Dagblaðið - 01.12.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1979.
Um framkomu dyravarða
— þankabrot vegna greinar í Þjóðviljanum 27. nóvember 1979
8497—7624 skrifar:
Ja, nú þykir mér moldin vera farin
að rjúka i logninu. í Þjóðviljanum þ.
27. nóvember segjast dyraverðir á
Borginni vera að hugsa um að kæra
fólk fyrir líkamsárás á sig. Eftir því
sem manni skilst á þessari grein var
fólk þetta einn maður og tvær
stúlkur en dyraverðirnir fjórir. Er nú
ekki ansi ótrúlegt að dyraverðirnir,
sem voru þetta margir, hefðu þurft
að láta kvenmann ráðast á sig án þess
að næsti dyravörður kæmi þar til
hjálpar — trúlegt eða hitt þóheldur.
Nú er ég ekki að mæla bót slæmri
Raddir
lesenda
Hringið
ísíma
27022
miltí kl. 13
og 15,
eða skrifið
Hótel Borg.
hegðan fólks en mér fannst rétt að
kæmi í ljós að til er fólk i Reykjavík
sem hefur þannig reynslu af dyra-
vörðum næstum því hvaða
skemmtistaða sem er í Reykjavík, að
næstum öllu er hægt að trúa upp á
þessa stétt manna.
Það er nú ekki langt síðan öllum
skemmtistöðum var lokað kl. 11.30
og þá voru dyraverðir húsanna
kóngar í sinu riki í nokkrar klukku-
stundir og nutu þess allflestir í rikum
mæli. Eða er nokkur, sem farið hefur
á skemmtistaði, ekki minnugur þess
að hafa þurft að bíða fyrir utan og
siðan að horfa upp á það er dyra-
verðir hafa vinsað úr hópnum
kunnug andlit, vini og vandamenn,
en hinir sem ekki áttu innkomu máttu
bíða eins lengi og dyravörðunum
þóknaðist. Og eitt er það sem okkur
var alltaf óskiljanlegt í sambandi við
dyravörslu húsanna, að fólk var látið
bíða, jafnvel fram yftr kl. 24, en
síðan var allt í einu hægt að hleypa
öllum þeim inn, sem höfðu haft
þolinmæði til að bíða svo lengi. Hvað
gaf húsinu eða dyravörðum leyfi til
þess að hleypa fólki inn eftir þennan
tima? Var verið að verðlauna þá
þolinmóðu? Oft og mörgum sinnum
hef ég hlustað á dyravörð vera dóna-
legan við gesti þeirra skemmtistaða
sem ég hef farið á og hef ég oft
undrað mig á þvi hvernig fólk hefur
tekið því. Ekki hefur það alltaf verið
þessum starfsmönnum að þakka að
ekki hefur verr farið. Ætli það væri
bara ekki ágætis ráð fyrir veitinga-
menn að reyna að segja þessum
mönnum sínum svolitið til verka áður
en þeir klæðast einkennisbúningi
staðarins. Nú er ég ekki að segja
að það finnist ekki menn í þessari
stétt, sem kunni sitt fag svo
mannsæmandi sé, en því miður eru
alltof margir, sem álíta þetta starf
vera einhvers konar kóngahlutverk í
stóra ævintýrinu. Þetta er bara eins
og hvert annað þjónustustarf sem
verður að rækja með alúð og
vissulega er dyravörður hvers
veitingahúss andlit hússins og ekki
get ég ímyndað mér að veitingamenn
á íslandi séu svo skyni skroppnir að
þeir geri sér þetta ekki ljóst. Ég hef
ekki hugsað mér að taka nein dæmi
af kynnum mínum við þessa menn en
þau eru mýmörg og bæði góð og
slæm.
Ég hef alltaf staðið í þeirri
meiningu að dyravörður hvers
veitingahúss væri sá maður sem ætti
að bjóða gesti velkomna en ekki
kasta þeim frá húsinu. Hvar væru
skemmfístaðirnir líka staddir ef ekki
væru gestirnir til að sækja þá?
Kannski dyravörðunum mundi líka
lífið þá? Þá þyrftu þeir ekki að kæra
væntanlegan gest hússins fyrir lík-
amsárás.
Bifreiöaafgreiðslur
Aðalstöðvar
Vesturbær — Miöbær — Melar:
Grandagarði 5, símar 21860 — 28860
Austurbær — Hlíðar — Háaleiti:
Reykjanesbraut 12, sími 20720 (4 línur)
Laugarnes — Langholt — Vogar — Heimar —
Smáíbúðahverfi — Bústaðahverfi — Fossvogur —
Árbær:
Sigtúni 1, sími 85699 (3 línur)
Breiðholtshverfin:
Seljabraut 54, sími 77344 (3 línur)
Utanbæjarakstur:
Sigtúni, sími 84399 (2 línur)
Þeir sem vilja aka fyrir D-listann kjördagana eru vinsamlegast
beðnir um að mæta á einhverri af ofangreindri bílastöð.
Skrifstofur hverfafélaganna
Nes- og Melahverfi (Melaskóli):
Átthagasal Hótel Sögu, upplýsingasími 29996
Vestur- og Miðbæjarhverfi (Miðbæjarskóli):
Átthagasal, upplýsingaslmi 29997
Austurbær og Norðurmýrí (Austurbæjarskóli):
Templarahöllin, upplýsingasimi 19511
HUða- og Holtahverfi (SjómannaskóUnn):
Hekla v/Laugaveg, upplýsingasími 29898
Laugarneshverfi (LaugarnesskóU):
Borgartún 20, upplýsingasimi 29003
Langholtshverfi (Langholtsskóli):
Sigtún, upplýsingasími 31991
Háaleitishverfi (ÁlftamýrarskóU):
Valhöll v/Háaleitisbraut, upplýsingasími 39836
Smáibúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi (BreiðagerðisskóU):
Fáksheimilið, upplýsingasimi 29733
Árbæjarhverfi (ÁrbæjarskóU);
Hraunbær 102b, upplýsingaslmi 85048
Bakka- og Stekkjahverfi (BreiðholtsskóU):
Seljabraut 54, upplýsingasímar 74311 — 73220
FeUa- og Hólahverfi (FeUaskóU):
Seljabraut 54, upplýsingasimar 74311 — 73220
Skóga- og Seljahverfi (ölduselsskóU):
Seljabraut 54, upplýsingasimar 74311 — 73220
Almenn upplýsingamiðstöð
Allar upplýsingar vaiðandi kosningarnar em gefnar á vegum
D-listans í síma 82900 (5 línur).
Sjálfboðaliðamiðstöðvar
Það fólk sem vill starfa fyrir D-listann á kjördag er beðið um að
koma eða hafa samband við sjálfboðaliðamiðstöðvar D-listans
Valhöll, Háaleitisbraut 1, kjallara,
símar 37877 — 37977
Utankjörstaða-
skrifstofan
er í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
símar 39790 — 39788 — 39789 — 39787.
TIL STUÐNINGSMANNA
D-listans
starfsstöðvar kjördagana
Spurning
dagsins
Er rétt að efna til
fegurðarsamkeppni?
Haukur Michelsen: Já, já, karlmcnn
líka eins og kvenmenn.
Sigriður Garðarsdóltir: Nei, ciginlega
ckki, þær eru eins og nauigripasýn-
ingar.
Pálína Georgsdóllir: Hef ckkeri t'vlgzt
með þvi.
Örn Guðjónsson: Já, já, fyrsi þær \ ilja
það sjálfar.
Guðbjörg Runólfsdóllir: Mér finnsl
þetta hálf fiflalegl.
Krístinn Pedersen: Ég kann mjög vel
við þær, alveg sjálfsagt.