Dagblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979.
15
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir )
„fangi hjá Chelsca”
Frá Chelsea
beintískozka
landsliðið!
- Eamonn Bannon, Dundee
United, valinn í lands-
liðshópinn gegn Belgíu
Skozki lundsliflseinvaldurinn Jock Stein hcfur gert
verulegar breytingar á skozka landsliðinu, sem
leikur við Belgiu í 2. riðli Evrópukeppni landsliða á
Hampden Park i Glasgow í næstu viku. Úrslit
leiksins skipta engu máli fyrir Skota en hins vegar
geta Belgar með sigri tryggt sér sæti í úrslitum í Róm
næsta sumar.
Það kom verulega á óvart, þegar Stein tilkynnti
landsliðshópinn í gær, að Allan Hansen, miðvörður-
inn sterki hjá Liverpool, missir slöðu sína ásaml
Willie Miller en í stað þcirra leika Gordon
McQueen, Man. Utd. og Ken Burns, Nottingham
Forest. Þá eru þeir John Wark, Ipswich, Joe
Jordan, Man. Utd. og Asa Hartford, Everton,
einnig settir út úr liðinu frá tapleiknum við Belgíu
21. nóvember.
í stað þeirra valdi Stein þá Jim Cannon, Crystal
Palace, Alan Young, Leicester, og Eamonn
Bannon , Dundee Utd. Þessi Bannon er „.dýrasti”
leikmaðurinn í skozku knattspyrnunni — keyptur
frá Chelsea i sumar fyrir 165 þúsund sterlingspund.
Talinn einn efnilegasti leikmaður Skotlands, rétt
rúmlega tvitugur, og Chelsea keypti hann frá Hearts
fyrir 200 þúsund sterlingspund. Það var fyrir ári en
hjá Chelsea náði Bannon sér ekki á strík. Kvaldist af
heimþrá meðal annars og það varð til þess að hann
var seldur aftur til Skotlands. Blómstrar nú hjá
Dundee Utd.
Aðrir leikmenn i skozka landsliðshópnum eru
Allan Rough, Partick, Bobby Clark, Aberdeen,
markverðir, Kenny Dalglish og Graeme Souness,
Liverpool, John Robertson, Nottingham Forest,
Sandy Jardine og Derek Johnstone, Rangers, Ian
Munro, St. Mirren, David Provan, Celtic, Andy
Gray, Wolves og Danny McGrain, Celtic, sem nú
kemur aftur í hópinn eftir langan tíma.
Vel heppnað borð-
Haustmót UMSB fór fram að Heiðarskóla laugar-
daginn 24. nóv. 1979. Mótið hófst kl. 13. Þátttak-
endur voru frá 5 félögum alls 59. Þátttaka var frá 4
og upp i 13 i hverjum flokki og var leikið upp i 11
tvo unna leiki. Mótsstjóri var Sigurður R.
Guðmundsson. Úrslit urðu sem hér segir:
1. HVÞ 52 stig
2. Staf 8 stig
3. —4.R 6 stig
3.—4. Sk 6stig
5. t 3 stig
Mjög margir góðir tennisleikarar komu fram á
þessu móti og var keppnin bæði tvisýn og spenn-
andi.
Swindon endurtók
sigurinn frá 1969!
—Andy Rowland skoraði sigurmarkid f gærkvöld þegar 4 mín.
voru eftir af framlengingunni, 4-3—Úlfamir heppnir
að ná jöfnu gegn Grimsby
Þegar aðeins 4 mín. voru eftir af
framlengingunni i leik Swindon og
Arsenal á County Ground i Swindon í
gærkvöld var staðan jöfn, 3—3.
Knötturinn var gefinn fyrír mark
Arsenal og eftir að þrivegis hafði verið
bjargað á marklínu i röð sendi Andy
Rowland knöttinn í netið við gifurleg
fagnaðarlæti áhorfenda, sem voru
21.795. Swindon hafði tekizl hið
ótrúlega. Arsenal lá i valnum í annað
sinn á 10 árum! Leikmenn Swindon
föðmuðust eftir leikinn og áhorfendur
hylltu liðið vel og lengi. Fjöldi manns,
sem ekki komst inn á leikvanginn, tók
þátt i sigurgleðinni og bókstaflega var
allt á öðrum endanum í Swindon i nótt.
Swindon er 90.000 manna borg í Wilt-
shire og frægðarsól félagsins hefur ekki
komizt jafnhátt á loft og í gær sl. ára-
tug — eða allt frá því að Swindon lagði
Arsenal að velli vorið 1969 í úrslitaleik
deildabikarkeppninnar.
Leikurinn í gærkvöld var ákaflega
spennandi allt frá fyrstu mínútu til
hinnar síðustu. Arsenal lék betur til að
byrja með en strax á 10. mínútu reið
fyrsta áfallið yfir. William sendi þá
knöttinn fyrir markið og lítil hætta
virtist á ferðum. Þá gerðist óhappið.
Þeir Willie Young og Steve Walford,
sem kom í stað Sammy Nelson, rákust
saman og Walford sendi knöttinn i
eigið net. Mikill fögnuður á County
Ground en sagan var ekki öll.
Á 19. mínútu skoraði Alan Mayes
annað mark Swindon með heljarmiklu
skoti, sem hann lét ríða af utan víta-
teigs. Knötturinn mun hafa komið litil-
lega við Walford á leið sinni í netið.
Það sem eftir lifði hálfleiksins sóttu
liðin á víxl en ekki voru gerð fleiri
mörk.
Strax i upphafi síðari hálfleiksins
gerðu leikmenn Swindon harða hríð að
marki Arsenal. „Going for the kill”
sagði Ron Atkinson, framkvæmda-
stjóri WBA, sem var aðstoðarþulur hjá
BBC í gærkvöld. Fjórum sinnum mátti
Pat Jennings í marki Arsenal taka á
öllu sínu til að forðast mark á fyrstu
þremur mín. siðari hálfleiksins. Mayes
komst tvívegis í gegnum vörnina eftir
mistök Willie Young og Jennings varði
að auki hættuleg skot frá Williams og
Miller.
Sókn Swindon var mun hættulegri
en síðan skoraði Arsenal nokkuð
óvænt. Bakvörðurinn John Devine
sendi þá fyrir markið og Liam Brady
skallaði í netið fram hjá Jimmy Allan,
sem átti stórleik í marki Swindon. 59.
mínútur liðnar af leiknum og forysta
Swindon aðeins eitt mark.
En óheppni Arsenal reið ekki við
einteyming i gærkvöld. Á 64. mínútu
fékk Swindon sína 7. hornspyrnu i
leiknum. Knötturinn barst fyrir markið
og Alan Mayes skallaði að markinu. Á
leið knattarins rak John Devine
höfuðið í hann og breytti stefnunni
þannig að Jennings átti ekki möguleika
á að verja. Tvö sjálfsmörk og Swindon
komið í 3—1. Arsenal virtust allar
bjargir bannaðar en leikmenn gáfust
ekki upp.
Á72. mín. fékk Arsenal aukaspyrnu
fyrir utan vítateig Swindon. Brady tók
spyrnuna afar fljótt og sendi knöttinn í
netið á meðan leikmenn Swindon voru
enn að koma sér fyrir, 3—2 og 18. mín.
eftir.
Skömmu síðar kom Billy Tucker inn
á fyrir Alan Mayes og greinilegt var að
Swindon hugsðist halda fengnum hlut.
Ekki tókst þá getur til en svo að Bii.rn
Talbot jafnaði metin á 85. m'uiútu með
frábæru skallamarki — fyrsta mark
hans í vetur. Leiktíminn rann út og
framlengja þurfti. Bæði lið fengu sín
tækifæri áður en Swindon skoraði
sigurmarkið en greinilegt var að leik-
menn liðanna voru orðnir örmagna.
Swindon stóð uppi sem sigurvegari í
lokin eftir frækilega baráttu.
Ekki fékkst úr því skorið í gær
hvort Swindon mætir 1. deildarliði
Úlfanna eða 3. deildarliði Grimsby í
undanúrslitunum. Wolves og Grimsby
léku á Molineux í gærkvöld og mega
Úlfarnir teljast heppnir að fá annað
tækifæri. Andy Gray kom þeim yfir á
21. mínútu en Uddell jafnaði fyrir
Grimsby á 71. mín. Leikmenn 3.
deildarliðsins mun ákveðnari og
óheppnir að tryggja sér ekki sigur í
framlengingunni. Liðin mætast
sennilega í þriðja sinn í næstu viku.
Þorsteinn Ólafsson fer til Gautaborgar.
Sjö leikmenn Keflavíkur
halda út í atvinnumennsku
—tveir til Danmerkur og fimm til Svíþjóðar. Umboðsmenn sænsks 3. deildarliðs koma til landsins
á morgun og semja við þrjá Keflvíkinga
Á morgun mun umboðsmaður
sænsks 3. deildarliðs koma til Kefla-
víkur og semja við þrjá af knattspymu-
mönnum þeirra Keflvikinga. Þeir
Sigurbjörn Gústafsson, Þórír Sigfús-
son og Gísli Grétarsson hafa allir
fengið tilboð frá þessu 3. deildarfélagi,
sem DB vissi siðast i gærkvöldi ekld
nánari deili á, og allar líkur eru á að
þeir semji við það i vikunni. Þar með
eru leikmennirnir, sem Keflavik hefur
misst á skömmum tima orðnir 7 talsins.
Hreint hríkaleg hlóðtaka fyrír ekki
stærra bæjarfélag en Keflavik er.
Þessir þrír leikmenn bætast í hóp
fjögurra sem þegar hafa ákveðið að
halda utan. Fyrst ber auðvitað að nefna
Þorstein Ólafsson, sem heldur utan til
Gautaborgar. Þá fer Sigurður
Björgvinsson til 2. deildarliðsins
Haukar og KR mætast í kvöld
í kvöld kl. 20 mætast Haukar og KR
í 1. deild íslandsmótsins i handknattt-
leik i Hafnarfirði. Bæði þessi lið eru
um miðja deild og hvorugt þeirra hefur
efni á að tapa stigi i kvöld, vilji þau
verða áfram i baráttunni um íslands-
meistaratitilinn.
Haukar hafa tapað 5 stigum nú
þegar og liðið hefur engan veginn upp-
fyllt þær vonir sem við það voru
bundnar i haust. Sóknarleikurinn i
molum en varnarleikurinn og mark-
varzlan hefurveriðgóð í haust. í fyrra
var sóknin í iagi en varnarleikurinn og
markvarzlan lengst af í molum. KR-
ingar hafa átt góða leiki að undanförnu
og sigraði Fram og HK mjög sannfær-
andi. Mikil leikgleði einkennir KR-
ingana og eins og liðin hafa leikið að
undanförnu er ólíklegt annað en KR
beri sigur úr býtum í kvöld. Að leiknum
í kvöld loknum mætast Haukar og
Fram í 1. deild kvenna.
Staðan í 1. deild karla.
Víkingur
FH
Valur
KR
Haukar
iR
Fram
HK
4 4 0 0
4 4 0 0
5 3 0 2
5 3 0 2
5 2 12
4 10 3
4 0 13
5 0 0 5
88—71 8
94—80 8
101—87 6
110—102 6
100—108 5
78—83 2
77— 88 I
78— 107 0
Handholtapunktar
fri V-Þýzkalandi
Axel
Axelsson
Minden 5.12.89.
Þá kom að því að TV Gross-
wallst. tapaði leik. Liðið varð að þola
14—17 ósigur i Míinchen gegn
Milbertshofen. Þetta breytir þvt litlu
um yfirburðastöðu liðsins í deildinni.
Júgóslavinn Horvat, sem skoraði 7
mörk (2 víti) og Frank, sem skoraði 5
mörk fyrir Milbertshofen, áttu stærsta
þáttinn í að leggja meistarana að velli.
Um 3.500áhorfendur urðu vitni að ein-
um bezta leik, sem Milbertshofen hefur
leikið á heimavelli og vonbrigðin yfir
töpuðu stigi i leiknum gegn Grun Weiss
Dankersengleymdust fljótt.
Dankersen vann nú sinn fyrsta úti-
sigur — að þessu sinni í Flensburg. Þar
er leikið i lítilli höll, sem rúmar um
1300 manns. Stemmningin á meðal
áhorfenda þar er hreint ótrúleg — ekki
ósvipuð og í Kiel. Það var því nokkuð
erfitt fyrir hið unga lið Dankersen að
komast af staö í leiknum. Jafnt var
allar tölur upp í 9—9 og þannig var
staðan í hálfleik. Með betra úthaldi og
meiri yfirvegun í leik sinum tókst
Dankersen aö siga framúr og sigra 18—
16. Mörk Dankersen skoruðu: Axel
8/3, Meyer 3, Seehase 2, Becker 2,
Frauke, Krebs og Schubert 1 hver. Flest
mörk Flénsburg skoraði Hoffman eða
4 talsins — þar af 1 úr víti.
Grambke kafsigldi Nettelstedt í
Stadthalle í Bremen, 21 —15, í leik þar
sem fslendingarnir Gunnar Einarsson
og Björgvin Björgvinsson léku aðal-
hlutverkiö hjá Grambke. Það bar til
tíðinda í síðustu viku að Grambke rak
þjálfara sin, Brinkemeier. f hans stað
var Júgóslavinn Mario Andric ráðinn.
Hvort þessi þjálfaraskipti er ástæðan
fyrir stórsigri Grambke er erfitt að
segja til um. A.m.k. var hér allt annað
Gambke-lið á ferðinni en menn höfðu
kynnzt í síðustu viku.
Hinn nýi þjálfari, Andric, sem
kunnur er í handknattleiknum hér í
Þýzkalandi (þjálfari Phönix Essen,
Rheinhausen og Sprenge, sem Ágúst
Svavarsson leikur með) hefur áður
setið í þessum sama stól í Bremen.
Hann stjórnaði liðinu ’75, var rekinn
um mitt leiktímabil. Á blaðamanna-
fundi eftir leikinn gegn Nettelstedt var
hann stórorður — sagði að Bremen
mundi verða á meðal efstu liða í
deildinni í ár og væri það þegar ef hann
hefði verið við stjórnvölinn frá upphafi
leiktímabilsins. Flest mörk Grambke
skoraði Gunnar Einarsson eða 6 talsins
— þrjú úr vítum. Björgviri skoraði 5
mörk en aðrir færri. Hjá Nettelstedt
var Miljak atkvæðamestur með 6 mörk
— eitt úrviti.
Hilttenberg stóðst prófraunina í
Kiel og sigraði 21 — 18. Huttenberg
hefur komið nokkuð skemmtilega á
óvart í vetur. Leikurinn i Kiel var mjög
jafn og skemmtilegur allan tímann. Á
tímabili leit þó út fyrir að dómarar
leiksins ætluðu enn einu sinni að láta
hina 7000 áhorfendur hafa áhrif á sig.
Þeir voru nokkuö hlutdrægir í Kiel í
hag en allt kom fyrir ekki. Ohly,
Sprengler og Dan voru að venju beztir
hjá Híittenberg en Timko og Ellwardt
hjáKiel. Úrslitleikjaogstaðan
Kiel-HUttenberg
Göppingen-Gummersbach
Birkenau-Dietzenbach
Hofweier-Tusem Essen
Milbertshofen-Grosswallst.
Grambke-Nettelstedt
TV Grossvallst. 11
TSV Milbertsh. 11
TV Hattenberg
VfL Gummersb.
18—21
frestað
16—16
frestað
17—14
21 — 15
1 207—153 19
3 173—167 15
4 1 98—198 14
3 183—146 13
Tusem Essen
TuS Ncttelstedt
SG Dietzenbach
GW Dankersen
FA Göppingen
TuS Hofweier
THWKiel
TV Grambke
TSV Ðirkcnau
TBS Flensburg
10
11
10
11
10
10
11
10
11
11
3 172—157 1 2
5 174—177 12
4 138—155 11
5 173—183 11
5 166—165 9
6 181—173 8
7 200—198 8
6 161 — 170 7
7 1 82—206 7
10 160—220 2
TV Grosswallstadt, Evrópumeistarar
meistaraliða, fengu léttan mótherja í 2.
umferð Evrópukeppninnar — Triest
frá Ítalíu. Fyrri leikurinn fór fram í
Þýzkalandi og lauk með yfirburðasigri
Grossvallstadt, 30—14. Sá síðari var
leikinn á Ítalíu og var þvi lítið áhuga-
verður. Þar sigraði Grosswallstadt
einnig, nú 18—16.
Tus Hofweier leikur á móti
Tatyabanya frá Ungverjalandi. Fyrri
leikurinn fór fram í sömu höll og
Joachim Deckarm slasaðist svo illa i
fyrir 8 mánuðum. Að þessu sinni var
þó ekki leikið á steingólfi — heldur
voru tréplankar lagðir yfir. Tatabanya
vann 19—14 en leikmenn Hofweier
voru þá bjartsýnir á að vinna þann mun
upp þegar leikið verður hér í Þýzka-'
landi.
í Evrópukeppni bikarmeistara
sigraði Gummersbach norsku bikar-
meistarana örugglega 20—15 og á þvi
auðveldan leik á heimavelli. Dankersen
lék í Kaupmannahöfn og á móti
Bagsværd. AB leikur i 2. deildinni í
Danmörkuogerekkilakara enmörg 1..
deildarliðin á þessu keppnistímabili.
Dankersen hafði leikið í Flensburg
tveimur dögum áður og eftir erfitt
ferðalag var lítill kraftur í leik-
mönnum. 9—9 urðu úrslit í
Kaupmannahöfn svo Dankersen ætti
aðkomastí3.umferð. Kærkveðja,
Axel Axelsson.
örgryte og þeir félagar Einar Ásbjörn
Ólafsson og Rúnar Georgsson halda
báðir til Danmerkur eftir áramótin.
Þetta eru alls sjö leikmenn og hefur
ekkert íslenzkt 1. deildarlið orðið fyrii
Sigurður Björgvinsson hefursamið við
2. deildarfélagið örgryte.
Sagði nei takk
við 900 millj-
ónum króna!
— Cosmos vildi fá
Terry Venables
Þekktasta knattspyrnufélag Banda-
ríkjanna, The New York Cosmos, er á
höttunum eftir nýjum framkvæmda-
stjóra og þjálfara. Eddie Firmani, sem
gert hafði garðinn frægan, var rekinn
sl. sumar eftir deilu við stjórn
félagsins. Cosmos komst síðan ekki
einu sinni i úrslit í keppninni i haust.
En forráðamenn félagsins eru alltaf
stórtækir, þegar þeir fara á stúfana. í
gær buðu þeir Terry Venables, fram-
kvæmdastjóra Crystal Place í
Lundúnum, eina milljón sterlings-
punda ef hann tæki að sér þjálfun og
stjórnun hjá félaginu. Ekki var getið til
hvað margra ára samningurínn átti að
gilda. En Venables, sem er yngsti
stjórínn í deildinni ensku, 38 ára, þurfti
ekki að hugsa sig lengi um. Sagði nei
takk við 900 milljóna isl. króna tilboði
Cosmos.
ValuroglS
íHagaskóla
í kvöld kl. 19 mætast í íþróttahúsi
Hagaskólans Valur og ÍS og hefst
leikurinn kl. 19. Valsmenn eru i 3. sæti
úrvalsdeildarínnar en ÍS vermir botn-
sætið. ÍS hefir nú tapað 7 leikjum i röð
og þykir mörgum timi til kominn að
önnur úrslit verði i viðureignum ÍS.
Siðustu tveimur leikjum hafa Stúdentar
tapað með aðeins 1 stigi og því
spumingin hvort þeim takist að gera
beturi kvöld.
Paraguay
vann Chile
Paraguay sigraði i S-Amerikukeppn-
inni i knattspyrau eftir að hafa gert
markalaust jafntefli við Chile i gær-
kvöldi. Liðin höfðu leikið tvo leiki
áður og unnið sinn hvort. Framlengt
var í gærkvöldi en ekki tókst liðunum
að skora fyrir það. Úrslitin úr fyrri
tveimur leikjunum voru þvi látin ráða.
Paraguay vann sinn heimaleik, 3—0 en
Chile 1—0 i Santiago.
jafn hrikalegri blóðtöku á einu bretti
undanfarin ár ef þá nokkurn tima.
Allir þessir Ieikmenn — utan Gísla
Grétarssonar — léku með m.fl. Kefl-
víkinga sl. sumar og liöiö stóð sig
prýðilega í 1. deildarkeppninni. Gísli
lék með Njarðvík í sumar en með Kefl-
vikingum árið áður og hafði hugsað sér
að leika með Kefiavík næsta sumar. Til
þess kemur þó varla þar sem þetta
sænska 3. deildarlið er komið í spilið.
Sigurbjörn lék stöðu miðvarðar í allt
sumar og vakti athygli fyrir sterkan
leik. Þórir er framherji i Keflavikur-
liðinu — eldsnöggur og útsjónarsamur
leikmaður.
Rúnar Georgsson og Einar Ásbjörn
Ólafsson halda sem fyrr sagði til Dan-
merkur. Einar er ekki alveg ókunnugur
þar þvi hann lék þar um tima með félaga
sínum Sigurði Björgvinssyni í 1. deild-
inni við góðan orðstír. Einar var einn
helzti máttarstólpi Keflavíkurliðsins í
sumar — uppbyggjandi leikmaður með
ákafiega næmt auga fyrir samleik.
Rúnar lék í fremstu víglínu i Kefla-
víkurliðinu — baráttuglaður og mark-
heppinn.
Þorsteinn Ólafsson var kjölfesta
Kefiavíkurliðsins í sumar. Þorsteinn,
sem er margfaldur landsliðsmaður, átti
hvern stórleikinn á fætur öðrum með
ÍBK í sumar og sýndi og sannaði að
hann er einn okkar allra beztu mark-
varða. Sigurður er einnig landsliðs-
maður þótt ungur sé og hefur náð
skjótum framaá knattspyrnubrautinni.
Margfaldur unglingalandsliðsmaður og
geysilegur baráttukarl í vörninni auk
þess að vera mjög uppbyggjandi og
útsjónarsamur leikmaður.
Af þessu sést að Keflvíkingar missa
meirihluta I. deildarliðs síns á einu
bretti. Það, sem verra er e.t.v. er að
óvenju lítið hefur verið af sterkum 2.
flokks strákum í Keflavík í sumar og
þvi gæti reyriz! erfitt að fyila skörðin.
Kefivíkingar liuta þó áður sýnt að þeir
gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana
og með mikilli þrautseigju tókst þeim
að ná upp sterku liði — því sem nú
hefur splundrazt — þrátt fyrir hrak-
spár. Brottför þessara leikmanna er
geysilegt áfall fyrir Keflavik og íslenzka
knattspymu í heild. Kefivíkingar voru
rétt búnir að ná upp góðu liði eftir
„gullaldartímabilið 1969—73” þegar
allt fer úr böndunum. Sannkallað
rothögg!
Annars fer það að verða mikið
áhyggjuefni með brottflutning leik-
manna til félaga á Norðurlöndunum.
Flestir þeirra leikmanna sem héðan
halda fara til félaga i 2. eða 3. deild í
Svíþjóð þar sem gæði knattspyrnunnar
eru ekkert meiri en í 1. deildinni hér
heima. Það er hins vegar ævintýraþráin
sem rekur marga áfram og hún ætlar
sannarlega að reynast íslenzku knatt-
spyrnunni erfið.
Kefiavík er annað 1. deildarfélagið
sem missir alla helztu máttarstólpa sína
á einu brctti. Eyjamenn hafa einnig
misst lykilmenn úr liði sinu. Mikil blóð-
taka fyrir þessi bæjarfélög en bæði
Keflvíkingar og Eyjamenn eru þekktir
fyrir annað en að gefast upp og fróð
legt verður að fylgjast með framvindti
hjá þessum félögum.
-SS\.
Þeir félagar Einar Ásbjörn Ólafsson (t.v.) og Rúnar Georgsson munu halda
til Danmerkur um áramótin.
Gimilegur ostabakki gerir
ávallt lukku.
Við óvænt innlit vina, sem
ábætir í jólaboðinu eða sér-
réttur síðkvöldsins.
OSTABAKKI-GÓÐ TILBREYTING
Láttu hugmyndaflugið ráða ferð-
inni, ásamt því sem þú átt af
ostum og ávöxtum. Sannaðu
til, árangurinn kemur á óvart
RAUÐINU 0G StJKKULAÐINU