Dagblaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐID. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1979.
ER ÞETTA HÆGT?
Nokkrar reiðar fóstrur skrifa:
Nú getum við ekki orða bundizt
lengur. Við fóstrur, sem höfum setið
á skólabekk í þrjú ár að loknu
stúdentsprófi eða hliðstæðri
menntun, erum í 10. launaflokki með
kr. 269.921.
Á meðan vinnur við hlið okkar
ófaglært aðstoðarfóik sem tekur
laun eftir Sóknartaxta. Laun þess
hafa alltaf verið talin mjög lág. Nú er
svo komið að ef þær hafa unnið í 5 ár
eða lokið einu kjaranámskeiði — sem
er 60 tímar — á launum, ef þær eiga
að vera í vinnu, og bera auk þess á-
byrgð á deild, fá þær í laun 284.336
kr. sem er 14.415 kr. hærra en laun
okkar. Dæmi er til um að fóstrur
hafi sótt um að vinna sem aðstoðar-
fólk en því hefur verið synjað.
Eru þessi kjör sanngjörn? Hvar
endar óréttlætið? „Lengi býr að
fyrstu gerð”. Er nám okkar og
þekking til að annast og undirbúa
yngstu þegna þjóðfélagsins fyrstu
sporin á lifsbrautinni einskis metiö?
Ef við útlærðar fóstrur förum á
námskeið til endur- eða viðbótar-
r
Það er stutt
til jóla...
ef þú ætlar að mála áður!
Með Spread Satin færðu mjúka satináferð á
veggina. Málningu sem auðvelt er að mála
með og auðvelt er að þrífa. Málningu sem
þekur vel og er sterk.
Spred Satín
í þúsundum
töfratóna
lífgar upp í
skammdeginu
Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur:
Hvar á umferð-
in að fara?
Grétar Bergmann hringdi:
Mig langar til að spyrja þann
verkfræðing sem vill setja 10 þúsund
manna bæ á Reykjavíkurflugvöll
hvar umferðin út i þetta nýja hverfi
eigi að fara. Ég get ekki séð að Hring-
brautin eða Vesturbærinn geti tekið
við slíkri umferð. Tæplega færi þessi
umferð í gegnum kirkjugarðinn eða
um Hafnarfjarðarveginn gamla.
„EF STARFINU
LINNIR ER
HJARTANU HÆTT’
Þórður Halldórsson frá Dagverðará
hringdi:
Það er gaman að vera orðinn 74
ára eins og ég er orðinn. Þá fer
maður að verða orðvar og gætinn. Þá
fer ævin að styttast. En umhyggjan
hjá hinu opinbera fyrir gamla fólkinu
kemur fram í að hegna því fyrir að
vinna.
Gömul kona, 90 ára, sagði frá því
í Morgunblaðinu að hún passaði
börn og fengi peninga fyrir það. En
það var stórskaði fyrir hana. Það var
dregið svo mikið af ellilaununum.
Eins er með okkur, þessa gömlu
sjómenn, sem höfum unnið mikið af
ævinni á sjónum. Við máttum vinna
fyrir 120 þúsundum. Ef það var
meira var tekið mikið af
ellilaununum svo að við fórum lítið i
vinnu, fórum á bát og veiddum
steinbít, átum hann og svikum hann
undanskatti.
En kenningin segir að þeir sem
svíkja undan skatti fari beint til
V
helvítis. Svo það er ekki ástæða til að
við förum að hætta okkur í hálku
þar sem slysafaraldur gengur um
ilandið eftirlitslaus. Slysin eru að
verða stór atvinnugrein i
þjóðfélaginu og það vill enginn
stöðva. Prestar hafa atvinnu af aö
jarða og hugga hina hrelldu. Sál-
fræðingar reyna að láta hina slösuðu
sem lifa af ná andlegu jafnvægi.
Tryggingar hækka gjöldin á bílum,
læknar hafa nóg að gera við
beinbrot, smiðir smíða líkkistur og
svo þarf að reisa spítala fyrir alla
þessa slösuðu svo að þetta er mikil
atvinnugrein. ,,Ef starfinu linnir er
hjartanu hætt, öll hvíld er þá
drepandi þreyta.”
„Við, gamlir kunnáttumenn, sem
erum út af galdramönnum á Vest-
fjörðum og Snæfellsnesi, höfum
verið að tala um að setja upp vind-
gapa og gera eins mikið fárviðri og
þegar Ólöf mikla var jörðuð svo að
aldrei verði aftur kosið á íslandi að
vetrinum.
menntunar fáum við það ekki metið
til launa á meðan ófaglærðar
Sóknarkonur fá þetta metið til
launa, svo og margar aðrar þjóð-
félagsstéttir. Hvað finnst ykkur, gott
fólk? Er ekki mál til komið að vakna
og leiðrétta þetta?
Raddir
lesenda
Sleppti hótel-
máltíöinni
—og lét andvirði hennar renna í Kampútseusöf nunina
Háskólanemi hríngdi:
Ég hafði ætlað mér að bjóða konu
minni út að borða á Hótel Holti um'
helgina og hafði áætlað þann
kostnað 25.000 kr. Þegar ég hins
vegar sá i sjónvarpinu myndina Árið
núll, sem fjallar um hungursneyð og
aðrar hörmungar í Kampútseu, þá
snerist mér hugur og ákvað í þess
stað að láta þessa sömu upphæð í
söfnun til hjálparstarfs í Kampútseu.
Ég segi frá þessu í DB til að vekja
athygli á því hvað við raunverulega
höfum það gott hér á íslandi og
eigum því aö geta neitað okkur einu
sinni um munaö eins og þann að fara
út að borða. Með þvi að neita sér um
slíka skemmtiferð bjargar maður
mannslífum. Ég held að menn mættu
velta þessu fyrir sér.
Ég hef séð það af blöðum, að ég er
ekki einn um að hafa blöskrað
hvernig komið er í Kampútseu. Það
er skylda okkar að gera allt hvað við
getum til hjálpar því fólki sem enn er
á lífi þarna.
„Það er skyida okkar að gera allt
hvað við getum til hjálpar því fólki.
sem enn er á lifi þarna,” segir
bréfritarí.