendingasögunum.”
Fjörugur
vinnustaður
„Fyrir ofan okkur var fyrstu árin
mötuneyti stúdenta, Mensa aca-
demica,” segir Þorgrímur. „Þar voru
fallegar stúlkur. Við kölluðum þær
fögrum nöfnum; Monu Lisu, Karinu
Bell og sitthvað fleira, og öðru hvoru
komu þær með pönnukökur og
Gullsmiðirnir f Þingholtsstræti 6. Frá vinstri: Leifur Kaldal, Helga Baldursdðttir, Haukur Björnsson og Þorgrímur Á. Jónsson. Sá fimmti, Paul Oddgeirsson, var að
syngja við jarðarför en öll eru þau mjög söngelsk þótt raddir og tónlistarsmekkur séu mismunandi.
Þegar við prófum brennisteinssýruna
rekum við puttann ofan i og sleikjum.
Hún á að vera eins og þykk sætsúpa,
þá er hún rétt,” segir Paul Oddgeirs-
son og mundar tangirnar.
súkkulaði til okkar. Hugsaðu þér
hvað okkur leið þá vel.”
„Tvisvar leigðum við Iðnó og
höfðum skemmtanir,” segir Leifur,
„fengum Mariu Markan til að
syngja, Friðfinn Guðjónsson leikara
til að lesa upp og Svía að nafni West-
lund til að sýna töfrabrögð. Á eftir
var dansað, vals og tangó, Áge
Lorange spilaði minnir mig undir á
píanó.”
Svona ættu allir vinnustaðir að
vera.
Leifur heldur áfram: „Árni hafði
mjög gaman af skák og þegar góður
taflmaður kom inn i búðina var hann
dreginn inn á verkstæðið og látinn
tefla við okkur."
„Unnuð þið nokkurn tímann
nokkuð?” spyr ég.
„Það gat skeð að við yrðum að
vinna á næturnar,” segir Þorgrímur,
„en oft var andskoti gaman.”
„Við fórum lika i gönguferðir,”
segir Leifur. „Einu sinni úr Hafnar-
firði til Krýsuvíkur og austur að
Strandarkirkju og áfram upp að
Kömbum þar sem við fengum bíl í
bæinn. Öðru sinni gengum við frá
Þingvöllum upp að Geysi.”
„Þá voru afmælin ekki slök,”
segir Þorgrímur og Ijómar við til-
hugsunina um tertur og brennivín.