Dagblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979. Utgafandi: Dagbiaflið hf. WBIAÐW frfálst,áháð dagblað Framkvamdaaljórf: Svainn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: ^ónas Kdstjánason. Ritstjómarfultrúl: Haukur Halgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri rltatjómar. Jóhannas Raykdal. Iþróttir: Halur Sfmonarson. Manning: Aflalstflnn Ingólfsson. Aflatoflarf róttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrfmur Pálsson. Blaflamann: Anna BJamason, Ásgair Tómasson, AtM Rúnar Haldórsson, AtH Stsinarsson, Bragi Sig urflason, Dóra Stafánsdóttir, EUn Afcartsdóttlr, Qtosur Slgurflsson, Qunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Gairsson, Sigurflur Svarrisson. Hönnun: HHnw Karteson. Ljósmyndir: Aml PáN Jóhannaaon, Bjamlalfur Bjamlalfsson, Hflrflur VHhjáknsson, Ragaar Th. Sig- urflason, Svainn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Qjaldkari: Þrálnn Þortelfsson. Sflkistjóri: Ingvar Svakisson. Draiflng- arstjóri: Már E. M. HaMórsson. Rltstjóm Slflumúla 12. Afgralflala, áskriftadaHd, augtýsingar og skrifstofur Þvarhohi 11. Aflatoimi btaflalns ar 27022 (10 Ifnur) Satning og umbrot Dagblaflifl hf., Slðumúla 12. Mynda- og piAtugarfl: HHmir þf., Sfflumúia 12. Prantun: Arvakur hf., Skaffunni 10. Askriftarvarfl á mánufll kr. 4000. Varfl f lausasfllu kr. 200 aintakifl. Sex vikna sport Gaman hefði verið að sjá upplitið á fundarmönnum á laugardaginn, þegar þríflokkarnir hófu viðræður um stjórnarmyndun. Þar þuldu fram- sóknar- og alþýðubandalagsmenn kosningastefnuskrár sínar! Þetta var auðvitað stórfengleg byrjun á viðræðunum. Án efa hafa allir hlustað af kristilegu umburðarlyndi á fagnaðarerindi hinna flokkanna. Og án efa hafa alþýðuflokksmenn síðar fengið tækifæri til að koma sínu að. Eftir helgina hafa fundir haldið áfram, auðvitað án þess að neinn merkjanlegur árangur hafi náðst. Enda hafa flokkarnir þrír um ýmislegt fleira að ræða þessa daga en upplestur gamalla kosningaloforða. Þeir þurfa að semja um rekstur alþingis. í dag kemur alþingi svo saman, tíu dögum eftir kosningar. Við skulum vona, að þegar sé komið sam- komulag milli þríflokkanna um þingforseta og for- menn helztu þingnefnda. En þar með er engin rikis- stjórn komin á flot. Næstu daga þarf svo að sinna ýmsum formsatriðum á þingi, framkvæma þá hluti, sem samkomulag hefur orðið um, ýta þinginu á flot. Ekki verður mikill tími aflögu til viðræðna um stjórnarmyndun fram að helgi. Síðan kemur helgi og síðasta vika jólaföstunnar. Þá viku eru islenzkir stjórnmálamenn ekki vanir að vinna. Núna neyðast þeir líklega til að víkja frá hefðinni vegna stjórnarkreppunnar. En þeir verða meðfram með hugann við jólin. Landsfeður verða eins og aðrir menn að velja og kaupa jólagjafír, jólatré og ýmislegt annað til jólanna. Þeir geta ómögulega verið á kafi í stjórnarmyndun nema hluta úr degi, þegar jólaundirbúningur stendur sem hæst. Stjórn verður því ekki mynduð í næstu viku. Og þá eru komin jól, síðan enn ein helgin og loks áramót. Þetta verða ekki drjúgir vinnudagar, enda líklegast, að viðræður liggi að mestu niðri síðustu átta daga mánaðarins og ársins. Einkamálin eru efst á baugi þessa frídaga. Foringj- arnir þurfa kannski eins og aðrir að kaupa flugelda og annað til áramótanna: Þeir þurfa kannski að fara í jólaboð til frændfólks og tengdafólks og að gjalda boðin í sömu mynt. Allt tekur þetta tíma. Til nýs hversdags munu stjórn- málamennirnir ekki vakna á nýársdag, þegar Kristján Eldjárn forseti segir þjóðinni, hvort hann gefur aftur kost á sér eða ekki. Daginn eftir er svo komin mið vika. Sennilega fara fímmtudagur og föstudagur fyrir lítið. Viðræður i alvöru um myndun vinstri stjórnar þriggja flokka munu tæpast komast á fulla ferð fyrr en í næstu viku þar á eftir, frá mánudeginum 7. janúar. Ekki er ósennilegt, að Steingrímur Hermannsson þurfi um tvær vikur eða fram yfir miðjan mánuð til að komast formlega að því, sem allir vita nú þegar, að fyrsta tilraunin til myndunar ríkisstjórnar mun mis- takast. Ný ríkisstjórn er því ekki í uppsiglingu að sinni. íslendingar geta því tekið lífinu með ró, meðan verð- bólgan magnast og hnútar atvinnulífsins bólgna. Verð- bólgan er hvort sem er haldreipi mikils fjölda manna og atvinnulífið er ýmsu vant. Samtals má búast við, að í þetta sinn þurfi að líða um sex viku'r frá kosningum og fimm vikur frá upplestri hinna flokkslegu fagnaðarerinda, unz mögu- legt verður að hefja stjórnarmyndunartilraun númer tvö. Svo er það önnur saga, hve langan tíma hver tilraun tekur eftir það. Gamanið er rétt að byrja. f Kambódía: v. Sihanouk er enn kominn á kreik í stjómmálunum Fyrir rúmu ári voru flestir sannfærðir um að Sihanouk prins af Kambódíu væri horfinn fyrir fullt og allt af hinu pólitíska sjónarsviði. Svo reyndist þó alls ekki. Hann kom úr hæli sinu í Peking þar sem hann hafði dvalizt um nokkurra ára skeið og talaði máli þjóðar sinnar á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Hann mótmælti þar innrás Víetnama og leppstjórn Heng Samrins sem fylgdi i kjölfarið. Sihanouk reyndi einnig að vekja athygli þjóða heimsins á þeirri hungursneyð sem var að leggjast yfir fólkið í Kambódíu. Prinsinn er þekktur fyrir að vera ötull við aö tala. Hann getur satt að setja talað og talað hvíldarlaust. Hann er sagður góður ræðumaður, röddin er skær og hann Ieikur á tilfinningar sínar og annarra á ýmsan hátt. f máli hans skiptist á gáski og glens, sem siðan geturbreytzt i biturt háð eða í svo mikla sorg að tárin renna niður kinnarnar. Ferill Sihanouks prins hefur verið fjölbreyttur frá því að frönsk nýlenduyflrvöld settu hann sem þjóðhöfðingja i Kambódíu á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá var hann nitján ára gamall. Enginn hefur efazt um að oft hefur hann verið að hugsa um eigin hag og sinna nánustu en hann hefur einnig sýnt það og sannað að hann ber hag þjóöar sinnar einnig mjög fyrir brjósti. Heima fyrir var hann mikill gleðimaður og stjómaði gjarnan hljómsveit heima í höllum sínum í Kambódíu. Kambódíumenn til sveita dýrkuðu hann og í hinu pólitíska spili tók hann einnig þátt af miklum móði. Margir hafa misreiknað sig á Sihanouk prinsi enda er það sagt auðvelt. Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna tók ekki mark á honum fyrr en um seinan. Hiö sama gerði Pol Pot helzti foringi Rauðu Khmeranna. Þeir voru í það minnsta að nafninu til sam- herjar. Pol Pot gerði prinsinn að þjóðhöfðingja í Kambódíu árið 1975 en aðeins vegna kröfu Chou En- lai forsætisráðherra Kína. Chou var ekki fyrr látinn en Sihanouk var settur frá völdum og skömmu síðar fréttist af honum í stofufngelsi. Vegur Sihanouks prins hefur verið í algjöru samræmi við gengi ríkisins Kambódíu. Honum tókst að fá Ho Chi Minh leiðtoga Víetnama til að kalla allan liðsafla sinn á brott frá Kambódíu á árunum upp úr síðari heimsstyrjöldinni. Ríkið var almennt viðurkennt sem sjálfstætt upp úr því. Lagði Sihanouk síðan mesta áherzlu á að halda ríki sínu fyrir utan deilurnar í Indókína og fá hlutleysi þess viðurkennt. Sihanouk mistókst þetta þrátt fyrir góðan vilja. Hann stjórnaði- Kambódíu með aðstoð yfirstéttanna, bæði borgaralegra og í hernum. Samhliöa gleymdist að huga að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.