Dagblaðið - 01.12.1979, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1979.
DB á ne ytendamarkaði
ANNA
BJARNASON.
Jólafastan byrjar á morgun:
FYRSTA JÓLAUÓSK) í DAG
Jólamánuðurinn hefst í dag. Við
skulum reyna að komast i svolítiö
jólaskap og vera í því fram að jólum.
Sumir eru sífellt aöamast við snemm-
búnu jólaskrauti. Mér finnst sjálfsagt
að gera svolítið jólalegt i kringum sig
strax i byrjun múnaðarins. Það léttir
skammdegið að horfa á eitthvað
fallegt. Ég segi kannski ekki að
skreyta eigi jólatréð og kveikja á því
Þeir sem eiga „fokhelda” kransa frá i fyrra geta látið binda þá upp og skreytt
þá siðan eftir eigin vali og óskum. Nota má sömu slaufur og upphengi og notuð
voruifyrra með lagfæringu.
fyrr en á aöfangadag en það er ýmis-
legt annað sem gera má til tilbreyt-
ingar.
Á morgun er fyrsti sunnudagur í
jólaföstunni. Þá á að kveikja fyrsta
jólaljósið. Það er gert á aðventu-
kransinum. — Aðventukransar fást
nú i öllum blómaverzlunum og kosta
um 6800—9800 kr. Einnig er hægt að
hnýta kransinn sjálfur en til þess þarf
greni. Reiknað er með að það þurfi
um 300 gr af greni í einn krans þegar
vanur maður er að verki. Hins vegar
má gera ráð fyrir því að mun meira
greni fari í kransinn hjá óvönum
manni.
í grenibúntunum eru tæp 500 gr og
kostar búntið 1650 kr. (normalgreni)
og 1950 kr. (nobilis). Hægt er að
kaupa undirlag á 1090 kr. og krans
sem búið er að hnýta grenið á á 3900.
Þá er einnig hægt að koma með
gamla aðventukransinn og fá sett á
hann greni. Aðventukransakerti
kosta um 100 kr. stykkið og pakki
með tíu kertahlífum 260 kr.
Aðventukrans er falleg skreyting sem
skapar jólablæ. Vinsældir þeirra fara
stöðugt vaxandi.
DB-myndir Bjarnleifur.
Jólaglögg í jólamánuði
Daglega getum við notað óáfenga rauðvínið
Nú í byrjun jólaföstu bjóðum við legt að fara nákvæmlega eftir henni, aðeins gott að hafa einhverja grunn-
auðvitað upp á jólaglögg. Hér er hægt er að breyta til með kryddið uppskrifttil þess að styðjast við.
uppskrift að glöggi. Ekki er nauðsyn- eftir smekk hvers og eins. Það er Það er heldur ekki nauðsynlegt að
hafa áfengt rauðvín i glögginu. Það
óáfenga fæst í flestum stærri mat-
vöruverzlunum og kostar flaskan af
því 992 kr. í Ríkinu má fá áfengt
rauðvín á 1450 kr. Jónas Kristjáns-
son ritstjóri ÐB og vínþekkjari mælti
með því víni i Vikunni á dögunum
þannig að það ætti að vera óhætt að'
nota það.
2 fl. rauðvín
5 stk. heilar kardemommur
2 stk. heill kanill
21/2 dl sykur
lOGgr rúsínur
100 gr afhýddar möndlur
Rúsínurnar og kryddið er látið út í
vínið og látið liggja i bleyti allt frá 2
tímum upp í 24 tíma. Þá er allt hitað í
potti, sykurinn látinn út í ásamt af-
hýddum möndlunum (skornar í flís-
ar). Drykkurinn má ekki sjóða heldur
aðeins hitna vel. Borinn fram í
rauðvínsglösum á fæti ef ekki eru til
hefðbundnir púnsbollar með hanka.
Glögginu er ausið í glösin og rúsínur
og möndlurlátnar fylgjameð.
Sama aðferð er við tilbúning á
glögginu þótt notað sé óáfengt rauð-
vin.
Hráefniskostnaður við áfenga
glöggið er um 3782 (þar af 2 rauð-
vínsfl. á 2900 kr.), en ef notað er
óáfengt rauðvín kostar þessi
skammtur 2866 kr. (þar af 2 óáfengar
rauðvínsfl. á 1984 kr.). Sennilega er
hentugra að nota óáfenga rauðvínið
svona dagsdaglega, annars gætum
vií) átt á hættu að vera búin að fá
skorpulifur eða einhvern annan
hræðilegan lifrarsjúkdóm í lok
mánaðarins.
- A.Bj.
KOSNINGAGETRAUN
RAUÐA KROSSINS
Fridrlk Sopkoaaon
h. atþlogtsm.
ÉG SPÁI:
Fjöldi þingmanna '78-79 Spá
Alþýðubandalag 14 /3
Alþýðuflokkur 14 n
Framsóknarflokkur 12 fl
Sjálfstæðisflokkur 20
Aðrir flokkar og utanflokka 0 0
Samtals 60 60
Svona einfalt er aö vera með. Klippið þessa
spá út og berið saman við aðrar sem birtast.
ALLIR MEÐ!
+
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
HJÁLPARSJÓDUR
HÁLFMÁNAR á
RÚMAR 5 KR. STK.
Nú er um að gera að koma með
kökuuppskriftirnar fyrir jólin. Því
fyrr sem byrjað er á bakstrinum því
fyrr verður honum lokiö. Héma er
uppskrift að góðum hálfmánum —
frá einni af vinkonum neytenda-
síðunnar:
500 grhveiti
300 gr sykur
300 gr smjörlíki
1/2 tsk. hjartarsalt
legg
2 msk kalt vatn
Sulta er höfð inni í og penslað yfir
með eggi, síðan er mylsnu af hnetum
og skrautsykri stráð ofan á.
Hnoðað deig. Búnir til hálfmánar.
Sulta látin á milli. Gott er að pensla
brúnirnar með eggi áður en þær eru
klemmdarsaman.
Úr þessari uppskrift fást um 110
stk. Hráefniskostnaðurinn er um 600
kr. eða rétt um 5,45 kr. stykkið.
-A.Bj.
Vinkona okkar sem sendi hálfmána-
uppskriftlna sendi okkur sýnishorn
meö. Kökurnar smökkuðust mjög
vel. Margir hafa það fyrir sið að láta
málshátt 1 hálfmánana. Þeirri
hugmynd: er komið á framfæri hér.
DB-mynd Bjarnleifur.
7