Dagblaðið - 01.12.1979, Page 17
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1979. 17
Tbo/íteia
SEX
SG-
PLÖTUR
Á
JÓLA-
MARKAÐ
Erlendu vinsældalistamir:_____'
GARY NUMAN ENN Á FERD
Hljómplötur með ljóðalestri eru
fremur sjaldgæfir gripir hér á landi.
Óskar Halldórsson las nýlega inn á
eina slíka tuttugu ljóð eftir um
fimmtán höfunda. Þetta er þriðja
Ijóðaplatan sem SG-hljómplötur gefa
út. Sú fyrsta hafði að geyma allt það
sem hljóðritað hafði verið með
ljóðum Steins Steinars og kom út
fyrir tólf árum. Hún er löngu
uppseld. Seinni platan hefur að
geyma upplestur Lárusar heitins
Pálssonar á ýmsum ljóðum. Plata
Lárusar var tímamótaverk hjá SG-
hljómplötum því að hún var
hundraðasta LP plata útgáfunnár.
Þá er nýkomin út plata sem tekin
var upp á afmælishljómleikum
Guðrúnar Á. Símonar söngkonu
síðastliðið vor. Auk Guðrúnar
sjálfrar kemur hópur tónlistarmanna
fram. Meðal laga á plötunni er hinn
margfrægi Kattadúett Rossinis, sem
Þuríður Pálsdóttir syngur með
Guðrúnu.
Katla Maria er kornung
söngkona, sem nýlega söng inn á sina
fyrstu hljómplötu fyrir SG-útgáfuna.
Öll eru lög plötunnar spænsk með
textum eftir Guðmund Guðmunds-
•son afa söngkonunnar ungu. Óíafur
Gaukur stjórnaði upptökum á plötu
þessari. Undirleik annast nokkrir
kunnir hljóðfæraleikarar.
Siðast en ekki sízt er að geta
tvöfaldrar jólaplötu sem kemur á
markaðinn áður en langt um líður.
Hún hefur að geyma efni sem áður
hefur komið út hjá SG-hljómpIötum
Flytjendur eru 25 einsöngvarar og
kórar. Þetta er eina jólaplatan, sem
DB er kunnugt um að komi út í ár
hér á landi, þegar frá eru taldar
endurútgáfur á eldri plötum.
-ÁT-
Fimm þeirra sex hljómplatna sem
SG-útgáfan sendir frá sér fyrir þessi
jól eru komnar út. Að vanda kennir
þar margra grasa; ein hefur að geyma
harmónikuleik, önnur ljóðalestur og
hinar söng af ýmsu tagi.
Harmóníkuplatan er með Einari
Kristjánssyni. Hann leikur á tvöfalda
nikku lög frá þvi um aldamót.
SG-hljómpIötur hafa á undan-
förnum'árum gefiðút röð af einsöngs-
plötum. Sú tiunda er nú komin út.
Þar er á ferðinni Þorsteinn Hannes-
son tónlistarstjóri útvarpsins. Lögin
sem hann syngur voru hljóðrituð í út-
varpssal.
Guðrún Á. Símonar á hljómleikum
síðastliðifl vor. Alls fyllti hún Há-
skólabíó fimm sinnum er hún hélt
upp á fjörutiu ára söngafmæli sitt.
Ljósm.t Emelía.
Ein skærasta stjarna Englendinga
þessa dagana er Gary Numan, söngv-
ari hljómsveitarinnar Tubaway
Army. Lag hans, Complex, er á
hraðri uppleið í Iandi Engla og Saxa;
var í síðustu viku í 26. sæti og er nú
númer ' sjö á vinsældalistanum.
Fróðir menn telja að Complex haft
mesta möguleika til að ýta Jam-lag-
inu Eton Rifles af toppinum. — Það
hefur nú setið þar í þrjár vikur.
Þá er því jafnframt spáð að nýjasta
lag hljómsveitarinnar Queen, Crazy
Little Thing Called Love, eigi eftir að
komast hærra en í fjórða sæti enska
listans. En það getur margt gerzt
óvænt í enska poppheiminum á
styttri tíma en einni viku.
1 Bandarikjunum sitja söngkon-
urnar Barbra Streisand og Donna
Summer sem fastast á toppnum.
Ekkert lag virðist geta hnikað No
More Tears (Enough Is Enough)
þaðan á næstunni.
Eagles eiga mestum vinsældum að
fagna í Hong Kong þessa vikuna.
Það lag sem siglir hraðast upp á við
hjá Kínverjunum er Tusk, titillag nýj-
ustu plötu Fleetwood Mac.
Þjóðverjarnir eru lítið fyrir breyt-
ingar á topp tíu líkt og venjulega.
Ekkert nýtt lag kemst þar upp að
þessu sinni. Smá tilfærslur eru á lög-
unum í sjötta til tiunda sæti.
-ÁT
í Hollandi virðast vinsældir Nott-
ingham Forest fara dvínandi þessa
dagana, — að minnsta kosti lagsins
We Got The Whole World, sem liðið
syngur. Á leið upp listann er lagið It’s
All In The Bible, sem sungið er af
Snoopy. Það er nú í tiunda sæti list-
ans.
GARY NUMAN hefur átt miklum vinsældum að fagna I Englandi á árinu. Hann
vakti fyrst á sér athygU með laginu Are Friends Electric, sem hann flutti með
hljómsveitinni Tubeaway Army.
Vinsælustu litlu plötumar
ENGLAND
1. (1 IETON RIFLES.............................Jam
2. (2) WHEN YOU’RE IN LOVE WITH A BEAUTIFUL WOMAN. Dr. Hook
3. (3) STILL............................Commodores
4. (4) CRAZY LITTLE THING CALLED LOVE........Quoon
5. (11) ONE 8TEP BEYOND....................Madnosa
6. (9) NO MORE TEARS.....Barfora Streisand og Donna Summer
7. (29) COMPLEX..........................Gary Numan
8. (12) LADIES NIGHT..................Kool Et The Gang
9. (10) KNOCKEDIT OFF..................B.A. Robartson
10. (23) QUE SERA Ml VIDA..............Gibson Brothers
BANDARÍKIN
1. (1) NO MORE TEARS .. .Barbra Streisand og Donna Summer
2. (2) BABE...................................Styx
3. ( 3) STILL...........................Commodores
4. ( 8) PLEASE DONT GO..........KC & The Sunshine Band
8. (4) HEARTACHE TONIGHT....................Eagles
6. (11) ESCAPE (THE PINA COLADA SONG)..Rupert Holmes
7. ( 5) POP MUZIK...............................M
8. (6) DIM ALL THE LIGHTS..............Donna Summer
9. (10) SHIPS..........................Barry Manilow -
10. (7) YOU DECORATED MY LIFE...........Kenny Rogers
HOLLAND
1. (8) WEEKEND...........................Earth & Fire
2. (1) CRAZY LITTLE THING CALLED LOVE........Queen
3. (3) WE BELONG TO THE NIGHT.............ENen Foley
4. (2) WE GOT THE WHOLE WORLD.......Nottingham Forest
6. (4) GIMME GIMME GIMME.....................ABBA
8. (9) SHE'S IN LOVE WITH YOU............Suzy Quatro
7. (7)OH YESIDO.............................. Luv
8. (18) GET UP AND BOOGIE..............Fraddie James
9. (6) MESSAGEIN A BOTTLE....................Police
10. (14) IT'S ALLIN THE BIBLE................Snoopy
HONG KONG
1. (3) HEARTACHE TONIGHT....................Eagles
2. (1) POP MUZIK.................................M
3. (4) IF YOU REMEMBER ME.............Chris Thompson
4. (6) PLEASE DONT GO...........KCCrTha Sunshina Band
8. ( 7) GOOD GIRLS DONT...................Tha Knack
8. (2) GOOD FRIENDS....................Mary McGregor
7. (8) ONEWAY OR ANOTHER....................Blondie
8. (9) ARROW THROUGH ME......................Wings
9. (18) TUSK...........................Fleetwood Mac
10. (10) BAD CASE OF LOVING YOU..........Rofoert Palmer
VESTUR-ÞÝZKALAND
1. (1) WE DONT TALK ANYMORE......Clfff Richard
2. (2) IWAS MADE FOR LOVING YOU.......Klss
3. ( 3) I DONT LIKE MONDAYS....Boomtown Rats
4. (4) BRIGHT EYES...............Art Garfunkel
8. (6)1—2 — 3 — 4 RED LIGHT......................Teens
6. (8) DONT BRING ME DOWN .......................ELO
7. (6) BORN TO BE ALIVE.................Patrick Harnandez
8. ( 7 ) EL LUTE..............................BoneyM
9. (9) BOY OH BOY................................Racey
10. (10) VOULEZ VOUS.............................ABBA