Dagblaðið - 01.12.1979, Qupperneq 28
28
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1979.
f Hki Vatnajökuls
á hestbaki
og skfðum .
eftir Hans Wilson Ahlmann. sem Almenna bóka
félagiö gefur út, hcitir á frummálinu Pá skider och til
hist i Vatnajökulls rike og segir frá Vatnajökuls
leiðangri sem frœgur varð hér á landi á slnum tima —
leiöangri þeirra prófessors Ahlmanns og Jóns Eyþórs-
sonar vorið 1936. í för með þeim voru íslendingarnir
Siguröur Þórarínsson, sem þá var nemandi prófessors
Ahlmanns, og ferðagarpurinn Jón Jónsson frá Laug.
Auk þess tveir ungir Svíar, þeir Carl Mannerfelt,
landfræöistúdent, nú forstj. Esselte I Sviþjóö, og Mae
Lilliehöök, skiöakennari og tamningamaður sleða-
hunda. Þeir höfðu meðferöis 4 Grænlandshunda, sem
drógu sleöa um jökulinn, og vöktu þeir meðal
almennings ennþá mciri athygli en mennirnir, segir i
eftirmála prófessors Siguröar Þórarinssonar. Er þetta
sennilega I eina skiptiö sem hundasleöi hefur veriö
notaöur hér á landi.
I káputexta bókarínnar segir m.a.:
Bókin er feröasaga. 1 fyrri hlutanum segir i cinfaldri
frásögn frá llfínu á jöklinum „i striöi og barningi,
hvild og leik". Seinni helmingurinn er einkar skemmti-
leg frásögn af ferð Jóns og Ahlmanns um Skafta
fellssýslu. „Þar (Þ. e. i siöarí hlutanum) hef ég freistaö
þess” Segir prófessor Ahlmann „að segja frá þvi, sem
ég sá og heyrði, hugsaði og fann, þegar öll þessi merki
legu undur urðu á vegi minum. Ég játa hreinskilnis
lega, aö þetta er eitt erfiðasta verkefni, sem ég hef
tekizt á hendur þvi Island og ekki sizt Skaftafellssýsla
er engu öðru lík, sem ég hef kynnzt.
Prófessor Sigurður Þórarinsson ritar eftirmála við
bókina, þar sem hann gerir grein fyrir leiöangrínum og
tilgangi hans svo og þátttakendum. AÖeins tveir
þessara 6 leiðangursmanna eru enn á lífi, þeir Sigurður
og Carl Mannerfelt. Þeir fóru saman á fornar slóðir
og á fund gamalla vina i Skaftafellssýslu, sumariö
1976, réttum fjórum áratugum eftir þátttökuna I
Vatnajökulsleiöangrínum.
í riki Vatnajökuls er 210 bls. að stærð auk 36
myndasiöna með fjölda mynda úr leiðangrínum.
Bókin er unnin i Prentsmiöju Áma Valdemarssonar
og bundin i bókbandsstofunni örkinni.
Refurinn
Út ér komin þriöja bókin I bamabókaflokki
Prenthússins og nefnist hún Refurínn og fjallar um
ævintýri Péturs útlaga og manna hans.
Ævintýri þessi gerast i Sviþjóö á miðöldum og lýsa
vel baráttu leiguliða og fátækra bænda viö lénsherra
og konungsvald. Sögumar komu fyrst út á árunum
milli 1940—50 og nutu strax glfurlegra vinsælda.
Bækurnar eru prýddar fjölda teikninga eftir sænska
listamanninn Thord Lindholn og gefa þær bókinni
skemmtilegan blæ. Höfundur bókarinnar skrifar undir.
dulnefninu A. M. Marksman en hann er þekktur
sænskur rithöfundur.
Á næstu dögum cm væntanlegar á markaöinn frá
Prenthúsinu bækumar: Söguskýríngar i skopöld sem
inniheldur úrval af teikningum Sigmund en hann er
löngu landskunnur fyrír skopmyndir sinar. Bókin er i
stóm broti og vönduöu bandi.
Þeir hittust i heljarslód. Stór bók um söguhetjuna
Morgan Kane eftir Louis Masterson en hann er löngu
þekktur hér á landi af vasabrotsbókum Prenthússins.
Bókin verður bæöi innbundin og I kilju.
Á brattann
cvisaga Agnars Kofoed-Hutsen eftir Jóhannes Helga
Almenna bókafélagið hefur sent frá sér bókina Á
brattann ævisögu Agnars Kofoed-Hansen — eftir
Jóhannes Helga. Þetta er mikil bók, 330 bls. að vi&
bættum 32 myndaslöum.
Á brattann, minningar Agnars Kofoed-Hansen, er
saga um undraveröa þrautseigju og þrekraunir meö
léttu og bráðfyndnu ivafi.
Höfundurinn er Jóhannes Helgi, einn af snillingum
okkar I ævisagnaritun meö meiru. Svo er hugkvæmni
hans fyrír aö þakka aö tækni hans er alltaf ný með
hverri bók.
1 þessari bók er hann á ferö meö Agnari Kofoed-
Hansen um grónar ævislóöir hans, þar sem skuggi
gestsins meö ljáinn er aldrei langt undan. Gerð eru
skil ættmennum Agnars báðum megin Atlantsála og
birtu bmgöið á bemsku hans undir súð á Hverfisgöt-
unni, þar sem hann i langvinnum veikindum dreymir
um að fljúga. Rakið er stórfuröulegt framuk hans og
þrautseigja i danska flughernum og flugferíll hans i
þjónustu erlendra flugfélaga, þegar stundum kvað svo
rammt að i náttmyrkri og þoku aö lóöa varð á jörö
meö blýlóði. Heimkominn hefur hann forgöngu um
stofnun flugfélags — og hefst þá brautryðjendaflug
hans, upphaf samfellds flugs á Islandi, oft á tlðum svo
tvisýnt aö nánast var flogið á faöirvorínu.
Á brattann er unnin I Prentsmiðjunni Odda og
Sveinabókbandinu.
Tvasr nýjar matralðalubwkur
Kökur og Kjúklingar
Á sl. árí hóf Bókaútgáfan Öm og Örlygur útgáfu
bókaflokks um matreiðslu sem bera samheitið Litlu
matreiðslubækumar. Höfundur þeirra er Lotte Have-
man en þýðandi Ib Wessman. Bækumar eru að þvl
leyti til sérstæöar að hver þeirra fjallar um afmarkaö
svið matargeröar og eru þar af leiöandi mjög hand
hægar I allri notkun. Nú hafa bætzt við tvær nýjar
bækur i þennan flokk, fjallar önnur þeirra um kökur
en hin um kjúklinga. Áöur vom komnar út fjórar
bækur, Ábætisréttir, Pottréttir, Kartöflur og Otigrill
og glóðarsteikur.
Hver réttur fær eina opnu í Litlu matreiöslubókun-
um og er þar að finna, auk uppskrifta og leiðbeininga,
stóra litmynd af viðkomandi rétti.
Litlu matreiðslubækumar Kökur og Kjúklingar em
filmusettar og umbrotnar I Prentstofu G. Benfdikts
sonar en prentaðar I Danmörku.
Uíia matreíðslubókín
Kjúklingar
eftír Lotte Haveman
ÁRIN OKKAR
GUNNLAUGS
GRETE UNCK GRÖNBECH
Árinokkar
Gunnlaugs
eför Grete Linck Grönbech. Almenna bókafélagiö
hefur sent frá sér minningabók frá íslandi eftir (knska
listmálarann Gretc Linck Grönbeck — konuna sem
gift var Gunnlaugi Scheving listmálara. Bókin ber
titilinn Árín okkar Gunnlaugs.
„Þau kynntust á listaakademiunni i Kaupmanna-
höfn 1928—31," segir aftan á kápu bókarinnar,
„fluttust síðan til Islands og settust að i heimabæ
Gunnlaugs, Seyöisfiröi, þar sem þau bjuggu og unnu
að list sinni til 1936 að þau fluttust til Reykjavikur.
Fyrstu kaflar bókarinnar em lýsing á Iffinu á lista-
akademiunni, en meginhluti hennar eru tslandsárin
„trúverðug lýsing á íslendingum á árum kreppunnar
lifi þeirra og lifnaöarháttum eins og þetta kemur fyrir
sjónir ungri útlendri konu, sem alin var upp við form-
festu danskrar millistéttar og kom hingaö öilum
ókunnug nema eiginmanni sinum.”
Minningamar enda þegar Grete Linck fer úr landi
voríð 1938 og Gunniaugur stendur eftir á bryggjunni.
Þýöandi bókarinnar Jóhanna Þráinsdóttir ritar svo
stuttan eftirmála, þar sem hún gerir grein fyrir fram-
haldi sögunnar.
Gretet Linck Grönbeck kom ekki aftur til Islands
fyrr en sumarið 1977 og þá var Gunnlaugur látinn.
Hafói hún þá með sér handrit þessara minninga. I lok
bókarinnar er greinargerö um norræna listamenn sem
á er minnzt i bókinni.
Árin okkar Gunnlaugs er 200 bL að stærö og unnin
i Prentsmiöju Árna Valdemarssonai og Bókbandsstof-
unni örkinni.
Húsiðf
Stóru-Skógum
Bangsfmon og vfnlr
hans fara f skóla
Setberg gefur út bókina Bangsimon og vinir hans
fara I skóla, litprentaða bók i stóm broti. Flestir
þekkja sögumar um Bangsimon og Jakob og vini
þeirra, Gríslinginn, Kaninku, Kengúru, Kengúru-
bamiö, Tígrisdýrið og Uglu. Sögumar eru eftir brezka
rithöfundinn A. A. Milne en þær hafa verið þýddar á
fjölda tungumála og orðiö vinsælar viöa um heim.
Hér á landi er þess minnzt þegar þær systur Helga
og Hulda Valtýsdætur fluttu söguna um Bangsimon i
ríkisútvarpinu. 1 þessarí bók segir frá þvi þegar Jakob
ákvaö aö vinirnir ættu aö fá að fara i skóla eins og
hann og kynnast þvi sem þar færí fram. Hulda Valtýs-
dóttir þýddi og endursagði bókina.
MWvikudagar
f Moskvu
Nýkomin er út á vegum Máls og menningar bókin
Miövikudagar I Moskvu eftir Áma Bergmann. Þessi
bók er i senn endurminningar frá námsárum höfundar
i Moskvu og úttekt á þjóðfélagsástandi og tiðaranda i
Sovétríkjunum bæöi fyrr og siðar. I forlagsumsögn
um bókina segir m.a. að námsár Árna i Moskvu hafi
veríö einn merkilegasti umbrotatimi i sögu Ráðstjórn-
arrikjanna eftir striö.
„Þetta er timabil leyniræöu Krústjoffs og fyrstu
bóka Solzenitsins — timi bjartra vona um aö Sovét-
rikjunum tækist aö leysa sig úr viðjum Stalinstimans.
Árni kristallar lifsviöhorf þeirrar kynslóðar sem
mótaðist við þessar aöstæöur, vonir hennar og ekki
slöur vonbrigðin þegar á leið. Viö kynnumst hér
litriku mannlifi, listamönnum og stúdentum, andófs-
mönnum jafnt sem jábræörum skipulagsins og þá ekki
sist þvi hvunndagsfólki sem ekki verður flokkað á
þennan hátt. I frásögum af þessu fólki má greina
örlagasögu sovézku þjóöanna á tuttugustu öld.
Ámi Bergmann hefur um nokkurt skeiö lagt fram
mikilvægan skerf í menningar- og þjóöfélagsumræöu
hérlendis.
Miövikudagar i Moskvu er 222 bls., prentuð i
Prentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd er eftir Þröst
Magnússon.
Sctberg hefur gefiö út bókina Húsiö i Stóru-Skógum
en hún er úr bókaflokknum Húsiö á sléttunni sem
sýndur er i islenzka sjónvarpinu. Höfundur er Laura
Ingalls Wilder en Herborg Friðjónsdóttir íslenzkaði.
Ljóðin i bókinni þýddi Böövar Guðmundsson. Bókin
er tæpar 200 blaðsiður, skreytt um 70 undurfögrum
teikningum.
s ^jartsýni
Bjartsýni léttír þér IffUS
eftir Norman Vincent Peale.
Baldvin Þ. Kristjánsson hefur þýtt sjöttu bókina
eftir mannvininn heimskunna, Norman Vincent
Peale, og nefnir hana Bjartsýni léttir þér lifið. Útgef-
andi er Bókaútgáfan Om og Orlygur. Þetta er bók um
nýjan lifsstil sem veitir fólki styrk til þess að bjóöa
öUu andstreymi byrginn.
Bjartsýni er bezta lifsspekin. Norman Vincent
Peale vekur með bókum sinum nýjan Hfshvata og
nýjar vonir. Hann leiðir fólk meö skerptri innsýn til
nýrra orkulinda. Hann miðlar af sinni sterku trú á
frjótt og hamingjuríkt lif.
Djúpt andlegt innsæi og mannleg reynsla veitir
boöskap hans þrótt og þor. Hann visar varðaöa leiö til
trúar og trúnaðartraust, sem veitir varanlegt innra
öryggi og hjálpar okkur yfir sérhverja torfæru.
Bókin Bjartsýni léttir þér lifið er sett, prentuð og
bundin i Prentsmiöjunni Eddu hf. Bókakápu gerði
Sigurþór Jakobsson.
Tvwr bwkur um fcgurð og fatattzku
Hnnið eigin fatastíl og
Ustín að Ifta vel út
I The Thames sjónvarpsstööinni i Bretlandi hafa
þættir sem fjalla um fegurð og fatatizku á jákvæðan
og raunsæjan hátt náð gífurlegum vinsæidum. Sam-
hliöa sjónvarpsþáttunum hafa veríö gefnar út bækur
þar sem meginefni þáttanna er dregiö saman og sett
fram á skýran og skemmtilegan hátt. Tvær þessara
bóka eru nú komnar út á islenzku hjá Bókaútgáfunni
Emi og örlygi, nefnast þær Finniö eigln fatastil og
Listin aö Uta vel út Hvor bókanna er 64 blaðsiöur og
báöar eru þær með fjölda teikninga og skýringar-
mynda.
Finnið elgin fatastíl er eftir Frederica Lord. Það var
hún sem mótaöi og stjómaði áöumefndum sjónvarps-
þáttum sem bækumar eru byggöar á. Þýöandi er
Hildur Einarsdóttir. Meginkaflar bókarinnar eru 13
og bera heitin: Tízkan er háö hverjum tíma, Feliö
vaxtarlýti og klseöist litum sem fara vel, Skapið ykkar
eigin stil, Að „tolia í tízkunni”, þrátt fyrir knöpp kjör,
Látið fötin falla aö þörfum ykkar, Sigildur nútima-
fatnaöur, Nýja rómantikin, Karlmannlegur fatnaður,
Sportlegt yfirbragð, Glæsimennska, „Allt gengur meö
öllu”, Punkturinn yfir i-ið og Aö fylgjast með þótt ald-
urinn færist yfir.
Bækumar eru filmusettar og umbrotnar í prent-
stofu G. Ðenediktssonar en prentaöar i Bretlandi.
ÓSKABÓK
ALLRA
KVENNA
HJUNN
Agnarögn, ný
bamasaga
Út er komin á vegum Iöunnar bamasagan Agnar-
ögn eftir PAI H. Jónsson. Hann er kunnur fyrir ljóð
sin, lög, leikrit og sögurit en I fyrra sendi hann frá sér
bamasöguna BerjabiL Fyrir hana hlaut höfundur
verðlaun scm frreösluráð Reykjavíkurborgar veitir
beztu frumsaminni bamabók ár hvert. — Agnarögn
er saga I 12 köflum og fylgir mynd hverjum kafla en
myndimar teiknaði Þorbjörg Höskuldsdóttir.
Agnarögn segir frá átta ára stúlku sem dvelst um
skeiö hjá afa sinum, samskiptum þeirra sin i milli og
við böm og fuilorðna i hverfinu þar sem þau búa.
Agnarögn er 123 blaðsiður. Prisma prentaði.