Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.11.1979, Qupperneq 13

Dagblaðið - 03.11.1979, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1979. 13 Þegar veðrið fer versnandi og skammdegið lengist, kemur oft leiði í fólk. Litir verða^ þungir og draga mann niður,' hinir fallegu litir haustsins hvetfa og grámygla miUi haust- og vetrarríkis verður alls ráðandi Hárið verður okkur til ama vegna þess að það er upplitað og nœringarlaust eftir sumarið. Það er því tilvalinn tími til að breyta um háralit. Að fá sér hressandi lit í hárið og nýja greiðslu virkar eins og vítamínsprauta og bœtir andleg ástand okkar. Hvað segir þú um að breyta um háralit? Viltu til dœmis vera með (jóst, kastaníubrúnt eða jafnvel rautt hár? Eina ráðið til þess að komast að því er að lita á sér hárið. Hœgt er að skipta hárlitunum í nokkra megin flokka. Skammtímalitun Viijirðu fá aðeins skerpingu á þínum eigin lit er þessi litaraðferð tilvalin. Litarefni þetta sezt utan á hárið og þvæst þess vegna auðveldlega úr. Ef skammtímalitur er notaður of oft er hœtta á þvi að hann safnist fyrir í hárinu og verði óraunverulegur. Skammtímaliturinn litar best Ijóst hár. Hann gefur því djúpan tón. Hœgt er að fá hann í sjampói, blástursvökva, lagningarvökva og úða. Hálfvaranlegur litur Þessi litur er mitt á milli þess að vera varanlegur og skammtímalitur. Hann gefur djúpa ogfallega tóna og er oft- ast með nœringu, sem gerir hárið glansmikið og áferðar- fallegt. Þessi litunaraðferð getur aðeins dekkt hár, ekki lýst það. Liturinn þvœst úr í 4—6 þvottum og er mjög heppilegur að því leyti að ekki þarf að hafa áhyggjur af litar- mismun þegar nýtt hár vex. Varanlegur litur Ef þú vilt varanlega breytingu á háralit þínum, lit sem endist þar til nýtt hár vex, er varanleg litun rétta aðferðin. Með þessum lit er bœði hægt að lýsa og dekkja hárið, en þarsem litaskil verða oft mjög skörp, þegar nýtt hár vex, er nauðsynlegt að endur- taka litunina reglulega. Það kostar bœði tíma og fyrirhöfn, en það er sannarlega þess virði ef manni líkar við litinn. -TB. Amina hertir höfundur þessarar greiðslu og er 1 London. Litunina annaðist Daniei Galvin, sem talinn er einn færasti fagmaðurinn é sinu sviði.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.