Dagblaðið - 03.11.1979, Síða 6

Dagblaðið - 03.11.1979, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LÁUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1979. Basar — Basar Basar Blindrafélagsins verður haldinn að Hamra- hlíð 17 í dag kl 2. Sjaldan eins mikið vöruúrval svo sem prjónles — jólavörur — svuntur — kökur og okkar vinsæla skyndihappdrœtti. Styrktarfélagar. Brosmildir en vasklegir slökkviiiðsmenn i Reykjavfk. Þetta er vakt Sigurgeirs. Hann er þriðji frá vinstri. „Þeir eru margir stærri en þessi sem koma hingað inn,” segir Vilmundur og hampar einum af hinum óvel- komnu gestum. segja manni bara að þegja ef maður skammar þá,” sagði Vilmundur. Lögreglan í Hafnarfirði hefur lítið skipt sér af þeirri skemmdarverka- starfsemi sem þama fer fram. Ná- grannarnir hafa og látið það átölulaust þó skríll æði þarna um um hverja helgi og hendi stærðar hnullungum. , -DS. K Vilmundur Hansen, starfsmaður gróðrarstöðvarinnar Hraunbrúnar, stendur hér við gróðurhúsið sem verst er farið. Sjá má gat eftir vel stóran hnullung og bót á bót ofan. DB-myndir Bj. Bj. Slökkviliðsvarðstjóri kveður eftir 37 ára starf: „Hér eru tveir gamlir en gangfærir þó” — sagði Sigurgeir Benediktsson og settist upp í slökkvibíl frá 1923 „Þetta eru þá tveir gamlir en þó gangfærir,” sagði Sigurgeir Benedikts- son brunavörður er hann settist upp i elzta bíl Slökkviliðs Reykjavíkur svo við mættum festa hann á mynd. Tilefnið var að um síðustu helgi stóð Sigurgeir sínar síðustu varðstjóravaktir hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Þar með lauk hann 37 ára starfsferli hjá slökkviliðinu. Kvaðst Sigurgeir vilja notfæra sér gamla réttinn tii eftir- launanna, þ.e. samanlagðan aldur og starfsaldur, en Sigurgeir er þrátt fyrir langt starf hjá slökkviliðinu ekki nema 65 ára gamall. Sigurgeir sagði að það væri ekki til- finningalaust að kveðja kæran vinnu- stað og starfsfélaga eftir svo langan tíma en hann hefði stigið skrefið er honum bauðst þægilegt starf til að sinna að degi til. Breytingin að starfa aðeins á hefðbundnum vinnutírra í stað eilífra vaktastarfa og þeirrar streitu sem varðstjórastöðu fylgdu yrði án efa mikil. „Ég verð eiginlega andlit útvarpsins út á við,” sagði Sigurgeir. „Ég tek að mér sendiferðir fyrir þá í banka og milli stofnana. Ég hef alltaf haft gaman af gönguferðum og þetta verður held ég ágætt.” „Og svo verður önnur breyting. í símaskrána kemur væntanlega „út- brunninn brunavörður” í stað stöðuheitisins brunavörður,” sagði Sigurgeiroghló. Hann kvaddi vaktfélaga sina og fleiri með góðu kaffi og meðlæti. A.Sl. Sigurgeir Benediktsson við stýrið á slökkvihilnum frá 1923. DB-mvnd S. ÁMAN, GRENSÁSVEG113, SÍMI84425. Hin frábæra músíkmynd með LIZA MINELLI Sýnd kl. 3, 6 og 9. Eigum fyrirliggjandi MIG160 kolsýru- og argon- rafsuðuvélar. Mjög hagstætt verð, kr. 474.593 með hlöðnum kút, rafsuðuvír og tveim mælum. 0. ENGILBERTSSON HF. Auðbrekku 51. Kópavogi, simi 43140. Gróðurhúsin fá ekki að vera í friði: Skríll veidur skemmd- um í Hafnarfírði Iðnkynning „Það er íslenzk iðnkynning í Ámunni, Grensás- vegi 13.” Næstu daga verða seld á kynningarverði bæði öl- gerðarefni og þrúgusafar, sérstaklega framleidd fyrir íslenzkar aðstæður. Komið og kynnizt hvers íslenzkur efnaiðnaður er megnugur. Við ábyrgj- umst gæðin. „Það er svo sem nógu slæmt að rúður hér séu brotnar. Við þær gerum við með því að líma plast yfir gatið en límið gulnar mikið með aldrinum og hleypir æ minni sól inn. Það er það versta. Plönturnar fá þá ekki nóga birtu,” sagði Vilmundur Hansen starfsmaður gróðrarstöðv- arinnar Hraunbrúnar í Hafnarfirði. Eigandi stöðvarinnar er Magnús Jónasson sem keypti hana um ára- mót. Síðan hefur varla liðið sú helgi að óprúttnir menn yllu honum ekki stórtjóni með því að brjóta rúður í gróðurhúsum hans. Einu helgarnar sem húsin hafa fengið að vera i friði eru þær þegar vakt hefur verið höfð um þau nætur og daga. Tjónið er ekki sízt fjárhagslegt. Gróðurhúsin eru úr bylgjuplasti og kostar hver plata af því um 15 þúsund krónur Misjafnt er eftir helgarnar hversu mikið þarf að bæta en greinilegt er á húsunum að þar hefur verið harkalega komið við og oft því sums staðar er bót á bót ofan. Hjá Hraunbrún fer aðallega fram ræktun sumarblóma en einnig er ræktað þar grænmeti í útibeðum. Jafnvel útisvæðið fær þó ekki að vera í friði því krákkar í Víðistaða- skóla hafa fundið út að styttra sé að fara yfir lóðina við gróðurhúsin á leiðinni heim og í skólann. Girðinguna um svæðið rífa þeir niður jafnóðum og hún er sett upp. „Þeir •kraytlngar unnar af fa0- , mönnum. 3 •»» MlulaM a.M.k. é kvöMia «LÓM©ÁÆXI1R HAFNARSTRÆTI Simi 12717

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.