Dagblaðið - 01.12.1979, Síða 32

Dagblaðið - 01.12.1979, Síða 32
STI Tími skrautsýn- breytir m ibx u I mganna hðmn Svipur kosningabaráttu hefur breytzt. Menn minnast hinna stóru ,,sýningar”funda stjómmálaflokk- anna í Reykjavik frá fyrri kosningum þar sem stærstu hús voru tekin undir og keppzt um að fá sem flest þúsund á fundina. Gjarnan kepptu þar í borginni sjálfstæðis- og alþýðu- bandalagsmenn og sögðu frá í blöð- um sínum. Sumir töldu, að blöð þeirra ýktu töluvert mannfjöldann á fundum viðkomandi flokks hverju sinni. Nú er þessi tið liðin. Aðeins Alþýðubandalagið og Alþýðuflokk-. urinn eru með slíkan fund og þá ekki í „Höllinni” heidur bara í hinu minna Háskólabíói. Sjálfstæðismenn munu hafa reiknað út að þessi fundarhöld borguðu sig ekki, til- kostnaður væri mikill. Þar kæmu traustir stuðningsmenn, en árangur lítill í atkvæðum. Nú hafa flokkarnir fremur verið með einhver veizluhöld, þar sem samherjar hafa klappað hver öðrum á bakið. Hins vegar elta fram- bjóðendur hver annan á milli vinnu- staða, allt niður í hina smæstu, eins og fram hefur komið í Dagblaðinu. Oft er það þannig, að fyrst kemur frambjóðandi eins flokksins, talar yfir hausamótum starfsfólks og fær góðar undirtektir. Það sárnar ein- hverjum starfsmönnum, sem styðja annan flokk. Þeir fá sina menn til að komanæstogsvoframvegis. -HH irfálst, úháð dngblnð LAUGARDAGUR 1. DES. 1979. Vegakerfið verðuröllum greiðfært á kjörstað — flugfæri á Vestur- Suður- og Austurlandi og búið að ryðja á Vestf jörðum og á Norðurlandi þar sem þurfti Vegir um meginhluta landsins voru í gærkvöldi tilbúnir til mikillar umferðar kosningadagana tvo. Um meginhluta landsins var færð á vegum mjög góð. Gilti það um allt Suður- og Vesturland og yfirleitt alla Austfirði. Það gilti einnig að mestu leyti um Norðaustur- land og Norðurlandskjördæmi vestra. Það var unnið að því af kappi í gær og verður gert áfram að halda öllu opnu á Vestfjörðum og horfði þar vel. Sigurður Hauksson hjá vegaeftirlit- inu gaf DB yfirlit um færðina. Hún er góð á Vesturlandi og í gær var mokað fyrir Gilsfjörð og í gangi var þá mokstur á ölium heiðum þannig að leiðin til ísafjarðar á að opnast þegar í dag. Verið var að moka Klettháls í Barðastrandarsýslu og þá verður ströndin öll greiðfær. Góð færð var kringum Patreksfjörð til Bíldudals og Tálknafjarðar. Frá ísafirði var orðið greiðfært til Bolungarvíkur og Súða- víkur og fært öllum bílum frá Þingeyri til ísafjarðar. Enn voru ófærir vegir í Inndjúpinu en gert ráð fyrir að þeir verði allir vel færir á kjördag. Ágætt færi er frá Akureyri um Dals- mynni til Húsavíkur og með ströndum allt til Raufarhafnar. Stórir bílar komust um Hálsa og öllum bílum var fært þaðan til Vopnafjarðar. Möðru- dálsöræfi eru aðeins jeppafær en er sunnar dregur er allt opið og greiðfært. Eini farartálminn var Breiðdalsheiði en þar um komust stórir bílar og hugað verður að ruðningi þeirrar leiðar. Það horfir því vel með vegina ef ekki kemur skyndiáhlaup. - A.St. Tvitugir3.des.: Koma varla að lokuðum dyrum Heimild er fyrir því að loka kjör- fundi eftir fyrri kjördag hafi 80% kjós- enda á kjörskrá þá greitt atkvæði. Þá vaknar sú spuming hvað gerist með þá, sem öðlast ekki kosningarétt fyrr en síðari kjördag, þ.e. verða tvítugir 3. desember. DB leitaði til Kristjáns Torfasonar bæjarfógeta í Vestmannaeyjum og for- manns yfirkjörstjórnar í Suðurlands- kjördæmi og bar þessa spumingu undir hann. Kristján sagði þetta ekki einfalt. mál en þó kærhi sér í hug ein lausn á því að óathuguðu máli. Hún væri sú að þetta fólk greiddi atkvæði utan kjör- fundar og kæmi því í aðra kjördeUd í sama kjördæmi. Mögulegt er að kjósa utan kjörfundar á kjördag. - JH Jólasveinar gengu um miðborgina meðan á útifundinum stóð og fengu fundarmenn með sér f jólalögin. Á Utlu myndinni má sjá nokkra fanmmælendur hlusta á einn úr sinum hópi — og greinilega Ukar öllum jafnvel. DB-myndir Ragnar. Syngjandi jólasveinar og kuldabólgnir f rambjóðendur: ÚTIFUNDUR MEÐ ÖLLUM Á TORGINU —og pylsa með öllu á eftir Miðbærinn var sannarlega Iíflegur síðari hluta dags í gær. Að venju var þar útimarkaður og pylsuvagn, auk stressaðs fólks í búðarápi. Auk þess mættu frambjóðendur allra flokka í Reykjavík, hoppuðu upp á bekk á miðri grænubyltingargrastorfunni í Austurstræti og létu ljós sitt skína í skammdegisrökkrinu á réttláta jafnt sem rangláta. Á miðjum útifundi, sem Ásgeir Hannes Eiríksson pylsusali átti frum- kvæði að, mætti heil hersing ungmenna með jólasveina i broddi fylkingar. Steðjaði liðið í gegnum miðbæinn syngjandi jólalög og efndi til jólasöngs- útifundar á Lækjartorgi. Það var ólíkt skemmtilegra að hlusta á jólasöng en verðbólgusöng á þessum árstíma. Morgunpóstarnir Sigmar B., Páll Heiðar og Sigrún Valbergs stjórnuðu útifundi frambjóðenda. Mikill mann- fjöldi hlustaði á þá ákalla atkvæðin sin og kveða verðbólgu í kútinn — kulda- 'bólgna í framan. ,,Af stórfelldri samdráttarstefnu íhaldsins leiðir aðeins eitt — atvinnu- leysi,” sagði Bjarni Einarsson frá Framsóknarflokknum. „Alþýöubandalagið fékk lánaða rauða fána hjá okkur til að lita Há- skólabíósfundinn hjá sér svolítið rauðan,” sagði Birna Þórðardóttir frá Fylkingunni og spáði því að „næsta stjóm verður kaupránsstjóm”. „Þarna er liðið hans Vilmundar mætt á staðinn. Vonandi verða kjós- endur kratanna ekki fleiri,” sagði Pétur Sigurðsson frá Sjálfstæðis- flokknum og benti á jólasveinana. ,,Ég hafði erindi sem erfiði í pylsu- vagninn forðum,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson frá Alþýðubandalagi. ,,Ég fékk eina pylsu og verkalýðshreyf- ingin tvær — tvö vísitölustig í ferð- „Atvinnulygarar mæta blaðalausir, á því getið þið þekkt þá. Ég les ræðuna af blaði,” sagði Helgi Skjaldbaka frá Hinum flokknum. „Hér var engin vinstri stjórn heldur óstjórn,” sagði Jón Baldvin Hanni-1 balsson frá Alþýðuflokki. „Stólum ekki á hálfguðinn Óla Jó sem ætlar víst í forsetaframboð og hefur hálfvegis dregið framboð sitt til baka.” Og á eftir fengu allir frambjóðendur á fundi með öllum sér pylsur. Auðvitað pylsur með öUu. Annað var ekki sæm- andi. -ARH Ástandið um borð í m/s Eddu: Kvartanir sjómannafélagsins hafa engan árangur borið —og þó hafa þær veríð stöðugar, allt f rá því skipið kom fyrst til landsins, segir fulltrúi Sjómannafélags Reykjavíkur „Við höfum kvartað yfir á- standinu um borð i Eddu allt frá þvi að skipið kom fyrir 2—2 1/2 ári,” sagöi Sigurður Sigurðsson hjá SjóJ mannafélagi Reykjavíkur. „Útgerðin hefur lofað því að kippa þessum málum í lag, en ástandið í skipinu hefur verið svona allan tímann. Skipið var slæmt þegar það kom og það hefur aldrei verið tekið al- mennUega í gegn. Það má gera en það er bæði viðhald og hreinlæti sem er ekki eins og það á að vera. Svo virðist sem ^kjpstjóri og 1. stýrimaður hafi aldrei gert gangskör að þvi að kippa þessuílag. Við höfum farið um borð þegar skipið hefur komið hingað og litið í kringum okkur og afhent útgerðinni lista með þeim atriðum sem hefur þurft að lagfæra. Það hefur hins veg- ar skort aðhald frá yfirmönnum til þess að fylgja því eftir. Það þýðir lítið að hreinsa herbergi ef það er síðan látið ógert næstu 4—5 mánuði. Það eru yfirleitt ekki félagsmenn hjá okkur sem ráða sig á þetta skip, þó það hafi komið fyrir. Þeir hafa því lítið talað við okkur. Þessir menn eru ráðnir í fjóra mánuði í senn og reglan er sú að þeir hætti eftir það tímabil. Berist félaginu hins vegar kvartanir vegna sóðaskapar þá er það þess að láta heilbrigðisyfirvöld vita afþví.” -JH.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.