Dagblaðið - 01.12.1979, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1979.
GLUGGINN ’sMrrna!9
KYNNINGAR
AFSLÁTTUR
á pkiumobil
M 1 SYSTEM
LEIKFÖNGUM
LAUGARDAG' MÁNUDAG- ÞRIÐ JUDAG
Greenpeace-menn geta f engið báta sína aftur:
Vilja fá gúmmíbátana
senda til Englands
— en Landhelgisgæzlan segist ekkert hafa heyrt um
slíka kröf u
„Tækin voru tekin.af okkur ólög-
iega og því eiga íslenzk stjórnvöld að
sjá um að senda tæki okkar og báta
til Englands,” sagði Allan Thornton,
talsmaður Greenpeace-samtakanna í
samtali við DB í gær. Sem kunnugt er
voru bátar Greenpeace-samtakanna
og tæki þeirra gerð upptæk af Land-
helgisgæzlunni í sumar.
,,Ég hef ekki séð neina slíka kröfu
frá Greenpeace-samtökunum,” sagði
Pétur Sigurðsson, forstjóri Land-
helgisgæzlunnar, e,r DB innti hann
álits á þessum ummælum Thorntons.
„Við erum búnir að skrifa þeim fyrir
alllöngu og tilkynna, að þeir geti
fengið tæki sín hvenær sem þeir
vilji.”
Aðspurður um hvað honum sýnd-
ist um slíka kröfu, kæmi hún fram,
sagðist Pétur ekki hafa litið á málið
frá því sjónarhorni en augljóst væri
að Landhelgisgæzlan gæti ekki staðið
í því aö senda þessi tæki og báta eitt-
Grsnfriðungar sigla einum báti sinum út úr Reykjavikurhöfn i sumar.
DB-mynd ÁPJ.
hvað út i heim. Hins vegar stæðu bát- peacemenn sótt þau hvenær sem er.
arnir og tækin tilbúin og gætu Green- Á því yrðu engar hömlur. -GAJ
Vöruflutningabillinn sveigði þvert yfir Elliðavoginn og staðnæmdist uppi á vélarhúsi fólksbilsins.
Dýr tengibraut inn á Elliðavog:
SEX MENN í SLYSADEILD
OG TVHR BÍLAR ÓNÝTIR
- DB-mynd Sv. Þorm.
—og það allt á tveimur dögum
í fyrradag varð umferðarslys af og er fólksbíllinn ónýtur eftir.
stærri gráðunni á Elliðavogi móts við Á miðvikudag varð árekstur á þess-
Súðarvog en þar er verið — til mikilla um sömu gatnamótum er ökumaður
óheilla — að opna bílum leið á Elliða- ætlaði aö taka þar U-beygju. Varð þá
voginn af Súðarvogi. Þar slösuðust þrir harður árekstur, þrír voru þá einnig
menn í fólksbil sem nánast varð undir fluttir í slysadeild og annar bílanna er
stórum og þungum vöruflutningabíl afskrifaður sem ónýtur.
Sem sagt: á tveimur dögum hafa sex
menn slasazt á sama horninu og tveir
bílar eyðilagzt. Þessi tenging Súöarvogs
við Elliöavoginn virðist heldur dýr-
keypt og spurning hvort ekki eigi þegar
i stað að loka henni aftur.
- ASt.
Athugasemd frá Ragnhildi Helgadóttur
„Alvaríeg ósannindi”
Ragnhildur Helgadóttir kom að máli
við blaðið i gær með athugasemd við
kjallaragrein Svövu Jakobsdóttur þann
dag.
,,í Dagblaðinu birtist í gær grein eftir
Svövu Jakobsdóttur, þar sem sögð eru
um mig alvarleg ósannindi, sem ég vil
ekki láta ósvarað,” sagði Ragnhildur.
,,Hún endurtekur enn á ný þau ósann-
indi ofstækismanna úr Alþýðubanda-
laginu, að ég hafi í þingræðu krafizt
ritskoðunar og refsingar. Hvort tveggja
eralrangt.
Hitt er rétt, að ég notaði það tján-
ingarfrelsi sem okkur er ennþá búið í
þessu þjóðfélagi, til að gagnrýna. Við-
brögð kommúnista við gagnrýni minni
eru hins vegar svolítil áminning um
það, aö í draumalandi þeirra er gagn-
rýni ekki þoluð. Þeir sem leyfa sér að
nota þau mannréttindi aö gagnrýna,
þar sem kommúnistar ráða ríkjum, eru
umsvifalaust bornir ósönnum sökum
með þeim hrikalegu afleiðingum og
mannréttindaskerðingu, sem samtíma-
sagan frá kommúnistaveldunum sýnir
okkur.
Þess vegna er það dýrmætt að hafa
frelsi til að bera af sér óheiðarlegar
sakargiftir, frelsi til að tjá sig, frelsi til
aðgagnrýna.”
-HH