Dagblaðið - 01.12.1979, Page 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR L DESEMBER 1979.
15
Frumsýnir:
Banvsenar býflugur
“A superior thriller. -varíety
M ~«rfnrmances. - L. ATimes
“Excellertt script...
-BWTFTOX)CTO««SENT
PARKS • fWL HECHT m
inru&Pi
Afar spennandi og óhugnanleg viðureign við
óvenjulegt innrásarlið...
Lelkstf 6rl: BRUCE GELLER
Bönnuð bömum — íslenzkur texti
SýndkL 5, 7, 9 og 11.
Kirkjufélag Digranesprestakalls
FLÓAMARKAÐUR
OGBASAR
verður í Safnaðarheimilinu
við Bjamhólastíg
Brúðutöfrar
Nýja bfó: Búktalarinn (Magk:).
Laitstjóri: Rlchatd Attanborough.
Handrit: William Goldman, gart eftir sam-
nafndri sögu hans.
TónHst Jarry Goldsmith. Amerísk, 1978.
Richard Attenborough á að baki
langan leikferil en hann hefur einnig
framleitt og leikstýrt nokkrum mynd-
um, þ.á m. Oh What a Lovely War
og A Bridge Too Far sem sýnd var í
Háskólabió fyrir nokkru. Nú er hann
kominn í Nýja bíó með Búktalarann
(Magic). 9ú mynd er ekki nándar
nærri eins stór i sniðum og striðs-
myndin A Bridge Too Far og það
virðist falla honum betur því
útkoman hér er mun betri. í Magic er
hann með afmarkaðri efnivið sem
gefur tækifæri til nærfæmari
umfjöllunar en býður um leið hætt-
unni heim i svo viðkvæmu cfni sem
þessu.
Söguþráður
- Myndin segir frá Corky (Anthony
Hopkins) sem er sjónhverfinga-
maður. Vegna mikillar hlédrægni á
hann erfitt uppdráttar i skemmtana-
iðnaðinum þar til hann fer að nota
brúðu og gerist mjög góður búk-
talari. Hann léttir á þeim þrýstingi
sem áður hvíldi á honum á sviðinu
vegna hlédrægni, með aðstoð brúð-
unnar. En þessi tvískinnungur
Corkys er ekki aðeins á sviði heldur
er hann alls ráðandi í einkalífínu.
Corky heillar gamla vinkonu sína
með því að gefa brúðunni Feita (Fats)
orðið. Feiti sér síðan um að leysa
tjáningarerfíðleika Corkys. Og það
'fer að kveða svo rammt að þessu hjá
honum að hann getur ekki orðið
viðskila.við brúðuna eina mínútu.
Með þessum klofningi persónuleik-
ans koma upp nýjar aðstæður hjá
Corky sem hann ræður ekki við.
Brúðan Feiti er farin að skipa honum
fyrir verkum og þær skipanir hljóða
m.a.uppámorð!
Klofinn
persónuleiki
Þessi persónuleikaklofning og þær
sálfræðilegu vangaveltur sem því
fylgja hafa e.t.v. verið sannfærandi í
bók Goldmans þar sem höfundur gat
notað sér ímyndunarafl lesandans.
En þegar á að færa þetta yfir á hvíta
tjaldið, þar sem áhorfandi sér þetta
með eigin augum, þá vandast nú
málið. Það eru atriði í myndinni þar
sem Corky talar við Feita úr fjarlægð
sem svarar um hæl með mótmælum
og ráðleggingum. Þarna er Atten-
borough hreinlega að skapa aðra
persónu. En raunsæisins vegna má
þetta auðvitað ekki ganga of langt.
Samt bendir ýmislegt í þessa átt, t.d.
þegar Feiti er að blikka auga þegar
Corky er víðs fjarri stjómtækjum
brúðunnar. Á þennan hátt gengur
Attenborough stundum út fyrir þau
LAUGARDAGINN
1. DES. KL 2 E.H.
Margt eigulegra muna — kökur og rn.fi
Komið oggeriðgóö kaup —
og styrkið gott málefni um leið.
NEFNDIN
Kvik
myndir
Ingólfur
Hjörleifsson
takmörk sem hann verður að setja
sér.
En myndin er fyrst og fremst
„þriller” og sem slík er hún bara ansi
góð. Það er mörg ágæt atriði sem fá
mann til að ríghalda sér í sætinu.
Myndin hefur flest einkenni góðs,
„þrillers”, eins og t.d. þegar Duke,
hinn afbrýðisami eiginmaður, er að
róta í eigum Corkys og Feiti situr og
horfirá.
Lifandi brúða
Það er ekki laust við að manni
finnist Feiti hreyfast örlítið og þegar
Duke stendur fyrir framan hann
gefur Feiti honum allt í einu nokkrar
hnífsstungur í magann. Duke hnígur
niður og brátt heyrast stunur og and-
vörp á bak við Feita. Gluggatjaldinu
er svipt frá og Corky staulast fram,
rennsveittur og skjálfandi á beinun-
um með blóðugan hnífinn i hendinni.
Þarna notfærir Attenborough sér til
fulls þau meðul sem gefast i „kvik-
myndaþrillernum”.
Oft er talað um að sumir leik-
stjórar hafi sérstaka hæfileika til að
ná fram því besta i leikurum sem þeir
stjóma. Richard Attenborough á,
eins og áður sagði, að baki langan
leikferil og hvort sem þessi hæfUeiki
á eitthvað sérstaklega við hann er það
víst að hann hefur náð geysUega
góðum árangri með leikarana hér.
Miklar kröfur
Anthony Hopkins sannar það hér
að hann er frábær skapgerðarleikari.
Hann er hér í hlutverki sem gerir
mjög miklar kröfur til hans. Hætt er
við aö ýmsir hefðu farið að ofleika til
að túlka taugaveiklun og óöryggi
Corkys en Hopkins sneiðir meistara-
lega hjá slíkum mistökum. Látleysi
Corkys sem springur svo í ofsa-
, fengnum samtölum við Feita (sem
Hopkins leikur einnig) sýnir vel hina
miklu ögun Hopkins og vald hans á
hlutverki sínu.
Það hefur verið nokkur áhætta að
setja kynbombuna Ann Margret í
hlutverk Peggy Ann Snow. Því þrátt
fyrir ótvíræða leikhæfileika hennar
er það næstum því eins og að setja
Raque! Welch í að leika Heddu
Gabler. En ef rétt er haldið á spilun-
um þarf þetta alls ekki að verða svo.
Það er greinilegt að reynt er að
komast hjá því að draga fram kyn-
töfra hennar en leggja þess í stað
áherslu á aðra þætti. Og hún stendur
sig með prýði í annars átakalitlu hlut-
verki.
Gráðugur
bissnisskarl
Sama er að segja um Burgess Mere-
dith sem leikur gráðuga bissnisskarl-
tnn, umboðsmann Corkys. Hann lék
svo eftirminnilega þjálfara Sylvester
Stallone í Rocky og hann er alls ekki
síðri hér.
Magic er góður „þriller” sem með
hnitmiðuðum söguþræði og mjög
góðum leik skyggir á svolítið glopp-
óttar sálfræðivangaveltur.