Dagblaðið - 01.12.1979, Page 21
TORFI
DAGBLADIÐ. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1979._
AÐFÁSÉR
KUPPINGU
Þegar við veljum okkur klippingu er margt
sem taka verður með í reikninginn. í fyrsta lagi
verðum við að athuga hvað er í tízku og hvað af
því kemur til greina fyrir okkur sjálf. Klippingin
þarf ekki aðeins að eiga vel við andlitsfall okkar
heldur einnig líkamsbyggingu. Ef þú ert t.d. há-
vaxin(n) og hefur mjög stutt hár sýnistu hærri,
aftur á móti drægi sítt hár þig niður.
Sama er að segja um þverveginn. Leiðinlegast
er samt að sjá konur sem eru miklar um mjaðmir
og grannar um axlir með stutt hár, því þær líta út
eins og Hallgrímskirkjuturn — breiðar að neðan
og mjókka eftir því sem ofar dregur. Til þess að
forðast að gera slík mistök verðum við að vera
reiðubúin að gera okkur grein fyrir því að enginn
er fullkominn og að við höfum öll einhverja
galla.
Þegar við höfum komizt að raun um þessa
galla ætti að vera auðvelt fyrir okkur að breiða
yfir þá með klæðaburði og hárgreiðslu. Þess
vegna ætti enginn að skipta um greiðslu eða
klippingu án þess að íhuga vel hvað það er sem
hæfir bezt. Ekki segja: Ég er orðin(n) svo
leið(ur) á hárinu á mér, mér er alveg sama
hvernig það er klippt. Það getur varla orðið
verra en það er. Slíkt er ekki skynsamlegt því að
hár hvers einstaklings býður upp á marga
mögulei ka.
Gott er að gera sér grein fyrir þvi, áður en
máður lætur kHppa sig, hvernig klæðnað kUpp-
ingin á við, hvernig umhverfi við verðum í og
hvernig fólk við umgöngumst. Allt þetta hefur
mikið að segja til þess að okkur líki sjálfum sem
bezt við kUppinguna því yfirleitt líkar okkur
betur við nýja greiðslu eftir því sem fleiri dást áð
henni.
Vel snyrt hár er mjög snar þáttur í lífi fólks,
bæði hvað snertir atvinnu og tilfinningalíf. At-
hugun var gerð á því í stórverzlun i Bandaríkjun-
um hvort snyrtilegt hár afgreiðslufólks hefði eitt-
hvað aðsegja. Niðurstaðan varðsúaðviðskipta-
vinir sneru sér frekar að afgreiðslufólki sem var
með snyrtilegt hár. Hitt er augljóst að fyrir and-
lega velferð okkar er nauðsynlegt að vera með
vel snyrt hár í samræmi við aldur, klæðaburð og
likamsbyggingu.
Til að hárið líti ávallt vel út þarf að halda því
vel við á milli þess sem farið er á hársnyrtistofu.
Húseigendur - Húsbyggjendur
Smfðum eldhúsinnréttingar, fataskápa, sólbekki o.fl. eftir yðar vaU,
gerum föst verðtilboð. Hafið samband við sölumann sem veitir allar
upplýsingar. Höfum einnig til sölu nokkur sófaborð á verksmiðju-
verði.
T résmiða verks tæði
Valdimars Thorarensen,
Smiðshöfða 17 (Stórhöfðamegin), sfmi 31730.
ER CEYMIRIHN i ÓLAGI ?
HLÖDUM ENDURBYGGJUM GEYMA
Góft þjónusta - sanngjarnl verð '
Kvöld og nelgarþjónusla s 51271 -51030
RAFHIEDSIAN sf
ALFASKEIÐ 31 SÍMI 51027
BÓLSTRUNIN MIÐSTRÆTI5
Viðgerðir og klæðningar. Falleg og vönduó áklæöi.
Simi 21440,
heimasími 15507.