Dagblaðið - 01.12.1979, Síða 29

Dagblaðið - 01.12.1979, Síða 29
DAGBLADIÐ. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1979. 29 Eini hluthafinn sem veðsetti persónulegar eigur: MISSTIEIGNIR FYRIR HÁTT Á ANNAN TUG MILUÓNA sem fór ígreiðslu á skuldum félagsins, segir Hjörleifur Hall- gríms, einn af eigendum Akurfells, við Dagblaðið „Ég harma að hafa verið þátttak- andi í fyrirtæki sem varð þess vald- andi að fólk fór fjárhagslega illa út úr viðskiptum við það. Gangur mála hefur að miklu leyti verið rakinp sem hálfgerð framhalds- saga á síöum Dagblaðsins. Þar hefur ekki verið rétt farið með i mörgum atriðum og ýmsu sleppt, enda eðlilegt þar sem aðeins hefur verið vitnað í annan aðila málsins, ibúðakaupend- ur,” sagði Hjörleifur Hallgríms í samtali við Dagblaðið. Hjörleifur er einn aðstandenda Byggingafélagsins Akurfells hf. sem oft hefur komið við sögu á síðum blaðsins að undanförnu. Aðrir skráðir eigendur Akurfells hf. eru Steinunn Ingólfsdóttir, örn Her- bertsson, Nanna Jósefsdóttir og Rafn Herbertsson. Að sögn Hjörleifs báru hann og örn Herbertsson hitann og þungann af rekstri félagsins. „Ég sá um skrifstofuhald og fjár- reiður Akurfells. örn sá um útifram- kvæmdirnar. Það er þvi af og frá að taka mig út úr og gera mig einan ábyrgan fyrir því hvernig fór. Ég byggði ekki Akurfellshúsin í eigin persónu.” — Kaupendur íbúðanna ykkar gefa i skyn að peningarnir sem þeir greiddu ykkur hafi verið notaðir í annan atvinnurekstur eða til greiðslu á skuldum óviðkomandi húsbygging- unni. Hverju svarar þú því? Ég vildi allt fyrir þá gera „íbúðakaupendurnir vita miklu betur en það sem DB hefur eftir þeim haft. Og þeir vita nákvæmlega hvað varð þess valdandi að Akurfell hf. lagði upp laupana og gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þeir vita líka að ég var maðurinn sem allt reyndi fyrir þá að gera fram á síðustu stundu. Ég afsalaði sumum þeirra íbúðunum löngu fyrir tímann til þess að þeir héldu því sem hægt væri, úr því sem komið var. Enda leituðu kaupendurnir til mín en ekki bygg- ingameistarans (þ.e. Arnar Herberts- sonar). Hvers vegna? Þeir svari því sjálfir. Við seldum ibúðirnar á föstu verði með vaxtalausum greiðslum langt fram í tímann. í óðaverðbólguþjóð- félagi, þar sem nánast eru dagprísar á efniskaupum og launagreiðslum, er varla von að vel fari. En ég er sann- færður um að ýmislegt hefði verið hægt að gera i átt að því að fullklára íbúðirnar ef allir íbúðakaupendur hefðu staðið full skU á sinum greiðsl- um. Svo var ekki. Vanskil námu milljónum króna. Það er einkennilegt að biðja um opinbera rannsókn á fjármálamis- ferli Akurfells á sama tíma og þeir hinir sömu ákærendur stóðu ekki við sinar skuldbindingar — sumir hverjir.” Ég missti eigurnar Var ekki löngu orðið ljóst að AkurfeU væri að fara á hausinn þegar þið hélduð ykkar striki við innheimtu peninga fyrir íbúðir sem sýnt var að ekki yrðu kláraðar í samræmi við kaupsamninga? ,,Ég gat ekki sætt mig við að illa væri að fara. Mér hafði alltaf gengið ágætlega með það sem ég hafði áður sýslað við og ekkert misfarizt fyrr. Ég gerði ýmsar ráðstafanir til að bjarga málunum. Þar á meðal að setja per- sónulegar eignir í milljóna veð fyrir Akurfell hf. — nokkuð sem mér bar engin skylda til. Slíkt gerir enginn óvitlaus maður. Það hef ég lært af biturri reynslu. En ég hafði slíka ofurtrú á fyrirtækinu og ég var eini hluthafinn í Akurfelli sem setti per- sónulegar eigur i veð. Andvirði eign- Hjörielfur Hallgrims: „Af og frá að gera mig einan ábyrgan fyrir því hvernig fór.” DB-mynd: RagnarTh. anna var hátt á annan tug milljóna, sem fór til greiðslu skulda fyrir Akur- feU hf. öm Herbertsson býr í stóru einbýlishúsi á Akureyri og ekur dýr- um bíl. Það segir sína sögu um mun- inn á því hvernig við fórum út úr óförum AkurfeUs hf. Textinn á jóla- kortinu var óbirt- ingarhæfur Einn íbúðareigandi við Seljahlíð segir að Akurfell hafi notað oíiu og rafmagn á sinn kostnað á meðan þið byggðuð raðhúsið allt. Og svo hafið þið afhent honum íbúðina hálfklár- aða. „Það er rétt, að við vorum með trésmíðaáhöld inni i íbúðinni hans á meðan sú ibúð var I smíðum, annað er fjarstæða. Ég treysti mér ekki til að sverja fyrir það að rafmagnsreikn- ingar vegna þessa hafi brenglazt eitt- hvað. Það er byggingameistarans að svara fyrir. Hins vegar notuðu íbúða- eigendur rafmagn frá Akurfelli hf., tengdu hunda i vinnuskúr o.fl. átölu- laust. Ekki veit ég því á hvern hallar. Ég tek með fyrirvara ásakanir frá íbúðareigandanum sem ber á okkur þungar sakir og þú kallar „ljótasta dæmið um viðskipti húseigenda á Akureyri og Akurfells” i Dagblaðs- frétt. Á jólum 1977 fékk fjölskylda mín jólakort frá þessum manni, þar sem hann óskaði okkur norður og niður. Við værum þau mestu úrhrök sem hann hefði kynnzt. Textinn á kortinu er slíkur að ekkert dagblað myndi treysta sér til að birta hann. Þessum manni mun ég og fjölskylda mín fyrirgefa vegna þess að við vitum að honum er oft á tíðum ekki sjálf- rátt. Rannsóknarlögregl- unni hefur verið skýrt frá öllu saman — Nú hefur komið fram, Hjör- leifur, að rannsóknarlögreglan er að rannsaka kærur á Akurfell vegna meintra svika félagsins í viðskiptum við veðdeild Landsbankans. Þvi er haldið fram að þið hafið tekið út hluta byggingalána án rétts umboðs í- búðareigenda. Er það rétt? „Akurfell hf. hafði kaupsamninga og umboð í höndum til töku hluta veðdeildarlána frá þremur af fjórum íbúðakaupendum að Litluhlíð 2 sem þarna er um að ræða. Það segir sína sögu að kaupsamningarnir kveða skýrt á um þetta atriði. Hvað viðvíkur því í hvað pening- arnir fóru, sem Akurfell hf. fékk frá veðdeildinni, hefur rannsóknarlög- reglunni verið gerð full grein fyrir öll- um málum. Og þar lagði ég fram launareikninga og efnisreikninga sem greiddir voru með veðdeildarpening- unum. Þetta mál er því á hreinu frá minum bæjardyrum. Ég átti gott samstarf við rannsóknarlögregluna, sem berað þakka. Raðhúsið sem Akurfell hf. byggði við Litluhlið á Akureyri. DB-mynd: Fax. Þáttur dómsmála- ráðherrans Síðasti þáttur málsins af minni hálfu, í bili að minnsta kosti, er hlutur dómsmálaráðherrans. Skel- eggur núverandi dómsmálaráðherra þessa lands brá skjótt við, eins og hans er von og vísa, þegar „kara- melluþjófur” var á ferðinni og ósk- aði rannsóknar á meintu misferli hans — eins og fyrirsögn í Dagblað- inu bendir til. „Akurfellsmálið verður skoðað þegar í stað,” er haft eftir Vilmundi í blaðinu. „Þetta er glæpamál”, hef ég eftir honum ann- ars staðar,” sagði Hjörleifur. „Þá hefur dómsmálaráðherrann heimilað gjafsókn til hæstaréttar í máli því sem íbúðaeigendur við Litlu- hlíð 2 töpuðu gegn Akurfelli heima í héraði. Skyldu nú ekki íbúðakaupendur hjá öðrum bygginv.ifélögum, sem gjaldþrota hafa orðió, lara að leggja við hlustir í von um að geta látið ríkið borga væntanleg málaferli. Að minnsta kosti þar sem svipaðir at- burðir hafa orðið og hjá Akurfelli hf. Minn hugur segir að þeir séu ófáir íbúðakaupendurnir sem eru i svipuð- um sporum og viðskiptavinir Akur- fellshf. En Akurfell hf. hefur trúlega ekki (til allrar guðsblessunar) verið búið að byggja nógu margar íbúðir áður en það fór á hausinn til þess að ég, Hjörleifur Hallgríms, nyti gjafmildi dómsmálaráðherrans og yrði settur til að stjórna fjármálum einhverrar stofnunar kerfisins. En ég er helzt farinn að hallast að því að dómsmálaráöherrann sé búinn að kasta þó nokkrum steinvölum úr eigin glerhúsi sem æðsti maður dóms- mála á íslandi og einnig fyrr á sínum ferli sem stjórnmálamaður. Þeir sem hafa frekari áhuga á því sem ég er að segja ættu að lesa viðtal við Daníel Ágústínusson, stjórnar- mann hjá Sementsverksmiðju ríkisins i Tímanum laugardaginn 24. nóvem- ber sl. Þar eru rakin tengsl ákveðinna aðila, allt frá því nátengdum dómsmálaráðherranum, við bygg- ingafyrirtæki sem þótti stórt í sniðum hér i borg. í Tímanum segir að hinir sömu aðilar hafi verið á hlaupum vegna hundruða milljóna vanskila- skulda jressa fyrirtækis sem þá var vitað að var með vonlausan rekstur. Það eru of stór orð til að hafa í flimtingum án þess að rökstyðja þau. „Þetta er glæpamál.” Því verða mín lokaorð að sinni, herra dómsmálaráðherra: „Maður littu þér nær,”” sagði Hjörleifur Hallgrímsaðlokum. -ARH Minnispunktar um Akurfellsmálið Akurfellsmálið, sem Dagblaðið hefur skrifað um undanfarnar vikur, snýst um samskipti byggingafélagsins Akurfells og húseigenda í raðhúsum við Litluhlíð og Seljahlið á Akureyri. Akurfell seldi íbúðir við Litluhlíð í byggingu. Áttu þær samkvæmt kaupsamningi að vera fokheldar og húsið fullfrágengið að utan. Umsamið kaupverð var kr. 5.400.000 og afhendingartími í sept./okt 1976. Kaupendur halda því fram að þeir hafi staðið við greiðslur sínar en seljendur ekki við verkskil. Sam- kvæmt mati reyndist kostnaður við að ganga frá fjórum íbúðum sem hér um ræðir kr. 3.980.000. Akurfell varð gjaldþrota og hús- eigendur sátu eftir með íbúðir sínar hálfkláraðar og skaða sinn óbættan. Þeir höfðuðu mál á hendur félaginu og aðstandendum þess. Niðurstaða bæjarþings á Akureyri var sú að AkurfeU var dæmt til að greiöa húseigendum kr. 3.980.000 með vöxtum, auk málskostnaðar. Hins vegar voru aðstandendur AkurfeUs sýknaðir af kröfum. Kaupsamningar um íbúðirnar reyndust gerðir áður en Akurfell var formlega skráð sem hlutafélag. Og samkvæmt dómnum eru aðstand- endur félagsins ekki taldir ábyrgir fyrir skuldbindingu þess sem stofnað er til áður en félagið er skráð með lögmætum hætti. Einn húseigenda sagði við DB, að ekki væri annað séð en málið væri tapað og tjón þeirra fengist ekki bætt. Húseigendur skrifuðu dómsmála- ráðherra og báðu um gjafsókn í málinu til að geta áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. VUmundur gaf grænt ljós og nú safnar lögfræðingur hús- •eigenda frekari gagna í málinu. Þá kærði veðdeild Landsbankans Akurfell fyrir að hafa mögulega veðsett íbúðir við Litluhlíð án gilds veðleyfis. Upphæð lánanna er 550 þús. pr. íbúð, eða alls 2,2 milljónir. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur unnið að rannsókn málsins að und- anförnu og tekið skýrslur af aðilum málsins, bæði húseigendum og Akur- fellsmönnum. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.