Dagblaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 9
leikjum. Reyndar átti Róbert einnig lengstu skák mótsins, sem var um 150 leikir, en það er jú önnur saga. Hér kemur sú styttri. Hvitt: Róbert Harðarson Svart: H. Gaarder (Noregur). Tveggja riddara tafl. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Bc4 Rf6 5. e5 Rg4 6. Bxf7 + í byrjanabókunum er þessi leikur talinn vafasamur og mælt með 6. De2. 6. — KxH 7. Rg5+ Kg8 8. Dxg4 Bb4 + ? Betra er 8. —h6 9. Rf3 d6 og svartur má vel við una. 9. c3 dxc3??10. Dc4 +! Svartur gafst upp, því hann er mát í 3.leik. Að endingu er hér skák úr viður- eign íslendinga og Dana í 1. umferð. Hvítt: M. Tettinek (Danmörk). Svart: Jón L. Árnason Enskur leikur. 1. Rf3 cS 2. c4 Rf6 3. Rc3 dS 4. cxd5 Rxd5 5. g3 Rc6 6. Bg2 Rc7 7. 0—0e5 8.d3 Be7 9. Rel? Virkara framhald er 9. Rd2 ásamt 10. Rc4, eða jafnvel9. Be3. 9. — Bd7 10. Rc2 0—0 11. f4 exf4 12. Bxf4 12. gxf4 kemur sterklega til greina. 12. — Hc813.Bxc7?! ( Stofnar til vanhugsaðra uppskipta, séfn verða einungis til að létta á stíjðu svarts. Auk þess tapar hvítur dýrmætum tíma. 13. —Dxc7 14. RdS De5 15. Rxe7 Dxe716. e4? Afleitur leikur! Svartur nær nú fullkomnum yfirráðum yfir svörtu reitunum á miðborðinu, hviti biskupinn lokast úti og d-peð hans verður bakstætt og ákjósanlegt skot- mark fyrir svörtu mennina. Verra getur það vart verið. Skárra er 16. Dd2 þó svartur hafi eftir sem'áður þægilegt tafl. Hann hefur tvær peðaeyjur gegn þremur, eins og Capablanca orðaði það, og getur í framhaldinu þrýst eftir hinum hálfopnu e- og d-línum. 16. — De5 17. b3 Be6 18. Dd2 Hfd8 19. Hadl Hc7 20. Df4 Hcd7 21. Rel. Eftir uppskipti á e5 er d-peðið fallið. 21.—f6 22.Hd2 b6 23. Khl. 23. Bf3 með það fyrir augum að koma biskupnum til hjálpar d- peðinu, strandar á 23. —Dd4+ 24. Khl g5! ogdrottningin fellur! 23. — Rb4 24. Hf3 24. —Dal! Svartur gat unnið peð með 24. — Dxf4 25. gxf4 c4 o.s.frv., en texta- leikurinn er jafnvel enn sterkari. Svar hvíts er þvingað. 25. Hfl Dc3 26. Hf3 Hd4 Ekki gekk 26. — Rxd3 27. Rxd3 Hxd3 28. Hxd3 Hxd3 29. Hxd3 Dxd3 vegna 30. Db8+ Kf7 31. Dxa7+ og 26. — Rxa2 er svarað með 27. d4! 27. Bfl? 27. De3 var eini möguleiki hvíts, en eftir t.d. 27. — Bf7 með hug- myndinni 28. — Hxe4! o.s.frv. hefur’ svartur vinningsstöðu. 27. — Rd5! Stórfellt liðstap er nú fyrirsjá- anlegt. 28. Hc2 Dxel og hvítur gafst upp. Bikarmóti TR 1979 lauk sl. miðvikudag. Samkvæmt venju var fyrirkomulag mótsins þannig að keppendur féllu úr eftir 5 töp (jafn- tefli er hálft tap). Umhugsunartími var 1/2 klst. á skák. Alls tóku 40 skákmenn þátt í mótinu, sem er svipuð þátttaka og í fyrra og voru að lokum aðeins 5 eftir uppistandandi. Slegið var upp sérstöku móti milli þeirra og féll enginn úr keppni fyrr en að því loknu. Úrslit urðu þessi (tölurnar í svigunum tákna samanlagðan tapafjölda): 1. Jóhann Hjartarson4. v. (3 1/2) 2. Guðmundur Ágústsson 2 v. (5 1/2 v.) 3. Róbert Harðarson 1 l/2v. (6 v.) 4. Jóhannes Gísli Jónsson 1 1/2 v. (6 1/2 v). 5. Benedikt Jónasson 1 v. (6 1/2 v.) Þetta er í 3. sinn í röð sem Jóhann verður bikarmeistari og er það glæsilegur árangur, ekki síst ef haft er í huga að hann er aðeins 16 ára gamall. Þess má og geta að gamla kempan Guðmundur Ágústsson varð einnig í 2. sæti á bikarmótinu í fyrra. Firmakeppni TR í hraðskák hófst fyrir nokkru og hefur þátttaka verið heldur dræm. Eru stjórnarmenn TR furðu slegnir yfir því að ekki einu sinni félagsmenn skuli mæta til leiks. Undanrásum verður fram haldið á morgun, sunnudag, og hefjast þær kl. 14. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil. Giorgio Belladonna — 16 sinnum heimsmeistarí. fá níu slagi. Eðlileg spilamennska i hjartanu að svína gosanum. Það gengur ekki eins og spilin liggja. Það færist bros á andlit itölsku áhorfendanna þegar vestur spilar út tígulniu. Þeir sjá á sýningartöflunni að hægt er að láta litið úr blindum og fá slaginn á gosann. Það er hins vegar ekki augljóst fyrir þig. Eftir nokkra umhugsun biður þú um kónginn í blindum. Aðdáendur þínir stynja en þú heyrir ekki til þeirra. Þú spilar lauftíu og vestur fær slaginn á kónginn. Vestur á í vanda og ákveður að spila spaðatíu. Lítið úr blindum og austur gefur. Slæm mistök. Þú færð slaginn á drottninguna og líður betur. Austur lét laufníu á lauf- tíuna — greinileg mistök sem gefa þér vissar upplýsingar. Ef hann hefði átt laufdrottningu meðal laufspila sinna hefði hann ugglaust lagt hana á tiuna. Þú tekur því á laufás og uppskerð laun þín þegar drottningin kemur. Ef þér tekst að fá fjóra slagi á hjarta er sögnin í húsi. En hvor mótherjinn á drottninguna? Vestur spilaði ekki hjarta, svo þú ályktar að hann eigi drottninguna. Spilar gosanum, sem ekki er samkvæmt bókinni en það heppnast að þessu sinni. ítalarnir i áhorfendasalnum fagna ákaflega — og þú færð tíu slagi í spilinu. Fékkst slaginn á hjartagosa þegar vestur lagði ekki á. Fimmta laufið verður slagur. Þú vinnur tiu stig á spilinu því á hinu borðinu spila Bandaríkjamennirnir stubb í brandi. Það gengur vel í flestum öðrum spilum. Þú gengur ti! reykmettaða sýningarsalarins og veizt að þú hefur spilað þinn bezta leik um ævina. Ef sveitarfélagar þínir hafa gert það sæmilega gott gæti sigur hafa unnizt á móti öllum líkum. En sveitarfélagar þínir hafa ekki staðið sig nógu vel. Þú hefur unnið 50 stig á en misst af heimsmeistaratitlinum á einum litlum fimm impum. Þú ert italskur — og þú grætur.” (Lausleg endursögn á grein Alan Truscott úr The New York Times). Frá Bridgefólagi Kópavogs Sl. fimmtudag lauk 4 kvölda hraðsveitakeppni hjá Bridgefélagi Kópavogs. Spilað var i 2 sjö sveita riðlum. Bezta árangri kvöldsins náðu þessar sveitir: A-riflill siig Bjami Pétursson 567 Jón Andrésson 558 Guðbrandur Sigurbergsson 552 B-riðill stig Grímur Thorarensen 597 Guðjón Sigurðsson 562 Jörundur Þórðarson 556 Úrslit keppninnar urðu þau að sveit Jóns Andréssonar (npc) varð sigur- vegari. í sveitinni spiluðu Guðmundur Þórðarson, Valdimar Þórðarson, Haukur Hannesson og Þorvaldur Þórðarson. Röð efstu sveita varð: 1. Jón Andrésson Stig 2363 2. Bjarni Pétursson 2272 3. Ármann J. Lárusson 2265 4. Guðbrandur Sigurbergsson 2262 5. Sigurður Sigurjónsson 2235 Barðstrendingafélagið í Reykjavík Fyrir síðustu umferðina í hraðsveitakeppninni er sveita þessi: árangur efstu Sveit stig 1. Ragnars Þorsteinssonar 2323 2. Sigurðar Krístjánssonar 2303 3. Sigurbjöms Ármannssonar 2226 4. Sigurðar ísakssonar 2187 5. Krístjáns Krístjánssonar 2145 Aðalsveitakeppnin hefst mánudag- inn 10. des. og verða spilaðir tveir 16 spila leikir á kvöldi. Ákveðið er að spila meira út á við í vetur en gert hefur verið undanfarin ár, m.a. er ákveðið að spila við Patreksfirðinga í vor. Tilkynna skal þátttöku í sveitakeppninni til Ragnars (simi 41806) eða Sigurðar (sími 81904) í síðasta lagi föstudaginn 7. des. Bridgedeild Breiðfirðinga Úrslit í Butler-tvímenningskeppni, félagsins. 1. GbH Vighmdsson, Þórarinn Áraason 482 2. Eggert Benónýsson, Hans Nieisen 469 3. Jón Steíánsson, Ólafur Gisiason 450 4. HaUdór Helgason, Sveinn Helgason 440 5. Kristin Þóróardóttir, Jón Pálsson 438 6. Magnás Oddsson, Þorsteinn Laufdal 435 7. G uöbjörn H elgason, J ósep Sigurósson 430 8. Ása J óhannsdóttir, Sigríóur Pálsd. 426 9. Bjarni Bjarnason, Hreinn Hjartarson 426 10. G uólaugur Karlsson, óskar Þráinsson 425 Næsta keppni er sveitakeppni, sem hefst á fimmtudag. Spilaðir verða tveir sextán spila leikir á kvöldi. Orðiðer laust Útvarp: TVEIR EINÞATTUNGAR oftir Jón Don. 1. Slggi og foflur hano LoHcolJóri: Stoindór HlörioHoson z. Logl og braoóur hans Loltstjóri: Þorstoinn Gunnarsson. Af blá-upphafinu á fyrra leikriti Jóns Dans á fimmtudagskvöld, svo sem tveimur fyrstu senunum, samtali kennara og nemanda, kennara og skólastjóra, var torvelt að ætla að taka ætti leikinn á orðinu sem raunhæfa lýsingu á samskiptum fólks í skóla. Si-svona talar áreiðanlega ekki nokkur lif- andi maður í neinum skóla né nokkrum öðrum stöðum í bænum. Nema þá í bókum. Og ekki voru þeir atburðir og orðræður líkinda- legri sem síðan tóku að ske. En skollann var Jón Dan þá að fara? Um laungetnaði Það kom á daginn að efnið var þesslegt að það þyrfti raunsæislegr- ar úrlausnar við. Leikurinn sagði frá samskiptum skóladrengs og kennara hans sem frá byrjun ber upp á sker, drengurinn fyllist andúð og þvermóðsku og reynir eftir megni að taka kennara sinn á tauginni eins og sagt er. Og þessu lýkur með því að kennarinn hrökklast burt úr skólanum, eða það lætur hann sjálfur í veðri vaka. Það skrýtna var í þessu dæmi að hér er ekki um barn að ræða heldur hálffullorðinn mann, 19áragamlan og á síðasta ári í menntaskóla, þótt allt hátterni og viðbrögð hans (nema auðvitað orðfærið) sé þesslegt að hann væri í rauninni svo sem tíu árum yngri. Fyrr en varði kom á daginn hverju allt þetta sætti: drengurinn í leiknum var reyndar laungetinn sonur kennarans, og það sem fyrir honum vakti var að hefna á föður sínum sviksemi við sina sáluðu móður. Það var að skilja að hún hefði látist með heiftarorð á vörunum um barnsföður sinn gamla eftir fimmtán ára hjúskap með öðrum manni. Um ívar þennan pípulagningamann sem gekk Sigga litla í föðurstað og vissi víst ekki betur en hann ætti strákinn sjálfur fengum við, því miður, fátt að vita í leiknum. Enginn spurði hvað honum þætti. Aftur á móti var að sjá að ærleg viðbrögð kennarans er vék á burt úr skólanum til að sonur hans gæti lokið námi sínu, hafi læknað strák af haturshugunum, sem móðir hans lét honum í arf. Hann byrjaði sem sé háskólanám nú í haust. Og innritaði sig í íslensk fræði. Eins og pabbi! Um fóstur- eyðingar Hvað sem öðru líður mátti af leikriti þessu ráða þá almennu skoðun, sem sjálfsagt er rétt, að óhreinskilni um faðerni óskil- getinna barna sé stórlega varhuga- verð og geti síðar meir haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir alla þá sem hlut eiga að slíku máli. Seinna leik- ritið virtist mér að héldi á loft annarri skynsamlegri skoðun: að óhreinskilni og pukur um kynlíf og kynferðismál geti haft skaðvænleg áhrif á sálarlíf ungra barna, ef illa tekst til. Leikritið um Loga og bræður hans var að því leyti hönduglegar samið en hið fyrra að fram eftir öll- um leik var viðhaldið forvitni áheyranda um framvindu efnisins, heimilisböl fjölskyldunnar sem lýst er í leiknum. Logi litli, 11 ára gamall, vaknar upp af martröð á hverri nóttu, skelfingu lostinn og viti sinu fjær. Hvernig skyldi standa á því? Ekki nema von að foreldrar hans séu áhyggjufull út af heilsu drengins, ekki síst móðir hans, 42ja ára gömul, útivinnandi húsfreyja, nýlega orðin skrifstofu- stjóri í stóru fyrirtæki. Og það kom eitthvað fyrir hana nýskeð sem gekk ansi nærri henni. Enda sækir nú sektarkennd að konunni. Er hún ekki að bregðast barninu sinu með allri þessari vinnu og fjarvistum frá honum? Er ekki bara best að hætta að vinna? En ef það skyldi nú vera of seint, hvað þá. Það var nú um síðir upplýst skil- merkilega hvemig í öllu þessu lá. Móðir Loga litla hafði sem sé ekki Jón Dan. alls fyrir löngu gengist undir fóstur- eyðingu, treysti sér ekki til að ala barn á ný vegna aldurs síns, atvinnu og heimilishaga. Aðgerðinni var að vísu haldið vendilega leyndri bæði fyrir Loga og stóra bróður hans, Stefáni, sem orðinn er 18 ára og kominn til sjós. En ótuktar- strákurinn Stjáni frændi þeirra, sem alltaf er að klæmast við Loga, komst samt að öllu saman. Og auðvitað kjaftaði hann frá! Síðan dreymir Loga á hverri nóttu að móðir hans standi galvösk við rúm- stokkinn og ætli að rífa hann í tætlur, hvorki meira né minna. Er nú nema von að konubeinið skammist sín, yfirkomin af hugar- angri og örvæntingu út af því sem hún hefur gert? Enda er henni, þeg- ar hér er komið sögu snarlega vippað út úr leikritinu, og karl- mennirnir á bænum leysa vandann sín á milli. Eða réttar sagt leysir Stefán stóri bróðir vandann. Fyrst huggar hann Loga. Svo tekur hann karl föður sinn til bæna og les honum óþveginn pistilinn fyrir að fórna nýgetnu lífi fyrir lífsþægindi sín, sólarlandaferðir og nýlegan Volvo. Var það kannski tóm slysni að við bræður urðum til, af því ekki tókst að eyða okkur í tíma? spyr hann með þjósti og verður fátt um svör. Sjálfur ætlar Stefán að vera kyrr í landi, því að hjá honum er Logi litli öruggur um sinn hag. Enda ætlar stóri bróðir við fyrstu hentugleika að finna sér góða og hrausta stúlku og geta við henni fullt hús af börnum. Enginn spurði að vísu hvernig konuefninu litist á þessa ráðagerð. Enda er Stefán, satt að segja, enn ekki búinn að hafa upp á stúlkunni. Enorðiðerlaust. Leiklist ÓL/tFUR JÓNoRON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.