Dagblaðið - 03.11.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1979.
7
í þvottahúsi rfkisspftalanna á Tunguhálsi: Hagkvæmara fyrir Landakot að kaupa eigið þvottahús. DB-mynd: Ragnar Th.
LANDAKOTSSPITALI
KAUPIR OG LEIGIR
ÞVOTTAHÚSIÐ EIMI
— og hættir viðskiptum við þvottahús ríkisspítalanna á Tunguhálsi
„St. Jósefsspítali, Landakoti, hefur
keypt vélar þvottahússins Eimis og
samið um leigu á húsnæði þvotta-
hússins i Síðumúla 12,” sagði Logi
Guðbrandsson framkvæmdastjóri
sjúkrahússins í viðtali við DB.
,,Gert er ráð fyrir því að Landakots-
spítali hefji rekstur þvottahúss í Síðu-
múlanum um næstu áramót og
samtímis hættir það þvottahús að taka
á móti almennum þvotti. Frá sama
tima verður eigið þvottahús Landa-
kotsspítala í kjallara sjúkrahússins við
Túngötu lagt niður og starfsemi þess
hafin í Síðumúla. Samtímis verður
hætt viðskiptum við þvottahús ríkis-
spítalanna sem að undanförnu hefur
séð um þvott á öllum stærri línstykkj-
um Landakotsspítala,” sagði Logi.
Ástæður fyrir þessum breytingum
kvað Logi vera tvær. í fyrsta lagi hefði
sjúkrahúsið mjög nauðsynlega þurft að
fá það húsnæði sem þvottahúsið í kjall-
ara sjúkrahússins hefur haft til nota
fyrir aðrar deildir spítalans. í öðru lagi
hefði þetta einkaþvottahús Landakots
þurft endurnýjunar við og athugun
hefði leitt í Ijós að hagkvæmast hefði
verið að kaupa vélar þvottahússins
Eimis og leigja húsnæði þess og auka.
síðan viðfangsefni þvottahúss spitalans
svo að það annaðist allan þvott sem til
fellur fráspitalanum.
DB skýrði frá þvi á dögunum að
þvottahús ríkisspítalanna væri dýrasta
þvottahús á höfuðborgarsvæðinu.
Þvottur sem þar er unninn kostar að
sögn kunnugra 15—20% meira en
gjaldskrá almennra þvottahúsa í borg-
inni kveður áum.
DB skýrði einnig frá því að þvotta-
húsið Fönn hefði gert Landakotsspítala
tilboð um þvott fyrir spítalann. Var
það tvíþætt, annars vegar fast kíló-
verð, 220 kr. á kg, eða hins vegar 30%
afsláttur frá gildandi gjaldskrá.
Logi Guðbrandsson sagði að þetta
tilboð hefði verið til viðmiðunar en
ekki gert ráð fyrir því að á því byggðist
einhver viðskiptasamningur. Tilboðinu
hefði verið svarað munnlega. Kvaðst
Logi vilja taka fram að sú breyting sem
nú væri gerð á þvottamálum Landa-
kotsspilala væri ekki gerð í illindum við
þvottahús ríkisspítalanna. Nýskipan
þvottamálanna væri þó ótvirætt talin
fjárhagslega hagkvæmari fyrir Landa-
kotsspítala. -A.St.
Valfrelsi
vill
þjóðar-
atkvæði
Félagið Valfrelsi biður ríkisstjórnina
að sjá til þess að kjósendur verði látnir
kjósa um eitt mál annað samhliða þing-
kosningunum. Málið er hvort koma
skuli á löggjöf um almenna þjóðarat-
kvæðagreiðslu og auka þar með mjög
mikilvægi slikrar atkvæðagreiðslu.
Verði ekki undir þetta tekið segjast
forráðamenn Valfrelsis nmnu safna
undirskriftum um spursmálið og snúa
sér með tilmæli um það til allra kjós-
enda.
Valfrelsi vill breyta 25. grein
stjórnarskrárinnar. Hafi einn af hundr-
aði kjósenda undirritað ósk um þjóðar-
atkvæðagreiðslu um tiltekið mál skuli
slík atkvæðagreiðsla fara fram á næsta
almennum kjördegi. 10 af hundraði
kjósenda þurfi til að sérstök atkvæða-
greiðsla fari fram um mál á öðrum degi
en almennum kjördegi.
Úrslit í slíkri atkvæðagreiðslu skuli
verða bindandi ef meirihluti kjósenda
er málinu hlynntur en ella ráðgefandi.
Til að auðvelda kosningu skuli kjós-
endur fá sýnishorn af kjörseðli fjórum
vikum fyrir kjördag.
Framkvæmdanefnd félagsins
stendur að þessu. í henni eru Hilmar
Guðjónsson, Lárus Loftsson, Smári
Stefánsson og Sverrir Runólfsson.
-HH.
34,5 milljarðar söf nuðust til f lóttafólks í SA-Asíu
VANTAR ÍSLENZKT
HJÚKRUNARLIÐ
TIL THAILANDS
— til að hjálpa flóttafólki f rá Kampútseu
Alþjóðasamband Rauða krossins
hefur sent fyrirspurn til Rauða kross
íslands um hvort hægt sé að fá
lækna og hjúkrunarlið héðan til
starfa í flóttamannabúðum í Thai-
landi þar sem flóttamenn frá
Kampútseu dvelja. Er nú verið að
kanna undirtektir við þessari mála-
leitan en viðbrögð enn ókunn.
Hvað sem úr því verður munu
íslendingar koma þessu fólki óbeint
til hjálpar því alls söfnuðust tæpar
34,5 milljónir króna í fjársöfnuninni
til hjálpaj flóttafólki i Suðaustur
Asíu. Frá þessari upphæð dregst
kostnaður við söfnunina, svo sem
auglýsingakostnaður, upp á tæpar 3
milljónir þannig að til skipta á milli
Hjálparstofnunar kirkjunnar og
Rauða krossins koma tæplega 31,5
milljónir. Kirkjan mun verja sínum
hlut til hjálparstarfs á vegum Lút-
erska heimssambandsins í Suðaustur
Asíu en Rauði krossinn til hjálpar á
sama stað í samráði við Alþjóðasam-
band Rauða krossins í Genf. -GS.
Karlakórinn kveður
fyrir Kínaförina á
þrennum hljómleikum
Eftir helgina — á þriðjudag, mið-
vikudag og fimmtudag — heldur
Karlakór Reykjavíkur þrenna hljóm-
leika í Háskólabíói. Hefjast allir kl.
10.
Stjórnandi kórsins eins og undan-
farin ár er Páll Pampichler Pálsson.
Einsöngvarar með kórnum í ár eru
óperusöngvararnir Sieglinde Kah-
mann og Sigurður Björnsson, svo og
tveir kórfélagar, Hjálmar Kjartans-
son og Hreiðar Pálmason. Píanó-
leikari verður Guðrún A. Kristins-
dóttir.
Um næstu helgi heldur svo kórinn í
mesta ferðalag sitt til þessa — boðs-
ferð til Kína — og verður sungið vítt
og breitt um landið. _óv
Hárgreiðslustofan
Sparta
Norðurbrún 2
Sími 31755
Höfum opnað
nýja hárgreiðslustofu.
Veitum alla
almenna þjónustu,
ath. opið laugardaga.
Gústa Hreins. — Inga Gunnars.
Mhú/u.
mynclir
a minutunm
í öll skfrteini
AAinútui . VD LŒKJARTORG
myndir s/mi 12245
Nn bjóðum við talstöðvar I bila, báta og 1 veiðiferðina.Einnig úrval af loft-
netum fyrir CB. Bilaútvörp og segulbönd. Öll þjónusta á staðnum, send-
um I póstkröfu.
ÍTTÐMIP
Einholti 2 - Reykjovík - Slmi 23220
77/ sö/u
BMW 528 automatic árg. '77
BMW 520 árg. '77
BMW 316 árg. '78
Renault 20 TL árg. '77
Renault 16 TL árg. '76
Renault 4 Van árg.'74 og'78
Renault 4 Van F6 árg. '78 og '79
Ford Fairmont Decor automatic árg. '78
Opið laugardaga kl. 1-6.
Kristinn Guðnason hf.
bifreiða- og varahlutaverziun,
Suðurlandsbraut 20, sími 86693.
Fjöldigóðra
muna—
Ekkert
happdrætti
Engin niíll
LUTAVELTA
#KVENNADEILDARSLYSAVARh
Athugið að strætisvagn,
leið 2, ekur niður á Granda
á hálftíma fresti.
verður í Slysavarnafélagshúsinu
á Grandagarði
sunnudaginn 4. nóvember kl. 13,30.
KVENNADEILDARSLYSAVARNAFÉLAGSINS í REYKJAVÍK
STYRKIÐ STÖRFSLYSAVARNAFÉLAGSINS
Kvennadeildin