Dagblaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 10
10
mBum
'Útgefandi: DagtAaOifl hf.
Framkvæmdastjóri: Svelnn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónaa Krístjánsson.
RitstjómarfuVtníi: Haukur Halgason. Fréttastjórí: ómar Valdknarsson.
Skrífstofustjóri ritstjómar: Jóhannas Raykdal.
(þróttir: HaMur Sfmonarson. Manning: Aflabtainn Ingólfsson. Aflstoðarf róttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrít: Ásgrfmur PAteson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Adi Rúnar Hafldórsson, Atli Stainarsson, Bragi Sig-
urflsson, Dóra Stafánsdóttir, Elín Afcartsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur
Geirsson, Sigurflur SvarTÍsson.
Hönnun: Hilm^r Karisson.
Ljósmyndir: Ami Pád Jóhannsson, Bjamlaifur Bjamlaifsson, Hörflur VHhjólmsson, Ragnar Th. Slg
urðsson, Svalnn Pormóflsson.
Skrífstofustjóri: ólafur Eyjótfsson. Gjaldkerí: Práinn Poríaifsson. Söhistjóri: Ingvar Sveinsson. Draifing-
arstjórí: Már E. M. HaMdórsson.
Ritstjóm Slflumúla 12. Afgraiflsla, áskriftadaMd, augtýsbigar og skrifstofur Pvarhoiti 11.
Aflalsfimi blaflsbis ar 27022 (10 Ifnur)
Satning og umbrot: Dagblaflifl hf., Sfflumúla 12. Mynda- og plötugarfl: HHmir hf., Sfflumúla 12. Prentun:
Arvakur hf., Skaifunni 10.
Askriftarvarfl á mánuflf kr. 4000. Varfl í lausasóki kr. 200 aintaklfl.
Notum kosningaréttinn
Kosningabaráttu lýkur senn og kjós-
endur kveða upp dóm sinn. Kosninga-
rétturinn er beittasta vopn almennings.
Á kjördegi er ábyrgðinni skotið til hans.
Minnumst þess, að í stórum hlutum
heims hefur alþýða manna engan á-
kvörðunarrétt í þessum málum. Við
berum þá skyldu að notfæra okkur tjáningarfrelsi og
lýðræði.
Dagbláðið hefur um nokkurt skeið verið eins konar
símstöð, þar sem forystumenn allra flokkanna hafa
sent hver öðrum sendingar. í blaðinu hefur verið
meginvettvangur slíkra skoðanaskipta. Nú er komið að
kjósandanum að lýsa úrslitum.
Dagblaðið hefur alla tíð gagnrýnt fjölmargt í
ríkjandi flokkakerfi og sagt kost og löst á forystu-
mönnum og stjórnmálaflokkum. Skoðanakönnun
Dagblaðsins fyrir tæpri viku sýndi, að fjölmargir eru
mjög óánægðir með stjórnmálaflokkana. Yfir
fímmtungur kjósenda var þá enn óákveðinn, auk þess
sem átta komma fímm af hundraði vildu ekki svara
spurningunni um, hvaða lista þeir hygðust kjósa. En
það leysir engan vanda að sitja heima á kjördegi. Til að
nota þá möguleika, sem lýðræðið veitir, svo
takmarkaðir sem þeir eru, er það skylda allra, sem
vettlingi geta valdið, að fara á kjörstað og láta frá sér
heyra.
Kjósendur ættu þá að velja þann flokkinn, sem
þeim finnst skástur, þegar á allt hefur verið litið. Sætti
þeir sig ekki nógu vel við einhverja toppmenn fram-
boðslistans, sem þeir kjósa,geta þeir breytt röð á
listanum. Kjósandi getur sett töluna 1, 2 eða 3 og svo
framvegis fyrir framan nafn þess, sem hann vill færa
upp um sæti. Ástæða er til að mæla með þessari
aðferð, sem er jákvæð, fremur en hinum
möguleikanum, að strika yfir nafn einhvers í toppsæti
sem er neikvæð aðferð.
Kjósandi verður að gæta þess að gera atkvæði sitt
ekki ógilt með því að setja einhver önnur merki á kjör-
seðilinn en kross og breytingu á röð.
Ef kjósandi telur sig alls ekki sannfæringar sinnar
vegna geta kosið neinn framboðslistann, getur hann
skilað auðu. Það er mun áhrifameiri aðferð en að sitja
heima.
Dagblaðið vonast til, að miklar stjórnmálaum-
ræður í blaðinu síðustu vikur hafi orðið mörgum
hjálplegar við að gera upp hug sinn, þótt eitthvað af
öllu því magni hafi sjálfsagt þótt leiðinleg lesning. Nú
eiga stjórnmálaflokkarnir aðgefakjósendum frið til að
hugsa ráð sitt. í samræmi við þá nauðsyn hefur Dag-
blaðið ekki tekið við flokkspólitískum greinum til
birtingar í blaðinu í dag, þótt hart hafi verið að sótt,
heldur tekur blaðið fyrir málefni, sem ekki eru reyrð í
flokkspólitískar viðjar.
Þegar kjósandinn hefur hugsað ráð sitt, ætti hann
að kjósa sem fyrst á morgun, sunnudag, þar sem kjör-
stjórnir hafa heimild til að láta ekki kjósa nema í einn
dag og veður geta reynzt válynd.
íslendingar hafa getað stært sig af mikilli kjörsókn í
þingkosningum. Styrkur lýðræðisins felst í sem mestri
þátttöku almennings.
Kosningar eru mjög ,,spennandi” að þessu sinni.
Vegna þeirra fjölmörgu, sem voru enn óákveðnir, þeg-
ar síðdegisblöðin gerðu skoðanakannanir sínar, er ekki
unnt að spá með neinni nákvæmni um úrslitin.
Fyrri kosningar hafa sýnt, að oft ráða fá atkvæði
úrslitum í einstökum kjördæmum.
Þeir, sem njóta hins mikilvæga kosningaréttar,
ættu ekki að láta það fyrir sig koma, að þá þurfi að
iðra þess næstu árin að hafa ekki notfært sér réttinn.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1979.
t
Hungríö jaðrar
viö þjóöarmorö
—þriðjungur fólks í heiminum fær ekki næga fæðu til að
ganga mettur til hvflu að kvöldi
8
í Kambódíu er hungursneyðin
óhugnanleg en þessi fjölskylda er éin
af hinum „heppnu” sem sloppið
hefur úr landi og á þvi nokkra von til
að komast af.
Fyrir utan veitingahúsið standa
tvö börn og gleypa í sig matarlei far
sem hrotið hafa af borðum þeirra
heppnu innan dyra. Þau eru tæplega
meira en átta til tíu ára gömul. Það
tekur börnin ekki nema andartak að
klára matarbitann sem þau kræktu
sér í enda er vissara að vera snar í
snúningum þegar maður er hungrað
og hrakið barn i Bogota, höfuðborg
Kólombíu í Suður-Ameríku.
Þjónarnir á veitingahúsinu vilja ekki
að gestir þeirra missi matarlystina
við að sjá börnin borða upp úr rusla-
tunnunum eða aðrar leifar.
Sultur og næringarskortur er
ekkert sérstakt vandamál í Kólombíu
eða annars staðar í Suður-Ameríku.
Eitt af þeim ríkjum sem frá
náttúrunnar hendi er einna hæfast til
að brauðfæða íbúa sína er nú að falli
komið vegna hungurs og annarra
hörmunga. Þar er átt við Kambódíu
en hörmungarnar þar eru
íslendingum í fersku minni eftir að
sýndar hafa verið fréttamyndir þaðan
og frá flóttamannabúðum í ná-
grannaríkjunum. Einnig hefur
Kambódía og ástandið þar mjög
verið í fréttum.
Talið er að þriðjungur íbúa
heimsins fái ekki nægan né nógu
næringarríkan mat. Þau eru mörg
litlu börnin sem verða að fara að sofa
hvert kvöld án þess að hafa fengið
magafylli.
En við vorum að ræða um börnin
í Bogota í Kólombíu. Ef tvímenning-
arnir sem borðuðu leifarnar við veit-
ingahúsið hefðu verið gripnir hefði
þeim vafalaust verið refsað; i bezta
falli af þjónum hússins sjálfum sem
hefðu látið nægja að tukta þau til.
Einnig hefði líka getað komið til að
lögreglan yrði kölluð til og síðan
handtekið sökudólgana.
Því er nefnilega þannig farið að
oft á tíðum er refsivert að tryggja sér
nægart. mat. Sama gildir um
fullorðna og hina ungu sem jafnvel
eru einnig heimilislausir og
hungraðir.
Mörg þeirra barna sem fæðas' í
Suður-Ameríku eru ekki eða fá ekki
tækifæri til að berjast fyrir mat
sínum. Rithöfundurinn Juan Carlos
Martelli skýrði frá því árið 1975 að
um það bil 83 börn létust af hungri og
vannæringu i Suður-Ameriku á
hverri mínútu. Hin fullorðnu þar
væru aðeins þau börn sem tekizt
hefði að lifa af hörmungarnar. Rit-
höfundurinn komst að þeirri niður-
stöðu að þarna færi fram hreint
þjóðarmorð.
Ástandið í Suður-Ameríku og
víðar í heiminum hefur ekki batnað
svo neinu nemi síðan skáldið skrifaði
þetta. Síðustu tölur benda til þess að
um það bil fimmtán milljónir barna
frá aldrinum 0 til 5 ára látist af
hungri eða vannæringu. Níu af
hverjum tíu þessara dauðsfalla eiga
sér stað í þróunarríkjum þriðja
heimsins. Þar er fátítt að fólk fái
nægju sína af mat. Eins er þessu farið
víða annars staðar í þriðja heiminum.
Hart er til þess að vita að allar
tæknilegar og jarðræktarlegar for-
sendur eru fyrir þvi að sjá öllum
jarðarbúum fyrir nægum góðum
mat. Á Vesturlöndum er meira að
segja svo komið að fleygja verður
mat þar sem ekki tekst að selja hann
á því verði sem bæði seljandi og
kaupandi geta sætt sig við. Rikis-
stjórnir Bandaríkjanna og fleiri landa
greiða bændum til dæmis stórfé á
hverju ári fyrir að taka jarðarskika úr
ræktun og fyrir fleiri aðgerðir til að
draga úr matvælaframleiðslu.
Orsakir hungurs i heiminum eru
fyrst og fremst efnahagslegar. Þar
sem þjóðir heims búa við svo marg-
vísleg og ólík ytri skilyrði er ekki
nærri alltaf fært að flytja nægileg
matvæli þaðan sem þau eru til í óhófi
og til þeirra heimshluta sem þarfnast
þeirra sárlega.
Hægt er að taka dæmi sem tengist
okkur íslendingum og raunverulega
hefur reynt á. Nígeriumenn hafa
hvað eftir annað sýnt áhuga á að
kaupa frá okkur önnur matvæli en
skreið. Vegna veðurfars í Nigeriu og
tækniþróunar þar er ekki hægt að
bjóða Nígeríumönnum upp á fryst
matvæli svo neinu nemi. Til tals kom
því að íslendingar gætu selt þangað
ódýrar vörur í niðursoðnu formi.
Hráefni til þess er nægilegt hér á
landi. Þegar til kom var aftur á móti
enginn grundvöllur fyrir viðskiptum
þarna á milli. Það verð sem Nígeríu-
menn töldu sér fært að greiða var svo
lágt að heppilegra var fyrir okkur að
nýta hráefnið til mjölvinnslu sem
síðan er selt til dýrafóðurs í Evrópu
og víðar.
Alls staðar þar sem fæðuskortur
ríkir verða börnin verst fyrir barðinu
á vandanum. Þar af leiðandi veldur
næringarskorturinn stöðugum víta-
hring vandamála. Vegna hungurs ná
börnin ekki fullum þroska þegar á
fullorðinsaldur kemur. Framtak
þjóðanna verður því stöðugt minna
en ella og framfarir hægari en þyrfti
að vera. Hungrið og eymdin verða
því framtíðarvaldhafi í ríkjum þriðja
heimsins eða í það minnsta lengur við
völd þar en þyrfd ef allt væri eins og
beztmætti verða.