Dagblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979.
7
NewYork:
STALVEGGIR RIFNUDU
OG HVERFID TITRAÐI
—er sprengja sprakk í byggingu sovézku sendinefndarinnar hjá SÞ—sex manns slösuðust
Að minnsta kosti sex manns
slösuöust er mjög kraftmikil sprengja
sprakk við dyr bifreiðageymslu á
fyrstu hæð byggingar sovézku
sendinefndarinnar hjá Sameinuðu
þjóðunum í New York í nótt. Urðu
miklar skemmdir á byggingunni, sem
er ellefu hæðir og stendur á Manhatt-
an eyju.
Svo öflug var sprengingin að stál-
veggir í húsinu rifnuöu og rúður
brotnuðu i allri byggingunni allt upp
á fimmtu hæð. Auk þess urðu
skemmdir á nærliggjandi byggingum.
Hinir særðu eru fjórir
lögreglumenn sem voru á varðgöngu
nærri og auk þess tvær sovézkar
konur sem voru að störfum á skrif-
stofu inni í byggingunni.
Að sögn lögreglunnar í New York
hafa samtök kúbanskra útlaga,
Omega-7, þegar lýst sök á hendur sér
fyrir sprenginguna. Samtökin hafa
talið sér til tekna tvö sprengjutilræði
sem gerð hafa verið á sendinefnd
Kúbu hjá Sameinuðu þjóðunum á
undanfömum vikum.
Sprenging þessi er sögð einhver
sú mesta sem orðið hefur í New York
í manna minnum. Var sprengjan
skilin eftir við innkeyrslu í bifreiða-
geymslu á jarðhæð byggingarinnar,
nærri götunni.
Aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, Donald
McHenry, kom þegar á slysstaðinn
og tók þátt i björgunaraðgerðum og
'störfum við að finna hverjir hér
hefðuverið að verki.
Af ótta við fleiri sprengjur var
nokkru svæði lokað og sérþjálfaðir
hundar fengnir til að leita.
Flugslysið á Suðurheimskautslandinu:
ítrekuðum aðvör-
unum ekki sinnt
Flugmenn DC-10 þotunnar, sem
fórst yfir Suðurskautslandinu í fyrra
mánuði og með henni 257 manns,
virðast ekki hafa sinnt ítrekuöum
aðvörunarmerkjum frá tækjum i
stjórnklefa. Samkvæmt upptöku á því
sem gerðist í stjómklefa þotunnar rétt
áður en slysið varð hefur sérstakt tæki
gefið fjórum sinnum til kynna að þotan
væri of lágt á lofti.
Merki þessi eiga að gefa flugstjórnar-
mönnum til kynna að þegar í stað verði
að auka flughæð eigi vélin ekki að
landaá jörðinni.
Upplýsingar þessar komu frá einum
bandarisku fulltrúanna viö rannsókn
flugslyssins. Hann sagði ennfremur að
engir gallar hefðu fundizt á þotunni
sjálfri sem hefðu getað valdið slysinu.
Segulbandsupptökurnar úr flug-
stjórnarklefanum hafa verið rann-
sakaðar í Washington.
Bretland:
Frumvarp um tak
mörkun á vakfí
verkalýðsfélaga
Brezka ríkisstjórnin hefur nú lagt
fram frumvarp þar sem gert er ráð fyrir
verulegum takmörkunum á völdum
brezkra verkalýðsfélaga. Er þetta sam-
kvæmt einu kosningaloforða Margrét-
ar Thatcher, formanns íhaldsflokksins,
en völd verkalýðsfélaganna og foringja
þeirra hafa verið henni mikill þyrnir í
augum.
Helztu atriði tilagnanna eru þau að
nú verður aðeins leyfilegt að standa
verkfallsvörð við það fyrirtæki sem
menn starfa við sjálfir. Er þetta að
sögn gert til að koma í veg fyrir að
sveitir harðsnúinna verkfallsmanna eða
jafnvel æsingamanna stöðvi vinnu utan
síns raunverulega starfssvæðis.
Verði lögin samþykkt verða ákvæði
um einkarétt á vinnu hjá einstökum
vinnuveitendum að samþykkjast af í
það minnsta 80% allra þeirra sem þar
starfa.
Ekki verður heimilt að þvinga neinn
til að ganga í verkalýðsfélag. Verður
brotum gegn þessu ákvæði vísað til
almennra dómstóla. Einnig getur
maður fengið að vera utan verkalýðs-
félaga með vissum skilyrðum þó á-
kvæði séu um einkarétt þeirra á
vinnu.
Ríkisvaldið ætlar að greiða kostnað
af almennum atkvæðagreiðslu , þegar
teknar eru ákvarðanir um mikilvæg
verkföll og fleira. Þannig hyggst íhalds-
stjórnin gefa mönnum kost á að lýsa
áliti sínu leynilega.
Fyrirtæki með tuttugu starfsmenn
eða færri verði hér eftir ekki skyldug til
að taka konur aftur til starfa eftir
barneignafrí.
Verkalýðsleiðtogar flestir hafa lýst
yfir andstöðu við frumvarpið en
skoðanakannanir sýna að þrír af
hverjum fjórum félögum i brezkum
verkalýðsfélögum eru hlynntir
frumvarpinu.
Guatemala:
2000myrtír á
18mánuðum
Rúmlega tvö þúsund menn hafa
verið myrtir í Mið-Ameríkuríkinu
Guatemala síðastliðið eitt og hálft ár.
Þar hafa verið að verki sveitir sem
styðja hin hægri sinnuðu stjómvöld
Iandsins og þá gjarnan einkennis-
klæddar hersveitir eða úr öryggis-
verði ríkisstjórnarinnar.
Samkvæmt upplýsingum Amnesty
International, en nefnd frá samtök-
unum hefur verið í Guatemala, hafa
það aðallega verið vinstri sinnaðir
stjómarandstæðingar og verkalýðs-
leiðtogar sem látið hafa lífið í
aðgerðum sveita stjómarinnar.
Einkum munu það vera félagar
flokka sem taldir eru geta orðið
skeinuhættir ríkjandi stjórnendum í
forsetakosningum, sem fara eiga
fram 1982, sem morðsveitirnar hafa
sótzt eftir.
Stjómvöld í Guatemala hafa ekki í
eitt einasta skipti séð ástæðu til að
kalla neinn meðlim morösveitanna
fyrir rétt vegna atburöanna. Romeo
Garcia .forseti landsins og flestir ráð-
herranna láta nægja að kalla þá
kommúnistaútsendara eða leiguþý
brezku krúnunnar.
Aðeins varaforseti landsins,
Francisco Kramer, hefur óskað eftir
því að málið verði rannsakað og jafn-
framt tekið fyrir hjá Samtökum'
Ameríkurikjanna.
KrisogRita
ætla að skilja
Krís Krístoffersson, bandaríski söngvarinn og leikarinn, og kona
hans Rita Coolidge söngvarí eru nú að skilja eftir sex ára hjónaband.
Svo virðist sem ekki verði neinn ágreiningur um skiptingu eigna og
farið hefur verið fram á að dóttir þeirra, fimm ára gömul, verði i umsjá
beggja foreldranna.
Gripið simann
gerið góð
kaup
Smáauglýsingar
BIAB5IN5
Þverholti11 sími 2 70 22
Opið til kl.10 í kvöld