Dagblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979.
17
BÆKUR FYRIR FULLORÐNA
DÓIHISDAGUR
Ný skáldsaga eftir Guðmund Daníelsson.
Aðalpersóna þessarar bókar er Sigurður Guð-
brandsson, fæddur á-Lækjarbotnum 1806.
Hann var tvíkvæntur og átti að minnsta kosti
tvær hjákonur. Sigurður eignaðist 23 börn.
Höfundur Dómsdags hefur einkum stuðst við
heimildir í Þjóðskjalasafni íslands. Úr þeim efni-
við hefur hann skrifað áhrifamikið bókmennta-
verk. Þetta er harmsaga langafa hans, — saga,
sem í ótrúlegri harðneskju sinni glitrar þó öðrum
þræði af léttum gáska og vongleði.
BemíeGarf-nkej
UVi
ULLMANNog
INGMAR
riBERGMAN
SwpfnyndF"
. . _ úrbfi
tveggja Sstamanna
Guðnin
SETÐERG
LIV ULLMANN 0G
INGMAR BERGMAN
Hér er sagt frá lifi og star'fi tveggja stórbrotinna
listamanna. Hvernig Liv þroskaðist sem leik-
kona undir handleiðslu Ingmars Bergmans og
varð ástfangin af leikstjóranum fræga.
Tveir skapstórir listamenn áttu sitt ástarævintýri,
en varð ofviða að lifa saman í hversdags-
leikanum. Þau bjuggu saman í fimm ár í óvígðri
sambúð og eignuðust dótturina Linn, en slitu
samvistum. í bókinni eru 60 myndir, þar af
margar heilsíðumyndir.
Guðrún Guðmundsdóttir þýddi.
GunnarM.Magnúss
Siqurðar
quroar
Dók <4
Þótöarsonar
HórsegjráÐinlægan
og hispursiausan háft
íráSiogstarfiþessA
eínstæöa fetamanns
Setberg
Siguróar
bók Þóióatsonar
Hér segir á einlægan og hispurslausan hátt frá
lífi og starfi þessa einstæða listamanns, svo
og trúarlífi Sigurðar og lífsskoðunum hans.
Og í seinasta kaflanum ,,Samfylgdin“ segir
Áslaug Sveinsdóttir, kona Sigurðar frá starfi,
heimilislífi, gleði og andstreymi. Gunnar M.
Magnúss hefur skrifað endurminningar t. d. um
Sigvalda Kaldalóns og Guðrúnu Á. Símonar.
„Sigurðar bók Þórðarsonar" er prýdd fjölda
mynda.
Höfundur þessarar ástarsögu er þekktur
hér á landi fyrir bækur eins og „Stella“,
„Tvífarinn“, „Cymbilina hin fagra" og
„Hann unni henni“.
„Úrskurður hjartans" er því ein af gömlu, góðu
skáldsögunum, sem enn eru ungar og ferskar.
Læknirí
þremlöndum
Létt kímni, heitt skap og hreinskilni einkenna
endurminningar Friðriks Einarssonar læknis.
Hann hefur frá mörgu að segja, og segir vel frá.
Þetta er bók um merkilegt ævistarf og minnis-
stæðan persónuleika. Gylfi Gröndal hefur áður
skrifað vinsælar minningabækur, til dæmis um
dr. Kristin Guðmundsson og Helgu M. Níels-
dóttur Ijósmóður.
Bókin „Læknir i þrem löndum“ er um 200
blaðsíður með mörgurn myndum.
Gytfi Gn5ndal:
Töframaöurinn frá
Lúblin
„Töframaðurinn frá Lúblín“ gerist í Póllandi
seint á nítjándu öld. Jasia Mazúr virtist flest til
lista lagt. Hann átti góða konu og gott heimili
og á sýningarferðalögum sínum naut hann vax-
andi frægðar og fór ekki varhluta af hylli kvenna.
Dag einn verður honum Ijóst að líf hans er
komið í hnút og úr vöndu að ráða.
Margir telja Isaac Bashevis Singer, höfund
þessarar bókar, eitt snjallasta sagnaskáld sem
nú er uppi. Honum voru veitt bókmenntaverð-
laun Nóbels 1978. Hjörtur Pálsson þýddi.
LANDNÁMIÐ
FYRIR LANDNAM
„Með móðurmjólkinni drakk ég í mig hina rót-
grónu sögu um landnám islands. Engum kom til
hugar að véfengja þessa sögu. Svo liðu árin
og 1000 ára afmæli Alþingis var haldið hátíðlegt
1930. Þá vaknaði tortryggni mín á að allt væri
með felldu um landnámssöguna."
i bókinni svarar Árni Óla þessum efasemdum.
Árni Óia var mikilvirkur blaðamaður og rit-
höfundur. Bækur hans urðu 37 talsins.
Árni Óla lést á síðastliðnu sumri. Hann hafði þá
nýiokið frágangi þessarar bókar.
Þakænnan syngur
Ljóðabókin „Þakrennan syngur“ er eftir
Norðmanninn Jul Haganæs. Þýðinguna gerði
Guðmundur Daníelsson rithöfundur.
Nú eru Ijóðabækur Jul Haganæs orðnar átta,
en þetta er fyrsta Ijóðabók hans sem þýdd er
á íslensku.
. , Jul Haganæs
Þakrennan
Gutxntnck* Darmtssan 1M MB*
'«"“i syngur
SETBERC
FREYJUGÖrU 14, SÍM1176 67