Dagblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979.
Washington:
20 milljjarða hækkun
herútgjalda Carters
—vill með því fá öldungadeildina til að samþykkja Salt II samkomulagid
í dag mun Jimmy Carter Banda-
ríkjaforseti tilkynna um fyrirætlanir
sínar sem fela í sér milljarða hækk-
anir á útgjöldum til hermála á
næsta fjárhagsári.
Að sögn gerir forsetinn þetta
til að bæta stöðu sína í barátt-
unni fyrir fullgildingu Salt II
samkomulagsins við Sovétrikin. Sá
samningur fjallar um takmörkun
kjarnorkuvigbúnaöar risaveldanna
tveggja og er enn öafgreiddur frá
öldungadeildinni í Washington.
Opinberir aðilar i Washington
segja að hækkun hernaðarútgjald-
anna muni nema allt að tuttugu
milljörðum doiiara fyrir fjárhagsárið
1981 en það hefst hinn 1. október
næstkomandi. Mun þetta vera talið
jafngilda aukningu sem nemur fimm
af hundraði, þegar tekið hefur verið
tillit til verðbólgunnar.
Jimmy Carter haföi áður lýst yfir
þeirri skoðun sinni að 3% aukning
hernaöarútgjalda væri æskileg en
ýmsir áhrifamiklir öldungadeildar-
þingmenn höfðu lýst yfir þvi að þeir
mundu ekki styðja Salt II samkomu-
lagið nema því aöeins að hermálaút-
gjöld yrðu aukin um 5%.
Jimmy Carter mun tilkynna um
þessa ákvörðun sina í dag á fundi
með áhrifamiklum iðnjöfrum vestra
en hann mun veröa haldinn í Hvíta
húsinu.
Brottvísun
brotá
stjómarskrá
Alríkisdómari í Washington
úrskurðaði í gær að fyrirætlanir
Bandaríkjastjórnar um að vísa Írönum
þeim sem ólöglega dveljast i landinu á
brott væri brot á stjómarskrá landsins.
Skipaði hann að fyrirætlunum um að
kanna stöðu um það bil 50 þúsund
írana í Bandaríkjunum skyldi þar með
hætt.
Fóstureyðing er mesta ógnun mannkynsins f dag, sagði móðir Teresa i ávarpi sinu i tilefni þess að hún veitti friðarverðlaun-
um Nóbels viðtöku i Ósló i gærkvöldi. Þessi albanska nunna, sem getið hefur sér gott orð fyrir aðstoð sina við örsnauða í
Kalkútta á Indlandi undanfarna þrjá áratugi, sagði að hún teldi engan mun á þvf að fólk réði öðru fólki bana og þvi að móðir
tæki þá ákvörðun að drepa sitt eigið barn. Benti hún á að með öðrum aðferðum hefði tekizt að fækka barnsfæðingum i
Kalkútta um sextíu þúsund á siðasta ári. Auk þess væri gifurlegur fjöldi foreldra sem óskaði eftir þvi að taka börn en gæti
ekki eignazt þau. Jafnvirði rúmlega sjötiu þúsund dollara safnaðist f almennri fjársöfnun i Noregi undanfarna daga, til
styrktar starfi móður Teresu f Indlandi.
ÞrengisthjáGlistrup:
Beðinn af eigin
fylgismönnum að
hætta i póiitík
Fundur í Framfaraflokki Mogens
Glistrups, sem nýlega var haldinn,
fór þess á leit við sjálfan formanninn
og stofnanda flokksins að hann
drægi sig út úr stjómmálum þar tii
málaferli hans vegna opinberra
ákæra fyrir skattsvik, fjárdrátt og
skjalafals hafa verið til lykta leidd.
Virðist þá heldur vera farið að
halla undan fæti fyrir Glistrup, sem
stöðugt stendur í harðri baráttu við
skattayfirvöld og ákæruvaldið í Dan-
mörku. >að er orðinn fastur liður i
danska þinginu að létta af honum
þinghelginni svo málið verði rekið
gegn honum eins og hverjum öðrum
almennum borgara.
Hver höndin virðist nú upp á móti
annarri í Framfaraflokknum. Ekki er
aðeins deilt um flokksformanninn
sjálfan. Lise Simonsen, fram-
kvæmdastjóri þingflokksins, er
einnig mjög umdeild og varð fyrir
háværrí gagnrýni á fundi flokksins.
Hana getur þó enginn rekið nema
þingflokkurinn sjálfur, en að sögn
var greinilegt að hún nýtur ekki
trausts nema minnihluta flokksfor-
ustunnar.
Viðskiptabanni
veróur afíétt
Utanrikismálanefnd fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings samþykkti í gær að
mæla með frumvarpi um að viðskipta-
banni á Zimbabwe/Ródesíu verði aflétt
um leið og brezkur landstjóri hefur
tekið þar við völdum. Banninu á þó að
vera aflétt eigi síðar en 30. janúar næst-
komandi. Landstjórinn á að gegna
stjórnarstörfum til bráðabirgða eða þar
til viðurkennd stjórn tekur við.
Hefur Soames lávarður, tengdasonur
Winstons heitins Churchill, þegar verið
skipaður landstjóri og er hann lagður
af stað til Salisbury. Þing Zimba-
bwe/Ródesíu hefur þegar samþykkt að
hann fari þar með æðstu völd. Þykir,
brezka stjórnin taka nokkra áhættu
með því að senda Soames strax af stað
þar sem ráðstefnunni um Zimba-
bwe/Ródesíu í London er ekki lokið og
hugsanlega gæti slitnað upp úr henni.
Sætu Bretar þá uppi með landið á sína
ábyrgð og hugsanlega tvo stríðandi
aðila.
ALLT Á EINU BRETTI
Magnari, útvarp með öllum
bylgjum, segulband, plötuspilari,
tveir hútalarar og borð undir tœk-
in, Hvað meira?
NÝKOMIÐ
REKKI
MEDðLU)
VERÐ AÐEINS KR. 629.980.
SKIPHOLT119 SÍMI29800.
Munið gírónúmer23900-3
SÖFNUN MÖDUR TERESU
Erlendar
fréttir